Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Sport DV Corey í banni í leik fcvöldsins? Corey Dickerson, leikstjórnandi Snæfells, var rekinn út úr húsi í öðrum úrslitaleik Snæfells og Keflavíkur á laugardaginn og verður væntanlega í banni í þriðja leiknum sem fram fer í Stykkishólmi í kvöld. Corey hrinti Arnari Frey Jónssyni eftir að hann hafði hent boltanum í Hlyn Bæringsson en Arnar var iðinn við að pirra Snæfell- inga allan leikinn. Brotthvarf Dickersons kemur örugglega til með að hafa mikil áhrif á leik Snæfellsliðsins enda er hann mikið með boltann og enginn hefur skotið oftar á körfuna í liðinu (166) eða gefið fleiri stoðsendingar (43). Stjarnan fyrst í undanúrslitin Stjarnan úr Garðabæ varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni RE/MAX- deildar kvenna með eins mark sigri á Gróttu/KR, 21-22, í öðrum leik liðanna á Seltjarnarnesi á laugar- daginn. Stjarnan vann fyrri leikinn 23-18. ÍBVbættist síðan í hópinn í gær en liðið vann KA/Þór í tveimur leikjum, 32-23 á laugardag og 39-29 í gær en báðir leikir fóru fram í Eyjum. Víkingsstúlkur tryggðu sér hins vegar oddaleik gegn Val eftir 23-22 sigur á laugardaginn. Haukarunnu úrvalsdeildina Haukar tryggðu sér í gær deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild RE/MAX- deildar karla í handbolta er liðið vann 36-34 sigur á KA á Ásvöllum. Á sama tíma gerðu Valsmenn 24-24 jafntefli gegn HK og misstu þar með toppsætið til Hauka á markatölu en innbyrðisviðureignir lið- anna stóðu jafnar. ÍR-ingar urðu síðan í þriðja sæti eftir 26-29 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Grótta/KR varð síðan sjötta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni þegar liðið vann Fram, 27-23, en HK þarf að mæta FH í umspili um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Úrslitaeinvígi Snæfells og Keflavíkur hefur þegar skapað sér sérstöðu á síðustu níu árum og margt bendir til að einvígið geti endað sem eitt það sögulegasta í 20 ára tíð úrslitakeppni karla. Keflavík jafnaði metin í 1-1 í öðrum leiknum. Það stefnir í jafnt og skemmtilegt einvígi um íslandsbikarinn í körufbolta milli Snæfells og Keflavíkur ef marka má fyrstu tvo leiki liðanna um titilinn. í bæði skiptin hafa heimaliðin unnið eftir harða og grimma baráttu í 40 mínútur og heimavöllurinn heldur því enn sem komið er en það er aðeins í annað skiptið frá á árinu 1995 sem það gerist í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Keflvíkingar vörðu metið sitt frá því í fyrra (sjö sigrar í röð) og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Snæfell í úrslitakeppninni í ár þegar þeir unnu annan leik liðanna 104-98. Keflavík hafði frumkvæðið allan tímann, leiddi með flmm stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-18, og náði síðan mest 16 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Snæfellsliðið gafst þó aldrei upp og kom sér ávallt aftur inn í leikinn. Að stjórna hraðanum Snæfellingar héldu hraðanum niðri í fyrsta leiknum og Keflavík skoraði þá aðeins sex stig úr hraðaupphlaupum. í öðrum leiknum í Keflavík var allt annað uppi á teningnum og leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu 36 stig úr hraðaupphlaupum. Nick Bradford fór þar mikinn líkt og áður og skoraði 13 stiga sinna úr hröðum upphlaupum. Á þessarri tölfræði sést vel hversu mikilvægt er fyrir liðin að stjórna hraða leikjanna. Snæfellingar hittu frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leiknum, skoruðu alls þrettán þriggja stiga körfur og nýttu meðal annars öll sex þriggja stiga skot sín í öðrum leikhluta. Hlynur Bæringsson skoraði síðan fjórar þriggja stiga körfúr í seinni. hálfleik þar af þrjár þeirra á síðustu þremur mínútum leiksins og sýndi þar og sannaði enn ffekar fjölhæfni sína. Hjá Keflavík- voru þeir Nick Bradford (26 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar) og Derrick Allen (25 stig, 9 fráköst) allt í öllu en eins kom Magnús Þór Gunnarsson sterkur upp í lokin og skoraði 9 af 18 stigum sínum á síðustu fimm mínútum. Hjá Snæfelli var Dondrell Whitmore með 25 stig og fimm stoðsendingar, Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig, tók 19 fráköst og stal fimm boltum og Corey Dickerson var með 22 stig en þurfti til þess 23 skot auk þess sem að hann tapaði 12 boltum í leiknum. Það hefúr aðeins munað 4 og 6 stigum á liðunum í þessum fyrstu leikjum og Keflavík hefur skorað tveimur stigum fleira en Snæfell í þessum leikjum. Liðin eru jöfn og með gríðarlega sterka heimavelli sem eru líklegir til að halda lfkt og þeir hafa gert hingað til í úrslitakeppninni en Snæfell hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína og Keflavík hefur unnið alla flmm heimaleiki sfna í þessarri úrslitakeppni og alls tíu heiirialeiki í röð í úrslitakeppni. Síðustu þrjú árin hefur staðan verið 2-0 eftir tvo fyrstu leikina og einvígið þar með nánast búið ef sagan er skoðuð því ekkert lið hefur komið til baka í sögu úrslita- keppninnar sem hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Sex leikir á 10 dögum Liðin spila þriðja leikinn í kvöld fen hann er sá þriðji í einvíginu á aðeins fimm dögum en því má ekki gleyma að þetta er „aðeins" þriðji leikur Snæfells á síðustu tíu dögum en sá sjötti hjá Keflavík sem þannig spila tvöfalt fleiri leiki á síðutsu tíu dögum sem er mjög mikill munur á leikjaálagi. Eftir leikinn í kvöld kemur síðan fimm daga hvíld en Qórði leikurinn hefur verið settur á í Keflavík á laugardaginn. ooj@dv.is Verður sárt saknað Corey Dickerson verður væntanlega I leikbanni I kvöld þegar Snæfell- ingar taka ámóti Keflvlkingum IStykkishólmi i þriðja úrslitaleik liðanna um’lslandsmeistara- titilinn I körfubolta. Corey hefur skorað 27,5 stig að meðaltáli í úrslitunum. DV-mynd Hari STAÐAN EFTiR 2. LEIK Þetta er aðeins í þriðja sinn frá árinu 1997 þar sem staðan í úrslita- einvíginu um fslandsbikarinn er 1-1 eftir tvo fyrstu leikina. Heimavöllurinn hefur heldur ekki getað státað af 100% sigurhlutfalli síðan 1995. Staðan eftir tvo fyrstu leikina: 1997 Keflavík-Grindavlk 2-0 1998 KR-Njarðvík 0-2 1999 Keflavík-Njarðvík 1-1 2000 Grindavík-KR 1-1 2001 Njarðvík-Tindastóll 2-0 2002 Keflavík-Njarðvík 0-2 2003 Grindavlk-Keflavlk 0-2 2004 Snæfell-Keflavík 1-1 Gengi heimaliða í fyrstu tveimur: 1995 100% 1996 0% 1997 50% 1998 50% 1999 0% 2000 50% 2001 50% 2002 50% 2003 50% 2004 100% SNÆFELL-KEFLAVÍK 1-1 Keflvíkingar hafa betur I tölfræð- inni þótt einvígi þeirra og Snæfellinga standi jafnt. Úrslit leikjanna: Snáefell-Keflavík 80-76 Keflavík-Snæfell 104-98 Leikhlutar: 1. leikhluti Keflavík+10 2. leikhluti Snæfell +13 3. leikhluti Keflavík +4 4. leikhluti Keflavik +1 Tölfræðisamanburður: Sókn: Stig Keflavik 180-178 Sóknarfráköst Jafnt 30-30 Skotnýting Keflavík 45%-42% Vltanýting Keflavík 78%-67% Tapaðir boltar Keflavík 29-30 3ja stiga körfur Snæfell 17-8 Stig frá bekk Keflavík 39-14 Hraðaupphlaupsstig Keflavík 42-31 Vöm Fráköst Keflavík 86-82 Varin skot Keflavík 20-12 Stolnir boltar Keflavík 26-15 Villur Snæfell 34-45 Frammistaða Snæfellingsins Hlyns Bæringssonar í úrslitakeppninni er stórbrotin Hefurtekið Hlynur Bæringsson hefur slegið í gegn í úrslitakeppninni enda hrífur frammistaða hans alla sem á horfa; samherja, mðtherja og hlutiausa. Hlynur hefur skorað 16 stig og tekið 18,7 fráköst að meðaltali í sjö leikjum Snæfellinga til þessa og hefur náð tvennu í öllum leikjunum sjö. Allt frá því í fyrsta leik gegn Hamri þar sem hann tók 18 fráköst hefur Hlynur gert andstæðingum sínum lífið leitt undir körfunum og þá sérstaklega í sókninni en Hlynur er nánast með jafnmörg fráköst í sókn (62) ogvörn (69). Það vekur líka mikla athygli að 131 frákast Hlynur hefur aðeins tekið 67 skot og nær því nánast sóknafrákasti fyrir hvert skot sem hann tekur á körfuna. f síðustu þremur leikjum hefur Hlynur tekið 30 sóknarfráköst, tíu í hverjum leik, og leikirnir eru þar með orðnir fjórir í úrslitakeppninni þar sem Hlynur hefur tekið yfir U'u sóknarfráköst. Hlynur hefur tekið fimm fráköstum fleiri að meðaltali en næsfi maður og þegar litið er á sóknarfráköstin þá er hann með tvöfalt fleiri sl£k að meðtali en næsfi maður. Framlagsjafna Hlyns í úrslita- keppninni er upp á 31,3 sem er frábært en auk stiganna 16 og frákastanna 18,7 er Hlynur með 2,9 stolna bolta, 1,9 stoðsendingar og 1,4 varin skot að meðaltali í leik. í sjö leikjum 16 stig og 18,7 fráköst f leik Hlynur Bæringsson hefurátt frábæra úrslitakeppni með Snæfellsliðinu. HLYNUR I (VIIKLUM HAM Hlynur Bæringsson hefur átt frábæra úrslitakeppni með Snæfelli eins og sjá má vel hér fyrir neðan. Stig Hlyns eftir leikjum: Hamar, 1. leikur 13(71%*) Harhar, 2. leikur 16(50%) Njarðvík, 1. leikur 19(55%) Njarðvík, 2. leikur 10(38%) Njarðvík, 3. leikur 19(44%) Keflavík, 1. leikur 12(50%) Keflávik, 2. leikur 23 (42%) •Skotnýting Fráköst Hlyns eftir leikjum: Hamar, 1. leikur 18(11**) Hamar, 2. leikur 18(7) Njarövík, 1. leikur 28(9) Njarðvík, 2. leikur 12(5) Njarðvík, 3. leikur 16(10) Keflavík, 1. leikur 20(10) Keflavík, 2. leikur 19(10) ** Sóknarfráköst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.