Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 Fréttir DV • " ■ ’■ • faWiA.f Deep Purple til landsins Meðlimir hljómsveitar- innar Deep Purple koma hingað til lands á morgun og koma þeir bæði frá Bandaríkjunum og Bret- landi. Hljómsveitin mun svo halda tvenna tónleika, á miðvikudag og fimmtu- dag, í Laugardalshöllinni. Deep Purple er ein af stærstu þungarokksveitum sögunnar. Einar Bárðarson segir áhorfendur mega eiga vona á glæsilegum tónleikum enda sé sveitin í hörkuæfingu eftir reisu í gegnum Asíu og Eyjaálf- una. Enn eru til nokkrir miðar á tónleikana á mið- vikudaginn og fer miðasala fram á Hard Rock Café. Madonna lét Bush kyssa Saddam Söngkonan Madonna segir George W. Bush og Saddam Hussein báða sýna ábyrgðarleysi í hegð- un sinni og séu þeir mjög líkir að því leytinu til. Söngkonan hætti við að gefa út myndband við lag- ið „American Life" í fyrra sem innihélt harða ádeilu á stríðið. í myndbandinu var forseti Bandaríkjanna meðal annars látinn kyssa Saddam. Hún hætti við myndbandið vegna þess að mikill stuðningur var við stríðið meðal Banda- ríkjamanna. „Ég á börn sem ég þarf að vernda og taldi þetta ekki rétta tím- ann fýrir útgáfu," sagði Madonna á sjónvarpsstöð- inni ABC. Jón Steinar Gunnlaugsson íhugar að sækja um stöðu Péturs Kr. Hafstein í Hæsta- rétti og spyr DV hvort hann sé hvattur af blaðinu til þess að sækja um. Jakob R. Möller segist of gamall en Eiríkur Tómasson, Ragnar H. Hall og Hjördís Hákonar- dóttir segjast ekki hafa ákveðið hvort þau sæki um. Væri dómari ef eg heföi sótt um áður „Ég er ekkert farin að hugleiða það enda fregnir af því að Pétur Kr. Hafstein ætli að hætta nýtilkomnar, segir Hjördís Hákonar- dóttir dómari og vill ekki tjá sig frekar um hvort hún hugleiði að sækja um sæti dómara við Hæstarétt þegar staða Péturs losnar í haust. Eins og mönnum er kunnugt sótti Hjördís um þegar frændi Davíðs Oddssonar, Ólafur Börkur Þorvalds- son, var skipaður dómari á síðasta ári. Hún kærði skipunina til kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra hefði brotið í bága við jafnréttislög með því að taka Olaf Börk fram yfir Hjördísi. Pétur hættir til að geta sinnt betur hugðarefnum sínum en hann hyggur á nám í sagn- fræði við Há- skóla íslands og er að byggja hús á Suður- landi. Hann er aðeins 55 ára gamall en hefur setið í Hæstarétti í þrettán ár. Hann þarf ekki að kvíða fjárhagslegu óöryggi þótt hann hætti ungur að vinna, því fjölskyldan á vænan hlut í iyfjafyrirtækinu Actavis. Með brotthvarfi hans úr réttinum, losnar sæti sem margir lögfræðingar líta ugglaust hým auga til. Meðal þeirra sem nefhdir hafa verið sem líklegir Jón „Ég er orðinn ofgam- all og það þýðir ekk- ert fyrir mig lengur og kemur því ekki til greina." lögmaður. Hann segist ekki vera kominn svo langt að hugsa um stöðu í Hæstarétti en spyr hvort honum beri að líta svo á að DV hvetji hann til að sækja um. „Mér þykir vænt um það og sú hvatning gæti ráðið úrslitum svo það er aldrei að vita nema ég sæki um," segir hann og neitar að hafa sótt um áður. „Nei, ég hef aldrei sótt um stöðu í Hæstarétti áður en ef svo hefði verið væri ég dómari nú,“ segir hann og hlær. Ragnar H. Hall hæsta- réttarlög- maður var einn umsækj- anda um dómarasæti á síðasta ári en fékk ekki þegar Ólafur Börkur hlaut dómarasæti við rétt- Hann svarar því til að hann hafi ekki hugleitt hvort hann sæki um í haust. „Það er ekki tímabært að tjá sig neitt um það enda staðan ekki verið auglýst enn," segir Ragnar. Hann var einn þeirra sem bað umboðsmann Alþingis um að kanna málsmeðferð Bjöms Bjarna- sonar dómsmálaráðherra þegar hann skipaði Ólaf Börk á þeim forsendum að réttinn skorti þekkingu í Evrópu- rétti. Ljóst er að Bjöm mun taka tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í áliti umboðsmanns ef það kemur í hans hlut að skipa eftirmann Péturs. Jakob R Möller hæstaréttarlög- maður hefur einnig sótt um stöðu dómara og sótti um síðast þegar losn- aði staða. Hann segir ekki koma til greina að sækja um aftur. Astæða þess sé einföld þar sem hann verði 64 ára í haust. „Ég er orðinn of gamaU og það þýðir ekkert fyrir mig lengur og kemur því ekki til greina," svarar hann. Eiríkur Tómasson, prófessor í lög- fræði við Háskóla íslands, sem var ásamt Ragnari Hall talinn af Hæsta- rétti heppilegastur umsækjenda fyrir réttinn, þegar Ólafur Börkur fékk stöðuna, tekur í sama streng og aðrir viðmælendur og segir að ekki sé tíma- bært að hugsa um það enda staðan ekki verið auglýst. Hvort hann og fleiri sem gagnrýndu stöðuveitingu Ólafs Barkar hvað mest kunni að eiga undir högg að sækja ef þeir ákveði að sækja um stöðu Péturs Kr. Hafstein, svarar hann: „Ég skal ekkert um það segja, það verður að reyna á það ef til kem- ur.“ bergljot@dv.is kgb@dv.is Sprengingar í Kárahnjúkum Tveir menn lentu í eiturpolli Tveir menn misstu meðvitund á föstudag eftir að hafa orðið fyrir eitr- un á sprengisvæði við Kárahnjúka. Mennirnir fóru inn að tilskyldum tíma liðnum en þrátt fyrir það urðu þessir tveir fýrir eitrun. öðrum varð Hvað liggur á? ekki meint af. „Jú, það er rétt, ég meðhöndlaði þessa menn og get staðfest það að þeir fóru ekki of snemma inn. Hins vegar virðist sem myndast hafi svokallaðir dauðir pollar sem mennirnir hafa lent í,“ riðr/k Eysteinsson, lektor við Tækniháskóla islands. „Það sem liggur ánúnaerað kanna hvers vegna nemendur Tækniháskóla Islands standast ekki þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Hjá mér persónulega iigg- ur ekkert á. Ég var að lenda i Kaupmannahöfn rétt i þessu og hér liggur ekkert á.“ segir Þorsteinn Njálsson læknir. Hann segir annan mannanna hafa náð sér tiltölulega fljótt en hinn ver- ið hætt kominn. „Það er alltaf alvar- legt þegar menn lenda í svona en sem betur fer náðu þeir sér báðir innan tveggja klukkustunda," segir hann. Ómar Valdimarsson, blaðafull- trúi Impregilo, neitar að tjá sig um atvikið en mjög erfitt var að fá upp- lýsingar þar sem eftir var leitað. Frá virkjunarsvæðinu á Kárahnjúkum Dauðir pollar geta myndast inni i göngum eftir sprengingar. Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir og auka strengjasett. 'k'k'k'k'kit'k'k'k'k'k'k'k'k'k'k'fc'k'kiit'k'k'kýr'fc'k'k'fo'k'k-k'k'k'k'k'k'fcir'k'k'fc'kirir'kir'k'kiz'k'k'k'k k k fc fc fc fc AVU-V^1 1 <* - - u*._______- Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. fc fc ★★★; Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 J J k www.gitarinn.is ■ gitarinn@gitarinn.is B:J 'fcfcfc'fckkfcfcfcfckkkfcfcfckfc'fckkfcfckkkkfcfcfcfcfckfcfcfckfcfckfcfckfckfcfckk Rafmagnsgítarsett 29.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.