Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 21
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 2 7 Hidalgo er nýjasta myndin af mörg- um þar sem arabar eru í hlutverki vonda gaursins. Arabar tóku við því hlutverki um miðjan 9. áratuginn þegar Rambó var búinn að gera útaf við alheimssósíalismann. Delta Force (1986) Chuck Norris drap kommúnista í hrönn- um í myndum eins og Missing in Action j Invasion USA. Hér fær hann gamla nasistabanann Lee Marvin með sér að kála Palestínumönnum, enda samskiptin við Rússa óðum að batna í kjölfar Glasnost. Gaf raunverulega til kynna stefnubreytingu hjá Bandaríkjunum. Top Gun (1986) Tom Cruise er á flugmóðurskipi í Persaflóa. Eftir að hafa klúðrað verkefni er hann sendur aftur í skóla að læra að fljúga. Hann sefur hjá kennaranum, og snýr afturog skýtur niður araba í hrönnum.Top Gun-skólinn í dag er skuggi af því sem hann var, enda gerir flugherinn ekki lengur ráð fyr- ir að berjast við óvini sem skjóta á móti. Death Before Pishonor (1987) Heimskur diplómati vill reyna að bæta samskipti við araba, og vill ekki brjóta lög landsins sem hann dvelur í. Þetta leiðir, eins og öll linkind, af sér árásir hryðjuverkamanna, en Fred Dryer (úr Hunter-þátt- unum) tekur til sinna ráða, brýtur allar reglur og drep- uraraba (hrönnum. Navy SEflts (1990) Selurinn ódauðlegi Michael Biehn og Charlie Sheen þurfa að ráðast djúpt inn í heimalönd múslima til að bjarga gísl- um. Þeir komast að því að óvinirnir hafa undir höndum hættuleg flugskeyti, sem þeir ákveða að finna og eyða. Gæti út- skýrt hvers vegna engin hafa fundist síðan. Patriot Games (1992) Jack Ryan er hér staddur f Bretlandi og þarf að kljást við IRA. Það kemur í Ijós að IRA-menn hafa tengsl við y araba, og ráðist er á æfing- arbúðir þeirra. Arabar ykoma einnig við sögu í Sum of All Fears, en var breytt í Evrópumenn til að forðast að móðga nokkurn. TrueLies (1994) Arnie þarf áð kljást við brjálaða araba með kjarnorkusprengjur, eiginkonu sína og hrapandi vinsældir eftirThe Last Action Hero. Hann vílar heldur ekki fyrir sér að láta opinbera starfsmenn sóa peningum skattborgaranna við að njósna um saklausan mann sem hann heldur að sé að sofa hjá eiginkonu sinni. Executive Deeision (1996) Arabískir hryðjuverkamenn ræna flug- vél fullri af farþegum, og ætla að fljúga með henni til Bandaríkjanna og henda eitri á alla austurströndina. Sérsveitar- mennirnir Kurt Russell og Steven Seagal eru sendir á svæðið til að bjarga far- þegunum, sem verður að teljast helduróraunsætt. f raun myndu þeir að sjálf- sögðu skjóta vélina niður. 61 Jane (1997) Það eru ekki bara karlmenn sem geta barið á aröbum, konur fá líka að vera með. Demi Moore skráir sig í Navy Seals, fyrsta konan í sérsveitinni, og sam- starfsmenn hennar hafa litla trú á henrii. En þó sameinast þau öll um áhugamál sitt að drepa araba. The Sieue (1998) Mynd sem vakti mjög hörð við- brögð meðal múslima, þó að gagnrýni hennar sé í raun á Bandaríkjastjórn. Hryðjuverkamenn ráðast á New York. Brjálaði herfor- inginn Bruce Willis notar tækifærið til að afnema mannréttindi og setja alla múslima í borginni í fanga- búðir. Saviour(1998) Fjölskylda Dennis Quaid er myrt af músltmskum öfgamönnum. Sem hefnd gengur Dennis inn í mosku og drepur alla þar, og fer svo til Bosníu og gengur í lið með Serbum til að geta drepið enn fleiri múslima. Hann snýr þó frá villu síns vegar og lærir að hætta að drepa múslima. Viggo Mortensen snýr aftur 1 myndinni Hidalgo, þar sem hann þarf að ferðast á hestbaki þvert yfir Sádi-Arabíu. Myndin er páskamynd Sambíóanna og Háskólabíós. A Viggo og Omar í eyðimörkinni Viggó og Ómar Kannski eru kúrekar og arbbar nýjastá' trendið i vidleitni Hollywood til að endurskrifa söguna? Af sýnishorninu að dæma er Hi- dalgo mynd mjög í anda Indiana Jones, enda gerði leikstjóri hennar áður þætti í seríunni um Indiana Jones hinn unga. Maður með hatt ferðast um Mið-Austurlönd og lend- ir í ævintýrum. En framleiðundur myndarinnar halda því hins vegar fram að hún sé byggð á sannri sögu. Frank Hopkins, sem var kúreki í sirkussýningu Buffalo Bill, segir frá því í ævisögu sinni að hann hafi árið 1890 ferðast til Sádi-Arabíu og tekið þátt í þúsund ára gamalli útreiðar- keppni yfir eyðimörkina. Sjónvarps- stöðin The History Channel kannaði málið, og fann engar heimildir fyrir því að keppnin hafi verið haldin, enda myndi hún enda í Rúmeníu ef þeir hefðu ferðast 3000 mílur eins og Hopkins hélt fram. Engu að síður er sagan góð, og var Viggo Mortensen, sjálfur Aragorn úr Hringadróttins- sögu, fenginn tU að leika Hopkins. Viggo hinn hálf danski, sem er orð- inn 46 ára gamall, lék í um 30 mynd- um áður en hann sló loksins ai- mennUega í gegn í Hringadróttins- sögu. Hidalgo er fyrsta myndin sem hann gerir eftir að þrUeikurinn kom út, og það er spuming hvort honum takist að stíga út úr skugga kóngsins og hvort honum takist enn að heUla kvenpeninginn stuttklipptur og rak- aður. En hann fær að minnsta kosti nóg að ríða. Ekki einungis eyddi hann góðum hluta Hringadróttins- myndanna. á hestbaki, heldur er hann einnig þekktur fyrir að koma hingað 111 lands og ríða í Laxnesi. Og í Hidalgo ríður hann sem aldrei fyrr. Hann hittir araba sem lítur út eins og Omar Sharif, en hann er leik- inn af Omar Sharif. Ómar hefur lítið sést upp á síðkastið og var af flestum talinn af. Hann er þekktastur utan briddsheimsins fyrir hlutverk sitt sem arabi á kameldýri í sádi-arab- ískri eyðimörk í Arabíu-Lárens, og er nú aftur kominn á gamalkunnar slóðir. Omar fer létt með að leika araba, enda sjálfur Egypti, en í kalda stríðinu var hann oft látinn leika Rússa og aðra kommúnista, svo sem í Doktor Sjívagó, Pétri mikla og jafn- vel Che Guevara í Che!. Slátrunin á frumbyggjum Amer- íku við Wounded Knee kemur oft fýrir í bíó þessa dagana. Tom Cruise þurfti að flýja tU Japan eftir að hafa tekið þátt í henni, og Viggó er nú kominn tU Sádi-Arabíu af sömu ástæðum. Þessa dagana flykkjast reyndar Bandaríkjamenn tU Mið- Austurlanda í hrönnum tU að slátra aröbum, og hafa sumir bent á að arabarnir í þessari mynd séu jafn stereótýpískir og indjánar í gömlu vestrunum, enda séu arabar þessa Hvaðan kemur Viggo Mortensen? Viggo Mortensen er flestum kunnugur í hlutverki Aragorns í Hringadróttins- sögu. Fæstir könnuðust við hann þegar hann birtist í fyrstu Hringadróttinsmynd- inni, en þá átti hann þegar um 30 myndir að baki. Pabbi hans, Viggó eldri, er danskur bóndi en hann kynntist mömmu hans sem er frá Noregi. Þau fluttu svo til New York þar sem Viggo yngri fæddist. Hann ólst þó ekki upp iBandarikjunum heldurArgent- inu, þar sem hann var sendur i mjög strangan einkaskóla. Þegar hann var ellefu ára skildu foreldrarnir og móðir hans flutt- ist til Bandaríkjanna með hann og bræður hans tvo. Giftist pönksöngkonu Viggo fór til New York, gerðist þjónn og fór i tíma í leiklist, og fékk fyrsta hlutverkið í myndinni Witness með Harrison Ford árið 1985. Tveimur árum síðar flutti hann til Los Angeles og lék i myndinni Salvation, og endaði með að giftast meðleikkonu sinni Exene Cervenka, sem var söngvari I pönkhljómsveitinni X. Þau voru gift 110 ár og eignuðust saman soninn Henry. Næstu árin lék Viggo smáhlutverk i myndum eins og Texas Chainsaw Massacre III og Young Guns II, en vakti fyrst talsverða athygii gagnrýnenda þegar Sean Penn fékk hann til að leika eitt aðathiutverkið i mynd sinni The indian Runner. Upp frá þvi leik hann auka- hlutverk i ýms- um stórmyndum, svo sem Cariito's Way, Crimson Tide og Psycho, og kom einnig fram á móti Demi Moore i GlJane. Vildi ekki leika Aragorn Áriðl999 fékk hann loks hringingu frá Peter Jackson, sem bauð honum hlutverk í Hringadróttinssögu. Viggo hafði lítinn áhuga á því þarsem það þýddi að hann myndi þurfa að vera viðskila við son sinn, en sonur hans er mikill aðdáandi bókanna og hvatti hann eindregið til að taka við hlut- verkinu. Svo fór, og Viggo varð i kjölfarið al- þjóðleg stjarna, en virðist ekki endilega vera sáttur við það hlutskipti. Hann kýs frekar að yrkja tjóð, spila djasstónlist (hann hefur gef- ið út þrjá diska) og fara i útreiðartúra, en hann keypti hestana sem hann var á i bæði Hringadróttinssögu og Hidalgo. Hidalgo er fyrsta myndin sem hann leikur i á eftir Hringadróttinssögu, en næstmun hann leika Alatristei samnefndri biómynd, sem fjallar um spænskan hermann á 16. öld. upp með það. Kannski eru kúrekar og arabar nýjasta trendið í viðleitni HoUywood tU að endurskrifa sög- una? dagana að ganga í gegnum sitt eigið Wounded Knee-tímabU. Segja þeir að ef myndin sýndi gyðinga í jafn slæmu ljósi myndi hún varla komast The Whole 10 Yards frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum Willis og Perry Strákamir úr Friends hafa aUir reynt fyrir sér í bíómyndum, en sjaldnast með góðum árangri. Myndin The Whole Nine Yards er sú fyrsta sem einhver af þeim leikur í sem hefur náð umtals- verðum vinsældum, en í henni lék Matthew Perry (Chandler í Friends) tannlækni sem komst að því að nágranni hans er leigumorðingi. Reyna þeir að drepa hvorn annan, og verða miklir mát- ar upp frá því. Félagamh* búa í Montreal í Kanada, og er þetta þriðja myndin á jafn mörg- um vikum sem er frumsýnd hér í bæ þar sem Montreal kemur við sögu, hvað sem það annars • • • segir manni. Leigumorðinginn geðþekki er leik- inn af Bruce WUlis, en í fyrri myndinni giftist hann Amöndu Peet, einkaritara Perrys, meðan Perry giftist Species-skrímslinu Natöshu Hen- stridge. f framhaldinu er Natöshu rænt af ung- versku mafíunni, og Perry þarf á aðstoð félaga síns að halda til að endurheimta hana. The Whole Ten Yard Matthew Perry og Bruce Willis snúa aftur þegar Perry leitar til leigumorðingjans til að endurheima konuna sina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.