Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 46
m46 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004
Síðast en ekki síst DV
,' t • ZrJ
i ' VJ v-" %>S>. ‘ **V ■
"
Rétta myndin
Reykjavík sfðdegis.
íslandsmót í jalapenjóáti
Ha?
„Það sýnir karlmennsku að borða
jalapenjó," segir Kristinn Gísli Guð-
mundsson sem keppir í dag í úr- slit-
um íslandsmeistaramóts-
ins í jalapenjóáti. Mótið er
haldið á veitingastaðnum Uno í dag
kl. 15 og hafa keppendur fimm mín-
útur til að sporðrenna einu kílói af
jalapenjó. Um 600 manns skráðu sig
upprunlega til leiks en nú hefur
kvarnast úr hópnum og em aðeins
fjórir eftir í úrslitum.
„Mitt markmið er bara að éta og
hafa gaman af lífinu," segir Kristinn.
„Jalapenjó er lika fínn matur; styrkir
magann og kemur jafiivægi á maga-
sýrurnar." Kristinn segist vera að
renna blint í sjóinn; hann hafi ekki
hugmynd um mótherja sína en ætíi
að gera sitt besta.
Valgeir Magnússon, skipuleggj-
andi mótsins, segir keppnina hafa
staðið yfir í einar fjórar vikur og ým-
islegt hafi gengið á en til mikils er
að vinna fýrir Islandsmeist-
arann í jalapenjóáti. Veit-
ingastaðurinn Uno
heldur keppnina og
verðlaunin eru 100.000
krónu inneign á staðnum.
Úrslitin hefjast klukkan þrjú í
dag og verða brot úr keppninni sýnd
í 70 mínútum
Popptíví í kvöld.
Kristinn Gísli Guð-
mundsson Ber
græna pipamum
góða söguna.
• Eitthvað virðist það vefjast fyrir
símafyrirtækjunum hver borgar
brúsann þegar beðið er á línunni
eftir að ná sam-
bandi við fyrirtæki.
Biðin getur oft
orðið löng og neyt-
andi sem sneri sér
til Símans fékk
ekki fullnægjandi
skýringar á því
hvernig gjaldtöku
rværi háttað við þessar aðstæður. Og
hjá Og Vodafone vom svörin álíka.
Víst má þó telja að sá borgi sem
bíður. Málið er í rannsókn...
Síðast en ekki síst
• Á árshátíð Lögfræðingafélagsins
sem haldin var á Hótel Sögu fyrir
skemmstu gerðist
sá fáheyrði atburð-
ur aðÁmiVil-
hjálmsson lög-
fræðingur sté á
svið og settist við
trommurnar hjá
Stuðmönnum sem
•iSéku fyrir dansi.
Árni er gamall trommari og lék með
Stuðmönnum í nokkur skipti í
frumbernsku sveitarinnar. TókÁrni
lögfræðingur þrjú lög með sínum
gömlu félögum og fipaðist lítið...
-,J“ ;
Frábært uppátæki hjá Bergvini
Oddssyni að ætla að slá heimsmetið
I kollhnísum I Smáralind á skírdag þó
blindur sé. Á Bergvin sannast að eng-
in ástæöa er til að leggja árar í bát
þó sjón bresti og flest verði öðruvísi
en áður. Bergvin verður í Vetrargarð-
inum I Smáralind í dag klukkan
73:30 og ætlar að velta sér íkollhnís
fram eftir degi. Bergvin hefur verið
blindur I þrjú ár eftir að hann fékk
herpes-vírus I augun.
buningsherbergi
Heimtar teppalagt
Þess er krafist að í búningsher-
berginu verði fullkomin ró og friður,
hvít blóm, teppalagt með hvítu og
hvítur sófi.
Senn líður að því að fiamenco-
dansarinn og stórstjarnan Joaquín
Cortés komi til landsins en hann
mun vera með stórsýningu í Laugar-
dalshöU seinna í þessum mánuði. Til
marks um vinsældir hans þá er hann
frægari en sjálfur Beckham á Spáni.
35 manna hópur fýlgir honum til
landsins en Cortés tekur með sér
ýmsa félaga sína með það fyrir aug-
um að skoða land og þjóð. Cortés er
frægur kvennaljómi og hefur hann
átt í ástarsamböndum við súper-
módelið Naomi Campell og söng-
konurnar Madonnu og J-Lo. Cortés
þykir enda með þeim flottari og
hannar Georgio Armani öll föt á
hann. Cortés mun hafa heyrt um ís-
land frá Victoríu Abril leikkonu sem
lofaði landið í hástert. Var það ekki
síst þess vegna sem hann tók tilboði
um að koma hingað og dansa.
Spánverjarnir, sem eru í samstarfi
við Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson
sem sjá um komu Cortésar, eru nú á
nálum vegna hryðjuverkaárásanna í
Madríd en Cortes er einmitt frá
Madríd. Hafa þeir krafist aukinnar
öryggisgæslu langt umfram það sem
tíðkast hefur hér á landi þrátt fyrir að
ísland teljist tiltölulega ömggur stað-
ur. Þá hafa verið lagðar fram kröfur
um hvað þurfi að vera til staðar í
búningsherbergi þessarar stjörnu í
Laugardalshöllinni. Má sjá í með-
fylgjandi töflu hvað það er sem
Cortés vill hafa þar áður en hann
stígur sinn tryllta dans. Ekki er hægt
að segja þetta mikinn rokk og ról
ryder. jakob@dv.is
Búningsherbergi - almenn
Eingöngu til nota fyrir listamennina og
þeirra föruneyti. Ræsting skal hafa farið
fram I búningsherbergi, á því svæði sem
sviðið er og á sviðinu fyrir sýningu.
I öllum búningsherbergjum skal vera:
Einn spegill i likamsstærð
Fullkomið rafkerFi með innstungum I lagi
Salerni og vaskur með heitu og köldu vatni
Úrval afsápum, sjampói og klósettpappir
Snagar til að hengja upp föt
Borð og stólar
Búningsherbergi skulu vera teppalögð
Joaquín Vortés Heimtar óliklegustu hluti í búningsherbergi sitt á Islandi.
Joaquín Cortés - Star dressing room
Veitingaborð
Hægindastólar fyrir fjóra
Tvær ruslafötur úr plasti
Tveir fatapóstar
Lítill mínibarmeð fjórum lítrum afAquari-
us/Gatorade eða Isostar orkudrykkjum og
fjórir litrarafEvian ölkelduvatni.
Til reiðu skal vera stórt og vel lýst og notalegt
herbergi fyrirjoaquin og hans nánustu sam-
starfsmenn.
Það verður að vera hvitt og með hvitum
skreytingum: Hvít kerti, hvit blóm og þar skal
vera eftirfarandi:
Búningaborö með spegli og förðunartækjum
Leoncie lætur allt vaða á Nellys
Véðrið
„Já, það verður sögu-st-
und með Leoncie á Nellys
í kvöld, svona storytellers
eins og á VH1,“ segir
, Halldór E. einn að-
standenda sér-
f ^^******' s t a k s
s k e m m t i -
kvölds þar sem
prinsessan, sem kynnt
| er sem einn elskaðastí
I en umdeildasti lista-
maður þjóðarinnar,
mun syngja með þind-
inni og tala frá hjart-
anu. Tekið er sérstak-
lega frarn að ekki verði
Leoncie ritskoðuð að
\ þessusinni.
| „Enginn í fjöl-
miðlum hérlendis gaf mér tæki-
færi á að svara fýrir mig áður en
Stöð 2 fór með lygaáróður gagn-
vart mér,“ segir Leoncie. Hún lét
afskaplega umdeild ummæli
falla í morgunþætti Heimis
Karlssonar og Ingu Lindar Karls-
dóttur fýrir nokkru, um atburð
sem átti sér stað í piparsveina-
teiti Jóns Ólafssonar tónlistar-
manns, og var í kjölfarið útilok-
uð frá miðlum íslenska útvarps-
félagsins. DV birti fréttir af téð-
um viðburði og sagði sjálfur
Laddi af þessu tilefni Leoncie
ljúga.
„Eins og þú getur rétt ímynd-
að þér er þetta stór hópur sem
kemur að. Reyndar er það ekki
Ragnheiður Hansen sem er að
flytja Leoncie ffá Sandgerði til
íslands heldur tókumst við þetta
á hendur Dassi skemmtanastjóri
á Nellys og ég,“ segir Halldór.
„Það er eins og gefur að skilja
heilmikið mál að fá stjörnu af
þessu kalíberi til Reykjavíkur frá
Sandgerði. í fylgdarliði Leoncie
er einn aðili (Viktor) og flytur
hún með sér allt að 5 kíló af bún-
aði. Samningaviðræður við Le-
oncie hafa staðið lengi yfir og
loks í gær náðist að ná endum
saman eftir þessa 3 daga samn-
ingalotu."
Halldór telur vert fyrir fiöl-
miðlamenn að mæta í hópum til
að sjá hvaða dóma þeir hljóta
hjá tónlistarprinsessunni frá
Sandgerði.
C2>
+4 4 4
Nokkur
vindur
+3 * *
Nokkur
vindur
Cb
+4 Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
* *
Nokkur
vindur
Ch
+6* * Gola
„-jj* *,
Nokkur
vindur
+4
+5
Gola
+4
Nokkur
vindur
Gola
+5 * * Nokkur
vindur