Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Side 35
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 35 -----------------------------‘i f> ^ -0 í SJÓNVARPINU 12. -13. apríl Aston Villa-Chelsea Villa vill vera stórlið en er í það minnsta númeri of lítið fyrir Ranieri og félaga. Chelsea í formi og vinnur 0-3. Mán. 12.04 Sýn kl. 14.00 Fulham-Blackbum Úff, þetta er virkilega vondur leikur. Fulham ekki svipur hjá sjón síðan Saha hvarf af vettvangi og fæst orð bera minnsta ábyrgð þegar kemur að Blackburn. Fáir menn sem eru hæfir til að skora fyrir utan Jon Stead. Hann gerir gæfumuninn og reddar stigum fyrir Blackburn. Mán. i2.04SýnkU9.oo Man. Utd-Leicester Þynnka og skortur á mannskap hjá Leicester eftir La Manga „reunion" partyið. Leicester- strákamir hefna sín og kæra stelpurnar fyrir nauðgun að þessu sinni og selja News of the World söguna. Þri. 13.04Sýn kl. 19.00 Liverpool-Charlton Það er ýmist í ökkla eða eyra hjá Liverpool. Ef þeir vinna em þeir bestir, á réttri leið og allir höfðu rangt fyrir sér. Ef þeir tapa þá eru þeir óheppnir með meiðsli og dómarinn var lélegur. Þeir sem eru orðnir þreyttir á Houllier rétti upp hönd... Middlesb.-Southampton Bæði þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa innan sinna raða stórstjörnur sem hafa valdið miklum vonbrigðum í vetur. Það verður framhald á þeim vonbrigðum í þessum leik. Portsmouth-Birmingham Óskiljanlegt að þetta sé ekki sjónvarpsleikur. Tvö stórlið með endalaust af frábæmm leikmönnum sem gaman er að horfa á. Að ég minnist nú ekki á þann leiftrandi sóknarbolta sem þau spila. Getur aldrei orðið annað en í það minnsta tíu marka leikur. Wolves-Bolton Farið að sjá á páskabjórsbirgðunum hjá Samma og hann viðskotaillur fyrir vikið. Finnur upp nýjan drykk í kjölfarið - páskakoníak - og tekur gleði sína á ný. BOLTINN EFTIRVINNU Wise bíður spenntur Dennis Wise bíður spenntur eftir hlaupinu og það hefur hreinlega verið erfitt að sjá hvort gladdi hann meira - að komast í úrslit bikarsins eða vinna veðmálið við Paphitis. „Það er alveg rétt hjá ykkur að ég get ekki beðið. Ég minni líka góðfúslega á að það er ekkert sérstaklega stórt undir honum. Hann hefur ekki enn þá gefið upp hvar hann ætlar að hlaupa en við sjáum til,“ sagði Wise sem er enn að spila og hefur farið mfidnn með lærisveinum sínum í vetur. Hann mun mæta sjálfum Sir Alex Ferguson í úrslitaleiknum en mikill munur er á reynslu þessara stjóra. „Hugsunin um að mæta einhverjum besta framkvæmdastjóra allra tíma er frábær og ég er þegar farinn að telja niður dagana að leiknum." Eins og Paphitis sagði sjálfur þá verður þetta ekki falleg sjón og spurning hversu margir hafa áhuga á að sjá miðaldra mann hlaupa nakinn í stórborg. Leikmennirnir ætla að leigja rútu og þeir sætta sig ekki við stuttan sprett í kringum húsið. Þeir vilja sjá mig hlaupa nakinn langa vegalengd," sagði Paphitis sem lætur það ekki hafa áhrif á sig að hann gæti verið handtekinn fyrir athæfið. „Þetta verður ekki falleg sjón og ég veit að mér verður stungið í steininn ef löggan sér þetta en það verður bara að hafa það.“ Rasistar hjá Hinn ótrúlegi árangur Millwall í ensku bikarkeppninni hefur vakið mikla athygli en það er ekki allt sem sýnist hjá þessu félagi. Það er mjög umdeilt þar sem stór hópur stuðningsmanna félagsins eru úthrópaðir kynþáttahatarar og stjómarformaðurinn, Theo Paphitis, er ásakaður um að gera ekkert í málinu. Framkvæmdastjóri Burnley, Stan Tement, varð brjálaður á dögunum þegar þeldökkur leikmaður hans fékk að kenna á hatri stuðningsmanna Millwall. „Hann fékk ljótar sneiðar úr stúkunni og því er ekki hægt að neita. Ég veit að Millwall er að gera lítið úr Millwall máhnu en ef Paphiús vill grafa hausinn í sandinum þá er það hans mál. Mér líkar vel við Theo en svona á ekki að gerast á knattspymu- leikvöngum í dag,“ sagði Tement. Hnefaleikafrömuðurinn Frank Maloney er harður stuðningsmaður Millwall og hann segir allt tal um rasisma hjá félaginu vera tómt bull. „Það er alltaf verið að tala um að hér séu tómir rasistar. Það er bara ekki satt og ég er orðinn hundleiður á að hlusta á þetta," sagði Maloney. Það er ekki rétt ef eitthvað er að marka Michael Johnson, dökkan vamarmann Derby. „Það hefur aldrei verið auðvelt að vera svartur leikmaður gegn Millwall. Astandið hefur bamað en er samt slæmt.“ Skapbeitur markaskorari Craig Bellaniy er duglegur að koma sér i vandræði utan vallar og sakaskráin lengist með degi hverjum. Svakaleg sakaskrá Framherji Newcastle, Craig Bellamy, er enginn engill. Það er þekkt staðreynd. Þessi magnaði framherji er ákaflega skapheitur og það er þetta mikla skap sem er sífellt að koma honum í vandræði. Hann hefur verið ákaflega iðinn við kolann síðan f nóvember 2001 og sakaskráin er þétt allar götur sfðan. Craig var í uppreisnarhug í nóvember 2001. Þá neitaði hann að mæta í matarboð með Newcastle-liðinu til heiðurs stjórnarformanni félagsins er þeir voru í æfingabúðum á Spáni. Hann var í kjölfarið rekinn heim. Mánuði síðar nældi hann sér í rautt spjald fyrir að gefa Ashley Cole, vamar- manni Arsenal, vænt olnbogaskot. Réðst á stúlku Craig byrjaði árið 2002 með látum og í febrúar fékk hann aðvörun frá lögreglunni eftir að hann hafði lamið tvítuga stúlku á djamminu. Hann hélt sig á mottunni næstu mánuði en í september sprakk hann í leik gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni. Þá skallaði hann ehm leikmann Dynamo. Uppskeran þriggja leikja bann og sektaður um tveggja vikna laun. Desember sama ár mætti Newcastle Inter í meistara- deildinni. Bellamy vár nýkominn úr þriggja leikja banninu en nældi sér í nýtt þriggja leikja bann með því að sparka í Marco Materazzi. í apríl 2003 var hann ákærður fýrir ósæmilega hegðun eftir leik í ensku deildinni. Uppskeran þar var eins leiks bann og 5000 punda sekt. Lamdi aðdáendur í október í fýrra var hann sektaður fyrir dómi í Cardiff fýrir að vera með dólgslæú fyrir utan skemmústað. Nú og svo í síðasta mánuði slóst hann við aðstoðarþjálfara Newcastle á meðan þeir biðu eftir því að fljúga til Mallorca. Vikuna á undan hafði hann lent í rifrildum og slagsmálum við aðdáendur sína. Allt byrjaði það rólega með því að Bellamy var að gefa eigin- handaráritanir en hann missú einhverra hluta vegna stjórn á skapi sínu fljótlega. Fór að rífast við aðdáendurna og endaði með því að slást við þá. Þurfti að kalla tfi lögreglu í því tilviki. Er nema von að menn bíði spennúr efúr næsta útspili. Stjóri rasistafélags? Vandræðin hafa löngum elt Dennis Wise, stjóra Millwall. Félag hans er afar umdeilt á Englandi enda margir stuðningsmanna félagsins vafasamir einstaklingar. Leeds-Everton Stóri Dunc neyðist til að fýlgjast með0 úr stúkunni þar sem hann er í leikbanni eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til þess að myrða Steffen Freund. Hittir hinn „siðprúða" Jody Morris á leikmannabarnum í hálfleik og með þeim tekst mikill og góður vinskapur enda eiga þeir félagar margt sameiginlegt. Mála síðan bæinn rauðan og enda í rauða hverfinu þar sem þeir skrá sig í fjörlegan S&M- klúbb. Átta sig um leið að þeir hafa fundið sína köllun og spila aldrei knattspyrnu á nýjan leik. o £ REMBINGURINN Baráttan um enska meistara- titilinn er engan veginn búin. Arsenal er brothætt, eins og þeir hafa sýnt áður, á meðan Chelsea er sjóðheitt. Menn spyrja sig að því þessa dagana hvort Chelsea muni ná Arsenal og stela titlinum. Ekki eru « allir á einu máli í þeirri umræðu og við fengum tvo KR-inga til þess að segja sína skoðun á málinu. Arsenal klárar dæmið „Þeir klára þetta dæmi en þó með naumindum," sagði dáðasti íþróttafréttamaður landsins, Bjarni Felixson, en hann er jafnframt harður stuðningsmaður Arsenal. „Tapið gegn United í bikarnum á eftir að hafa áhrif á þá en ég held að þeir taki þetta samt. Þetta verður mjög tæpt og Chelsea á efúr að komast ansi nálægt þeim. Ég held , v samt að Arsenal hafi þann andlega styrk sem til þarf að klára þetta. Það er líka mikil breidd hjá Uðinu. Það er alveg hægt að vinna upp þetta forskot en ég trúi því bara ekki að Arsenal fari alveg yfir um og tapi þessu. Ég bara neita að trúa því,“ sagði Bjarni Felixson sem er alls óhræddur við Chel- sea. Vonandi hikstar Arsenal „Það er vissulega möguleiki á því að Chelsea taki titilinn en ég held samt að það sé meiri óskhyggja en hitt hjá mér,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari íslandsmeistara KR. „Það yrði að sjálfsögðu hið besta mál ef Arsenal fer eitthvað að hiksta og Chelsea myndi nota tækifærið og laumast fram fýrir þá,“ sagði Willum og bætú við að Chelsea væri heitasta Uðið í deildinni þessa stundina. Hann telur að allt fjaðrafokið í kringum Claudio Ranieri, þjálfara Chelsea, hafi hjálpað liðinu. Ánægður með Ranieri „Það hefur haldið þeim við efnið og þjappað þeim saman ef eitthvað er. Ranieri má eiga það að hann hefur byggt upp mjög sterka vörn ogy hún er að fleyta liðinu mjög langt eins og sést á þessum 1-0 leikjum sem þeir eru að taka. Ég er að vona að Arsenal hiksti eins og vissulega er mögulegt en mig grunar samt að þeir séu bara of sterkir til þess að klúðra þessu forskoti niður. Enþetta verður hörkubarátta og vonandi verður spenna í enda tímabUsins," sagði WiUum Þór Þórsson, þjálfari KR. rjíf |mÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.