Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004
Fréttir DV
Sigurbjörg Árnadóttir
formaöur Islenska vitafélagsins
Sautján ára gamall drengur var handtekinn í gær, grunaður um að hafa rænt úti-
bú Spron í Mjódd um miðjan dag. Fjöldi fólks sá hann hlaupa á brott og lögreglan
náði honum í Seljahverfinu. Ræninginn ruddist inn í bankann og hótaði starfs-
mönnum með búrhnífi.
Davíðsmál í
dómi
„Það næsta sem gerist er
að kveðinn verður upp
dómur í málinu,"
segir Sigríður Rut
Júlíusdóttir, lög-
maður Jóns Ólafs-
sonar. Jón höfðaði í
janúar meiðyrða-
mál á hendur Davíð
Oddssyni varðandi
ummæli Davíðs um
að hann væri að kaupa og
selja þýfl. Þessi ummæli og
önnur sætti Jón sig ekki við
og krefst þriggja milljóna í
skaðabætur. Davíð neitaði
að mæta í réttarsal; sendi í
staðinn frá sér greinargerð.
Sigríður segir að í gær hafl
verið lagt fram andsvar við
greinargerð forsætisráð-
herra og málið dómtekið.
Vitna óskað
íKeflavík
Maðurinn sem slasað-
ist á höfði eftir að hafa
fallið niður stiga á veit-
ingastaðnum Casino að-
faranótt sunnudagsins 9.
maí, er enn á gjörgæslu-
deild Landspítalans þar
sem honum er haldið
sofandi í öndunarvél.
Lögreglan í Keflavík óskar
eftir vitnum að atvilcinu
og er þeim sem geta gefið
upplýsingar um málið
bent á að hafa samband
við Rúnar Árnason rann-
sóknarlögregiumann í
síma 420-2469, og skilja
eftir skflaboð ef ekki er
svarað.
Nýrforstjóri
hjá EimsKÍp
Ákveðið hefur verið að
ráða BaJdur Guðnason sem
forstjóra Eimskipafélagsins
og mun núverandi
forstjóri þess, Er-
lendur Hjaltason,
láta af störfúm.
Baldur sat í stjóm
Hf. Eimskipafélags
fslands (nú Burðar-
ás) síðan í október á
síðasta ári þar tfl
hann tók sæti í stjórn Eim-
skipafélgs fslands ehf. í kjöl-
far aðalfundar Burðaráss í
mars. Hann hefur starfað við
flutningastarfsemi í flmmtán
ár, m.a. sem framkvæmda-
stjóri hjá Samskipum.
Bankarán í Spron Fjöldi fólks vará
ferli nærri útibúi Spron I Mjóddinni á
meðan bankinn var rændur.
Bankaræninni gripinn
Nokkrum mínútum seinna kom
blaðamaður DV á vettvang, því næst
Sjónvarpið, svo Fréttablaðið, Morg-
unblaðið og að síðustu Stöð 2. Hóp-
ur fólks sem erindi átti í Mjóddina
safnaðist saman fyrir utan aflokaðan
bankann og fjölmiðlamenn söfnuð-
ust að sjónarvottum. Kristján B. Þór-
arinsson vitni fór í viðtal hjá flestum.
„Ég sá hann hlaupa í burtu og hefði
Maður vopnaður hnífi rændi Sparisjóðinn í Mjódd skömmu fyrir
klukkan tvö í gær. Hann kom askvaðandi inn í bankann með búr-
hníf, hótaði starfsmönnum og hljóp síðan í burtu. Lögreglunni
var tilkynnt um ránið klukkan 13:54 og var vaskur mótorhjólalög-
reglumaður kominn á staðinn um mínútu síðar að sögn vitnis.
Næstu mínútur fylgdu fleiri lögreglumenn í kjölfarið og lokuðu
þeir fyrir flæði upplýsinga og fólks til og frá bankanum. „Bankinn
er lokaður," svaraði lögreglumaður þeim sem vildu inn.
eflaust getað náð honum. En mér
fannst þetta vera eins og grín,“ sagði
hann. „Er þetta leikxit?" spurði eldri
kona í mannsöfnuðinum. Önnur
kona spurði hvert þetta þjóðfélag
væri að fara. Starfsmenn blómabúð-
arinnar og gleraugnabúðarinnar
sem eru sitt hvoru megin við bank-
ann sáu ekkert. „Ég sá í rassgatið á
þeim," sagði Kjartan Björnsson, sem
„Ég gat ekki séð betur
en þeir væru tveir.
Annar beið hins á
horninu og hljóp með
honum upp eftir í
Breiðholt."
staddur var á bílastæðinu í þeim er-
indagjörðum að kaupa merki fyrir
fótboltabúninga sem hann hugðist
selja í Sportbúð Grafarvogs. „Ég gat
ekki séð betur en þeir væru tveir.
Annar beið hins á horninu og hljóp
með honum upp eftir í Breiðholt.
Sjálfur fór ég ekki á eftir og stóð á
planinu áður en ég fór í bílinn, því
maður er ekkert að elta svona gæja,
maður getur verið drepinn eða skot-
inn,“ sagði Kjartan.
Á flótta sínum fór ræninginn
framhjá Kaffi Strætó og biðstöðinni
við Mjóddina. Á Kaffi Strætó sat
heyrnarlaus maður með reikninga
frá Landsbankanum sem staðfesti
skriflega að hann hefði séð ræningja
hlaupa á brott. Lögreglan segist hafa
náð ræningjanum í Seljahverflnu í
Breiðholti. Hann var tekinn til yfir-
heyrslu. Samkvæmt upplýsingum
lögreglu seinni partinn í gær var ekki
gert ráð fýrir að fleiri hefðu staðið að
ráninu en sá sem handtekinn var.
Hann er sautján ára gamall. Ekki lá
fyrir í gær hversu mikið fé hann
hafði tekið með sér úr bankanum.
Starfsmenn hlutu áfallahjálp eins og
venja er eftir rán.
jontrausti@dv.is
Bullandi ágreiningur um sóknardaga smábáta
Stjórnarliðar krefja Árna um breytingar
„Núna sit ég og skrifa skýrslu
fyrir aöalfund Vitafélagsins
sem er á laugardaginn, “ segir
Sigurbjörg Árnadóttir, formaö-
urlslenska vitaféiagsins.„Þaö
verður mikið aö gera hjá fé-
laginu i sumar. Viö veröum
með dagskrá i tengslum viö
hátíöarhöld á Siglufirði. Bæj-
arfélagið er aö halda upp á að
hundraö ár __________
Landsíminn
Norðmenn
kenndu Islendingum að veiöa
og verka síld. Viö tengjum vit-
ann inn í það enda hafa ís-
lenskir vitar mikil tengsl viö
söguna. Annars er ég að und-
irbúa mig fyrir ferö þar sem ég
verö leiösögumaður i Suöur-
Finnlandi og Sviþjóð. Svo verð-
ur maður að minnast á póli-
tikina sem er náttúrlega hálf
hlægileg i dag.“
Veruleg óánægja er á meðal bæði
stjórnarliða og stjórnarandstæðinga
vegna frumvarps Árna Mathiesen
sjávarútvegsráðherra um sóknar-
daga og kvóta á smábáta. f frum-
varpinu er gert ráð fyrir að smábáta-
menn geti valið á milli kvótakerfis
sem byggir á veiðireynslu eða 18
sóknardaga „gólfs“, en smábátaút-
gerðarmenn telja að fyrir kosningar
hafl því verið lofað að „gólfið" yrði
að lágmarki 23 dagar.
Meginatriði frumvarpsins eru að
leyfllegum sóknardögum fækki um
10% á næsta fiskveiðiári og verði 18
miðað við að viðmiðunarfjöldi sókn-
ardaga á yfirstandandi fiskveiðiári er
19 sóknar-
dagar. Út-
gerðum báta
sem leyfi hafa
til handfæra-
veiða með
dagatak-
mörkunum
verður jafn-
framt gefinn
kostur á að
stunda veiðar
samkvæmt
kvóta, en tak-
markanir settar á leyfilegan fjölda
handfærarúlla um borð í hverjum
báti og jafnframt ákveðið að aukn-
ing á vélar-
stærð hafi
áhrif á ijölda
sóknardaga.
„Þetta eru
svik á kosn-
ingaloforð-
um, ef þetta
fer svona í
gegn óbreytt.
Annað hvort
standa
stjórnarliðar
við kosninga-
loforð eða hlýða ráðherra, það kem-
ur í ljós. Ráðherra boðar umturnun
og svik,“ segir Magnús Þór Haf-
steinsson Frjálslyndum, sem sæti á í
sjávarútvegsnefnd. Einar Oddur
Kristjánsson Sjálfstæðisflokki, kann-
ast ekki við kosningaloforð um lág-
mark 23 sóknardaga. „Maður segir
sína skoðun og síðan er það spurn-
ing hverju maður fær áorkað. Ég er
langt í frá sáttur við 18 daga og ég á
von á málamiðlun við meðferð
málsins. Við skulum sjá til hvernig
þetta fer,“ segir Einar Oddur. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins munu
hann og sjávarútvegsnefndarmenn-
irnir Einar Kr. Guðfinnsson og Krist-
inn H. Gunnarsson berjast hart fyrir
breytingum á frumvarpi sjávarút-
vegsráðherra.
Magnús Þór Hafsteins-
son Ráðherra boðarum-
turnun og svik.