Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 2 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV Óljós dánar- orsök Lögregla vonast til þess að krufning geti leitt í ljós dánarorsök konu sem fannst látin í fjörunni í Fossvogi í fyrradag. í gær tókst að bera kennsl á hana og var aðstandendum gert viðvart um andlát hennar. Konan var á sextugasta ald- ursári. Vegfarandi fann lík- ið í fjörunni um klukkan þrjú í fyrradag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvern- ig dauða konunnar bar að en ekki er grunur um að hún hafi látist vegna glæp- samlegs athæfis. Vísir menn að klára Nefnd „hinna vísu manna“ sem ríkisstjórnin réð til að ráðleggja sér um fyrir- greiðslu, gerir ráð fyrir að skila niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar um miðja vikuna. Ekki er búist við að það takist fyrir ríkisstjórn- arfund á þriðjudaginn. í nefndinni sitja lögfræðing- arnir Karl Axelsson, Andri Árnason, Jón Sveinsson og BCristinn Hallgrímsson. Þeir munu semja drög að frum- varpi. Ekki er búist við því að þingflokkar stjórnar- flokkanna fái málið til með- ferðar fyrr en skömmu fyrir sumarþingið sem verður sett 5. júlí, vegna utanferða Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráð- herra. Bretland mikilvægast Útflutning- ur sjávaraf- urða árið 2003 nam 809 þús. tonnum og jókst um 0,6% ffá 2002 sam- kvæmt nýút- gefnu riti Hag- stofunnar. Verðmæti afurð- anna 2003 nam 113,7 millj- örðum kr. sem er 11,6% samdráttur frá 2002 en sterkari króna og lægra af- urðaverð skýrir þá þróun. Mikilvægasta markaðssvæð- ið fyrir íslenskar sjávaraf- urðir var evrópska efhahags- svæðið en þangað voru seld- ar sjávarafurðir fyrir 87 milljarða kr. eða 76% af heildarverðmætinu. Ef horft er til einstakra landa þá er Bretland mikilvægasta við- skiptalandið en þangað fór íjórðungur alls útflutnings- verðmætis sjávarafurða. Vilma Budcoviene er hneyksluð á aðgerðarleysi lögreglunnar eftir að Benzinum hennar var stolið. Hana grunar að fyrrum eigandi bílsins, nýlaus refsifangi, hafi tekið bílinn. Skýrsla lögreglunnar reyndist í meginatriðum röng. vilma Budcoviene Hneyksluð á aðgerð- arleysi lögreglunnar eftir að Benzinum hennar var stolið. Held að fangi sé með Benzinn minn „Við erum ekki að fullyrða að það sé þessi maður sem hafí til dæmis ákveðið að endurheimta bfíinn eftir refsinguna og uppboðið". „Bflnum mínum, svörtum Benz árgerð 1995, var stolið fyrir utan hjá mér aðfaranótt 8. júní. Ég hringdi auðvitað strax í lögregluna, sem vildi ekki koma á vettvang, heldur lét mig koma á lögreglu- stöðina til að gefa skýrslu." „Síðan held ég að lögreglan hafi ekkert gert og reyndar var skýrslan sem tekin var niður eftir mér í mörg- um atriðum röng þegar ég fékk seinna að lesa hana yfir,“ segir hin litháísk-ís- lenska Vilma Budcoviene, sem hefur búið á íslandi í tæp 6 ár. Vilma keypti bílinn á uppboði hjá Vöku 6. desember síðastÚðinn og hafði því átt bílinn í aðeins 6 mánuði. Bílinn keypti hún lyklalausan og þurfti að byrja á því að panta nýja lykla frá Þýskalandi. Kolröng skýrsla „Ég fór til lögreglunnar aftur 9. júní og þá gat enginn sagt mér neitt og það vísaði hver á annan. Svo fór ég aftur 11. júm' og í það skiptið með vinnufé- laga mínum og við fengum að sjá skýrsluna sem tekin var niður eftir lýs- ingu minni. En þá vantaði eiginlega ailt í skýrsluna sem ég hafði gefið upp- lýsingar um.“ Vilma segir að hún og vinnufélagar hennar hafi komist að því að fyrri eig- andi bflsins hafi setið af sér dóm á Lida-Hrauni þar til í maí. „Og ekki löngu síðar er bfllinn horfinn. Við bentum lögreglunni á þetta og báðum hana að athuga með þennan mann, en við fengum þau svör að lögreglan gæti ekki eða mætti ekki gera slíkt. Það skiljum við ekki. Við erum ekki að full- yrða að það sé þessi maður sem hafi tíl dæmis ákveðið að endurheimta bflinn eftir refsinguna og uppboðið, en það er mjög skrítið ef lögreglan vill ekki eða má ekki kanna hvort svo sé.“ Óskiljanleg vinnubrögð Vilma segist eiga erfitt með að átta sig á þessum vinnubrögðum og hvem- ig á því geti staðið að lögreglan reyni svo máttleysislega að upplýsa málið. „Mér finnst einhvem veginn að lög- reglan sé ekki að reyna að finna bflinn, en vona að það sé rangt hjá mér. Ég skil ekki af hverju það gengur svona flia að finna stóran svartan C220 Benz og ég skil ekki að lögreglan hafi ekki heimild til að kanna hvort fyrri eigand- inn, nýsloppinn fangi, hafi tekið bfl- inn. Hann er reyndar mjög lfldegur til að eiga lykla að bflnum og því ekki úr vegi að gruna hann," segir Vilma. fridrik@dvJs Sjónvarpseinvígi aldarinnar Já, og nú vill Ástþór Magnússon ekki mæta í sjónvarpsupptökur hjá ríkissjónvarpinu í fyrramálið. Ja, á dauða sínum átti Svarthöfði von fyrr en Ástþór myndi - eftir allar ofsólot- irnar á hendur fjölmiðlamönnum - neita að mæta í sjónvarpsviðtal. En auðvitað á þetta sér skýringu. Ástþór vill ekki að þátturinn verði tekinn upp fyrirfram heldur krefst hann þess að þetta verði í beinni útsend- ingu. Af því að hann veit sem er að hið siðprúða og fallega ríkisstarfs- fólk Sjónvarpsins mun klippa út ailt óæskÚegt bull sem þeir telja að eigi ekki erindi við þjóðina. Eins og ef Ástþór myndi klippa bindið af Ólafi eða rífa í skeggið á Baldri og ásaka hann um að vera með jólasveinaskeggið sitt, eða að Svarthöfði hann mæti hreinlega í jólasveina- búning og ati yfir sig og mótfram- bjóðendur sína tómatsósu. RÚV- arar hafa eflaust verið að hugsa um allt sem gæti farið úrskeiðis fái Ást- þór að vera t beinni með tveim mjög svo prúðum frambjóðend- um. Svarthöfði lítur hinsvegar svo á að skemmtilegast væri að gefa Ást- þóri frjálsar hendur og hleypa hon- um í beina. Slíkur þáttur myndi fá metáhorf og auglýsingadeild RÚV myndi stórgræða á því að selja styrktaraðilum þáttinn. Margir sauðirnir myndu meira að segja Hvernig hefur þú það' Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prestur d Borg:„Ég erað horfa á son minn spila fótbolta með lA gegn HK og þeir eru að vinna, svo ég hefþað gott. Hér er friðsælt og fagurt, en ég hefhins vegar miklar áhyggjur afvinum mínum i Palestinu, þar sem enn er verið að fara úr öskunni i eldinn. Ég hefá vegum kirkjunnar beitt mér i málefnum Palestlnumanna og fór þangað i hitteðfyrra, en nú er öllum snúið við á flugvellinum. Ráðamenn Islands ættu að beita sér imálinu." rjúkatilogborgaafnotagjöldinsem laumað henni til hans (ef svo illi- þeir skulda til þess eins að fá sjón- lega vildi til að Bogi Ágústsson léti varpið sitt aftur frá lögfræðingum Kastljóssgengið leita á honum við innheimtudeildar. Þátturinn yrði innganginn). Og þá yrðu þessar þáttur aldarinnar. kosningar loksins þess virði að hafa Markús er lfka kominn með áhuga á þeim. tómatsósuflösku Ástþórs og gæti Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.