Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ2004 Fyrst og fremst 0V Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifíng@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um András Ond • 1 Hvað heitir Andrés á ensku? 2 Og hvað heita Ripp, Rapp og Rupp á ensku? 3 Hvert er millinafn Andr- ésar - á ensku a.m.k.? 4 Hver er frægasti teiknari Andrésar fyrstu áratugina? 5 Hver hefur samið mestu Andrésar- og Jóakimsbálk- ana nú síðasta áratuginn? Svör neðst á síðunni Et Jafnrétti í íþróttum í leiðara ísraelska blaðs- ins Haaretz er fjallað um nýlegan úrskurð hæsta- réttar landsins sem kveður á um að auka eigi framlög tíl ftiróttaiðkun- ar kvenna. fmeira en fimm áratugi hafa karlmenn í ísrael fengið mun meiri fjárframlög frá hinu opinbera til íþrdttaiðkunar en kon- ur. Þannig er dæmi tekið af knattspymuliðinu Ra- mat Hasharon. Karlalið félagsins hefur á síðustu fjórum árum fengið á bilinu 1,2-1,5 milljónir shekela í styrk en liðið spilar í þriðju deild. Kvennalið félagsins varð hins vegar ísraelsmeist- ari í fyrra auk þess að spila til úrslita í bikar- keppninni en þrátt fyrir það hefur liðið ekki fengið nema 850 þúsund shekel á síðustu árum. Með nýfollnum dómi Hæstaréttar ísraels mun þetta hins vegar breytast og því ber að fagna að mati leiðarahöfundar. Að tefla við páfann Sá mikli spekingur Loki, sem aðsetur hefur á bak- síöu DV, spurði I gær hvort „fúll á móti" vildijeflayií} páfann, og var tilefnið að Bjartmar G uðlaugsson, höf- undur lagsins umjúlan á móti" lýsti yfir ánægju sinni með að kaþólski söfnuður- inn á Islandi skyldi ætla að koma sér upp úti- búi áAusturlandi en vildi líka fá páfann sjálfan austurá land. Orðtakið„að tefla við páfann“er gamalt og gott en við höfum orðið vör við aö ekki allir skilja það rétt- um skilningi. Þaö þýðir að- eins og einfaldlega að sitja og kúka. Málið 1. Donald Duck - 2. Huey, Dewey og Louie - 3. Fauntleroy - 4. Carl Barks - 5. Don Rosa. Tólf mínútur Hinn guðdómlegi forsætisráðherra okkar þoldi forustumenn stjómar- andstöðunnar í tólf mínútur. Þar af talaði hann sjálfur í sex mínútur. Þegar and- stæðingamir höfðu talað í tvær mínútur á mann, var honum nóg boðið. Hann sagði fundinum slitið og æpti á þá að hypja sig út f hvelli. Þetta var ekki bara götustrákurinn að snapa fæting. Þetta var götustrákurinn, sem var orðinn að kóngi, er lítur á það sem hegðun- arvandamál, ef einhver lýsir andstöðu við skoðanir hans. Þetta var maður, sem var orðinn ófær um að juða mönnum til sam- komulags, ófær um að vera sáttasemjari stjórnvalda. Utanrftdsráðherra fannst þetta greinilega fyndið. Hann brosti meira að segja í sjón- varpinu í fyrsta skipti síðan f kosningabar- áttunni fyrir ári. Honum fannst fyndið, að forsætisráðherra skyidi varpa stjómarand- stöðunni á dyr eftir tólf mfnútna samvist um aðalmál ríkisstjórnarinnar. Auðvitað er ekki allt í lagi með þessa menn. Ekki er heldur alit í lagi með viðhlæjendur forsætisráðherra í hans eigin flokki, sem finnst gott að hafa götustrák með kórónu fyrir leiðtoga. Ekki er gott, þegar pólitíkin er orðin eins og Davíð Oddsson hefur gert hana hér á íslandi, að leð juslag. Það er ekki bara, að stjómmálaflokkamir séu orðnir að eins konar fótboltafélögum, þar sem menn halda með sínu liði, hvað sem tautar og raular. Þeir em orðnir að götuklfkum, þar sem öll brögð em leyfileg, þar sem heimurinn skiptist í okkur og svo alla hina, sem em ekki einu sinni mennskir. Nú hafa landsfeðumir handvalið sér nefnd minni háttar lögfræðinga á skrifstofum Jóns Steinars og annarra slíkra sérfræðinga í mannlegum samskiptum. Hlutverk nefiid- arinnar er að gera tiliögur um atkvæða- greiðslu, sem feli í sér, að stjómarsinnar geti greitt atkvæði með því að sitja heima. Götustrákum með og án kóróna þykir það ffnasta ferli að haga þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin á þann hátt, að stuðn- ingsmenn geti ráðið niðurstöðunni með því að sitja bara heima og draga þátttökuna nið- ur fyrir einhverja prósentu, sem verður að vísu lægri en 75% dómsmálaráðherrans. Tillaga Bjöms Bjamasonar um 75% þáttöku sem skfiyrði er dæmigerð fyrir hugsunarhátt liðsins, sem stendur þétt að baki leiðtog- anna, sem stjóma landinu með ofsa og illindum. Hún er dæmigerð fyrir mstana við dúkuðu borðin að baki skilrúmanna, dæmi- gerð fyrir þá, sem beita símahótunum. Þjóðin getur nú farið og er farin að átta sig á, að henni er stjómað af götustrákum, sem hafa náð svo miklum völdum, að þeir hafa ruglazt í rfininu og glatað jarðsambandinu. Jónas Krlstjánsson Þröskuldar og 75 prósenl vitleysa ÞAÐ ER DÁLfTK SKRÝTK) 0G SKEMMTILEGT hvað stærðfræðingar eru að koma sterkir inn, eins og það heitir, í umræðum um aðdraganda kosninganna um Davíðslög. Stjórn- málamennirnir Davíð og HaUdór treystu ekki stjórnmálamönnum til að taka ákvarðanir um hvenær og hvernig kosningarnar eiga að fara fram heldur skipuðu nefnd lögfræð- inga til að ákveða það. En þó auðvit- að ekki hvaða lögfræðinga sem er eins og Egill Helgason bendir á í kjaiiaragrein sinni í blaðinu í dag. Lögfræðingar virðast sumir tilbúnir til að láta þvæla sér út í hvað sem er en þá koma sem sagt stærðfræðing- ar og gerast rödd heilbrigðrar skyn- semi í þessum málum. STÆRÐFRÆDINGURINN PAWEL BAR- TOSZEK skrifaði fyrir fáeinum dögum grein á Deigluna.com þar sem hann hæðist að hugmyndum um að ein- hverja vissa prósentu ætti að þurfa til að kosningin um Davíðslögin telj- ist gild. Greinin er svo ágæt og rök- föst að við freistumst til að birta hana í heild. Pawel skrifar: „Guðjón Arnar er bara svona svolítið vitlaus. Nánar til tekið svona 25% prósent vitlaus. í Kasdjósþætti sagði Guðjón Arnar nefnilega að hann teldi að setja þurfti einhvern þröskuld, t.d. 25%, á þátttökununa í þjóðaratkvæða- greiðslum til að niðurstaðan væri bindandi. Hins vegar taldi Guðjón að það væri kannski sniðugt að láta kosninguna taka lengri tíma, ekki bara dag, „kannski svona viku" og verður sú vitleysa ekki mæld með tölu. Hefur Guðjón heyrt af utan- kjörfundaratkvæðagreiðslum? HUGMVNDIN UM ÞRÖSKULDA íkosn- ingum stafar af hinum hjartnæma ótta við fámenna þrýstihópinn sem getur þröngvað viija sínum fram í krafti lágrar kosningaþátttöku. Guð- jón Arnar hræðist þrýstihópa sem 24% afþjóðinni tilheyra, margirhafa reynt að koma í veg fyrir alræði 49%- þrýstihópa ogjafhvel eru þeir til sem geta ekki sofið vegna þeirrar tilhugs- Fyrst og fremst unar um að fámennur, 74%- þrýsti- hópur, geti bókstaflega stjórnað hér öllu og kúgað hið réttkjörna þing sem öllu skal ráða (sbr. þingræði). í þjóðaratkvæðagreiðslum um inngöngu A-Evrópu ríkja inn í ESB var víða krafíst 50% kjörsóknar. í tveimur löndum, Póllandi og Slóvakíu, má í raun segja að and- stæðingar aðildar hafi hjálpað til við að koma löndunum inn í ESB. Ef rúmur helmingur þeirrra hefði setið heima þá hefði kjörsóknin farið undir 50% og innganga land- D e i g I a anna hefði hugsanlega tafist. Þetta sýnir fáran- leika slíkra þröskulda. Skyndilega skaðar það málstaðinn að greiða honum atkvæði. ÞAD ER RANGT að slíkir þröskuldar ýti upp kjörsókn. í flestum kosning- um hefur önnur fýlkingin hag af því að niðurstaðan verði ekki bindandi. Þeir kjósendur fara ekki á einhvem „bömmer"þótt kjörsókn verðilág. Tökum sem dæmi kosninguna sem fram undan er. Hvað eiga stuðningsmenn fjölmiðlafrum- varpsins að gera ef 50% lágmarks- þátttöku verður krafist? Ef þeir eru fleiri þá vinna þeirhvort sem ermeð því að sniðganga kosningamar. Ef þeir em færri þá beinlínis gera þeir málstað sínum skaða með því að mæta því þá em þeir að ýta upp kjörsókn og auka líkur áþvíað kosn- ingin verði gild. Við erum þá sem sagt búin að búa til kerfi sem letur fólk frá þátt- töku í kosningum. Þar með er hug- myndin um leynilegar kosningar líka farin út um gluggann enda er þá farið að skipta meira máli hvort þú kýsten ekkihvað. Það sem ýtir upp kjörsókn er áhugi kjósenda og sannfæring um að atkvæði þeirra skipta máli. Um- ræddir þröskuldar hafa ekkert með hvoru tveggja að gera. Eða erþá ekki nauðsynlegt að setja sambærilega þröskulda á Alþingiskosningar. Ef kjörsókn lækkar milli ára, þá situr bara samaþingið áfram? NEI, ÞAD EIGA EKKI að vera nein takmörk á það við hvaða aðstæður lýðræðið fái að ganga sinn gang. Eða hvers vegna eiga þeir sem nenna ekki að mæta, eru í útlöndum eða nýlátnir að taka völdin af þeim sem nenntu að setja sig inn í málið? Og ef að Ríkisstjórnin metur það svo að áhugi á kosningunum hafi verið það lítill að henni sé óhætt að leggja fram sama frumvarp á næsta þingi, þá getur hún gert það og tekið pólitíska ábyrgð í næstu kosningum. Allir þröskuldar á kjörsókn eru vitlaus hugmynd frá stærð fræðilegu og lýðræðislegu sjónarmiði. Og þeim hærri sem menn setja þá þeim mun andlýðræðislegri verða þeir. Eða hvernig væri bara að fara með þetta alla leið og kretjast hvorki meira né minna en: 100% þátttöku? Það væri nú ekki mikið vit- lausari hugmynd en þessi 75% sem menn hafa nefnt. Nánar til tekið: svona 25% vit- lausari." ingarnar um Davíðslög minnki sjálf- krafa líkur á samþykkt þeirra. Út- gangspunktur hans er sá að ef ekki næðist einhver fyrir fram ákveðin lágmarkskjörsókn, þá teldist at- kvæðagreiðslan ógild. En þar sem stjórnarskráin kveður skýrt á um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram - sem eðli málsins samkvæmt verður að vera gild - þá myndi htil kjörsókn hreint ekki þýða að lögin teldust samþykkt (eins og talsmanna Dav- íðslaga halda fram) heldur einvörð- ungu að atkvæðagreiðsluna yrði að endurtaka, þangað til skilyrðinu um kjörsókn yrði náð og atkvæða- greiðslan teldist því gild. Þetta yrði líklega að endurtaka aftur og aftur þangað til gild niðurstaða fengist. "EFTIR N0KKRAR SLÍKAR K0SNING- AR," skrifar Reynir, gæti alþingi að vísu, ef þar skyldu vera einhverjir skynsamir menn, endurskoðað lög- in og fellt 70% ákvæðið aftur niður. En skynsamt alþingi hefði svo sem aldrei sett ákvæðið í lög til að byrja með. “ Skrifar Reynir. sem 0G SV0 MÁ LÍKA minnast á dágóða grein annars stærðfræðings, Reynis Axelssonar, í Mogganum í gær (sem reyndar ber fyrirsögnina Hví ekki setja skilyrði um 100% þátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu?) þar Reynir leiðir af frá- bærlega skemmtilegri rökvísi líkur að því að öll skil- yrði sem sett yrðu um kosn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.