Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Síða 3
ÖV Fyrst og fremst MIÐVIKUDACUR 7. APRÍL 2004 3 ungar hins Spaugstofumenn eru enn að, vinsælli en nokkru sinni. Þeir hafa einokað þá stöðu algerlega að vera konungar grínsins á íslandi og nú í hartnær tuttugu ár. Áhorfstölur sem þættir þeirra í sjónvarpi allra landsmanna hafa verið að fá eru með ólíkindum en þeir hafa verið að sleikja 70 prósentin, met sem sennilega verður seint slegið. „Ástæðu- laust að breyta því sem virkar. Er það ekki?“ spurði Pálmi Gestsson Spaugstofumaður í samtali við DV. Myndin í fortíðarflandrinu að þessu sinni er frá árinu 1990 og er hún því tekin fyrir 14 árum en þarna má líta þá elskuðu og Fortiðarflandur dáðu félaga í góðum gír - að fagna á frétta- stofunni. Næsta ár er talað um að Spaugstof- an sé orðin tvítug en reyndar fer það eftir því við hvað er miðað. Árið 1985 voru gerðir sjónvarpsþættir með þessu nafhi en þá var Laddi í hópnum, ekki Pálmi. Þegar þessi sig- ursæli hópur var svo fullmótaður var komið árið 1989: Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Siggi Sigurjóns, Randver Þorláksson og Karl Ágúst Úlfsson. Áhöld eru því um hvert sé árið og ekki bætir úr skák að nokkru fyrr höfðu Pálmi Siggi og Örn rekið saman skrifstofu við Skólavörðustíg sem gekk undir nafninu Spaugstofan. En almenn sátt ríkir um að miða við árið 1985, segir Pálmi og þá má ætla að skálað verði í kampavíni líkt og þarna er gert á árinu 1990. Spurning dagsins Ætlar þú í kirkju um páskana? Ég á ekki von á því „Ég á nú ekki von á því að kíkja í kirkju um páskana þó það komi trúnni kannski ekki við. Ég trúi nú á hitt á þetta og á sumum hlutum hefég reyndar tröllatrú. Annars reyni ég að gera vel við mig og mína á páskana. En ætli það sé ekki trú- rækni sem minnir frekar á Rómverja en Martein Lúter." Kristján Jónsson myndlistarmaður Ég verð að syngja með kór Landakots- kirkju um pásk- anasvo ég kemst varla hjá því. Páskarnir hafa sérstaka merkingu enda er ég, eins og allir íslendingar, kaþólskur í hjarta. Það er alkunna að sið- bótinni var komið á með ofbeldi og þjóðin sneri aldrei baki við Jóni Arasyni né kaþólskunni. Friðrik Erlingsson rithöfundur „Ég verð að segja nei. Vinnutiminn er þannig að ég vinn mikið frameftir og mér hefur alltaf þótt gott að sofa út á sunnu- dagsmorgnum. Ég hugsa samt hlýtt til alls sem tilheyrir kirkj- unni." Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari „Ég reikna ekki með að ég fari í kirkju um páskana. Von- ast hins vegar til að geta lok- ið tilteknu verki sem ég þarfað Ijúka um páskahelgina. En það er aldrei að vita með föstudaginn langa en þá fer ég oft og hlusta á passíusálmana. Ég gæti allt eins gefið mér tíma tilþess nú á föstudaginn." Mörður Árnason alþingismaður „Nei, ég ætla ekki í kirkju og er ekki vön að fara í kirkju um páskana. Þess í stað ætla ég að vera heima hjá mér og sinna börnunum mínum og borða góðan mat." Svanhildur Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri menning- arstofu Reykjavíkurborgar Páskarnir eru helgasta hátíð kristinnar trúar en ekki er víst hvort kirkjusóknin nái að toppa jólin sem helsti annatími kirkjunnar manna. Trúin bjangar brennivínsberserkjum „Mér sýnist þetta einn stærsti samfélagsvandi dagsins í dag og langaði til að skilja hann aðeins bet- ur en ég gerði. Ég er ekki alki, dópisú eða frelsaður heldur venjulegur ís- lendingur," segir Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður. Á skírdag verður frumsýnd heimildarmynd eftir hann en hún fjallar um starf- semi Byrgisins og skjólstæðinga for- stöðumannsins Guðmundar Jóns- sonar. Þorsteinn var undanfarin tvö og hálft ár að vinna myndina og var þá reglulegur gestur í Rockville þegar Byrgið var þar. „Þarna kynnist maður því hvernig dóp og brennivín breytir manngerð fólks. Ég kynntist mörgum þarna sem eiga heima á Hrauninu og hafa átt þar heima meðan þeir voru og eru sjálfráða. En edrú er þetta yndislegt fólk, segir Þorsteinn og bendir á að myndin verði aðeins sýnd yfir páskana, alla daga og alltaf klukkan fimm í gamla góða Tjarnarbíó. Engin tilviljún er að Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. -Jesú. Þorsteinn Jónsson Segist hafa viljað kynna sér þetta eitt helsta samfélagsmein á vímutímum og skilja beturen hann gerði. Guðmundur í Býrginu Frelsar slna skjól- stæðinga á vímutímum og trúin hjálpar þeim svo að finna réttu leiðina til baka i samfélagið eftir að það hefur fariö alveg nið- ur á botninn. Þorsteinn velur sér þennan sýn- ingarúma því þarna eru miklar trúarlegar tilvísanir. Fólkið sem er til umfjöllunar er læknað með trúnni. „Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, kristnar sína skjólstæð- inga, þeir frelsast og trúin hjálpar þeim áfram. Þetta kemur vel fram í myndinni hvernig þetta gerist. Þetta má því heita ákjósanleg mynd fyrir trúarhátíð- tna. Holl mynd - já, nauðsynleg mynd fyrir sálarheill lands- manna nú á þessum vímutímum." jakob<s>dv.is H vao Jesús eins og fornleifa- fræðingar telja hann hafa litið út. Það veit enginn. Hann er talinn hafa verið fæddur á árunum 6-4 fyrir Krist - en fæðingarár hans var nefnilega vitlaust reiknað út af munki nokkrum á miðöldum. Klassískt er að álíta hann hafa verið 33 ára gamlan þegar hann var krossfestur en fyrir því eru í raun engar marktækar heimildir. Hafi samt svo verið hefur hann verið drepinn á árunum 27-29 eftir Krist. Pontíus Pílatus var landstjóri Rómar í Palestínu á árunum 26- 36 svo það gæti út af fyrir sig staðist. Flóknar rannsóknir hinna færustu spekinga í Nýja testa- mentisfræðum hafa hins vegar leitt í Ijós að líklegra er að hann hafi verið krossfestur á árunum 30-33. Flestir fræði- menn hallast að árinu 31. En til að komast að niðurstöðu í málinu verða menn að vísu að styðjast við ýmislegt í guð- spjöllunum sem engan veginn er víst að nokkur fótur sé fýrir. Rétt er þvísem sagt: Það veit enginn. GÓLFBÚNAÐUR KJARANEHF • SÍÐUMÚLI 14. • 108 REYKJAVÍK SÍMAR 510 5510 • 510 5500 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8-18 ...... ..........."......... GLæsiLegt úrvaL Sisal og Kókos gólfteppa 100% náttúruefni 20% afsláttur Heimilis- gólfdúkar Tilboðsverð Teppamottur Stigateppi Teppi horn í horn I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.