Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 27 EINKUNNAGJOF DV DV gefur leikmönnum Lands- bankadeildarinnar einkunnir fyrir hvern leik í deildinni. Eftirtaldir leikmenn eru efstir í þeirri einkunnagjöf eftir sex umferðir í deildinni. Sinisa Kekic, Grindavík 4,33 Bjarni Þ. Halldórsson, Fylki 4,33 Ronni Hartvig, KA 4,20 Kjartan H. Finnbogason, KR 4,00 Sandor Matus, KA 4,00 Birkir Kristinsson, ÍBV 4,00 Óðinn Árnason, Grindavik 3,83 Ríkharður Daðason, Fram 3,83 Kristján Örn Sigurðsson, KR 3,83 ÞórhallurD. Jóhannsson, Fylki 3,80 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 3,80 Einar Þór Daníelsson, ÍBV 3,75 Haraldur Guðmundss., Keflavík3,67 Bjarnólfur Lárusson, (BV 3,67 Gunnar H. Þorvaldsson, (BV 3,67 Stefán Gíslason, Keflavík 3,50 Reynir Leósson, (A 3,50 Dean Martin, KA 3,50 Atli Svelnn Þórarinsson, KA 3,50 Daði Lárusson, FH 3,50 Einar Hlöðver Sigurðsson, fBV 3,50 Andri Ólafsson, (BV 3,50 Jóhann Þórhallsson, KA 3,50 K '.. \ " Atli Jóhannsson, (BV 3,40 Leikmenn verða að hafa fengið einkunnir fyrir minnsta kosti fjóra leiki til að komast á listann. Kekic ber höfuð og herðar vfir aðra Sinisa Valdimar Kekic, Grindvíkingurinn snjalli, er besti leikmaður 1.-6. umferðar Landsbankadeildarinnar samkvæmt einkunnargjöf DV. Kekic, sem er orðinn 35 ára, hefur verið frábær í liði Grindavíkur það sem af er móti og er ekki að sjá að aldurinn hafi nokkur áhrif á hann. Hann hefur spilað í vörninni, á miðjunni og í sókninni og hefur nær undantekningalaust verið besti maður liðsins. Það þarf ekki að koma á óvart því Kekic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar frá því að hann kom til landsins árið 1996. Það hefur löngum verið skoðun undirritaðs að Sinisa Valdimar Kekic hafi verið besti leikmaður íslenskrar knattspyrnu undanfarin ár. Hann hefur verið ótrúlega stöðugur þessi níu tímabil sem hann hefur verið hérna, hvort heldur sem Grinda- víkurliðið hefur verið lélegt eða gott. Hann kom til landsins sem framherji og lék sem slíkur fyrstu árin. Knattspyrnuhæfileikar hans komu fljótlega í ljós en eina vanda- mál hans var að hann átti í erfið- leikum með að hemja skap sitt. Hann fékk fjölmörg rauð spjöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu, nokkuð sem var bagalegt fyrir Grindvíkinga því þeir hafa varla unnið leik án hans þessi níu ár sem hann hefur verið hjá félaginu. Kekic var færður í vörnina árið 2002 þegar Grindavík var undir stjóm Bjarna Jóhannssonar og átti hann ekki í vandræðum með að aðlagast breyttri stöðu. Þá kom betur í ljós hæfileiki hans til að lesa leikinn, líkamlegur styrkur og yfir- vegun á bolta. Hann batt Grinda- víkurvömina saman og alltaf fannst mér að landsliðsmaðurinn Ólcifur Öm Bjamason, sem nú leikur með Brann, væri hálfdrættingur við hliðina á Kekic þegar þeir mynduðu besta miðvarðapar landsins, tímabilin 2002 og 2003. Kekic var fljótari, með betri knatttækni, betri sendingar, sterkari í loftinu, betri einn á móti einum og las leikinn betur. í dag er Ólafur Örn fastamaður í landsliðinu en Kekic virðist ekki vera inni í myndinni hjá landsliðsþjálfurunum þrátt fyrir að hafa sýnt það að hann getur spilað ailar stöður á vellinum og skilað þeim með sóma. Með þessari upptalningu er þó ekki verið að rýra Ólaf Örn sem knattspyrnumann heldur er þetta eingöngu gert til að sýna fram á hversu öflugur Kekic er í raun og vem. Kekic hefur þroskast mikið undanfarin ár, náð að hemja skap sitt og það er ekki nokkur spurning að hann er leiðtogi Grindavfkur- liðsins í dag. Þeir em reyndar alveg afskaplega háðir honum því hann er besti varnar-, miðju- og sóknar- maður liðsins. Yfirvegun hans, knatttækni og skilningur á leiknum gerir það að verkum að hann ber höfuð og herðar yfir flesta aðra leik- menn í Landsbankadeildinni, hann lyftir deildinni á hærra plan. oskar@dv.is Yfirvegun hans, knatttækni og skilningur á leiknum gerir það að verkum að hann ber höfuð og herðaryfir flesta aðra leikmenn í Landsbankadeildinni. Er ekki pláss fyrir hann? Sinisa Kekic sést hérí baráttu viö KR-inginn Jökul Elísabetarson í leik liöanna! Grindavík á miövikudaginn. Hann er besti leikmaöur deildarinnar en hlýtur ekki náö fyrir augum landsliðsþjálfaranna Ásgeirs og Loga. DV-mynd Vikurfréttir Zeljko Sankovic ----.. „Kekic er frábcer ÍL' J leikmaður og ^ajj algjör lykilmaður . I í mínu liði. Hann | í er mikill karakter BjJ og nærvera hans Srtjf inni á vellinum iia skiptir aðra miklu máli. Kekic er ótrúlega fjölhœfur leik- maður og getur spilað margar stöður á vellinum í nánast hvaða leikkerfi sem er. Hann hefur mikla hæfileika og ég tel að hann myndi nýtast landsliðinu mjög vel. Þar vildi ég helstsjá hann á bak við framherjana tvo,“ segir Zeljko Sankovic, núver- andi þjálfari Grindavíkur. Bjarni Jóhannesson ,Kekic er einn af ásunum í Grinda- víkurliðinu og hefur verið það allt frá því að hann komfyrst til liðsins. Hann hefur elst mjög vel og haldið hraða og tœkni. Ég efast ekki um að hann tœki sig vel út í markinu efhann yrði beðinn um að fara þangað. Þótt það fari ekki mikið fyrir honum er hann mikill leiðtogi, innan vallar sem utan, og tekið eftir því sem hann segir og gerir. Hann er klárlega einn af betri leikmönnum sem ég hef þjálfað," segir Bjarni jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Grindavíkur. GuðmundurTorfason „Ég þurfti að sjá hann á einni œfingu til að sjá að þetta vœri mað- urinn sem liðið vantaði. Hans fyrsta snerting er sú besta sem ég hefséð, hann er glettilega fljótur og býr yfir miklum leikskilningi og styrk. Fót- boltalega séð tel égKekic hafa verið og vera enn yfirburðamaður í þessari deild. Ef hann hefði ekki komið frá stríðshrjáðu landi Júgóslavíu hefði hann, tneð þessa náttúrulega hœfi- leika, spilað með góði liði íenhverjum af bestu deildum Evrópu," segir Guðmundur Torfason, fyrsti þjálfari Kekic hjá Grindavík. Heimir Guðjónsson r i „Kekic er mjög út- sjónarsamur leik- maður, hann held- urboltanum vel og er með góðar send- ingar. Menn á mínum aldri eiga allavega litla möguleika á að ná af honum bolt- anum. Þegar við keppum við Grinda- vík líður mér alltafbetur að sjá hann í vörninni, hann er það erfiður í sókninni. Hann hefur sett mikinn svip á deildina þessi ár sem hann hefur verið hér og hann geturgert hluti sem sjást ekki alltof oft í islenskri knattspyrnu," segir Heimir Guðjóns- son, leikmaður FH ogfleiri íslenskra liða til margra ára. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.