Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Qupperneq 10
70 FÖSTUDAGUR 11. JÚNl2004
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Siv Friðleifsdóttir þykir hörku-
dugleg og ákveðin mann-
eskja. Hún hefurmikið keppn-
isskap og er fylgin sér í sínum
skoðunum. Hún veit hvað hún
vill og það hefur fleytt henni
langt í pólitíkinni. Siv þykir út-
sjónarsamur stjórnmálamað-
ur og er víst alveg eldhress á
morgnana.
Siv byrjaði snemma í pólitik
og komst fljótt til metorða á
þeim vettvangi. Siv er lagleg
kona og tilfinningin virðist
oft vera sú að hún sé ekki
tekin alvarlega afþeim sök-
um. Hún á það lika til að
láta út úr sér óheppileg um-
mæli þegar mikið liggur á
sem hafa seinna komið i
bakið á henni.
„Siv er mikil keppnis-
manneskja frá því I
gamla daga þegar hún
var í landsliðinu í bad-
minton. Það endur-
speglast í hennar stjórnmála-
baráttu. Hún hefuralla tiö barist
fyrir sínu og aldrei fengið neitt
frítt. Ég myndi segja að íþróttirn-
ar hafi hert hana og mér finnst
hún hafa staðið sig mjög vel."
Sigfús Æglr Arnason,
framkvæmdastjóri TBR
„Siv er hörkudugleg og
ákveðin. Hún sat í bæj-
arstjórn þegar ég var
bæjarstjóri. Við vorum
ekki alltafá sömu skoð-
un og það neistaði stundum á
milli okkar en það var gaman
að eiga við hana. Við erum fínir
vinir í dag. Það má kannski líka
benda á það að hún var ekki
fædd þegar ég byrjaði sem bæj-
arstjóri."
Sigurgeir Sigurðsson,
fyrrverandi bæjarstjóri
„Þegar ég starfaði með
henni í stjórn ungra
framsóknarmanna þá
sá ég strax að hún var
ákveðin í að byggja
upp sinn feril, og hún þurfti að
berjast fyrir því innan SUF. Hún
stóð sig mjög vel iþvístarfi sem
við vorum að vinna og var mikil
morgunmanneskja. Siv stakk oft
á tlðum upp á því að hafa fundi
á sunnudagsmorgnum við mjög
litlar undirtektir okkar hinna."
Ragnar Þorgeirsson,
framkvæmdarstjóri
Björg SivJuhiin Friðleifsdóttir eins og hún
heitir fullu nafni er fædd I Osló árið 1962.
Hún mun víkja afstóli umhverfísráðherra I
september þegar breytingar verða í ríkis-
stjórninni, og óvíst er hvort hún haldi ráð-
herrasæti. Siv er sjúkraþjálfari og er kvænt
Þorsteini Húnbogasyni sem hún kynntist I
háskólanum. Þau eiga tvo syni, Húnboga
og Hákon.
Tekinn með
amfetamín
Tæplega þrí-
tugur karlmað-
ur var handtek-
inn í Kópavogi í
fyrrakvöld er
fíkniefni fund-
ust í fórum
hans. Við húseit á heimili
hans í framhaldinu fannst
meira af ffkniefnum. Að
sögn lögreglunnar var það
samtals um 20 g af am-
fetamíni. Maðurinn var
handtekinn og fluttur á lög-
reglustöð til yfirheyrslu.
Honum hefur verið sleppt
og málið telst upplýst.
Meirihlutinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja er undrandi á þvi að bæjaryfirvöldum
hafi ekki verið boðið að skipa fulltrúa í starfshóp um samgöngur til Eyja sem ráð-
herra skipaði á dögunum. Fyrrum bæjarstjóri skipaður sem fulltrúi íbúa í staðinn.
Aðstoðarmaður ráðherra segir að þingmenn í kjördæminu hafi sammælst um til-
högunina en því vísar þingmaður kjördæmisins og bæjarfulltrúi á bug.
Sturla hundsar
Samgönguráðherra skipaði nýverið starfshóp til að fjalla um
samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópur ráðherra á að skoða
og taka afstöðu til fimm kosta í samgöngumálum eyjarskeggja
en meðal þeirra er jarðgangatillaga og ný ferjuhöfn við Bakka.
Bæjaryfirvöldum í Eyjum var ekki boðið að skipa fulltrúa í
nefndina. Þess í stað skipaði ráðherra flokksbróður sinn og fýrr-
um bæjarstjóra, Inga Sigurðsson, í hópinn.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra var ekki til viðtals þegar DV
leitaði eftir svörum við því hvers
vegna bæjarstjórn Vestmannaeyja
hefði ekki verið boðið að skipa full-
trúa í starfshópinn. Aðstoðarmaður
ráðherrans, Bergur Ólafsson, sagði
að á fundi þingmanna Suðurkjör-
dæmis og Vegagerðar hefði verið
ákveðið að skipa ekki formlegan
fulltrúa frá bænum og því hefði Ingi
Sigurðsson, fulltrúi Ægisdyra, orðið
fyrir valinu. „Þetta var ákveðið í
samráði við þingmenn Suðurkjör-
dæmis, eftir fund þeirra með Vega-
gerðinni, að hafa þetta svona,“ segir
Bergur. Aðspurður hvort ekki hefði
verið eðlilegra að lýðræðislega kjör-
inn meirihluti skipaði fulltrúa íbúa
Vestmannaeyja í nefndina sagði
Bergur að þar sem frumkvæði að
vinnu starfshópsins hefði ekki kom-
ið frá bænum heldur frjálsum fé-
lagasamtökum, Ægisdyrum, treysti
hann Inga Sigurðssyni til að gæta
hagsmuna Eyjamanna. „Bæjar-
stjórnin hefur ekki haft frumkvæði
að þessu máli heldur Ægisdyr sem
eru frjáls félagasamtök sem ég
treysti fullkomlega til að takast á við
vinnu starfshópsins," segir Bergur
Ólason, aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, í samtali við DV.
„Sú ályktun sem hægt
er að draga afþessu
eríraunarsú sem
maður átti að vera
búinn að draga mun
fyrr og ersú að som-
gönguráðherra valdi
hreinlega ekki emb-
ættinu.
„Þetta er einfaldlega kolrangt
og veruleikinn allt annar," segir
Lúðvík Bergvinsson, bæjarfull-
trúi meirihlutans í Vestmanna-
eyjum og alþingismaður Suður-
kjördæmis. Lúðvík segir alrangt
hjá aðstoðarmanni samgöngu
ráðherra að þingmenn Suðurkjör-
dæmis hafi valið þá leið sem farin
var við skipun í starfshópinn og að
ekki séu fordæmi fyrir því að í
nefnd sem falið er að vinna að
málefni tengdu einu sveit-
arfélagi sitji ekki íúlltrúi
bæjaryfirvalda.
„Ég bendi á að hér er
verið að fjalla um eitt
helsta hagsmunamál Vestmanney-
inga án þátttöku bæjaryfirvalda í
Eyjum. Hér er einfaldlega verið að
reyna að niðurlægja bæjaryfirvöld
og Vestmannaeyinga sem við erum
eðlilega ósáttir við,“ segir Lúðvík,
sem telur að í ljósi fyrri samskipta
bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum
við samgönguráðuneytið komi þetta
ekki á óvart. „Við erum eðlilega
ósáttir við að slík samskipú og sam-
ráð um hagsmunamál tíðkist í ráðu-
neytinu en í ljósi samskipta núver-
andi meirihluta í Eyjum við þann
samgönguráðherra sem nú situr
kemur þetta ekki á óvart,“ segir Lúð-
vík og bætir við: „Sú ályktun sem
hægt er að draga af þessu er í
raunar sú sem maður átti að
vera búinn að draga mun fyrr
og er að samgönguráðherra (
valdi hreinlega ekki emb-
ættinu," segir Lúðvík. Að
sögn hans munu bæjaryfir-
völd í Eyjum gera
formlegar at-
hugasemd-
ir við
skipun
ráð-
herra
reyna til þrautar að fá fulltrúa frá
bænum í nefndina. „Menn liljóta að
sjá það að ef ríkið og
bærinn verða
ekki samstíga
um þessar til-
y lögur verður
enn meiri
verið hefur
um þessi
mál".
helgi@dv.is
Sturla Böðvarsson
Skipaði starfshóp um
samgöngur til Vest-
mannaeyja án þdtt-
töku bæjarins.
Lúðvík Bergvinsson
Bæjarfulltrúinn og þing-
maðurinn er æfur vegna
ákvörðunar ráðherra um
að skipa ekki fulltrúa bæj-
aryfirvalda I starfshópinn
Bandaríkjamenn og stríðsrekstur
Stefna Bush kyndir
undir stríðsátökum
Ófriður í heiminum jókst á síð-
asta ári vegna áherslu Bandaríkja-
manna á fýrirbyggjandi stríð gegn
hryðjuverkum. Þetta er mat hinnar
virtu alþjóðlegu friðarrannsóknar-
stofnunarinnar Sipri sem starfar í
Stokkhólmi.
Bandaríkjamenn eru ábyrgir fyrir
helmingnum af útgjöldum heimsins
til hernaðarmála, samtals um 956
mifijarða dollara, sem jafngildir 70
þúsund milljörðum króna.
í árbók Sipri sem kom út í vikunni
kemur fram að stríðið í írak hafi ekki
greitt fyrir lýðræði í arabaheiminum
heldur vakið upp nýjar vfglínur fyrir
hryðjuverkamenn. Þau áhrif vega
þyngra en fyrirbyggjandi áhrif stríðs-
ins.
Sipri telur ekki útilokað að stjórn-
völdum í Washington takist að
byggja upp lýðræði í írak en samtök-
in óttast að átökin í landinu geti leitt
til borgarastyrjaldar. Sipri bendir á
að aukin hemaðarútgjöld Bush-
stjórnarinnar séu gagnstæð þeirri
þróun sem verið hefur frá níunda
áratugnum. Frá 1987 til 1998 minnk-
uðu útgjöld til hemaðarmála en milli
1998 og 2001 jukust þau óverulega.
Lögreglumenn þriggja embætta í
stórræðum
Geðveill á 200 kílómetra
hraða á Reykjanesi
Lögreglubílar frá þremur emb-
ættum á höfuðborgarsvæðinu komu
við sögu er geðveill maður á fimm-
tugsaldri var stöðvaður eftir tugi
kilómeúa eftirför úr Reykjavík og út
á Reykjanes snemma í gærmorgun.
Talið er að hann hafi ekið á allt að
200 kílómeúa hraða og hann hætti
ekki þótt hjólbarðarnir tættust af
felgum bflsins. Það var loksins á
Strandaheiði að stöðva tókst mann-
inn með því að lögreglubfl var ekið
utan í bfl hans þannig að hann lenú
utan vegar. Friðrik Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir
að almenningi hafi stafað stórhætta
af akstri mannsins enda mikil um-
ferð á Reykjanesbrautinni á þessum
úma í tengslum við flugumferðina
um Leifsstöð.
Það var laust fyrir kl. fimm um
morguninn að lögreglan varð fyrst
var við glæfraakstur mannsins við
Mjóddina. Var honum súax veitt eft-
irför suður Reykjanesbraut en hann
Reykjanesbraut Ökumaðurinn náði alltað
200 kílómetra hraða.
sinnti engum stöðvunarmerkjum
Hann ók ffam úr fjölda bifreiða á
leiðinni og hluúr úr bfl hans lentu á
öðrum bflum á leiðinni, m.a. mun
járnhringur hafa lent utan í rútu sem
kom úr gagnstæðri átt. Eftir að tókst
að stöðva manninn var hann fyrst
fluttur á lögreglustöðina í Kópavogi
og sviptur ökuleyfinu en síðan var
hann fluttur á viðeigandi stofnun til
meðferðar.