Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004
Fókus 0V
Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir sú
góðkunna útvarpsþula
hefur starfað lengi hjá
Ríkisútvarpinu. Hún
var gift Jóni Múla
einum ástsælasta út-
varpsmanni þjóðar-
innar. Hún átti með
honum góða daga og
saknar hans ævinlega.
ísast klingir ekki mörgum bjöllum í kolli þeirra sem
eru um þessar mundir að komast á manndómsár, þeg-
ar minnst er á Ragnheiði Ástu Pétursdóttur. Nokkrir
þeirra sem fetað hafa aldurinn aðeins ofar hafa heyrt á
konuna minnst. En víst er að þeir sem alist hafa upp með
Ríkisútvarpinu og engum öðrum ljósvakamiðli frá barns-
aldri eru ekki í minnsta vafa þegar þeir heyra hennar mjúku
og fallegu rödd.
Rödd Ragnheiðar hefur verið
tákngervingur útvarps rétt eins og
rödd eiginmanns hennar heitins,
Jóns Múla Árnasonar og föður henn-
ar Péturs Péturssonar þular. Ragn-
heiður Ásta er ung enn, rétt komin
yfir sextugt og ber aldurinn vel. „Ég
hef verið svo lengi í útvarpinu að ég
gæti verið hætt og komin á 95 ára
regluna fyrir löngu en þrátt fyrir það
held ég áfram. Og ég ætla að halda
áfram svo lengi sem ég get. Ætli ég
láti ekki bera mig út þegar þar að
kemur,“ segir hún hlæjandi og
bendir á að þegar hún verður 71 árs
þá eigi hún 50 ára þularafmæli. „Já,
mig langar til þess að vinna svo lengi
en ég hef alltaf jafn gaman af vinn-
unni. Við skulum sjá hvernig fer,“
segir hún glettin og býður sterkt
kaffi í fallegri íbúð sinni við Keldu-
land í Fossvogi. Útsýnið yfir Foss-
vogsdalinn er eins og best verður á
kosið og Ragnheiður Ásta nefnir að
oft hafl þau Jón Múli staðið við
gluggann og fylgst með stjörnunum.
„Hann var stjörnufræðingur eða
ætti ég að segja mikill áhugamaður
um himinhvolfið og kunni öllum
stjörnum skil. Hann benti mér á og
fræddi en nú hef ég hann ekld leng-
ur til að segja mér hvað er hvað. Eg
sakna þess og nú stend ég hér ein.
Hann naut þess að horfa út um
gluggann og sat ævinlega við hann
þegar ég kom heim á daginn og beið
eftir mér
Fallegt heimili
Húsgögnin eru í léttum dönskum
elegant stíl og veggina prýða verk
eftir meistara síðustu áratuga. „Já,
ég kann vel við mig hér. Breytti dá-
litlu eftir að Jón minn lést og þar á
meðal stækkaði ég borðstofuna og
keypti mér sófa í Epal. Það veitti ekki
af því fjölskyldan er svo stór,“ út-
skýrir hún og telur upp allan skar-
ann.
Já, það eru mín þrjú frá fyrra
hjónabandi, þrjú frá Jóni og eitt sem
við eigum sameiginlega," segir hún
og nefnir.fleiri og fleiri sem tilheyra
fjölskyldunni. Svo má ekki gleyma
barnabörnum og barnabarnabörn-
um,“ bætir hún við kankvís, þrátt
fyrir að ekki beri hún með sér að
vera langamma. „Ég var svo ung
þegar ég átti börnin. Var í háskólan-
um að lesa sögu og tungumál. Ég
hætti þegar ég var búin að eiga
Pétur og Eyþór og fór að vinna í út-
varpinu," rifjar Ragnheiður upp en
elstu börnin þrjú átti hún með
Gunnari Eyþórssyni, síðar frétta-
manni hjá útvarpinu. Hjónabandið
varð endasleppt og þau skildu eftir
níu ára hjónaband. „Nei, það var
ekki neinn harmur í kringum það.
Gunnar drakk mjög mikið og það gat
ekki endað öðruvísi. Skömmu síðar
tókust ástir með okkur Jóni Múla og
það var ekki aftur snúið. Hann ól
upp með mér börnin," segir hún.
Ragnheiður Ásta segir það aldrei
hafa verið neitt vandamál. Börnin
þeirra beggja hafi alltaf verið góðir
vinir og náð vel saman. „Jón og
Eyþór áttu tónlistina sameiginlega
og það fór afar vel á með þeim eins
og Pétri reyndar og Birnu líka. Þeir
voru miklir vinir. Jón Múli var mikið
með dætur sínar í útvarpinu og ég
þekkti þær vel þegar við tókum upp
samband," segir hún og minnist
þess að þær hafi í gríni kallað hana
vondu stjúpuna. „Já, ég get alveg
fallist á að það hafi verið öfugmæli
því okkur hefur alltaf komið mjög
vel saman og höldum góðu sam-
bandi þrátt fyrir að Jón sér farinn."
Tengdi þættina af einstakri
snilld
Árin með Jóni voru góð ár og
þeim leið afar vel saman. Ragnheið-
ur Ásta segir þau alltaf hafa verið
góða vini. „Jón var gáfaðúr, fallegur
og afar góður útvarpsmaður. Það var
hrein unun að hlusta á morgunþætt-
ina hans. Hann var líka svo árrisull
og var
„Gunnar drakk mjög
mikiö og það gat ekki
endað öðruvísi.
Skömmu sfðar tókust
ástir með okkur Jóni
Múla og það var ekki
aftursnúið. Hann ól
upp með mér börnin."
alltaf búinn að aka um bæinn áður
en hann kom niður í útvarp. Þættina
sína tengdi hann svo saman af ein-
stakri snilld og ég veit að það var ekki
aðeins ég sem naut þess að hlusta,"
segir Ragnheiður sokkin ofan í
minningar. Hún lítur upp og heldur
áfram. „Og svo vorum við samstiga í
stjórnmálum. Ég er enn harður sósí-
alisti og var það áður en ég kynntist
Jóni. Skoðanir okkar lágu mjög víða
saman og okkur þótti mjög vænt um
hvort annað," segir hún hugsi. Ragn-
heiður Ásta játar að hún sakni Jóns
mjög og er ekki viss um að maður
jafiú sig nokkru sinni á því að missa
æviförunaut sinn. í mesta lagi sé
hægt að læra að lifa með því en ekki
sætta sig við það. „Mér verður mjög
oft hugsað til hans og þrátt fyrir að ég
trúi ekki á líf eftir dauðann fer ég út í
kirkjugarð, sit á leiði hans og tala við
hann. Nei, það er af og frá að ég trúi
að við lendum saman einhvern tíma
en það er í lagi að vona að þannig sé
það," segir hún brosandi og stendur
upp. „Ég fann spólu um daginn sem
mér fannst að stæði gaui á og var að
velta fyrir mér hvað þetta væri eigin-
lega og þegar ég setti hana í tækið
kom í ljós að Jón var að semja jarðar-
fararstefið sem alltaf er leikið áður en
dánarfregnir eru lesnar," segir hún
og setur spóluna í og um stofuna
hljómar þetta yndislega stef sem all-
ir landsmenn þekkja og Sigurrós
gerði ódauðlegt í íokatónunum í
Englum alheimsins. „Auðvitað átti
að standa gaul," segir Ragnheiður og
hlær en Jón Múli samdi sfna músík á
þennan veg. Hljómlistin hljómar um
stofuna og undir niðri heyrist £
meistaranum sjálfum þar sem hann
slær taktinn og bombar með. Ragn-
heiður Ásta tekur undir að stefið sé
fallegt og segist oft hlusta á þá tónlist
sem Jón lét eftir sig.
„Mér leiðist aldrei
fyrir utan það að
sakna Jóns en áður
en hann dó keypt-
um við áskrift af
fjölvarpi og Stöð 2
sem hann hafði
mikla ánægju af."
pili