Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Side 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 11 Skýrslan kem- ur á óvart Thomas Kean, formaður opinberrar nefndar sem rannsakar 11. september, segir að niðurstöður skýrslu sinnar muni koma mörgum á óvart. Skýrslan átti upprunalega að birtast 27. maí, en bbtingunni var ffestað til 26. júb' þar sem Hvíta húsið hefur dregið að láta nefndinni öll nauðsyn- leg gögn í hendur. Hvíta húsið mun svo fara yflr skýrsluna til að koma í veg fyrir að eitthvað sé birt sem muni stefna öryggi þjóðar- innar í hættu. Kean gerir þó ekki ráð fyrir að birtingin muni dragast lengur, þar sem Forsetinn vilji ekki að hún komi út í miðri kosn- ingabáráttu. Strippaði í af- mæli sonarins Þrjátíu og fimm ára gömul kona á á hættu að lenda í 3-5 ára fangelsi fýrir að hafa strippað í afmæli sonar síns. Kon- an hafði ráðgert að fara með drenginn og fjóra vini hans á aldr- inum 13-16 ára í gokart en eftir að hún fékk sér í glas ákvað hún að það væri betri hugmynd að strippa fyrir piltana og bauð hún upp á vínveit- ingar meðan á sýningu stóð. Móðirin neitar að hafa strippað fyrir framan strákana en viðurkennir að hafa verið ölvuð. Vilja stór- fellda seiðaræktun Atvinnuþróunarsjóð- ur Suðurlands gerir að tillögu sinni að net verði tekin upp í ölfusá og sjó- gönguseiði verði ræktuð í stórum stíl til að auka fiskgengd á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. í skýrslu sem sjóðurinn hefur unnið kemur fram að helstu leiðir til að auka efnahagslegan ávinning af laxveiðum á svæðinu séu annars veg- ar að auka fiskgengd með vemdun og ræktun og hins vegar að bæta að- búnað og þjónustu við veiðimenn. Það á að gera með því að byggja veiði- hús sem uppfylla nú- tímakröfúr veiðimanna og selja fæði, gistingu og leiðsögn. í skýrslunni em tillögur um leiðir að þess- um markmiðum á næstu lOárum. Hörðustu átök síðan stríðinu í írak lauk blossuðu upp nú um helgina. Skipulagðar hersveitir undir stjórn klerksins Moqtada Al Sadr börðust á móti spænskum her- mönnum. Paul Bremer segir íraka þurfa að læra að meðhöndla frelsið sem þeim hefur verið fært en írakar virðast biðja um blóð. w Harðir bardagar um helgina Fjórir spænskir hermenn létu llfíð I átökum við Iraka. „Hemáminu er lokið!" hrópaði fólk á gönim Bagdads í gær. Mikil átök vom víðs vegar um írak. Tuttugu manns féllu og meira tvö hundmð særðust í átökunum sem tengjast uppreisnarliði klerks- ins Moqtada A1 Sadr. Hann hefur fordæmt Bandaríkjamenn og hvatt fraka til að grípa til vopna. A1 Sadr hefur unnið hug írösku þjóðarinnar og hafa þúsundir ungmenna gengið í hersveitir hans. í síðustu viku bönnuðu Banda- ríkjamenn dagblaðið Hawza sem var í eigu Moqtada A1 Sadr. í kjölfar að- gerða Bandaríkjamanna sendi A1 Sadr srnðningsmönnum sínum skýr skilaboð. „Þegar óvinur þinn elskar að skelfa og þagga niður í skoðunum okkar er ljóst að hefðbundnar mót- mælaaðgerðir em marklausar," sagði A1 Sadr og bætti við: „Þess vegna bið ég ykkur að mótmæla ekki heldur berjast gegn óvininum því við getum ekki staðið aðgerðarlaus mikið leng- ur.“ Bardagamir í gær náðu yfir stóran hluta íraks. Allt frá úthverfum Bagdad til borga í suðurhluta landsins. í harð- asta bardaga í landinu síðan stríðinu lauk féllu að minnsta kosti íjórir spænskir hermenn. Bardaginn stóð í um þrjár klukkustundir fýrir framan höfuðstöðvar Spánverjanna sem vörðust af hörku en eitt af kosninga- loforðum hins nýja forseta Spánar var að hverfa með her sinn á brott. Vitnum ber ekki saman um að- draganda átakanna. Sumir segja uppreisnarmennina hafa kastað steinum að hernámsliðinu sem hafi skotið á móti. Aðrir segja fyrstu skot- in hafa komið úr röðum írakanna sem voru fjölmennir á götum úfi. Paul Bremer, landstjóri Banda- ríkjamanna í írak, hefur fordæmt árásimar. „írökum hafa áhlotnast frelsi en þeir þurfa að læra að notfæra sér það á friðsaman hátt,“ sagði Paul Bremer. Um atburði gærdagsins sagði hann fólkið hafa gengið of langt og að þetta yrði ekki liðið. Átökin virðast fara stigvaxandi í frak og að mati sérfræðinga ríkir upp- reisnarástand í landinu. Skipulagðar hersveitir, flestar undir stjóm Moqtada A1 Sadr, reyna að ná á sitt vald lögreglustöðvum og öðmm hemaðarlega mikilvægum stöðum og mörgum er í fersku minni mynd- imar af írökum að draga bmnnin lík út úr bílhræi í vikunni. Þeim atburði hefur verið líkt við ástandið í Sómalíu þegar frétta- myndir af heimamönnum að mis- nota lík bandarískra hermanna urðu þess valdandi að Bandaríkjamenn drógu her sinn til baka. Þrátt fyrir átökin féllu aðeins tveir bandarískir hermenn í írak um helg- ina. Mannfallið er því meira hjá þeim ríkjum sem em bandaríska her- námsliðinu til hjálpar. Samtals hafa Bandaríkjamenn misst 459 hermenn síðan Bush lýsti því yfir að stríðinu væri lokið. Rafmagnsgítarsett 29.900,- stgr. Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir og auka strengjasett Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr. ík ík ík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.