Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 5
lofaði um leið og hann fór, að hann skyldi
endm-byggja hið gamla hof þar í borginni,
ef hann yrði heilbrigður. Hann kom í
sjúkrahúsið og kýlið var skorið í burlu.
Meðan sárið var að gróa hlustaði hann
daglega á Guðs orð. Hann fór frelsaður
heim aftur við mikinn fögnuð. En þegar
heim kom, var hann minntur á loforðið.
Hann sagði þeim, að nú væri hann Guðs
barn og gæti því ekki uppfyllt sitt fyrra
loforð. Hann var vitur maður og sagði
fólkinu, að hann ætlaði hins vegar að biðja
fimm helztu menn borgarinnar að koma
með sér til kristniboðsstöðvarinnar >g
kynna sér málið af eigin raun, og sjá
hvort þeir teldu sig þá ekki lausan við heit-
orð sitt. Þetta samþykktu þeir, dvöldu
viku í sjúkrahúsinu og urðu snortnir af
einlægri trú á Guð. Þar var ekki byggt
hið fyrirhugaða hof, heldur ný og skraut-
leg kirkja Drottni til dýrðar og allir borg-
arbúar urðu kristnir. Jesú sagði: Farið og
prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu.
Dag einn var manns Steinunnar vitjað
til sjúkhngs, sem lá fyrir dauðanum. Kona
hans hafði dáið úr dularfullum sjúkdómi,
sem nú hafði einnig náð tökrnn á honum.
Vinir hans höfðu sagt honum frá hinum
útlenda lækni. Dr. Hayes fór þegar að
vitja sjúklingsins, en þegar hann kom að
hvílu hans sá hann, að þetta var um sein-
an. Hann hafði á sér mynd af Jesú á
krossinum, tók hana upp og sýndi hinum
deyjandi manni, og las fyrir honum úr
Guðs orði. Kraup síðan á kné og bað heitt
og innilega fyrir sjúklingnum. Morgun-
AKRANES
inn eftir bað sjúklingurinn þess, að lækn-
irinn væri sóttur aftur. Þegar sendimað-
urinn kom spurði læknirinn, hvort nokk-
ur breyting hefði orðið á sjúkdómnum.
t>eir sögðu það ekki vera, en báðu hann
koma þrátt fyrir það, því að sjúklingur-
inn hefði eindregið óskað þess. I’egar lækn-
irinn kom, sagði sjúklingurinn með veikri
röddu: „Sýndu mér aftur myndina af
Jesú á krossinum“. Hann langaði enn að
heyra meira úr Guðs orði, og andaðist
síðan i friði.
Frú Steinunni er ljúft að minnast i
huganum margra slíkra dásemdarverka og
unaðsstunda í Kína, bæði með sjúkum og
heilbrigðum. Þegar hún endaði frásögn
sína um hinn gamla mann, sem hér var
frá sagt, sagði hún: „Við erum viss um
að hitta hann aftur í ríki Drottins, hann
hefur, ef til vill verið sá fyrsti, sem bauð
mannmn minn velkominn þangað. Blóð
Krists á krossinum var aðdráttarafl hins
deyjandi Kínverja, eins og ræningjans
forðum".
1 þessu landi var ógurleg
fátækt, einnig einstaka auð-
menn, sem undirokuðu hina
fátæku allsleysleysingja,
ilestir höfðu litið land og
litið bú. Þetta blessað fólk
var lilaðið alls kyns kaun-
um og margvíslegum mein-
um, hinir ægilegustu sjúk-
dómar algengir og alvar-
legir. Kristniboðarnir tóku
því til óspiltra málanna um
að leiðbeina fólkinu, líkna
og lækna, eins og lítillega
hefur verið frá sagt hér á
undan. Þarna grúfði myrk-
ur vanþekkingarinnar um
öll þessi efni, alveg eins
hvort fólkið var ríkt eða fá-
tækt. — Það vantaði alla
þekkingu til þess að geta
forðast sjúkdómshætturnar
og útrýma sjúkdómunum.
Þar voru engir læknar,
engar hjúkrunarkonur né
ljósmæður. Hlutskipti fólks-
ins var óttalegt. Það bar
ákaflega mikið á blindu, - —
þeir voru útskúfaðir. —
t>arna voru ógurlegar sóttir
og langvarandi sjúkdómar á ferð, svo sem:
Malaria, kólera, holdveiki, blinda og ó-
teljandi sjúkdómar á hærra og lægra stigi,
fyrir utan allar gamlar venjur og trú, hvað
kvenþjóðina snerti.
Hér var því að ýmsu leyti erfitt og
áhættusamt hlutverk að vinna, þegar svo
við það bætist erfiðleikarnir, sem málleys-
inu var samfara fyrst í stað. En þau hjón
voru með útbreiddan líknarfaðm og lækn-
ishendur, — eins og allir sannir trúboð-
ar. — Kærleikurinn er hið eina alheims-
Kirkja kristniboSstöSvarinnar. — Helztu stofnanir fullkominnar
kristniböSstoSvar eru: Kirkja, skóli, sjúkrahús.
mál, sem allir skilja, og hans vildi þetta
volaða fólk verða aðnjótandi, bæði rikir
og fátækir. Þarna ríkti alveldi sjúkdóma
og dauða, engir læknar nema þau hjón.
Þegar þau fóru frá Ameríku fannst
þeim þar sums staðar vera mikil fátækt
og umkomuleysi. En þegar til Kína kom.
var slíkt djúp staðfest í þessum efnum
milli bessara tveggja álfa, að á móts við
Kína, var rikidæmi i Ameriku. Svona var
þetta á öllum sviðum, menntunarskort-
ur, hjátrú og hindurvitni. Þá höfðu kín-
verjar t. d. mikla ótrú á því. ef þessir út-
lendu menn byggðu öðru vísi eða stærri
hús en þeirra eigin og fleira þessu líkt.
Fyrst voru innfæddir ákaílega hræddir
við útlendingana og litu á þá hornauga.
Hjónin voru bæði lærðir læknar. Þau
gerð allty sem þau gátu til að hjálpa og
leiðbeina. Álit fólksins breyítist þvi í sam-
ræmi við það. Það sá, að hér var ekki
farið i manngreinarálit. Þau voru sótt til
voldugra og vesælla, gerðu það sama fyrir
alla, og færðust enn nær fólkinu, er þau
lærðu mál þess smátt og smátt.
Eftir sjö ár fengu þau heimfararleyíi.
Þó er alveg óvist, að þau hefðu notfært
sér það boð, ef þau hefðu ekki séð hina
ríkustu þörf fyrir aukinni sérmenntun
þeirra gagnvart hinum algengustu ógur-
legu sjvikdómum, sem þjakaði þetta vesal-
ings fólk á þessum slóðum. Sérstaklega
var dr. Hayes ákveðinn i að nota sér þetta
heimfararleyfi, til þess að afla sér sér-
menntunar í augna- háls- nef- og eyrna-
sjúkdómum. 1 þessu skyni fór hann til
London i þessari ferð. En frúin notaði
þetta frí sem fleiri, til að fullkomna sig
meir og meir, sérstaklega í kven- og bama-
lækningum. Þá þegar hafði dr. Hayes
hlotið mikið álit sem læknir og var nú
veittur styrkur í viðurkenningarskyni frá
Rokkefellesstofnuninni til þessa sérnáms.
Aðeins vegna Guðs málefnis,
var skilnaður mögulegur.
Á næsta timabili, sem þau hjón dvöldu
i Kína, varð frú Steinunn mjög veik af
asma — í átta ár samfleytt. — Læknir
hennar sagði, að hún gæti engan vegiun
fengið bót meina sinna nema að hverfa
um stund heim til Ameríku. Eins og starfi
þeirra hjóna var háttað, var óhugsandi,
að maður hennar gæti farið með henni,
því að hann var bæði bundinn við kennslu-
störf i læknaskólanum i Canton og enn-
fremur í spítala í hinni sömu borg, en
hann ráku mörg trúboðsfélög sameigin-
lega. Það var því ákveðið, að hún færi
ein. Maður hennar fylgdi henni aðeins
til Hong Kong. Þegar kveðjustundin
nálgaðist á skipinu í Hong Kong, sagði
maður hennar við hana: „Þessi skilnaður
væri óhugsandi og óbærilegur, nema vegna
málefnis frelsara okkar“.
Það var i maímánuði, sem Steinunn
101