Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Sport DV ENSKA ÚRVALSDEILDtN Úrslit enska bikarsins: Man. Utd-Arsenal 1-0 1-0 Paul Scholes (32.). Millwall-Sunderland 1-0 1-0 7101 Cahill (26.). Úrslit í ensku úrvalsdeildinni: Fulham-Blrmingham 0-0 Middlasbrough-Bolton 2-0 1-0 Kevin Nolan, sjm. (8.), 2-0 Jonathan Greening (51.). Nawcastla-Evorton 4-2 1-0 Craig Bellamy (5.), 1-1 Thomas Gravesen (12.), 2-1 Kieron Dyer (21.), 3-1 Alan Shearer (52.), 3-2 Joseph Yobo (81.), 4-2 Alan Shearer (90.). Tottanham-Chalsoa 0-1 0-1 Jimmy Floyd Hasselbaink (38.). Wolves-Southampton 1-4 0-1 James Beattie (25.), 0-2 Claus Lundekvam (58.), 1»2 Henri Camara (72.), 1-3 Kevin Phillips (89.), 1-4 Kevin Phillips (90.). Aston Villa-Man. Clty 1 -1 1-OJuan Pablo Angel (26.), 1-1 Sylvain Dlstin (82.). Livarpool-Blackburn 4-0 1-0 Michael Owen (7.), 2-0 Andy Todd, sjm. (22.), 3-0 Michael Owen (24.), 4-0 Emile Heskey (79.). Staðan: Arsenal 30 22 8 0 58-20 74 Chelsea 31 22 4 5 58-24 70 Man Utd 30 19 5 6 56-30 62 Liverp. 31 13 10 8 46-31 49 Newcas. 31 12 12 7 45-33 48 Birming. 31 12 10 9 37-36 46 A.Villa 31 12 8 11 39-36 44 Charlton 30 12 7 11 41-39 43 Soton 31 11 9 11 34-29 42 Fulham 31 11 8 12 42-40 41 M'Boro 31 11 8 12 37-39 41 Spurs 31 11 4 16 40-48 37 Bolton 31 9 10 12 34-48 37 Everton 31 8 1013 38-45 34 M.City 31 7 11 13 42-43 32 Blackb. 31 8 7 16 42-52 31 Portsm. 30 8 6 16 32-45 30 Leicest. 30 5 13 12 39-52 28 Leeds 30 6 7 17 29-60 25 Wolves 31 5 9 17 27-66 24 Markahæstir: Thierry Henry, Arsenal 22 Alan Shearer, Newcastle 21 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd. 18 Louis Saha, Man. Utd. 18 Mikael Forssell, Birmingham 16 Juan Pablo Angel, Aston Villa 14 Mlchael Owen, Llverpool 13 Nicolas Anelka Man. City 13 Jlmmy Fl. Hasselbaink, Chelsea 13 Robble Keane, Tottenham 12 Les Ferdinand, Leicester Cíty 11 Robert Pires, Arsenal 11 James Beattie, Southampton 11 Paul Scholes, Man. Utd. 9 Andy Cole, Blackburn 9 Andy Cole, Blackburn 9 PaulScholes Paul Scholes sannaði enn eina ferðina mikilvægi sitt fyrir ; Man. Utd um helgina þegar I hann skoraði eina mark ; leiksins gegn Arsenal. Scholes er hreint ótrúlegur leikmaður. | Hann getur horfið heilu og ; hálfu leikina en dúkkar síðan upp þegar neyðin er stærst og skorar sigurmarkið. Hann hefur landað ófáum stigunum fyrir United upp á eigin spýtur í gegnum árin og markið sem hann gerði um helgina bjargaði ú'mabili hinna miklu vonbrigða i hjá Man. Utd. Svekktir stuðningsmenn með puttann á lofti Studningsmenn Arsenai voru ekki hrifnir af Paul Scholes þegar hann skoraði gegn þeirra mönnum á iaugardag og sendu honum óspart tóninn. Reuters Manchester United á sigurinn vísan í enska bikarnum eftir að þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Arsenal í undanúrslitum á Villa Park. Það sem meira er þá hélt hin slaka vörn United hreinu gegn mesta stórskotaliði enska boltans í dag. Með níu finnur n bikernum Manchester United bjargaði tímabih sínu á laugardag þegar þeir lögðu Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Villa Park. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði hinn magnaði Paul Scholes með góðu skoti í teignum eftir tæplega hálftíma leik. United er því komið í úrslit bikarsins í sextánda sinn sem er met. Það má mikið gerast ef þeir vinna síðan ekki doiluna því andstæðingurinn er 1. deildarlið Millwall. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, byrjaði með Thierry Henry og Jose Antonio Reyes á bekknum og því var það Jeremie Aliadiere sem spilaði í framlínunni með Dennis Bergkamp. Hjá United vantaði Ruud Van Nistelrooy, sem er meiddur, og Louis Saha, sem má ekki leika í bikamum með United. United réð ferðinni í leiknum en það vom aftur á móti leikmenn Arsenal sem óðu í færum strax frá upphafi og voru klaufar að vera ekki búnir að skora tvö mörk þegar United tók forystuna. Dómaranum að kenna Henry og Reyes komu af bekknum í síðari hálfleik en náðu engum takti við leikinn og vöm United, sem hefúr verið harkalega gagnrýnd í vetur, var með sóknar- menn Arsenal í vasanum. 1-0 lokatölur en það var ekki eina áfallið sem Arsenal varð fyrir því Freddie Ljungberg handleggsbrotnaði og Jose Reyes meiddist líka þegar Scholes tæklaði hann hressilega. Þeir verða því ekki með Arsenal gegn Chelsea í Meistaradeildinni á morgun. Arsene Wenger féll í þá vinsælu gryfju að kenna dómar- anum um eftir leikinn. „Tæklingin á Reyes var mjög ljót. Scholes og Keane komust upp með mjög ljótar tæklingar í dag. Fyrir vikið getum við ekki notað Reyes og Ljungberg næstu vikumar. Við emm mjög vonsviknir því við áttum ekki skilið að tapa." Kjúklingarnir góðir Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., lék aftur á móti á alls oddi eftir leikinn. Hann gat ekki staðist freistinguna að stríða Wenger aðeins. „Þeir eiga mjög erfiðan leik á þriðjudag. Ég myndi ekki endilega veðja á sigur þeirra því leikurinn verður þeim mjög erfiður," sagði Fergie sem myndi ekki gráta að sjá Arsenal detta líka út úr Meistara- deildinni. Hann var geysilega ánægður með ungu leikmennina, Fletcher og Ronaldo, í leiknum. „Ronaldo sýndi stórkosdegan leik þrátt fyrir að hann væri mjög þreyttur. Fletcher var einnig mjög góður og Wes Brown styrkist með hverjum leik,“ sagði Ferguson en það kom honum mjög á óvart að Arsenal skyldi spila með þrjá ffamherja síðasta hálftímann. „Þetta var auðvelt þegar það vom komnir þrír fram. Þeir misstu srfellt boltann og ég held þeir hafi ekki skapað sér nein færi í seinni hálfleik." Mæta Millwall í úrslitum Andstæðingar United í úrslit- unum verða Millwall en þeir gerðu sér lítið fyrir í gær og lögðu Sunderland á Old Trafford, 1-0. Það var Tim Cahill sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Leikmenn Sunderland fengu fjölda færa undir lokin en allt kom fyrir ekki og Millwall er komið í úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. henry@dv.is Leikmaður helgarinnar Maik Tayior, Birmingham Maik Taylor launaði Chris Coleman, stjóra Fulham, lambið gráa á laugardag með því að verja eins og berserkur f leik Fulham og Birmingham. Coleman seldi Taylor til Birmingham í sfðasta mánuði en því hefði hann betur sleppt þar sem Taylor stóð í vegi fyrir því að Fulham tæki þrjú stig í leiknum. Leikmenn Fulham óðu í færum allan leikinn en Taylor varði allt sem að markinu kom. Taylor gekk í raðir Fulham frá Southampton árið 1997. Þá sagði þáverandi stjóri Fulham, Kevin Keegan, að það væri enginn betri í úthlaupum á Englandi en Taylor. Stjarna Taylors skein skært hjá Fulham er þeir klifruðu upp deildirnar í Englandi en þegar Edwin van der Sar var keyptur til félagsins árið 2001 var ljóst að Taylor færi á tréverkið. Taylor var upphaflega lánaður til Birmingham í byrjun vetrar en hann hefur leikið svo vel með félaginu í vetur að Steve Bruce greiddi Fulham eina og hálfa milljón punda fyrir Taylor ímars. Steve Bruce er gríðarlega ánægður með kaupin og telur þau ein sín bestu frá því að hann kom til félagsins. Hann er á því að Taylor eigi eftir að gera frábæra hluú fyrh félagið á næstu árum. MAIKTAYLOR Fæddun 4. september 1971 Helmaland: Norður-lrland Hæð/Þyngd: 193 cm / 90 kg Leikstaða: Markvörður Fyrri lið: Barnet, Southampton, Fulham. Deildarleikir/mörk: 284/0 Landsleikir/mörk: 34/0 Hrós: „Ég hef ekki enn séð neinn mark- vörð í deildinni sem er betri en Maik. Þetta var stórkostlegur leikur I hjá honum. Hann er stór, sterkur, mikill atvinnumaður og frábaer markvörður," sagði Steve Bruce, stjóri Birmingham, eftir leikinn gegn Fulham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.