Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Fréttir DV Mannfall í írak Fjórir bandarískir land- gönguliðar féllu í átökum vestur af Bagdad í írak í gærmorgun. Uppreisnar- menn réðust að hermönn- unum og felldu þá. Banda- rísk hermálayfirvöld vildu í gær ekki gefa nánari upplýs- ingar um atvikið. Frá því Bush lýsti yfir að stríðinu í írak væri lokið hafa 426 bandarískir hermenn látist. Dansmeyfær bætur Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur dæmt austurrískri nektardansmey 225.000 krónur úr hendi nætur- klúbbs sem hún vann hjá í fyrra. Konan kom hing- að til lands í fyrra- vor og var ráðin til að dansa í klúbbn- um í einn mánuð. Henni var sagt upp áður en mánuðurinn var liðinn. Konan sætti sig ekki við launauppgjör og stefndi klúbbnum. Hinsegintap „Ég er auðvitað svekkt yfir þessum dómi," segir Anna Kristín Gunnarsdóttir sem í fyrradag tapaði dóms- máli gegn Hinsegin dögum og Reykjavíkurborg. Anna slasaðist illa á Hinsegin dög- um í ágúst árið 2002 þegar skyggni féll á hana á Ingólfs- torgi. Hafði fólk komið sér fyrir ofan á skyggninu og fór svo að það brast undan þunganum með þeim af- leiðingum að Anna varð undir. Hún fór fram á sex miUjónir í bætur en varan- leg örorka hennar er metin 5% og varanlegur miski er 10%. Héraðsdómur metur það svo að hvorki Hinsegin dagar né Reykjavíkurborg beri ábyrgð á slysinu. Stefán Pálsson eryfirburöa- maðurá flestum sviöum. Hann þekkir vel til manna og málefna, er fróöur um flesta hluti. Menn koma ekki aö tóm- um kofanum hjá Stefáni. Hann heldur fast I hugsjónir slnar og hvikar aldrei frá þvl sem hann trúirá. Stefán er glöggur meö afbrigöum og kann þá list aö koma hlutun- um skemmtilega frá sér. Mary Craft, dómarinn sem dæmdi Aron Pálma í 10 ára fangelsi, segir að Mike Trent saksóknari hafi nánast verið eins og í krossferð gegn íslendingnum Aroni. Dómari segir saksóknara í knosslenö gegn flroni Þegar Aron Pálmi Ágústsson var dæmdur fyrir rúmum sjö árum til tíu ára fangelsisvistar stóð hann frammi fyrir dómaranum Mary Craft. Hún hafði fengið úrskurð um sakfellingu frá kvið- dómi og stóð frammi fyrir því að úrskurða refsingu til handa þessum dreng sem þá var nýorðinn 14 ára. Hún man vel eftir máli Arons og var reiðubúin að ræða við DV um málið, annað tveggja blaðaviðtala sem hún hefur veitt á ferli sínum. „Mike Trent saksóknari var sérlega ákveðinn í því að Aron fengi hörðustu refsingu sem lög leyfa. Ég man ekki eftir neinu öðru máli - og var ég dóm- ari í 16 ár, sem fól í sér þetta þunga refsingu fyrir brot af þessu tagi," segir Mary Craft fyrrverandi dómari, sem tapaði dómarasæti sínu í kosningum árið 2002 f bandarískum rétti, ekki síst þar sem kviðdómur úrskurðar um sekt eða sýknu, ræður frammistaða lög- manna, sækjanda og veijanda afar miklu. Mary dómari ítrekar að Trent saksóknari hafi verið sérlega fylginn sér í þessu máli. „Það var nánast eins og það væri krossferð fyrir hann að koma Aroni á bak við lás og slá. “ En var verjandinn þá lélegur? „Gæði vetjand- ans er alltaf mikilvægur þáttur í mála- rekstrinum og ég man ekki eftir öðm máli með jafnharðri refsingu fyrir brot af þessu tagi - og ætía ég þá ekkert að gera lítið úr brotinu sjálfu. Ég ætía ekk- ert að fúllyrða að verjandinn hafi verið alslæmur en ég man einfaldlega ekkert eftír honum og hans frammistöðu - ég man þó vel eftir því að Mike Trent var mjög fylginn sér.“ Þessu hefði átt að mótmæla Aron Pálmi var ákærður fyrir brot gegn sér mun yngri dreng og fólst brotið í sér að hann hafði munnmök við hann. Réttarhöld af þessu tagi em tvískipt; fyrst er úrskurðað um sekt eða sýknu en síðar em sérstök réttarhöld til að ákvarða refsingu. Við refsi- ákvörðunina lagði Mike Trent fram gögn sem áttu að sanna frekari brot Arons, en samt vom þetta brot sem hann var hvorki ákærður né sakfelldur fyrir. „Það h'tur út fyrir að þetta hljóti að hafa verið eitthvað sem verjandi Ar- ons hefði átt að mótmæla," segir Mary dómari en ítrekar að hún muni ekki fyllilega eftir þessum þætti réttarhald- anna. Það er hins vegar leyft í banda- rískum réttarsal að leggja fram gögn af þessu tagi, að uppfylltum vissum skil- yrðum. „Það em vissar lagareglur sem Verjandinn Randy Schaffer Tókstaö snúa Mary dómara. Dómshúsið (Harris-sýslu í Houston heimila það, til dæmis til að sýna ásetning eða hegðunarmynstur. En það ætti að vera lfldegra að slflc gögn væm lögð fram þegar sekt eða sýkna er ákvörðuð fremur en við ákvörðun refsingar," segir Mary Craft. Blaða- maður ber undir hana orð Mike Trent í viðtali við DV á dögunum þess efriis að Aron hefði framið miklu alvarlegri brot, meðal annars gegn þeim dreng sem hann er þó ákærður fyrir að brjóta gegn - en saksóknarinn átti erfitt með að skýra hvers vegna hann saksótti ekki fyrir þessi alvarlegu brot. Dómar- inn tekur tmdir að það sæti nokkurri fúrðu að leggja ekki slflc gögn fram í ákæm, en draga þau fram við refsi- ákvörðun." Dæmdi 10 ár en Trent bað um40 Saksóknarinn gerði kröfú um allt að 40 ára fangelsi en það er hámark refsirammans fyrir kynferðisbrot. Verj- andinn ákvað að leggja refsi-ákvörðun fyrir dómarann en ekki kviðdóminn en um það hefur sakbomingur val. Mary Aron Pálmi Ágústsson Gengið hart fram Iað koma honum á bak við tás og slá. Craft dórnari vísar til refsirammans í þessu sambandi; „Hafi ég dæmt Aron í 10 ára fangelsi held ég þegar horft er til baka að það hafi verið hæfileg refsing," segir dómarinn sem tekur fram að hún og kviðdómurinn hafi verið sannfærð um sektina. Eftir nokkra umhugsun bætir hún við að löggjafinn hafi eftir á að nokkm leyti bætt við dóminn. „Lög- in em alltaf að breytasL Til dæmis þurftu kynferðisbrotamenn ekki að skrá sig hér áður fyrr og vom ekki sett- ir á netið eins og nú er.“ Þetta íþyngi mönnum þegar refsingu lflcur. „Nú verður þú að skrá þig í 20 ár,“ segir Mary Craft og vísar tfl laga sem gera ráð fyrir því að Aron þurfi, þó að aíþlánun hans ljúki að óbreyttu eftir þijú ár, að skrá vemstað sinn hjá yfirvöldum allt tfl ársins 2017. Hann verður því undir stífu eftirlití og almenningur hefúr að- gang að upplýsingum um hann á net- inu allan þann túna. Aron Pálmi átti eftir að koma aftur í réttarsal Mary Craft í ungmennadóm- stólnum í Harris-sýslu í Houston í Texas. Þetta var fyrir rúmum þremur árum þegar þess var krafist að Aron yrði fluttur í fangelsi en hann var þá 17 ára. í þetta skipti var vöminni ekld áfátt því að einn besti veijandi í Texas, Randy Schafier, hafði tekið málið að sér án endurgjalds. í þeirri barátm mættí Mike Trent saksóknari ofjarli sínum því Mary Craft dómari hafnaði flutningsbeiðninni en eftír því sem næst verður komist er þetta í fyrsta og eina sinn sem slíkri flutningsbeiðni er hafriað. Randy Schaffe telur tvennt hafa skipt sköpum, annars vegar lagði hann fram bréf þar sem Mike Trent hafði sent tfl Giddings bamafangelsis- ins þar sem kvartað er sáran yfir því að Aron skyldi „aðeins" fá 10 ára fangelsi og gagnrýndi hann Mary Craft harð- lega fyrir linldndina. Hins vegar gat Schaffer fært sönnur á að sálfræðingur Giddings hefði logið, eiðsvarinn í rétt- arsal. Vildi dæma hann til íslands Mike Trent sagði DV á dögunum að bréfið sem hann hefði skrifað hefði valdið því að dómarinn hefði ákveðið að hefiia sín með því að hafiia flutn- ingsbeiðninni. Þessu hafiiar Mary Craft dómari algerlega. „Mike Trent hefur gagnrýnt allt sem ég hef gert - hann hefur aldrei sagt nokkuð jákvætt um mig.“ Trent saksóknari fúllyrtí við DV að Mary Craft hefði tapað dómara- sætí sínu í kosningum vegna linldndar í dómum. Þessu vísar Mary á bug sem hreinni fimi. í Harris-sýslu í Houston ráði öfgahópur kristinna hægrimanna öllu réttarkerfinu. „Ég tapaði fyrir manni sem var studdur af þessum hópi og hafði málið ekkert með þyngd minna dóma að gera enda snerist þetta allt um fóstureyðingar og sam- kynhneigða," segir Mary Craft, fyrrver- andi dómari. „Það sem ég vfldi gera í þessum réttarhöldum um flutninginn var að senda Aron tfl íslands, en það vom nokkur atriði sem komu í veg fyrir það. Ég man að ef það væri tryggt að hann kæmi ekki tfl baka vfldi ég heldur að hann færi tfl íslands en aftur í fangelsi en því var haldið fram að ekki væri hægt að tryggja að hann yrði áfram á íslandi," segir Mary Craft. Hún hefur aðeins einu sinni áður veitt blaðaviðtal á dómaraferli sínum. Allt að hundrað unglingar, margir undir lögaldri, sóttu fyllirísveislu í sal Eyverja Unglingafyllirí í húsi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum 80 til 100 unglingar sóttu risa- partí í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum um þarsíðustu helgi. Margir unglingar undir lög- aldri voru ölvaðir í félagsheimilinu og kom lögreglan á staðinn og leystí samkomuna upp. „Þetta virðist greinilega hafa farið úr böndunum," segir Hera Ósk Ein- arsdóttir, framkvæmdastjóri fjöl- skyldu- og félagsmálasviðs Vest- mannaeyjabæjar. Bærinn hefur um tíu ára skeið unnið hörðum höndum að því að minnka neyslu unglinga á áfengi og öðrum vímuefhum. „Það liggur ekki fyrir hversu stór hópur var undir lögaldri." Jóhannes Ólafsson, lögreglumað- ur í Vestmannaeyjum, segir suma unglingana hafa verið færða niður á stöð en aðrir afliendir foreldrunum. „Lögreglan fór á staðinn til eftirlits og leystí upp þetta samkvæmi. Þar voru unglingar bæði fyrir utan og inni. Við færðum suma á lögreglu- stöð og sendum suma til foreldra sinna," segir hann. Selma Ragnarsdóttir, formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, segir málið hið leiðinlegasta en ekki á ábyrgð sjálfstæðismanna. „Við bara leigðum 19 og 20 ára gömlum strák- um húsið og það var skilyrði að þeir skiluðu salnum eins og hann var. Við getum ekki verið að njósna um þá sem leigja salinn," segir hún. Hún segir það koma til greina að Unglingafyllirí 80 til 7 00 unglingar voru i partii i húsnædi Sjálf- stæðisflokksins og var lögregla kölluð til. gera kröfu um að ábyrgðarmenn á salnum verði orðnir tvítugir. „Það eru eiginlega óskrifaðar reglur að hleypa ekki yngri en 16 ára þarna inn. Við höfum talað um þetta við þá, en það er ekki skjalfest," segir Selma og kveðst efast um að sömu aðilum verði leigður salurinn á ný. Um var að ræða íþróttafélagið Jak- ana sem einbeitir sér að ísknattíeik. jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.