Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 11 JÚNl2004
Fréttir D V
Erró hangir
hjá UNESCO
Síðastliðið haust komu
forsvarmenn aðalskrifstofu
UNESCO að máli við ís-
lensku UNESCO-nefndina
og leituðu hófanna um
milligöngu til að fá lista-
manninn Erró til að leggja
baráttumálum UNESCO lið.
Erró tók málaleituninni
mjög vel og varð niðurstað-
an sú að ein af þekktustu
myndum hans prýðir nú
nýjasta veggspjald UNESCO
sem er helgað skilningi
þjóða á milli.
Móðirinjátar
ekki
43 ára móðir, sem grun-
uð er um að hafa banað
dóttur sinni, Guð-
nýju Hödd Hildar-
dóttur, með hnífs-
stungu í brjóstið að
morgni hvíta-
sunnudags hefur
ekki játað morðið.
Geðrannsóbi á
móðurinni stendur
nú yfir og er hún í
gæsluvarðhaldi til 14. júm'.
Hún dvelst á lungnadeild
Landspítalans í Fossvogi og
heíur ekki játað. Búið er að
taka ítarlega skýrslu af syni
konunnar, sem stunginn var
í kviðinn, og er tilgáta lög-
reglunnar sú sama, að móð-
irin hafi ein staðið að verki.
Eldur í þríhjóli
Eldur kom upp í þrí-
hjóli sem var á ferð um
Víkurskarð í gær. Um var
að ræða vélhjól og upp-
götvaði ökumaðurinn
ekki fyrr en annar vegfar-
andi lét hann vita að eld-
ur væri laus í hjóli hans.
Hjólið brann ásamt far-
angri og bensínbrúsa
með varabirgðum en
ökumaðurinn slapp með
skrekkinn.
Bannað að
þukla brjóst
Héraðsdómur Norður-
lands eystra hefur dæmt for-
svarsmenn veitingastaðarins
Setursins á Akureyri til að
borga sekt fýrir brot á lög-
reglusamþykkt Akureyrar.
Þeir buðu gestum staðarins
upp á nektardans án þess að
fullnægja kröfum
um að dansatriðin
færu fram á af-
mörkuðu svæði í
veitingasal staðar-
ins. Lögreglumenn í
eftirlitsferð á staðn-
um í fyrra fóru inn í
svokallað Meyjar-
hof og sáu þeir þar
hvar ein dansmærin stóð
klofvega yfir karlmanni,
hallaði sér nakin yfir mann
inn og var maðurinn að
þukla brjóst hennar með
báðum höndum.
Sóttvarnalæknir segir gríðarlega marga hafa veikst af hinni heiftarlegu Húsafells-
gubbupest af völdum svokallaðs noro-víruss. Sjúklingarnir álíti sig hafa sýkst af
vatnsdrykkju. Það sé ósannað. Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands er að rannsaka ný
sýni úr vatninu en afar erfitt er að greina veirur i vatni. Landlæknir skorar á fólk
að sjóða neysluvatn í Húsafelli.
Landlæknir varar
við Húsafellsvatni
„Fólk sjálft segist alveg visst um að þetta sé í vatninu og lýsir því
mjög fjálglega að þeir sem ekki hafi drukkið vatn hafi ekki veikst,
en að hinir hafi veikst." Landlæknir segir gubbupestina í Húsa-
felli stafa af noro-vírus. Þeir sem hafi veikst telji sig hafa drukkið
sýkt vatn. Sjóða eigi drykkjarvatn í Húsafelli þar til málið skýrist.
Verið sé að rannsaka vatnið að nýju. Fyrri rannsókn leiddi ekk-
ert athugavert í ljós.
„Þetta eru veikindi sem hafa verið
mjög áberandi hjá fólki sem hefur ver-
ið í Húsafelli en reyndar líka annars
staðar á landinu. Til dæmis hjá fólki á
Austurlandi og í Reykjavík sem hefur
ekki haft nein tengsí við Húsafell,"
segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á
sóttvamarsviði Landlæknis.
Landlæknisembættið mælir með
því að fólk sjóði neysluvatn í Húsafelli.
Niðurstöður rannsókna á sýnum úr
tveimur gestum í Húsafelli eru að um
svokallaða noro-veiru sé að ræða.
Ný vatnssýni til rannsóknar
DV hefur áður sagt frá hinni heift-
artegu niðurgangs- og ælupest sem frá
því fyrir hvítasunnu hefur lagst á fólk í
Húsafelli.
Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi
Vesturlands, og Sigríður Snorradóttir í
Húsafelfi lýstu því bæði að líklegast
væri pestin komin í Húsafell með
hjónum frá Akureyri sem komið hafi í
Húsafell helgina fýrir hvítasunnu. Ný-
afstaðnar rannsóknir heilbrigðisfull-
trúans hefðu ekki leitt annað í ljós en
að vatnið á staðnum væri í himnalagi.
Heilbrigðisfulltrúinn benti strax
sjálfur á að ekki væri víst að niðurstöð-
ur hans væru óyggjandi varðandi það
hvort vfrus væri í vatninu eða ekki.
Hann hefur nú tekið ný sýni sem eru
til rannsóknar.
Sjö af hverjum tíu veikjast
Þórólfur Guðnason segir land-
læknisembættið hvetja alla lækna til
að taka sýni úr fólki sem hefur veikst af
umræddri pest í Húsafelli og annars
staðar.
„Þetta hefur verið gríðarlega al-
gengt í Húsfelli. Fólk hefur gefið okkur
nákvæmar lýsingar. Það segir að sjö úr
tíu manna hópi sem er búinn að vera
þar í einn eða tvo daga, annað hvort á
tjaldstæðinu eða í bústað, hafi veikst.
Fólk sjálft segist alveg visst um að
þetta sé í vatninu og lýsir því mjög
fjálglega að þeir sem ekki hafi drukkið
vam hafi ekki veikst, en að hinir hafi
veikst," segir Þórólfur.
Fólk sjóði Húsafellsvatnið
Óljóst var þar til síðdegis í gær hvað
olli pestinni í Húsafelii. Rannsóknir
sýna nú að um svokallan noro-vfrus sé
að ræða. Það var einmitt sá vírus sem
Helgi heilbrigðisfulltrúi nefndi við DV
strax og uppskátt varð um málið í síð-
ustu viku. En þá er eftir að henda reið-
ur á því hvort vírusinn leynist í vatninu
eða ekki.
„Það er gríðarlega erfitt að finna
Húsafell Ælupestin I Húsafelli sem heilbrigðisfulltrúi Vesturlands og staðarhaldari töldu stafa
frá akureyskum hjónum geysar enn á staðnum og hefurskotið upp kollinum víðar.
slíka veiru í vatninu. Það þarf meðal
annars að athuga hvort smit geti hafa
orðið rnilli vamsinntaks og frárennslis
því ef veiran er í vatrúnu er hún þang-
að komin vegna saurmengunar," segir
Þórólfur en hefur jafhframt eftir heil-
brigðisfulltrúanum að mjög ólíklegt sé
að neysluvatnið hafi sýkst þar sem það
sé tekið upp í Húsafelli: „Það er tekið
úr lindarvatni sem streymir undan
hrauninu. En við höfum hvatt fólk til
að sjóða vatnið því noro-vfrus drepst
við suðu."
Sláandi lýsingar segir læknirinn
„Það eru mjög sláandi lýsingar
hjá fólki. Það veikist með maga-
verkjum, uppköstum, slappleika og
miklum niðurgangi. Þetta gengur
yfir á einum til tveimur dögum en
er mjög slæmt á meðan á því stend-
ur,“ segir Þórólfur um einkenni
pestarinnar.
Að sögn Þórólfs er noro-vírus
bráðsmitandi á milli manna en get-
ur einnig smitast úr vatni:
„Noro-vírusinn er frekar harðger
veira en dafnar ekki lengi í vatni af
sjálfsdáðum; hann fjölgar sér ekki
sjálfur í vatni eins og bakteríur
heldur þarf hann lifandi hýsil."
gar@dv.is
Engin gleði á kosninganótt
Svarthöfði hrökk skyndilega upp
við það í gær að það eru að koma
forsetakosningar.
Það eru bara tvær vikur eða þar
um bil þangað tfi.
Og Svarthöfða er alveg hjartan-
lega sama.
Það er nú reyndar út af fyrir sig
ekki alveg nýtt. Svarthöfði hefur
gjarnan látið sér forsetakósningar
nokkuð í léttu rúmi liggja. Það var
eiginlega bara í forsetakosningum
1952, þegar þeir átmst við Ásgeir og
séra Bjami, sem Svarthöfði man eftir
að hafa komist í almennilega geðs-
hræringu út af forsetakosningum.
Enda voru það spennandi kosningar
og endalausar skoðanakannanir voru
ekki búnar að taka frá manni alla
spennu fyrir kjördag. Og Svarthöfði
m
Svarthöfði
man eftir að hafa setið með titrandi
hendur í skauti þegar fyrsm tölur
fóru að berast úr útvarpinu - en ungu
fólki til fróðleiks ber að geta þess að í
þá daga var ekki komið neitt sjón-
varp. Það kom ekki fyrr en 1966, ef
Svarthöfða misminnir ekki. En síðan
1952 hafa forsetakosningar sem sagt
látið Svarthöfða að mesm ósnortinn.
Jafnvel kosningamar 1980 urðu
Svarthöfða aldrei neitt ástríðumál.
Hvað þá kosningamar 1996. Svart-
höfði meinar: að velja milli Ólafs
Ragnars Grímssonar og Péturs Kr.
Hafstein? Átti Svarthöfði að fá í hnén,
eða hvað?
Hvernig hefur þú það'
ÓlöfMarín Úlfarsdóttir lögfræðinemi og fyrrum dagskrárgerðarkona á Létt „Ég hefþað bara
mjög fínt. Var að klára fyrsta árið í lögfræðinni. Náði öllum prófunum og gekk vel. Þetta var blóö
sviti og tár. Isumar mun ég svo vinna að stóru lögfræðiverkefni svo ég verð ekkert I út-
varpinu. Þetta er frábært verkefni til að læra meira og koma mér betur inn I námið.
En fyrr má
nú aldeilis fyrr
vera, það al-
gjöra áhuga-
leysi sem nú
hefur ekki að-
eins gripið
Svarthöfða
heldur samfé-
lagið allt. Meira
að segja kosn-
ingarnar 1988, þegar Sigrún Þor-
steinsdóttir atti kappi við frú Vigdísi
Finnbogadóttur, voru skemmtilegri
en þessar. Þá var þó hægt að velta
fyrir sér hversu mikil kjörsókn yrði
við þetta fyrsta framboð sögunnar
gegn sitjandi forseta. En nú veit
Svarthöfði að kjörsókn verður lítil
og Ólafur Ragnar mun rústa þessum
meintu fórframbjóðendum sínum,
þótt ekki muni hann neitt í líkingu
við rússneska kosningu vegna þess
hve gramir sjálfstæðismenn eru for-
setanum. En þennan hálfa mánuð
sem eftir er mun Svarthöfði líklega
þurfa að þola meiri umfjöllun en
áður um þessar kosningar og hann
verður að segja að hann hlakkar
ekki til. Ólafur Ragnar er áreiðan-
lega klókari en svo að hann fari að
sýna dvergunum tveimur sama yfir-
lætið og Vigdís sýndi frú Sigrúnu.
Því mætir hann ábyggilega í ein-
hvern umræðuþátt þar sem Baldur
mun muldra og Ástþór æsa sig og
Svarthöfði mun þjást.
Svarthöfði er ákafur aðdáandi
kosninga og lýðræðis. En þær kosn-
ingar sem nú standa fyrir dyrum
munu því miður ekki vekja honum
neina gleði.
Ekki einu sinni á kosninganótt-
inni.
Ekki einu sinni á kosninganótt-
inni sjálfri.
Svarthöfði