Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 Fyrstog fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Metallic 1 Hvað heitir söngvari og textahöfundur hljómsveit- arinnar; maður nýkominn úr meðferð? 2 Hvað hét fyrsta plata hljómsveitarinnar? 3 Hvað heitir hljómsveitin sem fyrrverandi meðlimur Metallica, Dave Mustaine, stofnaði síðar? 4 Hvað hét fyrrverandi bassaleikarinn sem lést af slysförum? 5 Hvað heitir lagið sem gamla kærastan hans Mick Jaggers, Marianne Faithfull, söng með hljómsveitinni? Svör neðst á síðunni Hryðjuverk Þegar áróðursmaskína Hvíta hússins talar um „hryðju- verk" er um að ræða orða- lepp til aðlýsa hvers konar ofbeldisverkum sem framin eru af þeim sem andsnúnir eru utanríkisstefnu Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra. En hryðjuverk eru í raun sérstök tegund af of- beldi sem framin eru af litl- um hópum eða einstakling- um. Tilgangurinn er að hræða (terrorisera) vaida- stétt í tilteknu landi til að breyta stefnu sinni. Hryðju- verkamenn telja ekki væn- legt til árangurs að reyna að afla fjöldafylg- isvið skoðanir sfnar heldur treysta á ofbeld- isverk sjálfsldpaðra „frels- ara“... Þann 11. september 2001 sagði Bush í ávarpi til þjóðar sinnar: „Bandarfldn verða fyrir árás vegna þess að við erum bjartasti kyndill frelsis og tækÚæra í heimi." Hvíta húsið hefur sfðan endurtek- ið þessa röksemd út f það óendanlega til að reyna að telja umheiminum trú um að það sem þeir hryðju- verkamenn sem framið hafa árásir í New York, á Bali og í Madrid eigi sameiginlegt sé andúð þeirra á „frelsi". Ruglið í Jóhannesi Geir Peysa 5 CTl O Peisa er eitt afþeim fáu orð- im ílslensku sem enguskiptir hvort er skrifað með yfsiloni ;ða ekki. lorðsifja-^ OJTHTH bók Ásgeirs Blön- PiA/iÆIJ-m dals er oröið rakið til forn- oýska orðsins„wambeis“ sem þýddi„bolflík“. Sú skýring á irðinu peysa að það sé runnið affranska orðinu„paysan“ (bóndi) er mjög óllkleg. 1. James Hetfield - Z Kill'em All - 3. Megadeth - 4. Cliff Burton - 5. The Memory Remains. Q *o Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjómarfor- maður Landsvirkjunar sá sóma sinn í því í gær að draga til baka sum af fáránlegustu ummæiunum sem hann hafði látið falla í ræðu sem riti á svonefndum samráðsfundi Lands- virkjunar síðastliðinn föstudag. Þar hafði hann m.a. látið svo um mælt að „hópur hörðustu virkjunarandstæðinga á ís- iandi" hefði „með óprúttnum aðferðum" orðið þess valdandi að ekki barst nema eitt „viðun- andi" tilboð í virkj unarframkvæmdir. Þá fór hann viðurkenningarorðum um ftalska verk- takafyrirtækið Impregilo sem hefði verið „mjög vel undirbúið" þótt hann viðurkenndi að fýrir- tækið hefði lent í „nokkrum byrjunarörðugleik- um“. Og hann gaf í skyn - og reyndar rúmlega það - að andstaða við framferði ítalska fyrirtæk- isins ImpregUo væri sprottin af rasisma! Frá þessu er nánar greint á blaðsíðu 6 í blað- inu í dag. ÖIlu þessu bulli úr Jóhannesi Geir var vita- skuld svarað fullum hálsi af öllum þeim sem málið snertu. Og hann varð sem sagt að draga til baka að aðferðir náttúruvemdarsinna hefðu verið „óprúttnar" og líka orð sín í fréttatíma Ríkisútvarpsins þar sem hann sagði að íslend- ingar væru „hættulega nærri því að gera strang- ari kröfur til útlendinga" en okkar sjálfra og styttra í „þjóðemishroka" en við vildum kann- ast við. Jóhannes Geir sagði að vísu í yfirlýsingu í gær „illskiljanlegt" hvemig hægt væri að túlka þessi ummæli sem árás á íslenskt launafólk eins og lesa mætti út úr yfirlýsingu Rafiðnaðarsam- bandsins en dró þau samt til baka til að þau „trufli ekki samningagerð". Allt er þetta kattarþvottur og yfirklór. Merg- urinn málsins er það hugarfar forráðamanna Landsvirkjunar - og stjómvalda í þessu landi - sem birtist í ummælunum. Og einkennist af hroka og yfirlæti í garð allra þeirra íslendinga sem ekki segja sjálfkrafa já og amen við öllu sem Landsvirkjun þóknast. Og þeim þokkalegu fyr- irtækjum sem hún hefúr dregið til landsins til að stimda sín náttúruspjöll, Alcoa og Impregilo. í alvörulandi hefði stjómarformaður Lands- virkjunar náttúrlega verið látinn segja af sér fyr- ir svona móðgandi rugl En ekki á Íslandi. Illugi Jökulsson Nafnbirfinnaynn didcid eummxTnccov khk. ■ - -JiíflHHÍÍbk Astrallu BIRGIR GUÐMUNDSSON blaða maður fjallaði um DV og nafnbirting- ar í pistli „um daginn og veginn" á laugardaginn var. Þar velú hann vöngum yfir ýmsum spumingum sem kviknað hafa yfir þeirri stefnu blaðsins okkar að birta nöfn og myndir af mönnum sem við sögu koma jafnvel í ýmsum viðkvæmum málum í mun ríkari mæli en ú'ðkast hefúr um alllangt skeið í öðrum fjöl- miðlum. Grein Birgis er góð tilbreyt- ing frá þeim hávaða sem sumir hafa láúð nægja að hafa um stefnu DV í þessum efnum en í sumum kreðsum hafa menn láúð nægja að hrópa „sorprit, sorprit'1 þegar þeir standa frammi fyrir þeirri tegund af blaða- mennsku sem við stundum og tala eins og aldrei hafi annað eins sést á íslandi. Og þó byggjum við - eins og við þreytumst ekki á að taka fram - að flestu eða öllu leyú á hefðum sem þegar hafa þekkst á íslandi og sumar gamalkunnar. Eða megum við enn einu sinni rifla upp að svona sirka fyrir 1960 tíðkaðist ósköp einfaldlega að nefna öll nöfn sem skiptu máli í fréttum í ís- lenskum blöðum? Og taldi enginn að í því fælist nokkurs konar dómur yfir þeim sem nefndir voru. Það álit að með nafnbirtingu væru fjölmiðlar að „dæma" einstaklinga komst ekki á fyrr en fjölmiðlarnir höfðu snúið við blaðinu og birtu helst engin nöfri fyrr en „þar til bær yfirvöld“ vom búin að kveða upp sinn úrskurð. ÞAÐ ER REYNDAR ATHYGLIS- VERT hversu miklu málefiialegri margir gamalreyndir fféttahaukar em í umræðum um stefnu DV í þess- um efhum en sumir aðrir sem ekki búa að mikilli reynslu við fféttaskrif og fféttaumfjöllun, heldur gagnrýna úr sínum setustofúm. Það kom t.d. ffam í umræðum um málið á pressu- kvöldi fyrir skemmstu þar sem frétta- stjórar bæði Morgunblaðsins og Fréttablaðsins íjöliuðu um málið á vitrænan hátt þótt þeirra eigin blöð fylgi annarri stefnu en við gerum. En Birgir segir m.a.: “Á meðan forustumenn DV út- skýra ekki nafnbirtingarguðspjailið betur og ákafar en þeir hafa gert til þessa mun sú spurning hanga yfir blaðinu hvort þetta nafnbirtingar- skref sé fyrst og síðast tekið tii að þjóna nýju formi eða hvort einhver háleitari fjölmiðlaguðfræði ræður ferðinni. “ ORÐ BIRGIS UM GUÐFRÆÐI eru vel að merkja runnin frá líkinga- Við erum ekki hér til að meta í hverju einstöku tilviki hvort „almannaheiU" krefjist þessa eða hins. Og við erum atls ekki hér til að „fella dóma". Við erum hérbara til að segja frá því sem gerðist. Fyrst og fremst máli pistils þar sem hann fjallar líka um guðfræðina sem birtist í kvik- mynd Mels Gibson um passíu Kfists. En í þessu sambandi má koma ffam að ritstjórn DV vinnur nú að því að láta skrá þær siðareglur sem blaða- mönnum verður æúað að fylgja - og þeir hafa fylgt hingað til, þótt óskráðar hafi verið. Þegar þær verða birtar opinberlega mun gefast ágætt tækifæri til að ræða málið í þaula, ef mönnum þykir ástæða til. En í bili má setja fram fáeinar almennar at- hugasemdir. SETJUM NÚ SVO að Jóni Jóns- syni sinnist svo við Gunnar Gunn- arsson að hann gangi af þeim síðar- nefnda dauðum. Okkur er að vísu enginn akkur í því að umræður um þá blaðamennsku sem við stundum snúist fyrst og fremst um alvarleg glæpamál en látum svo vera að þessu sinni. Jón hefur sem sagt drepið Guijnar. Og setjum þá svo að úti í samfélagi sé hópur manna sem hafi gert sér það að atvinnu að fræða samborgara sína um það sem gerist. Það er sem sagt fjölmiðiil. Hvernig er þá eðlilegt að sá fjölmiðill segi ffá því að Jón hafi drepið Gunnar? Jú, það liggur í augum uppi. Ein- faldasta, eðlilegasta og sjálfsagðasta leiðin er einfaldlega að segja: Jón drap Gunnar. Vegna þess að það var einfald- lega það sem gerðist. NÚ GETUR VERIÐ að starfs- mönnum fjölmiðilsins detú í hug einhverjar þær kringumstæður sem komi í veg fyrir að þeir birú þessar upplýsingar. Kannski eru þeir ekki alveg vissir um að Jón hafi þrátt fyrir allt drepið Gunnar. Því hvenær drepur maður mann? Eða kannski telja þeir að börn Jóns muni líða önn fyrir að sjá nafn föður síns birt opin- berlega í þessu samhengi. Eða eitt- hvað annað. En mergurinn er sá að það er í rauninni fjölmiðill sem ákveður að birta ekki þær upplýsingar sem hann hefur sem þarf að útskýra gerðir sínar. Eðlilegi Jiluturinn er einfaldlega að segja hvað gerðist - að gera það ekki þarfnast skýringar. Sá fjölmiðill þarf miklu frekar að Hvenær drepur maður mann? Spurningin fræga um hvenær maður drepi mann er komin úr íslandsklukku Halldórs Laxness. Jón Hreggviðsson var ákærður fyrir að hafa drepið kóngs- ins böðul og svaraði á þessa leið spurningu Arnasar Arnæusar um hvort hann væri sekur: „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drep- ið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.“ koma sér upp einhverri „guðfræði" til að skera úr um hvað skuli birta og hvað ekki, heldur en Júnn sem lítur einfaldlega á það sem skyldu sína að segja ffá því sem gerðist eftir því sem hann best veit. STEFNA DV ER EINFALDLEGA að segja frá því sem gerðist. Ef Jón hefur drepið Gunnar, þá segjum við: Jón drap Gunnar. En bíðum ekki eft- ir að „þar til bær yfirvöld" hafi úr- skurðað um það efni. Og við lítum ekki svo á að í því felist „háleit fjöl- miðlaguðfræði" heldur séum við ósköp einfaldlega að sinna frum- skyldu þeirra sem hafa tekið að sér að flytja almenningi fréttir af því sem gerist í samfélaginu. Við setj- umst ekki á rökstóla og hugleiðum sisona: Krefst „almannaheili" þess að við birtum nafnið á manninum sem drap Gunnar? Hvað þá heldur: Eigum við að „refsa" Jóni með því að birta nafnið hans? Sú síðarnefnda hugsun hefur aldrei hvarflað að okk- ur. Nei, við segjum bara frá því sem gerðist svo heiðarlega og opinskátt sem okkur er kostur. VIÐ VITUM VEL að málið er ekki alveg svona einfalt. Við birtum t.d. ekki alveg öll nöfn og munum ekki gera. Til þess geta legið ýmsar ástæður og mun sem sé gefast tilefni til að ræða þegar siðareglur vorar verða birtar. En þetta er sanit sú pólisía sem við vinnum eftir. Við erum ekki hér til að meta í hverju einstöku tilvlki hvort „almannaheill" krefjist þessa eða Júns. Og við erum alls ekki hér til að „fella dóma". Við erum hér bara til að segja frá því sem gerðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.