Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 15
og mikill tengur
Árið 1945, hóf núverandi landsbóka-
vörður Finnur Sigmundsson útgáfu á
merku riti, sem á sínu sviði markar bein-
línis tímamót í sambandi við Landsbóka-
safnið. Rit það sem hér er átt við, er Ár-
bók Landsbókasafnsins.
Ritið ber það með sér að þessi ákvörð-
un Finns er ekki gripin úr lausu lofti,
heldur gerð að vel athuguðu máli og mikl-
um myndarbrag. Eins og áður er sagt kom
fyrsta árbókin út 1945, en er árbók fyrir
hið merka ár í sögu þjóðarinnar 1944. —
Það var vel hugsað hjá landsbókaverði að
hefja svo myndarlega útgáfu árbókar
einmitt á því ári, er 100 ár voru liðin frá
því prentsmiðja var fyrst sett í Reykjavík,
en það var einmitt árið 1844, sem Við-
eyjarprentsmiðja var flutt þangað.
Árbók 1944. hefst með stuttri ritgerð
um Guðmund Finnbogason landsbóka
vörð eftir Finn Sigmundsson. Þar næst er
gerð grein fyrir starfsemi safnsins árið
1944, af sama. Þá er þar skrá um öll rit
er komu út á árinu 1944. Næst kemur
rækileg ritgerð um sögu Landsbókasafns-
ins, eftir Pál Eggert Ólason.
Árbók 1945, er fækileg ritgerð og skrá
mn íslenzk leikrit 1645—1946, frumsamin
og þýdd, eftir Lárus Sigurbjörnsson. Er
mikill fengur að fá slíka greinargerð frá
hendi þess manns, sem allra manna ísl.
er fróðastur um allt er snertir þessi efni.
Er það lengri bálkur en ýmsa hefði grunað.
Árbók 1946—1947. 1 henni er auk bóka-
skrár þetta efni: Islenzk bókasöfn fyriv
siðabyltinguna, eftir Guðbrand Jónsson.
Letraval í prentsmiðjum á fyrstu öld
prentlistarinnar á íslandi, eftir Hallbjörn
Halldórsson. Hallbjörn kemst að þeirri
veg, að þjóðinni verði sífelldur þroska-
auki að tali því, tónum og töfrum, sem
ár og öld eiga að fylla þennan stóra sal.
Eins og áður er sagt, er hljómfylling sal-
arins (á tali) svo yndisleg og alger, að
það er blettur á húsinu, ef frá sviði þess
hljómar ekki til áheyrenda óbjagað og
ósvikið það mál, sem er „allri rödd fegra.“
Eins og að líkum lætur stjórnar þessari
nýju stofnun ráð manna, sem hefur fram-
kvæmdarstjóra sér við hlið, til að annast
um daglegan rekstur. Þjóðleikhúsráðið
skipa þessir menn:
Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastj., form.
Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundtn-.
Ingimar Jónsson, skólastjóri.
Haraldur Björnsson, leikari.
Þjóðleikshússtjóri er Guðlaugur Rósin-
niðurstöðu, að öll prentáhöldin, muni eigi
hafa verið öllu meiri en hóflegar klyfjar
á tvo hesta. Hann kemst og að þeirri nið-
urstöðu, að myndarskapur Guðbrandar
biskups í prentverki og útgáfustarfsemi,
sem nær hámarki í biblíuútgáfu hans,
„sem er eitt hið stórmannlegasta 'fyrir -
tæki í sinni grein hér á landi, ef fullt tillit
er telcið til allra aðstæðna, og jafnvel þótt
víðar væri leitað eftir samanburði“. Rit-
gerðin er hin merkasta og prýdd mörgum
myndum. Þá er í bókinni löng ritgerð um
bókasafn Brynjólfs biskups, eftir Jón
Helgason prófessor. Einnig merk ritgerð
prýdd mörgum myndum. Frá meistara-
prófi Gríms Thomsens, eftir Sigurð Nor-
dal. Um safn Nikulásar Ottesons, eftir
Stefán Einarsson. Um athuganir á þýð-
ingu Einars Benediktssonar á Pétri Gaut,
eftir Steingrím J. Þorsteinsson. Um þýð-
ingar og endursagnir úr ítölskum miðalda-
ritum eftir Þórhall Þorgilsson.
Árbók 1948—1949: Þar má fyrst nefna
„Nokkur orð um islenzkt skrifletur“, éftiv
Björn K. Þórólfsson. Er þessi ritgerð miklu
meira en nokkur orð, bæði að efnismeð-
ferð og fyrirferð, og með fjölda góðra
mynda. Hjörtur Þórðarson og bókasafu
hans, merk ritgerð eftir Richard Beck. Þá
er í þessari árbók heitaskrá leikrita frá
1645—1949, eftir Lárus Sigurbjörnsson.
t upphafi hverrar árbókar fyrir sig ger-
ir landsbókavörður grein fyrir safninu,
vexti þess, viðgangi ofl. En auk þess sem
nefnt hefur verið eru þar smærri greinai
og svo skrár yfir útkomnar bækur á þvi
ári, er bókin nær yfir.
Með þessari útgáfu hefur landsbóka-
vörður unnið hið þarfasta verk, því frem-
kranz. Auk fastráðinna leikara er svo
allstór hópur fastra starfsmanna.
I sambandi við rekstur hússins þurfa
stjórnendur þess margt að muna, m. a.
það, að nýríkra pyngjur hafa sjaldan verið
eins naumar eins og þeirra, sem muna
tvenna tímana. t sambandi við rekstur-
inn þarf því fremur að gefa gaum hinum
almennu tímum og til frambúðar, enda á
þjóðin hér öll að njóta eins og heitið ber
með sér. Og vitanlega þarf húsið að full-
notast samkvæmt tilgangi sínum.
Ég er því — og sjálfsagt allur fjöldinn
— mjög þakklátur þeim, sem byrjað hafa
þetta verk og barizt fyrir þvi. Þeim, sem
hafa stjórnað byggingu þess og gengið svo
glæsilega frá því, þegar allir „berja lóm-
inn.“ Það er þeim og þjóðinni til sóma,
fyrst byggt var á annað borð.
Á hinum andllegu sviðum einum —
ur sem ritgerðirnar eru allar góðar, og
um merk og mikilsverð efni og frágangur
ritsins allur hinn vandaðasti. Ekki er
víst að margir tslendingar gefi þessu mik-
inn gaum eða meti mikils, en þetta munu
erlendir fræðimenn telja mikinn' feng cg
viðburð, og ef til vill landar líka, þegar
hið litla upplag bókarinnar er þrotið.
I þessu sambandi er rétt að geta þess,
að fyrir tilstilli Finns Sigmundssonar, hef-
ur safnið eignast nýtt og merkilegt tæki,
sem taka má með ljósmyndir af bókum
eða handritum.
Ó. B. B.
Veðurspár.
Veðurspár hafa lengi verið tíðkaðar
liér á landi, og töldu menn sig geta
ráðið væntanlegt veðurfar af ýmsum
fyrirburðum og veðri ákveðna daga.
Skal hér til gamans birt frásögn Jón-
asar á Hrafnagili í íslenzkum þjóðhátt-
um um það, hvað menn töldu veðurfar
páskavikunnar boða.
Illviðri á pálmasunnudag boðar 24
daga umhleypinga. Ef þá er ifagurt
veður, boðar það lítinn gróða árs.
Ef dimmviðri er og drífa á föstudag-
inn langa, verður gott grasár.
Eftir föstudeginum langa bregður
veðri allt til kóngsbændadags eða frá
4. í páskum til uppstigningardags. Eftir
honinn fellur vorvertíð.
Ef páskar eru snemma og skarpt er
frost með sólskini, boðar það töðubrest
það sumar. Góupáskar boða annað
hvort afar hart eða einmuna gott vor.
Sumarpáskum fylgir harðm- vetur.
Það, sem viðrar á 4. í páskum, mun
haldast til Jónsmessu.
Sjaldan er sama veður á páskadag og
pálma.
bókvits og lista — getur þjóðin keppt á
heimsmælikvarða. Þetta musteri og mikla
átak lítillar þjóðar, er því drjúgur skerfur
og til tryggingar því, að þar sé þjóðin á
réttri leið, og fremur í sókn en vörn ó
þeirri erfiðu braut, að standa í hinum
stóru voldugu þjóðum.
Við vonum, að um næstu þúsund ár —
svo sem hingað til — megi manndómur
þjóðarinnar og þroski verða fólginn í ein-
staklingum hennar. Sannast í samhengi
sögunnar og verða hinn rauði þráður, er
aldrei slitni, hvað sem henni kann að
mæta mótdrægt.
Ól. B. Björnsson.
(Heimildir: Greinar Lárusar Sigurbjömssonar í
Almanaki Þjóðvinafélagsins 1948 og 1949 oc
þáttum úr sögu Reykjavikur. Grein Indriðc
Einarssonar í Skimi 1907 og Leikfél. Reykja
vikur 50 ára.)
AKRANES
111