Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Fréttir DV Fjölda- síagsmál í Lækjargötu Sex manns á þrítugs- og fertugsaldri voru handtekn- ir á áttunda tímanum í gærmorgun eftir hörku- slagsmál og líkamsárás í Lækjargötu. Einn var flutt- ur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvar- leg. Að sögn lögreglunnar fannst eitthvað magn af fíkniefnum á þessu fólki, sem var ein kona og fimm karlar. Af þeim sökum fengu þau gistingu £ fanga- geymslum. Ekki er vitað um tilefni slagsmálanna. Bflvelta við Kúagerði Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um bil- veltu á Reykjanesbraut- inni, við Kúagerði, um fjögurleytið í fyrrinótt. Þrennt var í bifreiðinni og sluppu þau öll með minniháttar meiðsl. Ökumaður bifreiðarinn- ar er grunaður um ölvun við akstur og er það talin ástæða veltunnar. Ann- ars var helgin fremur tíð- indalítil hjá lögreglunni í Keflavík. Slagsmál á Akureyri Tveir ungir menn réðust á þann þriðja á götu á Ak- ureyri um tíuleytið á laug- ardagskvöld. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut þó ekki alvarleg meiðsl heldur að- eins minni háttar pústra. Hœkkun afnotagjalda RÚV? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Já, ég er alveg sáttviðhana. Ég er hins vegar ekki alltafsátt við dagskrána því þeir ættu að nýta betur innlendu dag- skrána. Niðurskurðurinn ætti frekar að bitna á eriendum bíómyndum." Hann segir / Hún segir „Nei, í fyrsta lagi ef ekkert vlst að allir sem borgi RÚV noti RÚV. Þeir sem eru ósáttir við RÚV geta með engu móti sniðgengið fjölmiðilinn. Ríkis- rekinn afþreyingarfjölmiðill er timaskekkja." Geir Agústsson, stjórnarmaöur í Frjálshyggju- félaginu Jóhannes Geir Sigurgeirsson dregur ummæli sín á stjórnarfundi Landsvirkjunar til baka eftir hörð viðbrögð Náttúruverndarsamtakanna og Rafiðnaðarsambandsins sem hótaði „blindri hörku“ í samningaviðræðum. Og Guðmundi Gunnarssyni for- manni rafiðnaðarmanna er enn heitt í hamsi. Aftupköllun ummælauna breytir engu hjá okkur Ummæli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins 1. apríl sl. hafa vakið hörð viðbrögð Náttúruverndarsamtaka fslands og Rafiðnaðar- sambandsins. Svo hörð að Jóhannes Geir hefur dregið ummæl- in til baka með yfirlýsingu á vef Kárahnjúkavirkjunar. Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsambandsins seg- ir að afturköllun ummæla Jóhann- nesar breyti engu fyrir þá. „Þetta var bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum orðnir þreyttir á að sitja undir stöðugum útúrsnúningum á kjara- fundum með þessum mönnum," segir Guðmundur. „Ég vil benda Jó- hannesi á að fara einhvern tímann út úr mötuneyti Landsvirkjunar og koma sjálfur upp að Kárahnjúkum og ræða við verka- og iðnaðarmenn- ina þar." Arni Finnsson formaður NSÍ seg- ir að hann sé ánægður með að um- mælin hafi verið dregin til baka. „Þetta þýðir vonandi betri umræðu um þessi mál í framtíðinni. Og við munum eftir sem áður ræða við fólk erlendis um umhverfis- og náttúru- verndarmál," segirÁrni. Hluti af ummælum Jóhannesar snérust um hvort ekki væri styttra í þjóðernishroka hjá okkur Islending- um en við vildum kannast við dags daglega. Þessi ummæli hleyptu illu blóði í félagsmenn Rafiðnaðarsam- bandsins sem töldu þetta árás á ís- lenskt launafólk. Af þeim sökum sagði Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsambandsins að Árni Finnsson Ánægður með að ummætin hafi verið dregin til baka. Jóhannes Geir Sigurgeirsson Átti ails ekki von á svo hörðum viðbrögðum. ummælin hleyptu „alveg blindri hörku" í kjaraviðræður þær sem nú standa yfir milli rafvirkja og Samtaka atvinnulífsins. Segir hann m.a. að nú standi til að vísa öllum kjaraviðræð- um til sáttasemjara í dag eða á morgun og síðan muni menn undir- búa aðgerðir. Jóhannes Geir segir að hann hafi síður en svo átt von á þessum hörðu viðbrögðum við ræðu sinni. „Það hlýtur að vera hægt að ræða al- mennt um þessi mál án þess að allt verði vitíaust," segir Jóhannes. „Og ég sé ekki hvernig hægt er að tengja þetta beint við forystu verkalýðs- hreyfingarinnar. “ Ummæli Jóhannesar Jóhannes Geir fullyrti í ræðu sinni á aðlafundi Landsvirkjunar að sænsku verktakafyrirtækin Skanska og NCC hefðu horfið frá að bjóða í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj- un vegna harðrar andstöðu íslensks náttúrverndarfólks sem hefði með „... óprúttnum áróðri á erlendri grund orðið þess valdandi að ein- ungis barst viðunandi tilboð frá einu fyrirtæki £ verkið". f yfirlýsingu á vefíðu NSI segir m.a. um þessi ummæli: „Það gegnir furðu að forystumenn Landsvirkj- unar skuli enn ári eftir að fram- kvæmdir hófust við Kárahnjúka- virkjun berja lóminn vegna baráttu íslenskra og alþjóðlegra náttúru- verndarsamtaka gegn virkjuninni. Ásakanir hans á hendur náttúru- verndarfólki eru tilhæfulausar og lágkúrulegar." Ummælin dregin til baka I yfirlýsingu frá Jóhannesi þar sem hann dregur ummælin til baka segir m.a.:.ræddi ég almennt um að okkur (íslendingum) væri hollt að líta í eigin barm og athuga hvort það væri ekki styttra £ þjóðernishroka hjá okkur en við vildum dagsdaglega kannast við. Ef þessi ummæli em skoðuð í því samhengi sem þau em sett f ræðunni er illskiljanlegt hvernig hægt er- að túlka þau sem árás á íslenskt launafólk eins og lesa má úr ályktun frá raf- iðnaðarmönnum og af orðum formanns Raf- iðnaðarsambandsins. Hér var um að ræða al- menna áminn- ingu og henni er ekkert si'ður beint innávið hjá okk- ur í orku- „Við erum orðnir þreyttir á að sitja und- ir stöðugum útúr- snúningum á kjara- fundum með þessum mönnum." dregið þessi orð mín tfl baka þannig að þau trufli ekki samningagerð á nokkurn hátt. Það er algjör nauðsyn að allir aðilar þessa máls setjist nið- ur og ræði saman um farsæla lausn á vinnutUhögun við Kárahnjúkavirkjun. Það eru ekki einungis hagsmunir verkkaupa og verktaka við virkj- unina heldur alls launafólks hvar sem er á landinu." fri@dv.is Guðmundur Gunnars- son „Þessi ummæli voru dropinn sem fyllti mæl- inn." geiran- um. Ef það er á ein- hvern hátt til bóta þá get ég hér með Mikið var að gera hjá Lögreglunni í Reykjavík um helgina Fangageymslur yfirfullar Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Mjög mUdl ölvun var í borginni og kom fjöldi mála til kasta lögreglunn- ar af þeim sökum. Fangageymslur yfirfylltust er leið á nóttina og eins og einn várðstjórinn orðaði það: „Það má eiginlega segja að komust færri að en vildu í gistingu hjá okk- ur.“ Töluvert var um slagsmál og l£k- amsárásir aðfaranótt sunnudagsins. Skömmu fyrir miðnættið £ fýrrinótt var lögreglan £ Reykjavfk kölluð út að húsi £ austurbænum. Þar hafði karli og konu á fimmtugsaldri orðið sundurorða og endaði rifrUdi þeirra með þvf að konan lagði tíl mannsins með hm'fi. Maðurinn var fluttur á slysadeUd eftir hnifstunguna en meiðsli hans munu ekki hafa verið lffshættuleg. Að sögn lögreglu lá ekki ljóst fýrir f gær með upphafið að þessu rifrUdi en konan gisti fanga- geymslur um nóttina. Lögreglan i Reykjavik handtók mann um sjöleytið £ gærmorgun fyr- ir líkamsárás i miðborg Reykjavikur. Að sögn lögreglunnar voru tveir menn £ hörkuátökum er lögreglan kom á vettvang. Annar þeirra var töluvert meiddur og var hann fluttur á slysadeUd en hinn færður £ fanga- geymslu þar sem hann fékk að dúsa megnið af gærdeginum. Málið er enn i rannsókn. Örtröð hjá Atlantsolíu Mikið var um að vera hjá Atí- antsoh'u á sunnudag. Löng biðröð var fyrir utan þjónustöðina i Kópa- vogi en nýlegar hækkanir hinna ol- fufélaganna gerir það að verkum að mun ódýrara er að versla bensúi hjá Atíantsolfu. MikU veðurblfða var á sunnudaginn og fjölmargir nýttu sér tækifærið tíl þess að gera sér glaðan dag. Var einnig mál manna að t'sver- tiðin væri nú hafin fyrir alvöru og fyrir utan Atíantsoliu mátti sjá heUu fjölskyldurnar gæða sér á rjómais meðan biðin að dælunum styttist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.