Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 2004 45 Aðaláhugamál mitt er tónlist og ég hlusta mest á þjóðlagatónlist. Þetta er mjög sérhæfð tónlist og það eru í sjálfu sér ekki margir í Rússlandi sem þekkja til hennar, al- veg eins og í rauninni kunna ekkert allir rímur hérlendis. Hér á íslandi hef ég hitt fólk sem er kunnugt rímnakveðskapnum og það er svo sérstakt að íslenskum rímum svipar mjög til sönglaga sem sungin voru í Norður-Rússlandi eða á Arkangelsk-svæðinu í gamla daga. Ef ég hefði meiri tíma færi ég að rannsaka þetta. Kannski geri ég það einhvern ú'ma en í bili er alltof mik- ið að gera. Ég starfa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og er kominn í sérnám í lyflækningum. Það tekur sinn tíma en ég spila samt mikið á hljóðfæri engu að síður. Balalæka er meðal minna hljóðfæra en svo hef ég einnig sérhæft mig í að leika á hefðbundinn trompet og hljóðfæri sem heitir Zhaleika. Zhaleika er blásturshljóðfæri sem er skylt sekkjapípu en það er kraftur kinnanpa sem er notaður í stað belgsins hjá Skotum. Ég er alinn upp við það að hlusta á tónlist. Faðir minn spilar á flðlu og þó hann hafl aldrei lært það í neinum skóla, spilar hann al- veg frábærlega vel. Meðan hann var í heimsókn hér kenndi hann mér svolítið á fiðluna. Það var í fyrsta sinn sem ég tókst á við hana eitthvað að ráði. Ég er mjög ánægður hér á ís- landi. Fjölskylda mín - það er móð- ir mín og faðir og bróðir minn - sakna mín mjög mikið og þegar pabbi kom í heimsókn í fyrra varð hann svo yfir sig hrifinn af landinu og fegurð þess að hann tók heilar 50 filmur á myndavélina sína. Núna er ég nýkominn til baka til Reykjavíkur eftir að hafa verið að leysa af á heilsugæslustöðinni á Eg- ilsstöðum. Þar var mjög skemmti- legt. Það er ótrúlegt hvað það er auðvelt að kynnast fólki þar. Á Egilsstöðum var líka áberandi hversu margir virðast haldnir brennandi tónlistaráhuga. Þar hitti ég t.d. eldhugann Charles sem sett hefúr upp marga söngleiki. Það sem var sérstaklega gott fyrir mig var að hann hefur svo I£k áhugamál og ég. Landnámsmenn Elísabet Brekkan Við áttum saman margar góðar stundir þar sem við spiluðum og sungum hvor fyrir annan. Mér finnst fólkið opnara þar en hér fyrir sunnan. Ég gæti svo vel hugsað mér að fara aftur á Egilsstaði. Sem betur fer fékk ég tækifæri til þess að ferð- ast um Austurland, en þar er mjög fallegt og mig langar svo mikið til þess að sjá skóginn í sumarskrúða og býst við að skella mér þangað með hækkandi sól. Mér finnst mjög gott að vera hér og íslendingar vera opnir og vin- gjarnlegir almennt. Ætli ég verði ekki áfram á íslandi í framú'ðinni. Ég gæti best trúað því. Auðvitað sakna ég Rússlands en hugsa að héðan af fari ég bara í heimsókn til Rússlands en búi hér. Konstmtín Sjerbak Hann kom hingað til lands sem skiptinemi í læknisfræði árið 2000. Hann var þá að ljúka læknanámi sínu við Moskvuháskóla og útskrifaðist þaðan 2001. Meðfram læknisfræðinni var hann í tónlist- amámi, fyrst í jazz-tónlistarskóla í tvö ár og síðan fór hann í þriggja ára nám í tónlistarháskóla þar sem hann sérhæfði sig í þjóðlagatón- list. Þar var hann í kór sem söng forna tónlist og hefur sá kór gefið út hljómdisk. Konstantín kynntist konu á íslandi og þau rugluðu saman reyt- um sínum og bjuggu sér heimili hér á landi. Hún leggur stund á lyfjafræðirannsóknir og saman grilla þau grænmeú og góðan mat hvernig sem viðrar. Það virðist alltaf vera sólskin hjá Konstantín. Konstanún hefur verið boðið að leika á mjög frægri breskri þjóð- lagaháú'ð, Glastenbury Festival of Modern Performing Arts, en þar mun hann leika á balalækuog fleiri rússnesk þjóðleg hljóðfæri. Hann vakti mikla athygli vegfarenda á Menningamótt 2003 þar sem hann stóð f Bankastræúnu og lék á hljóðfærin sín. Á meðfylgjandi mynd stendur hann í sólarlaginu í Skerjafirði og leikur á gamla þjóðlega hljóðfærið Zahleika. Ég er mjög ánægður hér á ístandi. Fjölskytda min - það er móðir min og faðir og bróðir minn - sakna min mjög mikið og þegarpabbi kom i heimsókn í fyrra varð hann svo yfírsig hrifínn afiandinu og fegurð þess að hann tók heilar 50 fílmur á myndavélina sína. Nakinn kokkur . eldar a se liminn Jamie Oliver, oft kallaður kokkur án klæða, brenndi á sér liminn þegar hann var nakinn að elda fyrir kon- una sína á Valenú'nusar- daginn. Jamie klæddi sig úr fötunum og læddist fram í eldhús til að koma konunni sinni Jools á óvart. Það fór þó ekki betur en svo að hann fór of nærri ofninum með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég var nakinn að elda fyrir konuna þegar þetta gerðist. Ég var að elda fyrir hana dýrindis kjöt- máltíð en fór of nærri ofninum. Þetta skemmdi algerlega fýrir mér daginn og reyndar nóttina líka,“ sagði Jamie Oliver í viðtali fyrir skömmu. „Ég fór þess vegna bara með hana nokkrum dögum síðar úl Parísar til þess að bæta upp fyrir þetta," sagði Jamie. Stjörnuspá Magnús Þór Jónsson, Megas, er 59 ára í dag. „Hann er reiðubúinn að veita eigin tilfinningum sama frelsi og sjál- stæði og hann sjálfur þráir en P . ^ hugrekki mannsins er áber- andi hérna. Hann lætur aðra ekki hafa áhrif á gjörðir sínar á t neinn hátt því , óttinn hefur | ekki vald yfir 1 honum," segir í j stjörnuspá hans. Megas VV Mnsbemn (20. jan.-l8.febr.) x\ ---------------------------------- Þú sjálf/ur veist sannarlega best hvernig á að bæta úr hverri þörf sjálfsins. Leitaðu eftir vellíðan innra með þér til að byrja með áður en þú leitar að hamingju í formi fjármuna. Vertu þú sjálf/ur hvað sem aðrir aðhaf- ast eða segja. M F\shíM (19. febr.-20.mars) Aldrei máttu gleyma að rækta huga þinn og sálu, hafðu það hugfast dagana framundan. CV5 Hrúturinn (2lmrs-19.apríl) * Stundum gleymir þú að horfa inn á við og þegar mikið liggur við eins og um þessar mundir. Þú ættir ekki að hika við að vera spurul/l þegar þú leitar svara. Hugaðu vel að óskahlutverki þinu ílífinu þessa dagana. b Nautið (20. april-20. mai) n Þú ættir með engu móti að ýta ástvini burt ef þú ert ekki í góðu jafnvægi þessa dagana. Leyfðu viðkomandi að hlúa að þér og dragðu andann djúpt með já- kvæðum huga. Hér er sönn vinátta á ferð- inni þegar stjarna nautsins birtist. Tvíburarnirr?;. mai-2l.jáni) Þú birtist jákvæð/ur þegar kemur að stjórnunarstöðu og mannleg- um samskiptum í apríl mánuði og ættir að nýta þér aðstöðu þína enn frekar til aðstoðar við þá sem minna mega sín. ^7% K(dibbm(22.júni-22.júll) -- Hvorki einblína á árangur verka þinna né láta tilfinningar þinar standa i veginum þessa dagana heldur hugaðu vel að því að berjast fyrir afrek- inu sem er um það bil að verða að veru- leika þér og aðstandendum þínum til mikillaránægju. Ljónið (23.júli- 22. ágúst) Hér kemur fram að hæfileiki þinn til að anda hægt og djúpt er til staðar en hér kemur að sama skapi aug- Ijóslega í Ijós að þú átt það til að gleyma að nýta þér hann. Meyja n (23. ágúst-22. septj c- Fólk fætt undir stjörnu meyju birtist um þessar mundir rausnarlegt við fólkið sem það elskar og deilir auði sem er jafn stór og allar auðlindir heimsins með náunganum. Góðverk þín koma til þín margföld innan tíðar. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) ““““ Hættu að vera móðgunar- gjarn/gjörn og efldu með þér léttlyndi. Ekki réttlæta langanir þínarfyrir sjálfinu heldur fullvissaðu sjálfið að þrár þínar komi til með að rætast í fyllingu tímans. "l Sporðdrekinn (24.„ia.-nnóv.) Þegar þú hefur gert þér full- komlega grein fyrir því hvað þú hefur valið í þessu lífi og nærð að sætta þig við núverandi aðstæður fullkomlega, munu hlutirnir ganga upp hjá þér, vittu til. Þú þráir hvíld um þessar mundir og skipulag þegar óklárað verkefni er ann- ars vegar. Ávextir verka þinna eru mun meiri en þig grunar. Bogmaðurinnp2m)i'.-/;.d«j Opnaðu hjarta þitt upp á gátt ef þú finnur fyrir einhverskonar vanlíð- an þegar ástin er annars vegar kæri bogmaður og gleymdu ekki að þér hef- ur verið gefin góð vöggugjöf sem felst í því að vera fær um að þiggja gjafir ást- arinnar. Steingeitin (22.des.-19.janj Hugur þinn, líkami og andi ættu að vinna mun betur saman hérna og þú veist það svo sannarlega sjálf/ur. Ef þú hefur tileinkað þér að umla skaltu öskra af alefli sem fyrst og sjá, þér opn- ast nýr heimur sem uppfyllir dagdrauma þína. SPAMAÐUR.IS <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.