Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. SSO S090 SKAFTAHLÍÐ 24, WS REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 • Rannveig Rist toppar alla aðra stjórnarformenn í ríkisfyrirtækj- um með því að þiggja 320 þús- und króna þóknun á mánuði fyrir stjórnarfor- mennsku sína í Símanum. | Aðrir stjórnar- menníSíman- um fá helm- inginn af því sem Rannveig fær eða 160 þúsund krónur á mánuði. Þykja þetta ríflega laun fyrir tvo fundi á mánuði en að auki þiggur Rann- veig að sjálfsögðu forstjóralaun hjá álverinu í Straumsvík. Eru því litlar líkur á að hún vilji skipta á núverandi stöðu sinni og forseta- embættinu á Bessastöðum þar sem hún hefur verið hvött til framboðs en ekki virt það viðlits. Enda engin ástæða til... Er hún frænka Elínar Hirst? Vandamál í sundlaug Gestir varaðir við ástarleikjum „Við skoðuðum málið á sínum tíma en ákváðum að kæra ekki,“ seg- ir Gunnar Hallsson, forstöðumaður Jí idoác Viðvörun Það fer ekki framhjá gestum Sundlaugar Bolungarvikur aðþeir eiga ekk- ert að aðhafast sem ekki þolir að fara á filmu. Hér má sjá pottinn þar sem atburður- inn i ágúst 1993 átti sér stað. Skilti ernú komið fyrir ofan sem gefur til kynna að fólk kunni að enda á myndbandi. Sundlaugar Bolungarvíkur, um inn- brot inn á svæði sundlaugarinnar sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Innbrotsfólkið, þrír drengir og stúlka, brá sér í laugina aðfaranótt 10. ágúst 2003. Þau fóru í gegnum gat á girðingu og brugðu sér í heitan pott þar sem ástarleikur hófst. Atvik- ið náðist á öryggismyndavél án þeirra vitundar. Daginn eftir skoð- aði sundlaugar- vörður mynd- bandið og sýndi fleira fólki í bæn- um. Þegar þetta spurðist út var kvartað yfir þessari meðferð á um- ræddum persónu- upplýsingum til Persónuvemdar og þess krafist að myndbandinu yrði eytt og að við- komandi starfsfólk Sundlaugar Bol- Sundhöllin Atburðir að næturþeli íágúst2003 urðu tiiefni þess að sundlaugarvörður var kærður en innbrotsfólk sem lagðist iástarleik i heitum potti slapp. Sundlaugin Inni í sundiauginni er einnig komið skilti sem varar fólk við því að sýna ekkert það háttaiag sem ekki þolir áhorf ungarvíkur yrði látið sæta ábyrgð fyrir brot á trúnaðar- og þagnar- skyldum sínum. Sundlaugin er innisundlaug en pottarnir eru staðsettir úti við. Gat var á girðingunni þegar atvikið átti sér stað og talsverð brögð að því að ungmenni í bænum notuðu pottana að næturþeli yfir sumartímann. Strax eftir helgina þegar ungmennin þrjú bmtust inn fór í gang orðrómur um ástarleikinn og upptökuna. Móðir eins af unglingunum talaði í framhaldi af þessu við forstöðu- mann sundlaugarinnar og spurði hvort hugsast gæti að upplýsingarn- ar um umrætt atvik væru komnar þaðan. Hann viðurkenndi að atvikið hafi náðst á myndband og það því miður borist þaðan út. Þá var málið kært til Persónuvemdar sem úr- skurðaði að „... miðlun mynda af kynlífsathöfnum", sem teknar vom á myndband með eftirlitsmyndavél- um Sundlaugar Bolungarvíkur að- faranótt 10. ágúst 2003, til óviðkom- andi aðila, hefði verið ólögleg. Gunnar forstöðumaður, sem sjálfur var fjarverandi þegar atvikið átti sér stað, segir að málinu sé lokið frá hans hendi. „Við fómm ofan í okkar innri mál og bættum það sem þurfti að bæta og málinu er lokið," segir Gunnar. Ríki í Hveragerði Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins hefur auglýst eftir húsnæði til leigu í Hveragerði fyrir vínbúð sem opna á næsta haust. Er leitað að 50- 60 fermetra gólfplássi þar sem raða má upp rekkum fyrir vínflöskur og bjór- kippur. Óskað er eftir hús- náeði sem samnýta megi með öðrum rekstri þannig að starfsmenn komi að gagni til að mynda við sumarafleys- ingar ríkisstarfsmann- anna. Ólíklegt er að gróðurhús verði fyrir valinu þegar hús- næði verður valið vegna innbrots hættu. Líklegra er að ferðamanna- staðurinn Eden komi til greina en þar er nægt rými, mikil umferð fólks og aðgengi fyrir fatlaða gott en það er eitt af þeim skil- yrðum sem sett eru fyrir væntanlegum leigusamn- ingi. Hingað til hafa Hver- gerðingar þurft að fara til Selfoss til að ná sér í áfengi en frá og með næsta hausti ættu þeir að geta farið gangandi í Ríkið. Munar það miklu. Áfengi Frá og með næsta hausti geta Hver- gerðingar farið gangandi í Rikið. Fjölnota bankamaður Áttaðuþig áhvarfHÍ tærð bestu kjórirt 'Vi E3 Vaxtakjör jjjj, tes- og úti afövsxtú laatfca Auglýsing KB banka Takið eftir manninum. Heldur geðþekkur maður prýðir bæði auglýsingar íslandsbanka og KB banka sem tákn um ánægðan viðskiptavin sem vill hvergi annars staðar vera. Þó er hann á báðum stöðum. Það er auglýsingastofan Fíton sem gerir auglýsinguna fyrir íslandsbanka en Gott fólk ber ábyrgð á KB banka-auglýsingunni. „Okkar auglýsing er eldri og slæmt til þess að vita að samkeppn- isaðilarnir fýlgist ekki betur með hvað hinir eru að gera,“ segir Þor- móður Jónsson ffamkvæmdastjóri hjá Fíton. „Þessi mynd er fengin úr myndabanka Tony Stone sem við keyptum og Gott fólk virðist hafa gert það líka. Þó finnst mér að þeir Auglýsing fslandsbanka Takið eftir manninum. ættu að hafa vit á því að nota ékki sömu myndina og við.“ í auglýsingu íslandsbanka er Bretinn úr myndasafni Tony Stone að velta fyrir sér framkvæmdaláni fyrir húsfélagið sitt en í auglýsingu KB banka eru það vaxtakjörin sem eiga hug hans allan. Þessi maður er allur á hagstæðu nótunum og hefur bersýnilega unun af viðskiptum við banka.á MANUDAGUR IILMÆDU, G0ÐAPYLSUR TIL GLEDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.