Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Page 25
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl2004 25
Undanfarin misseri hefur það sífellt færst í vöxt að íslenskar
auglýsingastofur taki þekkt erlend dægurlög án þessa að
sækja um leyfi hjá eigendum eða breyti þeim lítillega til notk-
unar í íslenskum auglýsingum. STEF er ósátt og segir þetta
hreina og klára móðgun við tónlistarmenn. STEF undirbýr
málsókn en auglýsingastofur segja að þetta viðgangist einfald-
lega á íslandi.
Tískusýning Hersesimuu P
fatahönnunardeildm bauð uf
hugmyndaflugið vantar ekki
Hönnunarnemar
útskriftarhópsins
samankominn.ána
með árangurinn ef
stífa vinnutörn.
STEF gegn siolnum
lögum í auglýsingum
„Við erum að skipuleggja mjög
stífa gegnumtöku og ætlum að reyna
að vinna þetta þannig að hægt sé að
fara með þetta fyrir dómstóla. Við
reiknum líka með því að senda út-
lendum rétthöfum þessara laga
skýrslu um meint höfundarréttarbrot
og þá er mjög líklegt að þeir fylgi okk-
ur eftir í þessu mjög svo alvarlega
máli,“ segir Magnús Kjartansson
stjórnarformaður STEFs.
Lögunum breytt lítillega
Það hefur ekki farið ffamhjá mörg-
um sjónvarpsáhorfendum að mörg
þeirra laga sem notuð eru í íslenskum
auglýsingum eru óduldar stælingar á
vinsælum erlendum dægurlögum.
Þannig hafa eilítið breyttar útsetning-
ar á lögum eftir Madonnu, Badly
Drawn Boy, Beyonce Knowles og fleiri
tónlistarmönnum verið notuð til að
auglýsa íslenskar vörur. Einnig virðist
það vera algengt að erlend lög séu
notuð í auglýsingar án þess að sótt sé
um leyfi eða réttur að þeim keyptur.
STEF hefur nú komið á fót nefhd
sem hefur það hlutverk að taka upp
sjónvarpsauglýsingar og skrifa skýrslu
um það sem ne&idinni þykir athug-
unarvert. „Þetta er ömurlegt ástand
sem sýnir að þær auglýsingastofur og
þau fýrirtæki sem bera ábyrgð á þess-
um höfundarréttarbrotum treysta
umhverfi sínu ekki betur hér á landi
en raun ber vitni,“ segir Magnús enn-
fremur. „Við erum að fá fullt af ábend-
ingum frá fólki innan auglýsinga-
geirans um þessi brot. Við fáum lfka
ábendingar frá þeim sem vinna að
hljóðsetningu á auglýsingum sem
blöskrar þessi vinnubrögð." Aðspurð-
ur hvort einhver sérstök auglýsinga-
fyrirtæki séu grófari en önnur svarar
Magnús því að þetta tíðkist meira á
minni stofunum.
Minnir á sjóræningjaútgáfur
Ingólfur Hjörleifsson fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
auglýsingastofa segir að málið hafi
verið til umfjöllunar innan sam-
bandsins og verið sé að reyna að út-
rýma þessum vinnubrögðum.
Auglýsingastofa sem DV ræddi
við segir þetta einfaldlega viðgang-
ast hér á landi. „Við reynum oftast
að kaupa réttinn að lögum sem við
notum en f flestum tilvikum er það
bara of dýrt til þess að það borgi
sig." Enn önnur auglýsingastofan
sagði þetta í sjálfu sér ekki vera
stuld því að verið væri að vitna í
ákveðin dægurlög eða stemningu
og það væri hægt að vitna í svo
margt án þess að menn væru „að
stela."
Máni Svavarsson tónlistarmaður
hefur unnið að gerð fjölda auglýsinga-
stefa. Hann segir að myndmáli í aug-
lýsingum sé oftar en ekki ætlað að
vekja upp einhverjar tilflnningar með
því að vitna í aðra hluti og sama sé
hægt að gera með tónlist. „Ég hef
ávallt talið mig vinna innan ramma
laganna í þessum efnum. Ég fagna því
hins vegar ef STEF hyggst fara í
saumana á þessu. Verst finnst mér að
tekin séu heil lög og sett inn í auglýs-
ingar án þess að spyrja kóng eða
prest. Það er fyrir neðan allar hellur og
ekkert annað en þjófnaður."
Einn nefndarmannanna sem DV
ræddi við líkti þessu við sjóræningjaút-
gáfur. „Þetta minnir mig helst á sjó-
Auglýsingar sem STEF er m.a. með
til umfjöllunar:
(slandsbanki, námsmannaþjónustan:
Crazy in Love (Beyonce Knowles)
Kringlan:
Louis Armstrong
Samskip:
Echoes in my Mind (Nelson)
Toyota:
It's my life (Bon Jovi)
Jói Fel:
All You Need is Love (Bítlarnir)
Fold Fasteignasala:
Our House (Crosby, Stills, Nash and
Young)
Merrild-kaffi:
Devil in Disguise (Elvis)
lcelandair:
Theme from Flashdance.
Hestaauglýsing:
Fly on the Wings of Love
(Olsen-bræður)
Gaukurinn:
LedZeppelin
Lýsing:
American Life (Madonna)
ræningjaútgáfur í Asíulöndunum þar
sem heilu plöturnar em seldar án
nokkurs leyfis ffá höfundi eða flytj-
anda.“
Niðurlæging fyrir íslenska tón-
listarmenn
Magnús Kjartansson segir að fyrir-
tæki eyði himinháum fjárhæðum í allt
annað en tónlistina þegar auglýsinga-
gerð er annars vegar. „Þetta er oft
þannig að við gerð auglýsinga er þekkt
popplag notað til viðmiðunar og svo
þegar það kemur að því að semja end-
anlegt lag fyrir auglýsinguna er popp-
lagið bara stælt fyrir lftinn pening eða
þá að það er bara notað án leyfis. Ég er
viss um að þessi sömu auglýsingafyr-
irtæki tækju það illa upp ef einhver
stæli þeirra eigin efni.“ Magnús er
einnig gáttaður á lagavali sumra fyrir-
tækja. „Það er óneitanlega kaldhæðn-
islegt þegar þau fyrirtæki sem hvetja
íslenska neytendur tfi að velja íslenskt
velja sjálf erlend dægurlög í auglýs-
ingar sínar. Það er minn gmnur að
fólk og þá sérstaklega íslenskir tónlist-
armenn upplifi það sem niðurlæg-
ingu þegar íslensk fyrirtæki notast við
erlend lög eða eftiröpun á þeim í stað-
inn fyrir íslensk. Þetta er náttúmlega
bára hrein og bein móðgun." Magnús
segir að það hljóti að vera markaðs-
stjórar fyrirtækjanna og auglýsinga-
stofurnar sem beri ábyrgð í þessum
efnum. Höfundarréttarbrot er mjög
alvarlegur glæpur og því lítum við
þetta mjög alvarlegum augum."
Stjörnuparið Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru orðin foreldrar
Eignuðust stelpu
Leikkonan Gwyneth Paltrow og
kærasti hennar Chris Martin hafa
eignast sitt fyrsta barn. Stúlkan, seni
hefur fengið nafnið Apple, fæddist
eftir langar og erfiðar hríðir en bæði
móður og barni heilsast vel. Martin,
sem er söngvari hljómsveitarinnar
Coldplay, sagðist vera í skýjunum.
„Ég er 900 mílur yfir tunglinu og vU
þakka öllum á sjúkrahúsinu fyrir
hjálpina." Leikkonan sem ætlaði að
eignast barnið heima hefur ákveðið
á síðustu stundu að fara á sjúkrahús
en hún átti stúlkuna í London.
xr