Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004 Sport DV Sturla til Danmerkur? Hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson gæti verið á förum frá ÍR-ingum. Hann er nýkominn heim frá Dan- mörku þar sem hann æfði með danska úrvalsdeildar- félaginu Aarhus GF en með því félagi leikur íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson. Forráðamenn Árósarliðsins hafa þegar gert Sturlu tilboð sam- kvæmt heimildum DV Sports og Sturla svaraði með gagntilboði. Sturla vildi lítið tjá sig um málið í gær en Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiks- deildar ÍR, sagði að félagið myndi ekki standa í vegi Sturlu fengi hann við- unandi tilboð. Stjarnan ræður þjálfara Karlalið Stjörnunnar f handknattleik hefur loks fengið nýjan þjálfara en gengið hefur verið frá því að Magnús Teitsson stýri liðinu á næstu leiktíð. Hann á mikið verk fýrir hönd- um því Vilhjálmur Hall- dórsson er horfinn á braut. Björn Friðriks- son verður ekki með liðinu næsta vetur og óvíst er með Þórólf Nielsen. Heskey loks á förum Það lítur út fyrir að Emile Heskey sé loks á förum frá Liverpool en hann hefur verið á leið frá félaginu nánast allar götur frá því hann var keyptur á 11 milljónir punda í mars árið 2000. Það er Birming- ham sem er til í að kaupa og það á 3.5 milljónir punda en sú tala getur hækkað í 6 milljónir punda. Málið klárast væntanlega í dag eða á morgun. Rýmingar- sala hjá Leicester Leicester City býr sig undir líf í ensku 1. deildinni þessa dagana og í gær leystu þeir þrettán leikmenn undan samningi við félagið til að létta á launagreiðsl- um. Stærstu nöfnin sem eru á förum eru Muzzy Izzet, Frank Sinclair, Steve Guppy, Keith Gillespie, Steffen Freund ogAndy Impey. Boltinn byrjaði að rúlla í Landsbankadeild karla í knattspyrnu um helgina og er ðhætt að segja að liðin hafi komið misjafnlega vel undan vetri. Aðstaða til æfinga yfir vetrartímann hefur stórlagast á undanförnum árum en það skilaði sér ekki nema að litíu leyti í fyrstu umferðinni. íslandmeistararnir runnu á rassinn á heimavelli, nýliðarnir hófu leik með æði misjöfnum árangri, Fylkismenn eru með gjörbreytt lið frá undanförnum árum og Framarar eru byrjaðir að berjast - nokkuð sem var ekki til í þeirra orðaforða undanfarin tíu ár. Það fór vel á því að tvö efstu lið síðasta tímabils, íslandsmeistarar KR og silfurlið FH, hæfu leik í Landsbankadeildinni þetta árið. Flestir bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik en þeir hinir sömu urðu fyrir vonbrigðum. KR-ingar voru eins og skugginn af sjálfum sér allan leikinn, andlausir, áhugalausir og skelfilega slakir og frammistaða þeirra gerði það að verkum að leikurinn náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. FH-ingar sýndu engan glans- leik en þeir höfðu þó margt til brunns að bera sem KR-inga skorti. Þeir voru skipulagðir í vörninni, yfirvegaðir á miðjunni og markvissir í sókninni öfugt við KR-inga þar sem glundroði og taugaveiklun var boð- orð dagsins í vörninni, miðjan með Tékkann Petr sem slakasta mann, kom varla sendingu á samherja, og sóknarleikurinn stóð og féll með sautján ára gömlum framherja, Kjartani Henry Finnbogasyni. Hann var stöðugt að, skapaði mikla hættu en félagar hans voru meðvit- undarlausir. Það segir meira en mörg orð um sóknarleik KR að það lifnaði töluvert yfir honum þegar Guðmundur Benediktsson, já, segi og skrifa það, Guðmundur Bene- diktsson, kom inn á. Guðmundur hefur varla æft knattspyrnu undan- farið ár og þaðan af síður spilað hana en frammistaða hans var örlítill Ijósdepill í svartnætti upphafsleiks íslandsmótsins. Guð- mundur er ekki kominn í sitt besta form en hann sýndi góða takta á meðan hann hafði kraft og þrek. Meiðsli hjá meisturunum fslandmeistararnir geta þó hugg- að sig við að þeir eiga marga sterka leikmenn inni sem eiga án nokkurs vafa eftir að dúkka upp fljótlega. Sigurvin Ólafsson, Ágúst Gylfason, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Garðar Jóhannsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eru allir meiddir en þeir þurfa sinn tíma til að komast í leikform. Á meðan þurfa þeir sem eftir eru að þjappa sér saman og rtfa sig upp. Tékkinn Petr Podzemsky olli miklum vonbrigðum og er hætta á að hann verði kominn upp í vél til Prag fljódega ef hann batnar ekki því það er tilgangslaust að hafa erlendan leikmenn sem er lítið annað en miðlungsmaður í liðinu. Bjart hjá FH FH-ingar geta litið björtum augum á sumarið. Uppbygging lið- sins er með sama hætti og í fyrra og liðið virðist vera með mikið sjálfs- traust. Beinagrind liðsins saman- stendur af Tommy Nielsen og Heimi Guðjónssyni og þeir félagar virðast ekki æda að gefa mikið eftir. Atíi Viðar Björnsson virðist hafa náð sér af krossbandameiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarin tvö ár og hann gerði varnarmönnum KR lífið leitt á laugardaginn með hraða sínum og krafti. Allan Borgvardt og Ármann Smári Björnsson voru ekki með vegna meiðsla og það segir sig sjálft að sóknarleikur liðsins mun eflast til muna þegar þeir verða klárir. FH-liðið var samt mjög ógnandi þótt þeirra nytí ekki við og það er mjög jákvætt fyrir þá. Þeir spila markvissa knattspyrnu þar sem leikmenn eru meðvitaðir um sín hlutverk og það er ekkert sem bendir til annars en að þeir verði í baráttunni um titil allt til loka. Erfitt hjá Grindavík í Grindavík áttust við tvö lið, Grindavík og ÍBV, sem spáð hafði verið að myndu verða í botn- baráttunni. Það er erfitt að meta lið Grindavíkur eftir þennan leik því þeir þurftu að breyta liðinu strax eftir hálftíma þegar varnarmaðurinn Slavisa Kaplanovic meiddist og varð að fara af velli. Þá fór Sinisa Kekic í vörnina en hann hafði fram að því stýrt miðjunni hjá Grindavík með myndarbrag. Við þetta riðlaðist leikur liðsins töluvert en eftir stóð að Grindavíkurliðið þyrfti helst að hafa einn Kekic í vörn, einn á miðjunni og einn í sókn til að vera öflugt. Hann er algjör yfirburðamaður í liðinu og án hans væru þeir dæmdir til að falla. Albert Sævarsson olli von- brigðum í marki Grindvíkinga. Hann var þokkalegur á milli stang- anna en skefilegur í úthlaupum. Það skapaðist mikil hætta eftir horn- spyrnur Eyjamanna í fyrri hálfleik en þá fór Albert nokkrum sinnum út og missti af boltanum. Grétar Hjartarson spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma og þótt hann hafi verið meira og minna ósýni- legur lengstan hluta leiksins þá sýndi hann mikilvægi sitt þegar hann skoraði markið sem tryggði Grindavík stig. Grindvíkingar voru heppnir að ná í þetta stig og miðað við spilamennskuna þá bíður þeirra fallbarátta. Liprir Eyjamenn Eyjamenn komu á óvart með liprum leik, nokkuð sem þeir voru ekki þekktir fyrir í fyrra. Nýju erlendu leikmennirnir, Mark Schulte og Matt Garner virðast mjög sterkir og miðverðirnir ungu, Tryggvi Bjamason og Einar Hlöðver Sigurðsson náðu vel saman. Atíi Mesta breytingin Rúmeninn Ion Geolgau hefur heldur betur gjörbreytt Fram- liðinu frá því í fyrra. Það skal reyndar viðurkennast að það hjálpar honum að hafa fengið fjóra sterka leikmenn, Ríkharð, Færeyingana Fróða og Hans Fróða og Þorvald Makan, en bragurinn á Framliðinu er allt annar en undanfarin ár. Geolgau hefur búið til öflugt og harðskeytt lið sem getur sótt mjög hratt og fýrsti leikurinn gef- ur vísbendingu um styrk liðsins þá þarf það ekki að óttast að berjast um fall í síðustu um- ferðinni líkt og síðustu fimm ár. Mestu vonbrigðin íslandsmeistarar KR mættu ekki tilbúnir til fyrsta leiks. Þrátt fýrir að hafa ekki leikið færri en þrjátíu leiki frá áramótum var eins og liðið væri að koma saman í fyrsta sinn í langan tíma og hefði byrjað að æfa ekki alls fýrir löngu. Stemningin var engin, andleysið algjört og þegar sterkir leikmenn eins og Kristján Sigurðsson og Bjarni Þorsteins- son eru farnir að gera mistök þá er fokið í flest skjól. KR-ingar þurfa að hysja upp um sig buxurnar áður en þær verða komnar niður á hæla því svona frammistaða hæfir ekki íslands- meisturum. ÍR-ingar ætla sér stóra hluti næsta vetur Lykilmenn skrifa undir Það er ljóst að ÍR-ingar ætía að vera áfram í toppbaráttunni í handboltanum næsta vetur en þeir gengu um helgina frá samningum við flesta lykilmenn liðsins. Mennirnir sem hafa skrifað undir nýjan samning við ÍR eru Bjarni Fritzson, Ingimundur Ingimundar- son, Hannes Jón Jónsson, Fannar Þorbjörnsson, Ólafur Gíslason og Hreiðar Guðmundsson. Svo er Sturla Ásgeirsson með samning í höndunum frá félaginu sem hann mun skrifa undir gangi hlutirnir í Danmörku ekki upp. „Við ætlum okkur að vera áfram í baráttunni og lykill að því er að halda þeim mönnum sem þegar eru hjá okkur," sagði Hólmgeir Einars- son, formaður handknatt-leiks- deildar ÍR, í samtali við DV Sport í gær. „Við erum síðan að leita eftir frekari liðsstyrk en það hefur ekkert gerst í þeim málum ennþá." Aftur hagnaður Eins og kunnugt er munu ÍR- ingar missa Einar Hólmgeirsson í sumar og lrklega munu þeir þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir manni fyrir hann. Hólmgeir sagði að rekstur deild- arinnar í fyrra hefði gengið vel og skilað hagnaði upp á 1,4 milljónir króna. Þetta er annað árið í röð sem handknattleiksdeildin skilar hagn- aði. henry@dv.is Mottan fer hvergi Stuðningsmenn IR geta notið þess að horfa á fagurt skegg Ingimundar Ingimundarsonar næsta vetur þvi hann er búinn aðgera nýjan samning við félagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.