Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 15
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 15 Ragnheiður Ásta Byrjaði ung að árum að vinna i útvarpi og landsmenn allir, ungirsem aldnir, þekkja rödd hennar vel. Faðir hennar er Pétur Pétursson þulur. Ragnheiður var að auki gift Jóni Múla I áratugi, einum ástsælasta útvarpsmanni sem Island hefur alið. Jón Múli og Ragnheiður Héreruþau hjónin saman á góðri stundu en myndin er úr einkasafni Ragnheiðar. Jón Múli við ritstörf Jón varmikill áhugamaður um djasstónlist og skrifaði um áhugamálið afmikilli kunnáttu. I afmælisveislu Þessi mynd er úr myndasafni DVog tilefni myndatökunnar var afmælisveisla sem þau hjónin héldu. Alls ekki að koðna niður Um þessar mundir eru tvö ár síð- an Jón Múli lést. Ragnheiður Ásta játar að þessi tími sem liðinn er síð- an Jón dó hafi verið erfiður og þegar hún minnist hans hreyfi það við til- finningum. „Það er svo margt sem minnir á. Það er heldur ekki langt síðan ég missti móður mína en ég er einkabarn og við vorum mjög sam- rýmdar mæðgur. Já, það er högg að missa sína nánustu en ég lifi mínu lífi og er alls ekki að koðna niður. Ég er svo lánsöm að eiga vínkonur sem voru með mér í menntaskóla. Ákveðinn hópur heldur saman og við hittumst alltaf reglulega og ger- um eitthvað skemmtilegt saman. Við ferðumst mikið og heimsækjum hvor aðra auk þess sem við erum í mildu og góðu sambandi. Nú svo er ég að læra ítölsku sem ég hef mjög gaman af, vinn fulla vinnu og reyni að ferðast eins og kostur er. Mér leiðist aldrei fyrir utan það að sakna Jóns en áður en hann dó keyptum við áskrift af fjölvarpi og Stöð 2 sem hann hafði mikla ánægju af,“ segir „Pabbl hefur afar gaman afað tala við fólk og er ákaflega fé- lagslyndur. Hann tal- ar mikið í síma en ég veit að hann saknar þess að hitta ekki jafn marga og hann helst vildi." hún og útskýrir að hann hafi ekki komist mikið út síðustu árin. „Hann var hjartasjúklingur og átti erfitt með stigana. Það létti honum því stundir að horfa á gott sjónvarps- efni,“ segir Ragnheiður og bætir við að sjálf hafi hún nú orðið gaman af að horfa á sjónvarp. Fjölmiðlafólk í fjölskyldunni Talið berst að börnum þeirra Jóns sem meira eða minna tengjast fjölmiðlum. Hún hugsar sig augna- blik um og samsinnir því síðan. „Já, það er rétt, Oddrún og Ragnheiður Gyða tvær dætur Jóns hafi alið sinn starfsferil meira eða minna á Út- varpinu. Þær hafa nú báðar flutt sig yfir á DV og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim að breyta til. Það getur verið skemmti- legt að skipta um vinnu ef fólk er til- búið til þess. Pétur minn var á Morg- unblaðinu og síðan um tíma á Fréttablaðinu og ég held að hann hafi verið ánægður eins og með starf sitt nú sem framkvæmdastjóri þing- flokks Framsóknarmanna," segir Ragnheiður Ásta. „Þau eru held ég öll ánægð með það sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Já, og ekki má gleyma föður mínum sem vann öll sín ár á útvarpinu. Já, þetta er kannski eitthvað í blóðinu." Sjálf hefur Ragnheiður Ásta feng- ist við að yrkja og hefur meðal ann- ars samið texta við tvö laga Borgar- dætra en þar syngur Ellen Kristjáns- dóttir, tengdadóttir hennar. „Ég gerði það að gamni mínu því þær „Mér verður mjög oft hugsað til hans og þrátt fyrir að ég trúi ekkiá líf eftir dauð- ann fer ég út í kirkju- garð, sit á leiði hans og tala við hann." vantaði texta. Já, ég held að það hafi bara tekist ágætlega til,“ segir hún og viil ekki gera sérlega mikið úr ljóðagerðinni. Útvapið er henni kært Pétur Pétursson er ekki síður goðsögn í Rfkisútvarpinu en Jón Múli og Ragnheiður Ásta sjálf. Hún segir hann vera við góða heilsu eink- um í andanum. „Pabbi hefur afar gaman af að tala við fólk og er ákaf- lega félagslyndur. Hann talar mikið í síma en ég veit að hann saknar þess að hitta ekki jafn marga og hann helst vildi. Hann væri ánægðastur ef við værum öll inni á gafli hjá honum en hlutirnir eru ekki eins og þeir voru. Hann er alinn upp við að kyn- slóðirnar haldi saman en það er breytt frá því hann ólst upp,“ segir hún brosandi og segist oft hitta föð- ur sinn sem sé alltaf gaman að spjalla við. Útvarpið er Ragnheiði Ástu kært. Hún segist vinna með ákaflega skemmtilegu fólki sem hún hafi alltaf ánægju af að hitta. „Það er ótrúlega margt gott fólk sem valist hefur til útvarpsins og þar hef ég eignast marga góða kunningja og vini,“ segir hún og hugsar sig lengi um þá spurningu hvort hún sé ánægð með útvarpið. Hún lítur upp einbeitt á svip og segir að kannski sé ekki rétt að tala mikið um það. „Ég get þó sagt að ég kvíði mörgu en er vongóð með ýmislegt annað. Hvað sem því líður ætía ég aö vera þar eins lengi og mér er stætt á,“svarar hún hlæjandi, sátt við tæpu fimmtíu árin sem hún hefur átt þar. bergtjot@dv.is Fjallahjól verð frá kr. 23.655 stgr. GIANTÁIstell frá kr. 29.925 stgr. Lyftingabekkur og lóð. Bekkur með fótaaefingum og 50 kg lóðasetti. Tilboð kr. 19.855 stgr. Carving skíði og skíðafatnaður 30% stgr.afsláttur. Carving pakkar. Tilboð frá kr. 27.900 Fermingargjafir sem hitta í MARK Snjóbretti E» SCOTTUSA Brettaskór i Bindingar Gleraugu ZSVAVASrAXt Hanskar Snjóbrettafatnaður 30 % stgr. afsláttur. Brettapakkar frá kr. 29.900 stgr. Llnuskautar Verð frá kr. 10.355 stgr. Úrval af hlifum og hjálmum. Boxpúðar frá kr. 11.305 stgr. Boxdropar, Speedballs Hanskar. Bílliardborð Pool Snooker Stærðir 4, 5 og 6 fet.. Verð frá J kr. 15.105 stgr. Heilt golfsett m/poka frá kr. 23.655 stgr. Kerrur frá kr. 3.990 stgr. Mikið úrval af golfvörum. Alvöru fótboltaspil Vönduð stöðug borð, 2-8 geta leikið f einu. Verð frá kr. 11.210 stgr. AMRKIÐ Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta Verslið þar sem þjónustan er. ^ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Armúla 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.