Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Fréttir DV Danir vilja dýralöggu og ætla henni það hlutverk að fylgjast með því að ekki sé brotið á rétti dýra og að dýraverndunarlög verði í heiðri höfð. Þetta kemur fram á undirskriftarlistum sem tæplega fimmtíu þús- und Danir skrifuðu undir og var afhent dómsmálaráð- herra Dana, Lenu Aspersen, á dögunum. Axel- Erik Sörensen, formaður dýraverndunarsamtak- anna Dýraréttindi, segir að undirskriftirnar á listunum komi að mestu frá fullorðnu fólki sem líti þessi mál alvarlegum augum og vilja að stjórnvöld taki á þeim með festu. „Það er fyllsta ástæða til að stjórnvöld taki ekki á þessum málum með neinum silkihönskum. Þroskaðir kjósendur standa að baki þessu og vandamálið er viðvarandi. Nú er tíminn kominn," segir Axel. Snotra dó næstum því í fyrrasumar. Það varð tíkinni til bjargar að Haraldur Gíslason rakst á tíkina hjá dýra- læknunum í Garðabæ en þar beið hún dauða síns. Haraldur er hundavinur mikill og fékk að vita að eigendur Snotru hefðu gefist upp á henni vegna þess að hún gerði stykkin sín þar sem hún stóð og allir orðnir þreyttir á henni. Hann ákvað engu að síður að taka hana að sér og með hjálp dýralækna komst hann að því að tíkina vantaði bara kven- hormóna. Þá fékk hún og það var eins og við manninn mælt að dýrið lifnaði allt við og hætti öllum ótímabærum saur- og þvaglátum. Nú gefur Har- aldur henni hormóna á hverjum degi og Snotra er farin að leika sér eins og hvolpur þrátt fyrir að verða átta ára í sumar. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýr aföllum stærðum og gerðum í DV á fimmtudögum bergljot@dv.is Vissir þú..? ...að í Svíþjóð þar sem reglur um rekstur hundabúa eru hvað strangastar á Norðurlöndum eru almennt ekki fleiri dýr en tuttugu hundar á hverju búi. Flestir hundarækt- endur í Svíþjóð eru með á milli 10-15 fullorðin dýr og alvöruræktendur ein- beita sér að einni tegund. Þar þykir til- tökumál ef fullorðnir hundar fara yfir 30 og eru þá undir ströngu eftirliti. Hér á landi er eina búið sem starfrækt er með leyfi yfirvalda með langt yfir 100 hunda af yfir 10 tegundum. Slík bú eru ekki annað en framleiðsla og eiga ekkert skylt við ræktun. Þau eru nefnd á hinum Norðurlöndunum Puppy Mill og í stað þess að halda hlífiskildi yfir þau eins og hér er gert eru þau hundelt af yfirvöldum og lokuð með það sama þegar þau finnast. Smyrill um ívarðskip Gunnari Erni, stýrimanni á varð- skipinu Tý, og Hreini háseta brá nokkuð í brún á 4-8 vaktinni dag nokkurn fyrir skömmu þegar smyrill flaug skyndilega inn um brúarglugg- ann. Skipið var þá statt á Selvogs- banka við eftirlit. Smyrillinn var borð mjög sprækur og líkaði vel um borð í varðskipinu. Hann var með varð- skipsmönnum í stuttan tíma þar til honum var sleppt við land. Á mynd- inni má sjá þegar Guðjón bryt- i gefur spökum smyrlinum að borða með bestu lyst. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breyfingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2014 [ samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Bústaðavegur 151. Tillagan lýtur að því að landnotkun lóðarinnar Bústaða- vegur 151, sem skilgreind er sem íbúðasvæði og svæðis norðan við lóðina sem nú er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, breytist í miðsvæði. Sú landnotkun samræmist betur þeirri starfsemi sem heimil er á lóðinni í dag þ.e. veitingastaður. Þá er gert ráð fyrir að heimilað verði tímabundið að reka sjálfafgreiðslusölu fyrir bensín á svæðinu norðan lóðarinnar. Bæði veitingastarfsemin og bensínafgreiðslan eru leyfð tímabundið þar sem gert er ráð fyrir að nauðsynlegt verði að leggja svæðið undir gatnamót í framtíðinni. Þegar að því kemur verður gerð breyting á aðalskipulagi á ný. Nánar vísast um tillögu á uppdrætti. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16.15 frá 7. apríl til og með 30. apríl 2004. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa fyrir 30. apríl 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkja tillögurnar. Reykjavík, 7. apríl 2004. Helga Bragadóttir, skipulagsfulltrúi. Þær Anna Þorgrímsdóttir og Þórhildur Björnsdóttir ættleiddu tvo ketti úr Kattholti í vetur. Lið þeirra lá til himnaríkis þeg- ar þær stöllur gripu inn í og færðu þær á heimsenda. Á leið til himnaríkis en endnðu á heimsenda Hesta Pétur og Hesta Páll með lífgjöfum sínum Önnu Þorgrímsdóttur Þeir voru báðir komnir við aldur og höfðu ýmsa fjöruna sopið áður en þær vinkonur völdu á til að búa á heimsenda. „Það má segja að leið þeirra hafi legið til himnaríkis en þess í stað lentu þeh á Heimsenda," segir Anna Þorgrímsdóttir tónlistarkennari sem ásamt vinkonu sinni. Þórhildi Björnsdóttur eru með hross í húsi á Heimsenda. „Við reyndum að velja ketti sem höfðu verið lengi í Kattholti og feng- um þá félaga sem við köllum Hesta Pál og Hesta Pétur. Þeir er yndislegir og við vitum ekki betur en vistaskipt- in fari vel í þá,“ segir Anna. Hún legg- ur áherslu á að hestahúsketti þurfi ekki síður að hugsa vel um en venju- lega heimihsketti. „Það má segja að við séum jafhvel meira hjá þeim í hesthúsinu en heima en það er alltaf einhver í þar meiri hluta dagsins. Kosturinn við þá er einnig að hér sést ekki mús en mýs geta verið kræfar í fóðrinu og það er mjög gott að vera laus við þær,“ segir Anna. Þeir félagar eru að öllum líkindum nokkurra ára gamlir og komu í mis- jöfnu ástandi í Kattholt. Anna segir Hesta Páll öllu sjóaðri en sjá megi á eyrum hans að hann hefur ýmsa fjör- una sopið í gegnum árin. „Já, eyrun hafa grehúlega ekki farið varhluta af slagsmálum en lífið hefur öllu betur farið með Pétur. Hann hefur greini- lega verið heimilisköttur sem villst hefur að heiman," segir hún og bætir við að þeir hafi báðir verið geltir í Kattholti og með því dragi aðeins úr flökkueðlinu. „Ég hef þá þó grunaða um að vera dáh'tið að rannsaka um- hverfið á nætumar en það er mikið frelsi sem þeir lifa við báðir tveir," segirhún Þeir félagar lifa eins og blóm í eggi eiga sitt athvarf í kaffistofunni. Þar er þeirra ríki. Páll er óvanur lux- us fæði og lætur sér hvað sem er lynda en Pétur hefur greinilega alist upp við gott atlæti. Anna segir Pál vera komast upp á bragðið með að borða fisk og annað guorme sem þeir fá alltaf annað kastið hjá þeim vinkonum. „Þeir eru báðir miklar gælur og finnst gott að láta strjúka sér og klóra. Eins eru þeir miklir persónuleikar og það er eitthvað í svip Páls sem fær mann alveg til að bráðna," segir Anna ánægð með sínar kisur. Þennan fugl vantar heimih sem fyrst. Hann heitir Alex og er af teg- undinni jandaya conure. Guðbjörg Ágústsdóttir, eigandi hans, flutti hann inn frá Hollandi ásamt fleiri fuglum og í ljós kom að hún getur ekki átt hann. Hún setti hann í um- boðssölu í Dýraríki og þar kynntist hann ást lífs síns. Þar var fugl af sömu tegund en þau kölluðust á all- an daginn og í þau voru komin ungahljóð. Svo var komið að starfs- fólk Dýraríkis gat ekki meira og Guðbjörg varð að taka hann heim aftur en hún hefur ekki á að kærustuna, því miður, Hún þarf eigi að síð- ur að finna fyrir hann gott heimili; heimili þar sem Alex má vera mið- punkturinn. Hann þarf mikla athygfi og er dálítið smeykur við ókunnuga. Guðbjörg segir að við nánari kynni sé hann óskaplega blíður og góður og vilji helst láta klóra sér og kela. Alex getur lært að tala ef einhver góður vill gefa honum tíma en nú þegar segir hann fáein orð. Hægt er að hringja í Guð- björgu í síma 8668884 og fá upplýsingar. Hún segir að best sé fyrir Alex að búa með fólki sem hefur tíma fyrir hann. Hún býðst til að passa hann fyrir nýja eigendur ef það verði vandamál. Hver vill eiga mig? Þessi svarti og hvíti kisu- strákur býr um þessar mundir í Kattholti. hann hefur verið þar síðan í byrjun janúar og það þarf ekki að spyrja að því að hann langar til að eign- ast venju- lega íjöl- skyldu. Hann er vitaskuld geltur og sprautaður og bíður aðeins eftir að einhver góð- hjartaður vilji taka hann að sér. Sá hinn sami getur farið inn á netsíðuna kattholt.is eða hringt á Kattholt í síma 5672909 og tal- að við Sigríði Heiðberg sem fullyrðir að hann sé hvers manns hugljúfi og efast ekki um að hann muni veita nýjum eig- endum gleði og ánægju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.