Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Side 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 18.MAÍ2004 15 Fldrðu og síðustu söfnunartón- leikar að sinni á Grand Rokki verða haldnir annað kvöld en allur ágóði rennur til neyðarsöfnunar félagsins ís- iand-Palestína. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og þar spila 5ta herdeildin, Siggi Ármann, Retron með Kolla úr Graveslime, Beikon og meðlimir Stjörnukisa og The Viking Giant Show en þar er m.a. Heiðar í Botnleðju. Aðgangseyrir er 500 kr. og á staðnum verða til sölu bolir, merki, blöð og fánar frá félaginu ísland- Palestína. Sýnina á myndum enir 176 koríurfrájafn- mörgum löndum er komin frá Lista- safninu á Akureyri og var opnuð í Gerðubergi um helgina. Bandaríski listamaðurinn Claudia DeMonte setti sýningu þessa saman og á einnig verk á henni. Sýningin hefur tvenns konar tilgang; fagurfræðilegan og fræðandi. Hún vekur spurningar um líf kvenna um allan heim og henni fylgir sýningarskrá með Ijósmyndum af verkunum, tölfræði um bakgrunn listakvennanna og útskýringum á félagsleg- um þáttum sem hafa árhif á líf þeirra í ólíkum löndum. Héðan fer sýningin á ólympíuleikana í Aþenu. Skráning er hafin í Háskóia unga folksins Hann verður starfræktur í Háskóla íslands 14.- 19. júní, nk. og er ætlaður ungmennum á aldrinum 12-16 ára. Þau geta skráð sig á fjölda stuttra námskeiða, hver nemandi í allt að átta námskeið. Háskólamenn eru að byggja á grunni sem er fyrir hendi í HÍ; fræðslu og miðlun þekkingar til ungmenna. Ungir há- skólastúdentar geta farið í vett- vangsferð á slóðir fornleifa á Þing- völlum, greint stöðu fjölmiðla í samtímanum, mælt hárþykkt, lært sagnir í japönsku og þýsku, glöggvað sig á lögfræði og heimspeki svo fátt eitt sé nefnt. í námslok verður brautskráningarhátíð á flötinni fyrir framan að- albyggingu HÍ, nánari upplýsingar er að finna á www.ung.hi.is. Bókasatii og tiáskólinn í Alex- andríu fundin? Forseti fornleifaráðs Egypta- lands, Zahi Hawass, hefur til- kynnt að pólskir og egypskir forn- leifafræðingar hafi fundið hið heims- fræga bókasafn í Alexandríu og fyrir- lestrarsali hins forna lærdómsset- urs. Þangað var safnað vísindum og fræðum úr öllum heimshornum, spek- ingar héldu fyrirlestra og grúskuðu í handritum, en talið er að þau hafi verið um 400 þúsund talsins þegar mest var fyrir 2000 árum. Fornleifafræð- ingarnir segjast hafa fundið 13 fyrirlestrarsali og hafi þeir rúmað um 5.000 gesti alls. Danskt brúDuleikhús í Leikhúsinii á Akureyri Leikarinn og rithöfundurinn Hanne Trolle stendur að Leik- húsinu og klukkan 171 dag sýnir hún „Mín jörð - þín jörð"í sam- vinnu við Menningar- deild Akureyrarbæj- ar og Leikfélag Akureyrar. Hanne Trolle sækir hugmyndir sýnarí ferðasögur, ævin týri og goðsagnir frá ýmsum löndum en Leikhús hennar hefur að- seturí Kaupmannahöfn. Að þessu sinni hlutu sjö einstaklingar starfslaun úr Launasjóði fræðiritahöfunda, en rétt til að sækja til sjóðsins hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orða- bóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur var einn þeirra sem hlaut starfslaun í ár, til verkefnisins „Smásaga heimsins“. Get byrjaö að satna sama heimsins á eina bók „Hugmyndin er að rýna í sögu smásögunnar frá miðri 19. öld fram á okkar daga,“ segir Rúnar Helgi Vign- isson, „gera grein fyrir tilurð og þró- un þessarar bókmenntagreinar, velja úr og setja á eina bók 50-60 smásög- ur heimsins frá þessu rúmlega 150 ára tímabili." Rúnar Helgi hlaut á dögunum starfslaun úr Launasjóði fræðiritahöfunda til verksins en meginhlutverk hans er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menn- ingu. Sex aðrir hlutu einnig starfs- laun úr sjóðnum en menntamála- ráðherra skipar þriggja manna stjóm hans til tveggja ára. Þar sitja nú Ólaf- ur Jónsson félagsfræðingur, Áslaug Helgadóttir deildarstjóri og Gunnar Karlsson Smásagan vinsælust á Vestur- löndum Rúnar Helgi segist reyna að skima um allan heirn," en smásöguformið er langvinsælast á Vesturlöndum. Töluvert hefur verið þýtt af smásög- um á íslensku, sumt þarf að endur- þýða því tungumál breytist eins og menn vita og sumar ágætar þýðingar fýrri tíma ganga ekki í dag. Annað hefur svo aldrei verið þýtt. Ég verð ritstjóri þessa verkefnis, skrifa úttekt- ina um bókmenntaformið, kynni höfundana, svo er að velja sögumar og þýðendur. Ég ætla mér þrjú til fjögur ár í þetta og afraksturinn verð- ur í aðra röndina kennslubók en hina aðgengilegt rit fýrir all- an almenn- Aöalheiður Guðmunds- dóttir - Strengleikar „Strengleikar eru stuttar riddarasögur og fjalla um ástir farandriddara og hefðarfrúa. Ég ætla að gefa Strengleika út fyriralmenn- ing með Itarlegum skýring- um og eftirmála." prófessor. ing.“ Clarence E. Glad - Klass- fsk menntun á fslandi „Ég er að fjalla um kennslu i grisku og latínu frá því skólahald hófst á íslandi og fram á okkar daga, aðalá- herstan erþóá 19. öldina." Gyifi Gunnlaugsson - Skapandi viðtaka fom- bókmenntanna, 1750- 1900 Jstórum dráttum er ég að rannsaka úrvinnslu forn- bókmenntanna í nýjum verkum þ.e. hvernig höf- undar nota þeer og hvernig skilningurþeirra á fornsög- um birtist I verkum þeirra." Rúnar Helgi Vignis- son rithöfundur „Vinn að framgangi smásögunnar." Hvað er smásaga? Rúnar Helgi viður- kennir að endalaust megi toga og teygja skilgreininguna á smásögu, „einnar síðu örsaga“ eða 100 síður, „Hamskipti“ Kafka og „Innstu myrkur" Conrads? Maður verður að setja sér einhvers konar þumalputta- reglur, held ég. En verkefhið býður upp á áhugaverðar vanga veltur um þetta bókmenntaform. Ég hef kennt samásagnafræði við Há- skóla íslands og er þessa dagana að ganga frá íslensku smásagnasafni 1996-2003 fyrir fram- haldsskóla og almenning, þannig að segja má að ég vinni að framgangi smásögunnar," segir Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur að lokum. Jón Viðar Jónsson - (s- lenskir leikhúsmenn - leikhúsmannatal „Þetta verður safn ævi- og listasögulegra ritgerða um leikara og ieikhúsmenn fram á miðja 20. öld." Sigurður Gylfi Magnús- son - Sjálfsbókmenntir á 20. öld „Ég rannsaka sjálfsævisög- ur, endurminningarit, skáldaævisögur, samtals- bækur og ævisögur imenn- ingariegu samhengi." Sigrún Helgadóttir - f björgum Jökulsár „Ég er aö skrifa bók um Jök- ulsárgljúfur og hugsa hana fyrir ferðamenn og alla þá sem hafa áhuga á þessu svæði." Rosalega flott og fjölbreytt „Ég fór í Hafnarhúsið á sunnu- daginn. Þar voru útskriftamemar Listaháskólans með sýningu. Þessi sýning var alveg rosalega flott og gaman að sjá fjölbreytnina. Ég þekkti marga sem voru að útskrifast og því gaman að sjá hvað þau voru að gera. Þeir sem útskrifast frá sömu deild voru aUs ekki að gera sömu hlutina. Þama em rosalega flottar myndir sem em þrykktar á gler, hljóðverk, tískusýning- ar, vídeóverk og margt annað. Á Listahátíð ætla ég allavega að sjá verkin hans Jeffs Koons, hann er mjög áhuga- verður." plötusnúður Gott í myndlist Daniel Barenboim hlaut ísraelska Nóbelinn, Wolf-verðlaunin Verðlaunin gef ég til tónlistar- kennslu íísrael og Ramallah Verðlaunin em kennd við stofn- anda þeirra, Ricardo Wolf, og em veitt fýrir störf í vísindum og listum í þágu alls mannskyns. Pínaóleikar- inn og hljómsveitarstjórinn Daniel Barenboim hlaut þau að þessu sinni ásamt Mtislaw Rostropovitjs sellóleikara. f þakkarræðu sinni i Knesset, ísraelska þinginu, minnti Barenboim á sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraelsrílds, þar stæði að rfltinu bæri að helga sig þróun í þágu allra sem þar búa. Samkvæmt yfirlýsing- unni byggir það á frelsi, réttlæti og friði. Allir íbúar rfltisins ættu að njóta jafnréttis á öllum sviðum. Og Barenboim sagðist sorgmæddur þegar hann spurði: „Getum við, þrátt fyrir öll okkar þrekvirki, leitt hjá olckur þá hyldýpisgjá sem nú er milli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og Barenboim og Wolf-verðlaunin israelsku þess raunveruleika sem blasir við í ísrael? Hernám olckar og kúgun á öðru fólki, kemur þetta heim og saman við yfirlýsinguna? Ef sjálf- stæði eins er byggt á afnámi grund- vallarréttinda annars, er það þá einhvers virði? Getur fsraelsrflti byggt stefnu sína á órausæjum draumórum fremur en raunsæi, mannúð og félagslegu réttlæti? Ég tel ekki hægt að leysa átök araba og gyðinga með hernaði, þess vegna stofnðuðm við Edward Said til sam- vinnu ungra tónlistarmanna í Mið- Austurlöndum, gyðinga og araba. Því tónlistin þekkir engin landa- mæri, er óháð tungumálum, byggir á ímynduninni og hrærir okkar dýpstu strengi. Tónlistin hreyfir við tilfinningum allra og þess vegna gef ég það fé sem fylgir þessari viður- kenningu til eflingar tónlistar- menntunar í fsrael og Ramallah," sagði Daniel Barenboim. í hádeginu á morgun, mið- vikudag, flytur Björn Þorsteins- son heimspekingur erindi sem hann nefnir „Lýðræði meðal vill- inganna". Björn leitar í smiðju franska hugsuðar- ins Jacques Der- rida en hann hefur á undanförnum árum mótað fjöl- þætt og marg- slungin hugtök í pólitískri hugsun sem koma saman í hugmyndum hans um lýðræði og réttlæti. Bjöm ætlar að gera grein fyrir kenningum Derrida með skír- skotun til ástands mála á alþjóða- vettvangi. Eru lýðræði og réttlæti í senn ókomin og á meðal okkar? spyr Björn Þorsteinsson heim- spekingur m.a. á síðasta miðviku- dagssemínar Reykjavíkurakadem- íunnar á þessu vori.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.