Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 1 9 Fullt hús hjá Schumi Pjóöverjinn Prfichael Scbumacher hefur unniö þrjór fyrstu keppnir órsins i Forrnúlu eitt. Hér riýtur hann sigurtílfinninyorinnor i gær. GULFj BAHRAL RAND P\ \HRAIN 2004 Þriðja Formúlukeppni tímabilsins fór fram á nýrri braut í Barein við Persaflóa í gær en ný braut þýddi þó ekki ný úrslit því Michael Schumacher sigraði líkt og í hinum tveimur keppnunum og er nú með fullt hús og níu stiga forskot á toppnum. Schumacher vann briðju keppnina í röð Það var lítið um ný úrslit á nýju brautinni í Barein þegar þriðja Formúlukeppni tímabilsins fór þar fram í gær. Ferrari vann tvöfaldan sigur og hefur Michael Schumacher nú unnið fyrstu þrjár keppnir tímabilsins. Schumacher er í kjölfarið kominn með n+oi stiga forskot í keppni ökumanna og Ferrariliðið er koniið með 29 stiga forskot í keppni bflsmiða. Michael Schumacher og Rubens Barrichello voru í efstu tveimur sætunum á ráspólnum og þeir félagar héldu þeim sætum örugglega út keppnina. Þeir fóru vel af stað og fátt kom því í veg fyrir að þeir brunuðu óáreittir alla leið í markið. Þriðji í keppninni var Jenson Button hjá BAR-liðinu en Jarno Trulli varð fjórði. Juan Pablo Montoya var lengstum þriðji í keppninni en hann lenti í vandræðum á lokakaflanum og endaði stigalaus í 13. sæti. Félagi hans í Williams-liðinu, Ralf Schu- macher endaði í sjöunda sæti. McLaren-martöðin heldur áfram en hvorugur bílanna kláraði í gær og nú hefur liðið aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu þremur keppnunum eða 47 stigum færri en Ferrari sem hefur 29 stiga forskot á Renault á toppnum. Kimi Raikkonen sem endaði annar í fyrra hefur enn ekki fengið stig á þessu tímabili. Einu bílarnrr sem ekki kláruðu í gær voru þeir frá McLaren og það er orðið vandræðalegt að fylgjast með hrakförum liðsins. Ekkert freyðivín Michael Schumacher er þegar búinn að taka stór skref í átt að sjöunda heimsmeistaratidinum en hann vann sína 73. keppni í Barein í gær. Ólíkt þeim 72 skiptum sem hann hafði fagnað sigri áður, var ekkert kampavín í boði á verðlaunapallinum heldur aðeins óáfengur ávaxtasafi þar sem íslamskir siðir leyfðu ekki að sigur- vegaranir böðuðu sig að venju í freyðivíni. „Þetta eru algjör draumaúrslit fyrir okkur," sagði Schumacher en þetta er í annað sinn sem Ferrari vinnur tvöfalt á tímabilinu en því náðu þeir Schumacher og Barri- chello aldrei í fyrra. „Það var erfiðast að halda línunni á brautinni því hún var mjög sleip,“ sagði Schumacher en næsta keppni fer fram í Núrburg- ring eftir þrjár vikur. ooj&dv.is íslandsmetin í skriðsundi kvenna féllu í gríð og erg í tveimur löndum í gær Metaeinvígi milli Kolbrúnar Ýrar og Ragnheiðar Þær stöllur Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir háðu mikið meta- einvígi um helgina í sitt hvoru landinu. Þessar snjöUu sundkonur bættu metin í 50 metra og 100 metra skriðsundi á víxl og settu samtals sjö met, Kolbrún Ýr á Amsterdam Cup í HoUandi en Ragnheiður á sænska Grand-Prix- mótinu í Stokkhólmi. Á endanum eiga þær stöUur sitt metið hvor, Ragnheiður í 50 metra skriðsundi og Kolbrún Ýr í 100 metra skrið- sundi. Fjörið hófst á laugardaginn þegar Kolbrún Ýr byrjaði á að bæta átta ára met Elínar Sigurðardóttur um 11 /100 úr sekúndu í undanrásum en Ragnheiður bætd met Kolbrúnar Ýrar skömmu síðar þótt þær væru að keppa sitt í hvoru landinu. Kolbrún Ýr bætd metíð aftur í úrslitum seinna um daginn en Ragnheiður gerði sér lítíð fyrir og sló metið aftur er hún synti á 26,34 sekúndum og það met stóð. í gær voru þær aftur í metahug en nú í 100 metra skriðsundi. Kolbrún Ýr byrjaði á að slá sitt eigið met en skömmu síðar bætti Ragnheiður metíð hennar. Kolbrún Ýr endur- heimtí metíð síðan í úrslitum er hún synti á 57,55 sekúndum og hafði þá bætt metíð tvisvar og samtals um 39/100 úr sekúndu. Það er ljóst að þær Kolbrún Ýr og Ragnheiður koma til með að berjast áfram um metin enda sætí á ólympíuleikunum í Aþenu í húfi. Það er líka skemmtilegt fyrir sundið að fá svo sterka sundmenn í sömu grein. Metaregn f sundinu um helgina Sundkonurnar Kolbrún Ýr Krístjánsdóttirog Ragnheiður háðu mikið einvígi um ísiandsmetin 150 og 100 metra skriðsundi um helgina. Tryggvi og Ragna unnu Tryggvi Nielsen og Ragna Ingólfsdóttír urðu í gær íslands- meistarar í einliðaleik karla og kvenna í badminton. Ragna vann Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik en þetta var annað árið í röð sem Ragna verður meistari en þar á undan hafði hún tapað íjórum fyrstu úrslitaleikjum sínum. Tryggvi vann Helga Jóhannesson í úrslitum en hann varð einnig meistari í tvíliðaleik með Sveini Sölvasyni en Sveinn varð íslands- meistari í fyrra. Barcelona vann Ólaf ogfélaga Barcelona varð í gær spænskur bikarmeistari í handbolta þegar liðið lagði Ólaf Stefánsson og félaga hans í Ciudad Real í úrshtaleik, 27-25. Ólafur var markahæstur í sínu liði með sjö mörk. Álagið farið að herja á ÍBV-liðið Sylvia Strass lék ekki með ÍBV gegn KA/Þór í átta liða úrslitum úrslitakeppni vegna meiðsla en hún var strax send í speglun til Reykjavíkur. Gífurlegt álag hefur verið á Eyjaliðinu upp á síðkastíð og frestanir leikja hafa ekki hjálpað þar til. Á vef Eyjafrétta kemur fram að meiðsli Strass séu á hné og hún þurfi að taka sér hlé í tæpar tvær viku. ÍBV sló út KA/Þór í tveimur leikjum og spilar ekki næst fyrr en gegn Núrnberg í Evrópukeppninni um miðjan mánuðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.