Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004
Fréttir DV
Brotist inn
á bæjar-
skrifstofu
Skömmu fyrir helgina
var brotist inn á skrifstofu
Hveragerðisbæjar og þaðan
stolið fartölvu. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi mun
vaktmaður hafa uppgötvað
að gluggi var opinn á skrif-
stofunni sem hafði verið
lokaður rétt áður er hann
átti þar leið um. Þrátt fyrir
leit fannst enginn á ferli í
nágrenni skrifstofunnar.
Málið er í rannsókn.
Hass í
Hveragerði
Lögreglan á Selfossi
fann kannabisefni á
manni sem var á ferð í
Hveragerði skömmu
fyrir helgina.
Maðurinn sem
er á fertugs-
aldri, hafði ver-
ið stöðvaður í
hefðbundnu
umferðareftirliti lög-
reglu og þótti ástæða
til að gera fíkniefnaleit
hjá honum. Hann var
síðan handtekinn og
færður til yfirheyrslu og
hann látinn laus að því
loknu.
Innbrot í þrjá
sumarbústaði
Um helgina var til lög-
reglunnar á Selfossi tilkynnt
um innbrot í þrjá samliggj-
andi sumar-
bústaði í
landi Brjáns-
staða í Gríms-
nesi og þaðan
stolið verk-
færum,
hljómtækjum og öðru smá-
legu. Innbrotin hefðu átt sér
stað á tímabilinu 2. til 15.
maí. Að sögn lögreglunnar
munu eigendur bústaðanna
ekki hafa verið á ferli á því
tímabili en lögreglan lýsir
eftir upplýsingum um þessi
innbrot og þá sérstaklega ef
einhverjir hafa orðið varir
við ijiannaferðir nálægt
bústöðunum sl. tvær vikur.
Höfuðborgarstofu
„Það liggur á að ganga endan-
lega frá dagskránni sem verður
á Hátið hafsins á miðbakka
Reykjavíkur-
hafnar 5. til
ö.júní næst-
komandi og öllu því sem fylgir.
Það þarftil dæmis að semja
við Veðurstofuna um að veðrið
verði gott og blltt þessa helgi
og fólk geti skemmt sér við að
sigla á seglskútum og árabát-
um á innri höfninni. Það getur
líka farið meö Sæbjörgu,
gömlu Akraborginni, út á
sundin og horft á Reykjavik frá
öðru sjónarhorni en venjulega,
sem er mjög hollt fyrir borgar-
búa.“
Hvað liggur á?
Nágrannar HM-Kaffis á Selfossi segja gesti staðarins halda fyrir þeim vöku og gera þarf-
ir sínar i garða þeirra. Talsmaður hópsins, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir húsvörður,
segist víbra í rúmi sinu þegar hæst lætur. Drukkinn gestur hafi hent flösku i gegnum
stofurúðu hennar. Bæjaryfirvöld segja það hlutverk lögreglu að tryggja friðinn.
tvsúkb
Einar Guðni
Njálsson Bæjar-
stjórinn iÁrborg á
að ræða við bæj-
arlögmanninn um
hugsanlegar lausnir
á vanda ná-
granna HM-
Kaffis.
hávaða. Stundum geri þeir þarfir
sínar í og við lóðina. Keyrt hafi um
þverbak um miðjan apríl. Þá hafi
ekki verið vært í húsinu auk þess
sem flösku hafi verið kastað í
gegnum rúðu.
Eðlilegu heimilislífi rústað
Það var einmitt stofurúðan hjá
Sigríði og eiginmanni hennar sem
var brotin. „Það vantar að fólk sé
siðmenntað og beri virðingu fyrir
öðrum. Þetta nær ekki nokkurri átt.
Svo er eins og það sé ekki klósett á
staðnum. Þeir míga allsstaðar,“ seg-
ir Sigríður.
Nágrannarnar telja að sveitarfé-
laginu beri skylda til þess að sjá til
þess að á samþykktum skipulags-
svæðum fyrir íbúðarhús sé hægt að
hafa frið fyrir áreiti eins og því sem
þau verði stöðugt fyrir. Ekki sé hægt
að vísa til þess að gert sé ráð fyrir
slíkum rekstri við Eyraveg ef hann
„rústar eðlilegu heimilislífi í nær-
liggjandi íbúðum." Nú sé mælirinn
fullur:
„Þess er krafist af bæjarstjórn að
nú þegar verði gripið til viðeigandi
ráðstafana þannnig að við íbúarnir
verðum ekki fyrir frekari áreiti frá
gestum staðarins," segja íbúarnir.
„Hér í húsinu er fólk á
níræðisaldri. Það get-
ur ekki sofið í hjóna-
herberginu heldur
verður að vera í litla
herberginu sem snýr
frá barnum."
Bærinn kaupi íbúðina
Bæjarráð Arborgar hefur falið Ein-
ari Guðna Njálssyni bæjarstjóra að
leita ráða hjá lögmanni bæjarins um
það hvað bærinn geti gert í málinu.
Helgi Helgason bæjarritari segir í
samtali við DV að þó að sveitarfélagið
veiti vínveitingaleyfl sé það ekki hlut-
verk þess að halda uppi lögum og
reglu. „Það er lögreglan sem á að hafa
eftirlitsskyldu með þessum veitinga-
stöðum og sjá til þess að fólk hafi frið,"
segir Helgi.
„Ef þetta fer ekki að ganga vil ég
fara fram á það að bærinn kaupi íbúð-
ina okkar þannig að við getum komist
á einhvem rólegan stað,“ segir Sigríð-
ur Gréta Þorsteinsdóttir.
gar@dv.is
„Við förum oft upp í sumarbústað til að flýja djöflaganginn. Meira
segja ungu hjónin við hliðina á okkur sem eru með tvö lítil börn
fara líka burt til að fá frið,“ segir Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir á
Selfossi um nábýlið við bjórkrána HM-Kaffi á Eyravegi 15.
í bréfi sem Sigríður og tíu aðrir
íbúar á Heiðarvegi 4 og við Eyraveg á
Selfossi hafa sent bæjaryfirvöldum
segjast þeir sem nágrannar HM-
Kaffis ekki lengur geta orða bundist.
Það sé vegna síendurtekins hávaða
og áreitis sem gestir HM-Kaffis valdi
þeim á nóttunni.
Húseigandinn sagði að kráin
yrði fjarlægð
HM-Kaffi er nokkra tugi metra frá
fjölbýlishúsinu á Heiðarvegi 4 sem
byggt var fyrir þremur árum. Veit-
ingareksturinn á sér á hinn bóginn
meira en tíu ára sögu.
Sigríður segir að þegar hún og
maður hennar keyptu íbúðina á jarð-
hæðinni á Heiðarvegi hafi þau
einmitt séð skemmtistaðinn sem
helstu fyrirstöðuna fyrir kaupunum.
„Þá sagði sá sem byggði húsið og við
keyptum af að barinn yrði ekki lengi
þarna áfram. Okkur finnst það nú
orðið ansi lengi því það eru orðin
þrjú ár í september á þessu ári,“ seg-
ir hún.
Nýir eigendur tóku við HM-Kaffi
fyrir nokkru og hefur sveitarfélagið
Arborg veitt þeim sex mánaða vín-
veitingaleyfi til reynslu. Með leyfinu,
sem rennur út 1. ágúst, fylgdi ábend-
ing um að nágrannar hafi kvartað
undan ónæði. íbúarnir segja fullljóst í
bréfi sínu að þessari ábendingu sé alls
ekki fylgt eftir.
Víbrar í rúminu á nóttunni
Sigríður segir að þegar verst hafi
látið hafi hún saknað þess að það
kæmi ekki einhver og mældi hávað-
ann frá HM-Kaffi. „Því þegar maður
víbrar í rúminu ér þetta orðið ansi
hátt,“ segir hún og getur ekki annað
en hlegið að ástandinu þótt þreytandi
sé.
„Ég skil ekki í bæjaryfirvöldum að
gera fólki þetta. Sjálf erum við engin
unglömb og hér í húsinu er fólk á ní-
ræðisaldri. Það getur ekki sofið í
hjónaherberginu heldur verður að
vera í litla herberginu sem snýr frá
barnum,“ segir Sigríður.
HM-kaffi hefur leyfi til að hafa
opið til klukkan þrjú á nóttunni um
helgar og til klukkan eitt á virkum
dögum. I bréfi sínu lýsa íbúarnir því
að oft komi gestir HM-Kaffis í hóp-
um að lóð þeirra með tilheyrandi
rvum HV tiíböbí*
HM-Kaffi Gluggi bjónaherbergis
húsvarðarinsgiÍBÍoarvegi4snýr
út að HM-Kaffi. Hávaðinn Wað 'ri;
gera út af við hjóniþ'-gfiviþegar
maður vibrar í rúminu erþetta
orðið ansi hátt," segir Sigríður
Gréta Þorsteinsdóttir.
Húsmoúir á Selfossi
víbrar í hiónarúminu
Karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu á áttræðisaldri
Koníak gegn því að bera brjóstin
Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn-
aði í gær karlmann á fimmtugsaldri
af ákærum um líkamsárás og kyn-
ferðisbrot gagnvart konu á áttræðis-
aldri. Dóttir fórnarlambsins átti í
kynferðislegu sambandi við ákærða
og var viðstödd meinta árás.
Ákærði er hálffimmtugur Reykvík-
ingur. Forsaga málsins er sú að hann
kynntist konu á vefnum einkamál.is
og hófu þau reglubundið samband -
sem fólst í því að þau snæddu saman
tvisvar í viku og stunduðu kynlíf.
Á einum slíkum fundi í september
síðastliðnum blandaðist móðir kon-
unnar, 71 árs, í málið en í ákæru rík-
issaksóknara er manninum gefið að
sök að hafa ráðist að konunni, rifið
hana úr bol, brjóstahaldara og bux-
um. Hann er síðan sagður hafa fleygt
henni ofan í rúm, afklætt sjálfan sig,
sogið og bitið í brjóst hennar og
þvingað hana til að handleika getn-
aðarlim sinn.
Maðurinn neitaði sakargiftum
bæði fyrir lögreglu og dómi. Hann
viðurkennir þó að hafa strokið létt
um brjóst konunnar og smellt á þau
kossi. Hann viðurkennir einnig að
hafa komið með koníak og að hafa
fyrr umræddan dag sent ástkonu
sinni nokkur klúr sms-skeyti þar sem
hugsanlegt kynlíf með móðurinni
bar á góma. Dóttirin kveðst hafa
svarað sms-skilaboðunum og kveðst
hafa verið síst betri en ákærði í orða-
vali.
Konan leitaði til neyðarmóttöku
eftir atvikið og kemur fram í skýrslu
sem þar var gerð að hún kvaðst vera
veik fyrir víni. Hún hafði því fallist á
að fara í kjallaraíbúð dóttur sinnar,
sjálf býr hún ásamt eiginmanni á efri
hæð, og bera á sér brjóstin fyrir ást-
Veik fyrir víni Konan segir loforð um kon-
iak hafa ráðið því að hún sýndi ástmanni
dóttur sinnar brjóstin.
manninn. Hafði hún dmkkið tvo
bjóra þegar hér var komið og var
heitið kom'aki ef hún kæmi niður.
Mæðgumar segja ákærða hafa geng-
ið beint til verks og byrjað að rífa
fórnarlambið úr fötunum. Ákærði
neitar þessu og segir ástkonu sína
hafa sótt móðurina í þeim tilgangi að
hún beraði á sér brjóstin og síðar um
kvöldið hafi hún aftur sótt gömlu
konuna, afklætt hana og haft uppi
kynferðislega tilburði gagnvart
henni. Ástkonan hafi hvatt ákærða til
að hafa samræði við móður sína.
Dómurinn telur frásögn ákærða á
atburðarásinni „ótrúlega" en ekkert
komi ff am í málinu sem hnekki frarn-
burði hans og á sama tíma verði að
líta til þess að mæðgumar þykja hafa
orðið tvísaga um nokkur veigamikil
atriði í málinu. Gegn eindreginni
neitun ákærða telur Héraðsdómur að
það sé varhugavert að telja sannað að
hann hafi gerst sekur um kynferðis-
brot og líkamsárás. Hann hafi viður-
kennt að hafa komið við brjóstin og
kysst laust á geirvörtuna en slfk hátt-
semi telst ekki brot á blygðunarsemi.
Kröfu fórnarlambsins um miska-
bætur að upphæð 800 þúsund krón-
ur var vísað ffá dómi og sakarkostn-
aður felldur á ríkissjóð.