Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 8
Otrúlent afrek Auk framkvæmdarstjóranna hefur yf- irumsjón með framleiðslunni sérstök vinnuheimilisstjóm, og skipa hana nú eftirtaldir menn: Ámi Einarsson formað- ur, Júlíus Baldvinsson, Sigurður Jónsson, Höskuldur Ágústsson og Eiríkur Hagan. Varamenn- Ástmundur Guðmundsson, varaformaður og I3orsteinn Finnbjarnar- son. Vinnuheimilið hefur algerlega aðskil- inn fjárhag við aðra starfsemi S.l.B.S. Af því litla, sem hér hefur verið sagt frá hinni umfangsmiklu framleiðslu að Reykjalundi, má sjá, að hér er ekki um neitt föndur eða leik að ræða, heldur mikla framleiðslu þarflegra hluta. Hluta, sem spara landinu mikinn erlendan gjald- eyri. Gera tugi og hundmð sjúklinga að verkfæru fólki, sem framleiðir þarna fyrsta flokks vöru. I>egar gengið er um allar þessar vinnu- stofur í Beykjalundi, vekur þetta alveg sérstaka eftirtekt: 1. Hve þarna virðist vera mikil regla á öllum hlutum og þrifnaður. 2. Hve fólkið— er, eftir því sem hægt er, — vel búið og áhugasamt við störfin. 3. Hve framleiðslan er vönduð. 4. Hve háttprýði virðist vera þarna rótgróin, samfara atorku og elju- semi. Hér hefur verið stofnsettur merkilegur rekstur, á marga vegi hollur og harla þarfur fyrir andlega og líkamlega liðan þessa blessaða fólks, sem einmitt í þessu starfi hefui „fundið lífið“ á ný. En þrátt fyrir það eiga Iforráðamenn fyrirtækisins í miklum erfiðleikum í sambandi við inn- flutning véla og efnis, eins og ýmsir aðrir fleiri á hinum síðustu og verstu tímum. — Þyrftu innflutningsyfirvöldin þó sannar- lega að styðja þetta merkilega óeigin- gjarna starf, sem hér er unnið til þjóð- þrifa og kalla má hreint björgunarstarf. I»ar er ekki halli á rekstrinum. Það er undravert, hve tekizt hefur með miklum ágætum að stofnsetja að Reykja- lundi og starfrækja margar iðngreinar, með óvenjulegum árangri fyrir veiklaða vistmenn. Þar hefur sannast sem oftar, að vinnan er "Keimsins mesta hnoss og heilsulind. Þessi vinnubrögð hafa aukið vistmönnmn trú á lífsorku sína og var- anlega vinnu-getu. En svo er enn ósagð- ur mjög merkilegur hlutur í þessu sam- bandi. Það er, að í framkvæmdinni hefur ____________FRAMHALD________________ tekizt að reka þessa margskiptu iðju með fjárhagslegum hagnaði. Það eitt er hið merkilegasta og allrar athygli vert og til sérstakrar fyrirmyndar fyrir hálfgerðan eða algeran ríkis- og bæjarrekstur. 1 reglugerð heimilisins segir svo: „Stofn- unin rekur ýmsar atvinnugreinar við hæfi vistmanna. Fyrir hverja atvinnu- grein skal hafa sérstakt reikningshald“. Sá, sem ekki getur unnið 3 vinnustundir á dag, er ekki talinn vinnufær, en enginn má vinna meir en 6 stundir. Tvær vinnu- stundir greiðir hver vistmaður með sér fyrir dvalardag. Það sem á vantar að heimilisreksturinn beri sig með þessari greiðslu, hefur unnizt með hagnaði af hinum ýmsa rekstri verkstæðanna. Vistmannaherbergi Ólafar Ólafsdóttir. Um síðastl. áramót hafði Vinnuheimilið starfað í 5 ár (1945—'49). Fara hér á eftir nokkrar tölur úr rekstrarreikningum stofnunarinnar á þessrnn 5 árum. A) Sala atvinnugreinanna: Fyrsta árið var salan kr. 300 þús. kr., en nam á s.l. ári kr. 1.530 þús. — Alls hefur salan verið kr. 5.170 þús. í 5 ár eða að meðaltali kr. 1.034 þús. á ári B) IlagnáSur á rekstri atvgr.: Fyrsta árið var tap kr. 32 þús. (öll hin árin hefur verið hagnaður), s.l. ár nam hagnaður kr. 189 þús. — Alls hefur hagnaður atvgr. numið í 5 ár kr. 582 þús. eða að meðaltali kr. 116.4 þús. á ári. ■ C) Heimilisrekstur: Fyrsta árið var halli kr. 66 þús., en á s.l. ári nam hallinn kr. 55 þús. — Alls hefur hallinn numið í 5 ár kr. 231 þús., eða að meðaltali kr. 46,2 þús. á ári. (öll árin hefur verið um halla að ræða á heimilisrekstri). D) Stofnunin sjálf: Fyrsta árið var stofnunin rekin með tapi, kr. g8 þús. — (öll hin árin hefur verið hagnaður),, s.l. ár nam hagnaðurinn kr. 110 þús. — Alls hefur hagnaðurinn verið kr. 298 þús. á 5 árum, eða að meðaltali kr. 59,6 þús. á ári. Sé tekinn mismunur á heildar-hagnaði atvinnugreinanna og heildartapi heimilis- rekstursins þessi 5 ár, kemur út hærri tala (kr. 351 þús.), en hagnaður á rekstri stofnunarinnar (kr. 298 þús.) sýnir. — Sá mismunur byggist, að stærstum hluta, á afskrift útistandandi skulda. — En með hverju er byggt, barizt og sigrað. Flér var, eins og stundum áður hefur hent dugmikið fólk í okkar landi, byrjað með tvær hendur tómar, en allt afklæðzt sómasamlega. Það er löngum drjúgt, sem dygg hönd vinnur, og hún fer líka venju- lega vel með. Auk þess heifur hér verið að verki áhlaupa dugnaður. Eins og áður er sagt, áskotnaðist sam- bandinu kr. 5000.00 á fyrsta fjársöfnun- ardaginn 1939. Á næsta ári ca. 20.000.00. Hinn x. jan. 1943 var skuldlaus eign orðin kr. 262,109,26. Nettó- tekjur það ái urðu kr. 351,031,73 og eign í árslok kr. 613,140,99. Árið 1944 urðu nettótekjur . . kr 682,493,74 en eign í árslok kr. 1,295,634,73 Árið 1945 urðu tekjumar . . kr. 234,316,58 en eign í árslok kr. 1,529,951, .31 Árið 1946 urðu tekjumar lang- mestar eða kr. 1,127,857,98 Aðalliðir teknanna þetta ár skipt- ast þannig: Tekjur af happdrætti kr. 546,689,34. — af berklavamadeginum Og happdrætti því er honum fylgdi kr. 242,116,69 Stofnframlag ríkisins til byggingar- innar að Reykjalundi kr. 280,000,00 Gjafir og minningargjafir .... kr. 124,780,34 Árstekjur sambandsins 1947 skipt- ast hins vegar þannig: 1. Ágóði af merkjasölu kr. 59,681,99 2. 2. Ágóði af blaðasölu kr. 26,370,94 3. Ágóði af skemmtun kr. 7,430,70 4. Ágóði af bifreiðahappdrætti kr. 347,546,62 5. Minningargjafir kr. 16,501,80 6 .Aðrar gjafir til Vinnuheim. kr. 93,543,04 7. Innheimt gjöld fólaga kr. 808,00 Samtals kr. 551,883,09 Á órinu 1948, urðu tekjurnar sem hér segir: 1. Tekjur af blaðaútgáfu merkja- sölu, kortaútgáfu, skemmtunum, vaxtatekjur o. fl. brúttó .. kr. 172,824,36 2. a) Tekjur Vinnuheimilissjóðs: Af happdrætti, merkjasölu, minningarspjöldum og gjafir ...... kr. 722,542,80 b) Rikisstyrkur . . kr. 400,000,00 1,122,542,80 104 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.