Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Fréttir DV Á hlaupum með hassmola Lögreglan á Akureyri kom að átján ára gömlum pilti sem sat í bifreið sinni rétt utan bæjarins og reykti hass á laugardagskvöld. Um leið og pilturinn varð lög- reglunnar var lagði hann á flótta frá bfl sínum. Hann náðist á hlaupum og reynd- ist vera með hassmola í fór- um sínum. Að sögn lögreglu var ekki erfitt að hlaupa pilt- inn upp, bæði var hann undir áiirifum og það var „sprækur" lögreglumaður sem elti hann uppi. Löggur skotnar Múslímskir öfgamenn réðust á lögreglustöð í Karachi, höfuðborg Pakistans, á sunnudag. Þeir myrtu fimm lög- regluþjóna og neyddu fómarlömb sín til að fara með vers úr Kóraninum áður en þeir skutu þá. Hópur sem hefúr tengsl við al-Kaída er grunaður, enda hefur lögregla þar í landi reynt allt hvað þeir geta til að handtaka með- limi hópsins undanfarið. Lög um fjölmiðla „Við viljum að það verði horft til þess að efla Sam- keppnisstofnun þannig að hún fái betur sinnt hlutverki sfnu," segir Bryndís Hlöðversdóttir í gestapistli á pólitík.is - vefriti jafnaðarmanna. Bryndís stingur upp á því að ef til vill sé rétt að fela út- varpsréttarnefnd víðtækara hlutverk til að fylgjast með því að leikreglum á fjöl- miðlamarkaði sé fylgt. alþingismaöur Jóhanna er óvenjuafkasta- mikill alþingismaöur, meö augun opin fyrir hvers kyns réttlætis- og spillingarmálum. Hún er gegnheil I baráttu sinni fyrir lltilmagnanum og er sannur jafnaðarmaöur. Hún er íjákvæöum skilningi hörð íhorn að taka en hún getur líka veriö jákvæö og elskuleg þegar þaö á viö. Jó- hanna er einhver besti þing- maöur Islandssögunnar. Fyrirmyndarhjónin David og Victoria Beckham upplifa nú erfiða tíma. Hún á Englandi og hann á Spáni. Nú á dögunum endaði þessi fjarbúð á því að David Beckham hélt framhjá Victoriu með aðstoðarkonu sinni. Victoria hringdi og skammaði hana og hún var látin fara. Aðdáendur Beckham-hjónanna um allan heim taka nú andköf þar sem David virðist hafa haldið framhjá sinni heittelskuðu. „Þetta kemur engum á óvart sem þekkir hann," segir náinn vin- ur fjölskyldunnar. „Hann hefur verið kynlífslaus í margar vikur og hefur reynt að vera trúr eiginkonu sinni, en eitthvað hlaut að gefa sig." David býr sem kunnugt er í Ma- drid og spilar með fótboltaliðinu Real Madrid en spúsa hans hefur undanfarið dvalist í London og hug- að að hrörnandi tónlistarferli sínum. Ástkona hans er hin 26 ára gamla Rebecca Loos, sem er dóttir Hol- lensks diplómata. Beckham réði hana sem aðstoðar- mann en hún var lát- inn fara eftir að myndir birtust af þeim saman í sept- ember á síðasta ári sem vakti gremju Victoríu. Undan- farið hefur David sent Rebeccu SMS-skilaboð, þar sem hann údistar í smáatriðum hvað hann vildi gera við hana í rúm- inu. Svo fór að hann fékk ósk sína uppfyllta. •'''v '***'■ '• " Með klósettpappír hangandi upp úr buxunum David og Rebecca fóru ásamt vinum sínum á tælenskan veit- ingastað og fóru þar í sannleikann eða kontór, þar sem David fékk Rebeccu til að ganga í gegnum veitingastaðinn með klósettpapp- ír hangandi upp úr buxunum. Þar eftir fóru þau á Ananda, einn helsta klúbb Madrídborgar. Það kom víst lífvörðum hans mjög á þegar þau fóru svo sam- an upp á hótelher- bergi. Samkvæmt vininum var Beckham víst stressaður enda stórt skref fyrir hann að halda framhjá kon- unni. Hann tók um hönd Rebekku og sagði við hana: „Ég hefþráð að vera með þér svona lengi." Hann deyfði ljósin og klæddi sig úr fötun- um og þau stóðu bæði nakin í miðju herberginu og kysst- ust. David sagði henni aftur og aftur: David Beckham Hélt framhjá Victoriu á dög- unum. „Hannhefur veríð kynlífs/aus í margar vikur og hefur reynt að vera trúr eiginkonu sinni en eitthvað hlaut að gefa sig." „Ég veit að við ættum ekki að gera þetta en ég get ekki að því gert. Ég vil að þetta gerist og það gerir mig mjög glaðan. Ég vil að þú verðir hjá mér í alla nótt.“ Rebecca Loos Hérer bekkjarmynd hennar úr Runnymede College á Spáni. Það er því spurning hvort greyið David fái nærföt konu sinnar lánuð á næstunni. valur@dv.is Stórkost- legur elsk- hugi Hún virðist hafa orðið við því og á David að hafa verið stórkostlegur elskhugi sem Hjásvæfa Beckhams hélt út klukku- Rebecca er dóttir hol- tímum saman. lensks erindreka og hjá- Hún lagðist á svæfa Davids Beckham. magann og hann kyssti hana í bak og fyrir og hún segist hafa fundið fyrir hinni miklu lflcamlegu orku hans þegar hann naut ásta með henni. Þau hitt- ust svo aftur reglulega í hótelher- berginu á Santa Mauro-hótelinu og segir sagan að David hafi þá verið ævintýragjarnari hvað kynlífið varð- aði. í eitt skiptið prófuðu þau að full- nægja hvort öðru á allan mögulegan hátt án þess að nota kynfæri sín. Þau eiga að hafa hist í síðasta skiptið í desember, sem var víst minnst frfll- nægjandi fundur þeirra. Skömmu seinna sagði hann upp samningi sinnum við fyrirtækið sem Rebecca starfar hjá. Viktoría á að hafa orðið æf, hringdi í Rebeccu og sagði henni að það væri ekki hennar starf að skemmta sér með eiginmanninum. Victoria Beck- ham Hringdi í hjásvæfuna og skamm- aði hana. Starfsmenn George Bush gefa ráð um hvernig neita eigi umhverfisógnum Bush segir umhverfismálin í góðu lagi Starfsfólk kosningaherferðar Ge- orge Bush hefur sent út tölvupóst tfl allra þingmanna Repúblflcana- flokksins þar sem þeim er sagt hvernig þeir eigi að svara gagnrýni á frammistöðu Bush í umhverfismál- um. f stuttu máli er þeim sagt að segja að allt sé í stakasta lagi. Þar er línan að ekkert hafi verið sannað um að gróðurhúsaáhrif séu tfl staðar, gæði andrúmsloftsins séu að batna, skógar jarðarinnar að stækka og ol- íubirgðir að aukast. Eins að drykkj- arvatn sé hreinna og nái til fleira fólks. í bréfinu segir að repúblíkanar séu að berjast með staðreyndum gegn skáldskap um að ástand jarð- arinnar fari versnandi. Náttúru- verndarsinnar eru sakaðir um heimsendaspár. Því er haldið fram í póstinum að umhverfisstofnun Bandarflcjanna fari með ýkjur þegar hún heldur því fram að fjörutíu prósent áa og vatna séu of menguð til að hægt sé að drekka vatnið úr þeim, baða sig í þeim eða veiða fisk úr þeim. Repúblíkanarnir vitna í skýrslu um andrúmsloftið sem unnin var fyrir peninga frá olíuris- anum Exxon Mobile árið 1998. Þá segja þeir að ósönnuð séu tengsl milli astma í börnum og mengunar. Aðaiheimildin er vísindamaður sem hefur þegið mikið fé frá olíufé- lögum. Greenpeace fordæmdi skilaboð- in sem fram komu í þessum tölvu- pósti og segir að olíurisar stýri stefnu Bandaríkjastjórnar. Hófsam- ir repúblíkanar eru líka ósáttir við skilaboðin. George Bush Gefur umhverfismáiunum góða einkunn, vitnar í skýrslur kostaðar af olíufyrirtækjum. Fyrir norðan með kókaín Samvinna lögreglunnar á Akur- eyri og á Sauðárkróki sl. föstudags- kvöld endaði með að ungur maður var stöðvaður í Varmahlíð með um 15 gr. af kókaíni í fórum sínum. Var hann á leið á bfl sínum til Akureyrar er hann var tekinn. Lögreglan sleppti manninum að loknum yfir- heyrslum og telst málið upplýst. Samkvæmt upplýsingum frá Vogi er verðmæti kókaínsins um 225 þús- und kr. á götunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.