Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7.APRÍL 2004 Sport DV Corey og Arnarí eins leiks bann v Aganefnd KKf dæmdi í gær Snæfellinginn Corey Dickerson og Keflvíkinginn Arnar Frey Jónsson í eins leiks bann. Dickerson fær bannið fyrir brottvísun í öðrum leik liðanna en Arnar fær bann vegna atvika sem áttu sér stað í sama leik en Snæfell lagði fram myndband þar sem Arnar sést ítrekað sýna af sér óíþróttamannslega framkomu. Þeir taka báðir út bannið í fjórða leiknum sem fer fram á laugardag. . Sigurhjá UConn Connecticut-háskóli bar sigur úr býtum í háskólakörfuboltanum í ár. Þeir lögðu Georgia Tech í úrslitum, 82-73. Þeir mættu Duke í undanúrslitunum og unnu þar 79-78. Emeka Okafor hjá UConn var valinn besti leikmaður úrslitanna en almennt er talið að hann verði valinn fyrstur í nýliða- valinu í sumar. Eiginkona Dalys játar peningaþvott Eiginkona golfarans John Daly og foreldrar hennar játuðu um helgina að hafa staðið í peninga- þvætti. Sherrie Miller Daly giftist John árið 2001 en það sem John vissi ekki var að hún rak á þeim tíma ólöglegt spilavíti og seldi eiturlyf. Faðir Sherrie á yfir höfði sér tveggja ára fang- elsisdóm en mæðgurnar ' verða í stofufangelsi í hálft ár og svo á skilorði í fimm ár. Daly tekur þátt á Masters-mótinu um páskana. Hann vildi ekkert tjá sig um málið við ijölmiðla. Keflvíkingar geta tryggt sér íslandsmeistaratitil karla í sjöunda sinn frá upphafi með sigri í Qórða úrslitaleiknum gegn Snæfelli í Keflavík á laugardaginn. Keflavík hefur unnið 31 heimaleik í röð gegn íslenskum liðum og hefur leikið 53 leiki á þeim 185 dögum sem eru liðnir af tímabilinu. 54. leikurinn Enginn sér hreytumerkii Kellavík Eftir þriðja leik Snæfells og Keflavíkur um fslandsmeistaratitil karla í körfubolta sem Keflavik vann sannfærandi, 65-79, í fyrrakvöld vom margir að tala um að lykilmenn Snæfells væm farnir að þreytast. En hvað þá með Keflvíkinga sem vom að spila sinn sjötta leik í úrslitakeppni á aðeins tíu dögum og 53. leik sinn á tímabilinu. Það vom engin þreytumerki að sjá á sigurvissu Keflavíkurliði sem hefur farið ótroðnar slóðir í vetur, tekið þátt í evrópukeppni og komist í úrslitaleiki allra móta á vegum KKf. Keflavík er komið með undirtökiuí einvíginu gegn Snæfelli eftir tvo sigra í röð sem jafnframt eru tveir fyrstu tapleikir Snæfells í úrslitakeppninni. Snæfellingar hafa sýnt mörg veikleikamerki í undanförnum tveimur leikjum og það lítur út fyrir að Júnn ótrúlegi viji leikmanna sé ekki lengur eins mikill og menn líklega orðnir saddir eftir ævintýrið mikla í vetur. Keflavík hefur hrist af sér ofur- álag og í stað þess að sýna þreytumerki hefur liðið spilað betur með hverjum leiknum. Liðið hefur frábæra breidd og það er hún sem hefur fleytt Keflavíkurliðinu í gegnum þetta ótrúlega tímabil sem hefur innihaldið 53 leiki á aðeins 185 dögum eða leik á þriggja og hálfs dags fresti stanslaust í sjö mánuði. Þríryfir 1000 mínútur Það hefur verið tekin tölfræði í 52 af 53 leikjum Keflavíkur í vetur og þar má sjá að þrír leikmenn liðsins hafa þegar náð að leika í yfir 1000 mínútur og tveir aðrir eru við það að bætast í hópinn. Derrick Allen hefur leikið mest, í 33,2 mínútur að meðaltali í öllum 42 leikjunum, alls í 1727 mínútur. Nick Bradford kemur þar skammt á eftir með 1699 mínútur og fyrirliðinn Gunnar Einarsson er þriðji með 1070 mínútur. Þeir Magnús Þór Gunnarsson (976) og Sverrir Þór Sverrisson (922) koma síðan þar rétt á eftir. Bæði Allen og Bradford hafa skorað yfir 1000 stig með Keflavík í vetur og hafa reynst liðinu einstaklega vel enda er Keflavík eina liðið í deildinni sem er enn með sömu erlendu leikmenn og þegar tfinabilið hófst í haust. til þessa og þar má sjá hversu þétt Keflvfldngar hafa spilað sína leiki. Keflavík hefur mest fengið þriggja daga hvfld en þeir hafa spilað sína ellefu leiki á 26 dögum. Snæfell hefur leikið fimm leikjum færra og þeir fengu fimm daga hvfld fyrir undanúrslitin og sex daga hvfld fýrir úrslitaleikina gegn Keflavík. Eftir langt og strangt tímabil gæti verið aðeins einn leikur eftir. Hann er nánast unninn fyrirfram ef litið er á stórbrotið sigurhlutfall Keflavíkur- liðsins á Sunnubrautinni þar sem 22 af 23 leikjum vetrarins hafa unnist með evrópukeppninni meðtalinni. Róðurinn verður því þungur fýrir Snæfellsliðið, sem hefur oft og mörgum sinnum komið til baka í leikjum en á enn eftir að sýna fram á í vetur að liðið geti komið til baka eftir tvo tapleiki í röð. ooj@dv.is 1 líl 111 lii 4 I I 18 '5 Mest þriggja daga hvíld Hér til hægri má sjá yfirlit yfir leikdaga liðanna í úrslitakeppninni 6 13 14 15 16 17 19 20 21 22 23 24 26 27 28 29 30 ------ LEIKDAGAR KEFLAVÍKUR ------ LEIKDAGAR SNAEFELLS LEIKIR KEFLAVÍKUR Keflavík leikur á laugardaginn sinn 54. leik á keppnistímabilinu þegar liðið tekur á móti Snæfelli í fjórða leik liðanna um Islandsmeistara- titilinn. Keflavík hefur komist í úrslit allra keppna og einnig tekið þátt (evrópukeppni. Leikir Keflavíkur í vetur: Deildin Leikir 22 Sigrar-töp 15-7 Sigurhlutfall 68% Orslitakeppnln Leikir 11 Sigrar-töp 7-4 Sigurhlutfall 64% Bikarkeppnin Leikir 5 Sigrar-töp 5-0. Sigurhlutfall 100% Fyrirtækjabikar Leikir 6 Sigrar-töp 5-1 Sigurhlutfall 83% Meistarakeppni Leikir . 1 Sigrar-töp 1-0 Sigurhlutfall 100% Evrópukeppni Leikir 8 Sigrar-töp 3-5 j Sigurhlutfall 38% Samantekt Heimaleikir Leikir 23 Sigrar-töp 22-1 ■ Sigurhlutfall 96% 1 Utileikir og leikir á hlutlausum stað j Leikir 30 [, Sigrar-töp 14-16 f Sigurhlutfall 47% I Samtals Leikir 53 Sigrar-töp 36-17 Sigurhlutfall 68% Bestur þegar mest á reynir Nick Bradford hefur átt misjafna leiki fyrir Keflavík í vetur en alltafspilað vel þegar mest á reynir. Bradford hefur spilað alla 53 leiki Keflavíkur til þessa en í þeim 52 sem hefur verið tekin tölfræði hefur hann skorað 1082stigá 1699 mínútum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.