Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 34
j4 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Sport DV Birmlngham-Man. Utd Steve Bruce myndi ekki leiðast að klekkja á gamla læriföðurnum. Man. Utd er aftur á móti komið á góða siglingu. Menn eru að koma inn úr meiðslum og Wes Brown hefur breyst úr keilu yfir í * varnarmann á ný sem eru ekki slæmar fréttir fyrir Fergie og Veit ekkert um Arsenal Jón Jósep Snæbjömsson, eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oftast kallaður, verður seint LIÐIÐ MITT 10 sakaður um að vera fótboltafíkill. Þótt hann hafi engan áhuga á ícnattspymu þá á hann sér samt uppáhaldslið í enska boltanum en hann veit samt ekkert hvort þeir em góðir eða lélegir. „Ég held með Arsenal þar sem hinir strákamir í hljómsveitinni halda með Iiverpool og Manchester United," sagði Jónsi hress og kátur eins og hans er von og vísa. „Ég spurði bara hver væri helsti andstæðingur þeirra. Þeir sögðu Arsenal og þá ákvað ég bara að halda með þeim. Þetta er ekki mjög flókið mál né djúsi saga." Veit ekkert um liðið „Ég játa það samt fúslega að ég veit ekkert um Arsenal. Ég heyri samt að -jbeir séu á toppnum þannig að ég læt eins og ég sé mjög ánægður með mína menn. Mínir menn em að sjálfsögðu bestir," sagði Jónsi og hló dátt en hann segir að það hafi verið nauðsynlegt að finna sér eitthvað lið að halda með til að vera ekki útskúfaður úr hljómsveitinni. „Ég og Hrafnkell gítarleikari áttuðum okkur ekki á því af hverju það var ekki hægt að æfa á sunnudögum en síðar kom í ljós að það var alltaf einhver fótbolti í gangi á sama tíma. Við urðum einfaldlega að vera með og þá kom ekkert annað til ■greina en að velja sér lið." Jónsi vakti athygli sparkspekinga fyrir nokkmm misserum síðan þegar hann fékk tólf rétta í getraunum án þes að vita nokkuð um liðin. „Ég var með 13 eftir 90 mínútur en þá kom mark í ein- hverjum leik sem skaut mér í 12. Fyrir vikið missti ég af 28 milljón- íim. Það var frekar svekkj- andi," sagði Jönsi. félaga. Slagur Robbie Savage og Roy Keane ætti þó að vera áhugaverður en Savage hefur alltaf verið skíthræddur við Keane. Lau. 10.04 stöð 2 kl. 14.00 Newcastle-Arsenal Það verður nóg af villimönnum og vitleysingum á vellinum hérna. Leikmenn Arsenal eru farnir að finna fyrir álaginu og ef þeir lenda í vandræðum með stólakastarann Bellamy og félaga þá gæti hæglega soðið upp úr á St. James's Park. Þetta er sex stiga leikur. Sun. 11.04 Sýn kl. 15.05 Blackburn-Leeds Hér má vart á milli sjá hvort liðið er lélegra og ömurlegra. Maður hélt að Leeds hefði náð botninum en þeir töpuðu þó ekki 4-0 fyrir Liverpool sem hefur verið þekkt fyrir allt annað en að skora mörk síðustu árin. Þar að auki er Blackburn auðvelt heim að sækja þannig að í fyrsta sinn í vetur er Leeds líklegra til að sigra. Bolton-Aston Villa Bolton er með allt niðrum sig þessa dagana en það bjargar geðheilsunni hjá Samma að Páskabjórinn frá Egils er kominn í ríkið. Spurning hvort hann útdeili nokkrum kvikindum í klefa fyrir leik því leikmenn Bolton versna vart miðað við síðustu leiki þótt þeir spili vel við skál. Charlton-Portsmouth Þegar leiðinleg miðlungslið mætast verður útkoman klárlega miðlungs- leikur. Þessi leikur verður ekki peninganna virði og má reikna með steindauðu 0-0 jafntefli. Chelsea-Middlesbrough Jimmy Floyd er með allt á hornum sér þessa dagana og vill burt firá félaginu. Það eru góðar fréttir fyrir Chelsea því hann leikur aldrei betur en þegar hann er fúll og reiður. Leicester-Fulham Steffen Freund er laus af gjörgæslu eftir banatilræðið sem Stóri Dunc veitti honum. Fagnar því með að hringja í viðhaldið frá Þýskalandi og bíður liðsfélögum í La Manga „reunion" partý. Man. City-Wolves Eitt af síðustu tækifærum Úlfanna tfi að bjarga sér frá falli. Því hljóta þeir að vera afar ánægðir með að mæta karakterlausu liði City. Þeir éta þá upp til agna í þessum leik. BOLTINN EFTIR VINNU Úrfötunum kallinn minn Oennis Wise vnr fljówr að frrðma theo Paphitis eftir leik Miíhvall og Smuierland til pess að niinna liann n að hann verBi að stando vid stórti orðin oij hlanpa nakinn inn götur London. Stjórnarformaður Millwall, Theo Paphitis, er ekki í góðum málum þessa dagana. Þegar Millwall komst í úrslit ensku bikarkeppninnar, og um leið í Evrópukeppni, tapaði hann veðmáli við framkvæmdastjóra félagsins, Dennis Wise. Gamli harðjaxlinn Wise hafði tekið loforð af stjórnarformanninum að ef hann kæmi liðinu í Evrópukeppni þá myndi hann hlaupa nakinn um götur Lundúna. Paphitis segist vera maður orða sinna og hann mun því fækka klæðum á næstunni og taka létt skokk á Adamsklæðunum á strætum Lundúnar. „Það er lítið annað að gera en að klára dæmið. Leikmennirnir ætla að leigja rútu og þeir vilja sjá mig hlaupa nakinn langa vegalengd. Þetta verður ekki falleg sjón og ég veit að mér verður stungið í steininn eflöggan sér þetta en það verður bara að hafa það." Dennis Wise greindi bresku pressunni frá þessu máli fyrir undanúrslitaleik Millwall og Sunderland sem fór fram síðasta sunnudag. „Þetta er mjög áhugavert mál því ég talaði við Theo eftir að við slógum Bumley úr keppninni. Þá sagði ég, hvað gerist ef við komumst í Evrópukeppnina?" sagði Wise. „Hann sagði bara: „Vertu ekki með þessa vitleysu." En mér var fúlasta alvara og spurði hann aftur að því hvað hann væri til í að gera ef við kæmumst í Evrópukeppnina. Þá grínaðist hann við mig og sagðist lofa því að fækka fötum og hlaupa nakin í London. Ég sagði bara ok, flott mál en get ég fengið þetta á pappír? Hann neitaði því en loforð er loforð." Stendur við stóru orðin Paphitis er harður á því að standa við stóru orðin en leikmenn félagsins eru reyndar tilbúnir að skipta við hann. Hann sleppur við að hlaupa ef þeir fá bónus fyrir að komast í Evrópukeppni. Það eru hlutir sem eru í samningum allra leikmanna í efstu deild en ekki hjá Millwall. „Verum heiðarlegir. Ef einhver leikmanna minna hefði viljað fá slíkt inn samninginn sinn þá hefðum við talið að hann væri ekki með öllum mjalla," sagði Paphitis sem ætlar að hlaupa frekar en að gefa leikmönnunum bónus. „Þar sem Dennis er búinn að greina heiminum frá þessu þá er lítið annað að gera en að klára dæmið. Ræður ekki við Ferrari ír' Það er óhætt að segja að það gangi ekkert upp hjá Michael Ricketts þessa dagana. Hann skorar ekkert og nú var hann nærri búinn að drepa sig er hann var að keyra Ferraríinn sinn í bleytu. Það er ekki langt síðan Ricketts þótti einn efnilegasti framherji Englands. Hann sló í gegn með Bolton og velgengninni fylgdi mikill hroki sem leiddi til þess að Bolton seldi hann til Middlesbrough á væna upphæð. Þar hefur hann verið nær meðvitundarlaus síðustu tvö árin. Ekkert skorað og kemst vart í lið ®ngur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var hann ekki fjarri því að láta lífið um síðustu helgi er hann klessti Ferraríinn sinn með miklum látum. Bíllinn ónýtur Það var mikil rigning daginn sem hann klessti bílinn en rigning er ekki í uppáhaldi hjá Ferrari-eigendum þar sem bíllinn er vart gerður fyrir rúnt á Laugaveginum. Fór nú líka svo að Ricketts missti stjórn á bílnum á þjóðveginum og klessti svo illa að hann er ónýtur. Blessunarlega slapp Ricketts vel úr slysinu og þurfti engrar aðstoðar við. Hann hristi af sér mesta skrekkinn síðan um kvöldið og var mættur galvaskur á æfingu daginn eftir. Á landsliðsæfingu Það er ekki langt síðan Ricketts var viðloðandi enska landsliðið. Það er liðin tið. Skrautlegur Cantona Það verður seint sagt um Eric Cantona að hann bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn- irnir. Kappinn hefur verið að semja ljóð og leika í kvikmyndum frá því hann lagði skóna á hilluna ásamt því sem hann hefur leikið strandbolta af miklum móð. Eins og sjá má á þessari mynd hefur kappinn breytt algjörlega um útlit. Er kominn með sítt hár og mikið, úfið skegg. í raun htur hann út eins og útigangsmaður þessa dagana. En eins og myndin sýnir eru enn töffar í tánum á kallinum en hann skorar hér mark gegn Ítalíu með bakfallsspyrnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.