Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004 9
Skyndi-
hleranir úr
frumvarpi
Allsherjarnefnd Alþingis
hefur fellt út úr frumvarpi
Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra
nýja grein sem átti að
bætast í lög um með-
ferð opinberra mála
og kvað á um að
heimilt yrði að hlera
síma og fjarskipti
manna í einn sólarhring án
þess að fyrirfram lægi fyrir
um það úrskurður dómara.
Meðal annars Persónuvemd,
Lögmannafélag fslands og
réttarfarsnefnd bentu á að
þetta ákvæði stæðist ekki
stjórnarskrá og mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Réttar-
farsnefnd sér að öll jöfnu um
smíði laga sem snerta réttar-
far en dómsmálaráðherra
hafði sniðgengið nefndina að
þessu sinni.
Átta ára
með byssu
Um helgina barst lög-
reglunni í Reykjavík til-
kynning ffá konu um að
átta ára dóttir hennar
hafi verið að koma heim
og sagt sér að vinkona
hennar, sem er einnig
átta ára, hafi verið að
leika sér með skotvopn
föður síns. Lögreglan
hélt strax á heimili eig-
enda skotvopnsins og
ræddi við hann. Var
honum síðan gert að
ganga frá byssunni á við-
eigandi hátt.
Frjálslyndir
farsakenndir
Kristján Kristjánsson,
einn stjórnandi Kastljós-
þáttarins í
Rfldssjón-
varpinu, seg-
ir mótmæli
Ólafs F.
Magnússon-
ar við vali á
viðmælend-
um í Kastljós vera „farsa-
kennt rugl". Ólafur telur
stjórnendur Kastljóssins
bera hagsmuni Frjálslynda
flokksins fyrir borð með því
að bjóða ekki í sjónvarpssal
fuUtrúum flokksins tfl jafiis
við fiflltrúa annarra stjórn-
málaflokka. FuUtrúi Frjáls-
lyndra í útvarpsráði, Kjart-
an Eggertsson, beindi því í
gær til Magnúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra
að Kristján taki aftur orð
sín um farsakennt rugl.
Þessi orð koma fram í svar-
bréfi Kristjáns vegna kvört-
unar Ólafs.
Fullurá
nærbuxum
Starfsfólk verslunar
við Bústaðaveginn
neyddist til að óska eftir
aðstoð lögreglu á laugar-
dagsmorgun vegna
manns sem lét fllum lát-
um í versluninni. Við-
komandi var á nærbux-
unum að þvælast um
inni í versluninni og
angraði starfsfólk og
kúnna. Hann var áber-
andi ölvaður og neitaði
svo að gefa upp nafn og
heimflisfang er lögreglan
kom á vettvang. Hann
var vistaður í fanga-
geymslu þar sem hann
fékk að sofa úr sér
vímuna.
Hvítt þrælahald í háloftunum. Flugmenn á smánarlaunum sem verktakar. Atli
Gíslason hæstaréttarlögmaður segir engin lög eða reglur gilda um starfsmannaleig-
ur. Hann segir málið vera íslenskum stjórnvöldum til vansa.
„Ég lít svo á að með því að ráða flugmenn utan EES-svæð-
isins án atvinnuleyfa sé verið að brjóta með alvarlegum
hætti gegn íslenskri löggjöf og EES-reglum um atvinnuleyfi á
Evrópska efnahagssvæðinu," segir Atli Gíslason hæstaréttarlög-
maður sem rekur mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna á
hendur íslenskum stjórnvöldum vegna meintra lögbrota varð-
andi erlenda flugmenn sem ráðnir eru í gegnum áhafnaleigur.
Flugfélagið Atlanta er með flesta
leiguliða í vinnu en allt að 400 flug-
menn starfa hjá félaginu og yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra er ráðinn sem
leiguliðar á mun lakari kjörum en
gerist hjá launþegum. Heimildar-
menn DV meðal flugmanna Atlanta
líkja þessu gjama við hvítt þrælahald
í háloftunum. Ekki hafa fengist upp-
lýsingar um það við hvaða áhafna-
leigur félagið skiptir aðrar en Ace og
Airbome sem báðar eru sagðar vera
skúffufyrirtæki Atlanta. Atli segir að
engin lög eða reglur gfldi um áhafna-
leigur. Hann segist vera þess viss að í
mörgum tflvikum sé um að ræða
málamyndasamninga við verktaka.
„Það gflda engar reglur um starfs-
mannaleigur. Málamyndasamningar
standast ekki íslensk lög. Ég hef sjálf-
ur skoðað samninga sem áhafnaleig-
ur gera og þeir standast alls ekki. Svo
hef ég vissa ástæðu tfl að ætla að
skattskfl af launum þessara flug-
manna séu dapurleg. Ef
tfl að efast um að
staðgreiðsla af laun-
um og launatengd
gjöld skfla sér tfl íslands.
Það er langt síðan við vökt-
um athygli á þessu gagnvart
ráðuneytum og skattayfirvöldum en
„Svo hefég vissa
ástæðu til að ætía að
skattskil aflaunum
þessara flugmanna
séu dapurleg.
það hefur ekkert komið út úr því. Það
er mjög tfl vansa," segir Atli.
Hann segir að önnur hlið þessara
mála snúi að samkeppnislögum. Þar
sé ekki saman að jafna reksnarstöðu
flugrekenda sem hafi launþega í vinnu
eða hinna sem byggi reksturinn á
leiguliðum.
„Ég sé ekki betur en að þessi hátt-
Atli Gislason Fer
með kærumál á
hendur íslenskum
stjórnvöldum til Eft-
irlitsstofnunar EFTA.
g hef ástæðu
semi fari í bága við sam-
keppnisreglur. Það er óþolandi fyrir
samkeppnisaðila að búa við slíkt,"
segir Atli.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að félagið hafi
ekki nýtt sér þjónustu áhafhaleiga
heldur séu flugmenn þess á íslenskum
kjarasamningum. Hann segir að það
sé mat stjórnenda félagsins að mikil-
vægt sé að halda þeirri reynslu og
þekkingu sem ílugmenn búi yfir í
íandinu.
Atlanta Flestir leiguliðanna sem ráðnir eru
á islenskar vélar koma I gegnum flugfélagið
Atlanta. Ekki fást upplýsingar þaðan um
hver eigi áhafnaleigur sem skráðar eru í
skattaparadísum erlendis.
„Við höfum því ekki farið þessa
leið," segir Guðjón.
Hann segir þó ljóst að samkeppnis-
staða skekkist vegna þessara mála þar
sem launakostnaður þeirra flugfélaga
sem leigi starfsfólk sé mun lægri.
rt@dv.is
Hótunarsímtal Davíðs Oddssonar
Uppstokkun innan Flugleiða
Umboðsmaðurenn
ekki í skjól Alþingis
„Ég spurðist fyrir um það
hvort umboðsmaður Alþing-
is hefði leitað skjóls hjá for-
seta þingsins eða forráða-
mönnum hvað varðar meint
óeðlileg samskipti forsætis-
ráðherra við hann. Því var
svarað neitandi," segir Guð-
mundur Árni Stefánsson,
fyrstivaraforsetiAlþingis, um
hótunarsímtal Davíðs Odds-
sonar við Tryggva Gunnarsson, um-
boðsmann /flþingis. Eins og DV hef-
ur greint frá hringdi Davíð í Tryggva
eftir að fyrir lá álit umboðsmanns
um að skipan frænda Davíðs, Ólafs
Barkar Þorvaldssonar, færi á svig við
lög. Umboðsmaður hefur lýst því við
trúnaðarmenn sína að símtalið
hefði falið í sér ógnun og
hann íhugar að gera Alþingi
grein fyrir mállinu. Sjálfur
verst Tryggvi allra fregna.
„Ég tjái mig ekki um málið,"
sagði hann við DV í morgun.
Litlar líkur eru taldar á því
að sjálfstæðismaðurinn
Halldór Blöndal þingforseti
óski eftir upplýsingum um
efni sfmtalsins. Heimildir DV
herma að umboðsmaður óttist að
forsætisráðherra reyni að koma á sig
höggi og hefni sín með því fyrir-
byggja að hann verði endurkjörinn
af þinginu þegar þar að kemur, árið
2007. En Tryggvi hefur umboð
þingsins fram yfir næstu alþingis-
kosningar.
Davíð Oddsson
Baugur og Fengur selja
Baugur og Fengur hafa selt alla -ÆSSSBf—
hluti sína í Flugleiðum og fóru við-
skiptin fram á genginu 9,0 sem er
um 22% hærra en gengi í síðustu
viðskiptum á föstudag. Baugur selur
21,14% í Flugleiðum og Fengur 5,8%
og er samanlagt söluandvirði um 5,6
milljarðar kr. Kaupandi er óstofnað
einkahlutafélag í jafnri eigu Saxhóls
ehf. og Bygg ehf. og eru viðskiptin
fjármögnuð með framvirkum samn-
ingi við Landsbanka íslands. Þetta
þýðir væntanlega uppstokkun í
stjórn Flugleiða og sölu á starfsemi.
Eins og fjallað var um í Vegvísi
Landsbankans á föstudag var af-
koma Flugleiða á fyrsta ársfjórðungi
nokkuð undir væntingum en þó er
um ágætan bata frá fyrra ári að ræða
og horfur eru almennt góðar ef litið
er framhjá mikilli hækkun eldsneyt-
isverðs.
Að mati greiningardeildar Lands-
bankans er gengið í viðskiptunum
Baugur selur í Flugleiðum Baugur og
Fengur hafa selt alla hluti sína I Flugleiðum.
mjög hátt en til samanburðar er
verðmatsgengi greiningar sem gerð
var í lok mars 6,91. Kaupin verða því
ekki skilin öðruvísi en svo að nýir
eigendur bréfanna hyggi á samstarf
við stærsta hluthafann, Oddaflug
ehf, og að vænta megi skipulags-
breytinga á starfseminni. Til greina
kæmi að félagið selji burt þá starf-
semi sem ekki tengist beint flug-
rekstri en það myndi þýða að eftir
yrði innanlands- og millilandaflug
sem og leigu- og fraktflug.