Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2 7. JÚNl2004 Sport DV \ ^-----------I Úttektá 1.-6. umferð Nú er þriðjungur liðinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu og línur að einhverju leyti farnar að skýrast. Gæði knattspyrnunnar hafa verið upp og ofan og skemmtilegir leikir hafa verið af skornum skammti. Þjálfarar hafa lagt mesta áherslu á vörnina og jafnvel bestu lið deildarinnar hafa treyst á skyndisóknir. Fylkismenn virðast vera með sterkasta liðið í Landsbanka- deildinni þetta árið ef eitthvað er marka fyrsta þriðjung mótsins. Þeir tróna á toppi deildarinnar, íjórum stigum á undan næsta liði, og hafa verið afskaplega þéttir fyrir vamarlega. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með deildinni í sumar. Framan af voru liðin nánast að drepa áhorfendur úr leiðindum, hinn svokallaði „vorbragur“ var í mönnum þrátt fyrir að undirbún- ingur liðanna hafi aldrei verið betri. Þetta átti við í þremur fyrstu um- ferðunum þar sem þjálfarar flestra liðanna voru í besta falli varkárir, svo jaðraði við heigulshátt, og gæði leikjanna voru eftir því. Þjálfararnir virtust hafa gert klisjuna „sókn vinn- ur leiki en vörn vinnur titla“ að boð- orði dagsins því nánast öll liðin treystu á sterkar vamir og skyndi- sóknir. í fjórðu umferðinni vöknuðu liðin hins vegar til lífsins, sóknar- leikur leit dagsins ljós og leikirnir í þerri umferð voru hin besta skemmtun. Síðustu tvær umferðir hafa hins vegar verið eftirlíking þriggja fyrstu umferðanna, ef undan er skilinn leikur Skagamanna og FH- inga á Akranesi sem var ljómandi fín skemmtun. Það má eiginlega segja að eina liðið sem hefur leikið sókn- arbolta í allt sumar sé Víkingur en því miður fyrir þá hefur óheppni þeirra ekki riðið við einteyming. Þeir hafa tapað fimm af fyrstu sex leikj- unum þrátt fyrir að vera betri aðil- inn í flestum þeirra. Þeim virðist vera fyrirmunað að skora og það er nokkuð ljóst að þeirra bíður fall í 1. deild ef ekki verður breyting á. Ekki fallegt en árangursríkt Fylkismenn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni það sem af er móts. Þeir hafa fráleitt spil- að failegustu knattspyrnuna en eins og oft hefur komið fram þá eru það stigin sem telja. Þeir hafa verið mjög þéttir fyrir varnarlega og virðist Þor- lákur Arnason, þjálfari liðsins sem tók við af Aðalsteini Víglundssyni síðasta haust, hafa fundið réttu fjögurra manna varnarlínu auk þess sem frammistaða Bjarna í markinu hefur verið ótrúleg. Mikil- vægur hlekkur í lið- inu eru líka fram- herjarnir Sævar Þór Gíslason, Þor- björn Atli Sveinsson og Björgólfur Takefusa. Þeir hafa allir sýnt að þeir þurfa lítið til að gera mikið, geta unnið leiki nánast upp úr engu og þótt Björgólfur sé ekki kominn í sitt besta form þá minnti hann rækilega á sig gegn Keflavík þar sem hann vann leikinn upp á eigin spýtur. Fylkismenn glíma hins vegar enn við þann draug að hafa ekki klárað mót til enda. í dag lítur þetta vel út en þeir hafa haft getuna undanfarin ár til að vinna titilinn. Það sem hefur vantað er hugarfarið og hvort það er komið í Árbæinn á eftir að koma í ljós. Lítill stöðugleiki Fyrir utan Fylkismenn er ekkert lið sem hefur sýnt vott af stöðug- leika. Keflvíkingar byrjuðu tímabilið frábærlega, spiluðu mjög skemmti- lega sóknarknattspyrnu sem önnur lið réðu ekkert við og tóku fslands- meistara KR eftirminnilega í bakarí- ið í 2. umferð. Eftir það hefúr botn- inn dottið úr leik liðsins, hinn lipri samleikur liðsins er horfinn og stórtap í Eyjum hringir viðvörunar- bjöllum um að ekki sé ailt með felldu í Reykjanesbæ. Eyjamenn hafa komið skemmti- lega á óvart í sumar og kastað hinni hundleiðinlegu knattspyrnu sem einkenndi liðið í fýrra fyrir róða. Framherjarnir Gunnar Fieiðar og Magnús Már hafa náð vel saman og ef Ian Jeffs 'gæti klárað heilan leik án þess ða fá rautt spjald þá eru þeir til alls líklegir í sumar. Klára ekki færin Skagamenn hafa oft á ú'ðum spilað ágætlega í sumar en þá hefur skort grimmdina til að klára færin sín. Undirrituðum hefur komið það spánskt fyrir sjónir að sjá tvo bestu miðjumenn Úðsins, Grétar Rafn Steinsson og Julian Johnsson, spila í allt öðrum stöðum en á miðjunni en menn sjá hlutina misjafnt. Skagamenn eru hins vegar með lið sem á að blanda sér í toppbaráttuna. FH-ingar hafa ekki náð að fylgja eftir góðu gengi frá því í fyrra. Þeir eiga reyndar enn eftir að fá Allan Borgvardt, sem hefur verið meiddur, inn en sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafnbeittur og í fýrra. Vonbrigði sumarsins Það hefur ekki verið mikill meistarabragur á KR-ingum það sem af er ú'mabilinu. Varkámi hefur verið boðorð dagsins í Vesturbænum og það veit ekki á gott þegar KR er farið að fagna jafntefli í Grindavík þar sem liðið hefur unnið undanfarin sex ár. Sóknarleikur liðsins er afskaplega tilviljunarkenndur og það læðist að manni sá grunur að Veigar Páll Gunnarsson hafi gegnt stærra hlutverki í sóknarleik liðsins heldur en margir vildu vera að láta. Lykilmenn hafa ekki verið í formi og það þarf margt að breytast til að KR geti blandað sér í baráttuna um titilinn - sem dæmi má nefna að spila örh'tinn sóknarleik svona til tilbreytingar. Tveir menn Grindavík er lið sem treystir Framan af voru liðin nánast að drepa áhorf- endur úr leiðindum, hinn svokallaði „vorbrag- ur“ var í mönnum þrátt fyrir að undirbúningur liðanna hafi aldrei verið betri. Þetta átti við í þremur fyrstu umferðunum þar sem þjálfarar flestra liðanna voru í besta falli varkárir. LANDSBANKA DEILDIN Blaðamenn DV Sports velja lið 1- 6. umferðar deildarinnar Fjögur lið eiga tvo leikmenn Fjögur lið, Keflavík, Grindavík, Fylkir og KA, í Landsbankadeildinni eiga tvo menn í liði 1.-6. umferðar Landsbankadeildar karla en íþrótta- fréttamenn DV hafa valið lið umferðarinnar frá byrjun móts. Þrjú lið, Fram, KR og ÍBV, eiga einn fulltrúa en önnur þrjú lið, ÍA, FH og Víkingur, eiga engan. Sinisa Kekic er maður 1.-6. um- ferðar að mati DV og því sjálf- skipaður í liðið. Hann hefur þrívegis verið valinn í lið umferðarinnar það sem af er líkt og hinir ungu og efnilegu Bjarni Þórður Halldórsson hjá Fylki og Kjartan Henry Finnbogason hjá KR. Bjarni Þórður hefur verið ffábær á milli stanganna hjá toppliði Fylkis og Kjartan Henry hefur verið eini ljósi punkturinn í framlínu KR-inga í sumar. Óðinn Arnason hefur verið eins og klettur í vöm Grindvíkinga og það sama hefur verið hægt að segja um Harald Guðmundsson hjá Keflavík. Þórhallur Dan Jóhannsson hefur stjórnað vörn Fylkismanna af festu og hjá KA hefúr Ronni Hartvig verið eins og kóngur í ríki sínu. Stefán Gíslason hefur verið mjög öflugur á miðjunni hjá Keflavík sem og Bjarnólfur Lámsson hjá ÍBV. Adi Sveinn Þórinsson hefur verið KA- mönnum afskaplega mikilvægur síðan hann kom frá Svíþjóð og hefur skorað nánast í hvert skipti sem hann hefur séð markið. Ríkharður Daðason hefur verið öflugur í framh'nu Framara í sumar og nánast borið hana uppi einsamall. Hann verður enn sterkari þegar hann kemst í sitt besta form. algjörlega á tvo leikmenn, Grétar Hjartarson og Sinisa Kekic. Þeir hafa skorað öll fimm mörk liðsins, þar af hefur Grétar skorað íjögur. Þeir hafa ekki skorað þann tíma sem Kekic hefur verið útaf og voru næstum búnir að missa niður þriggja marka forystu þegar hann fór út af gegn Fram á dögunum. Þeir fara langt á þessum tveimur mönnum en ef annar þeirra meiðist þá er eins gott fyrir forráða- og stuðningsmenn félagsins að fara niður á skeljamar og treysta á guð og lukkuna. Himnasendingin Atli Sveinn Atli Sveinn Þórarinsson var upphaflega fenginn ffá Sviþjóð til að þétta vamarleikinn hjá KA-mönnum. Hann er hins vegar maður marghamur því auk þess sem hann hefur verið sterkur í vöminni þá er hann markahæsfi maður liðsins og má vart sjá markið án þess að skora. KA-menn vom heppnir með markvörð því hinn ungverski Matus er fimasterkur. Það verður seint sagt að það sé mikill glæsibragur á KA- liðinu en þeir em erfiðir viðureignar og gefast aldrei upp. Þeirra vandamál hefúr verið bitlaus sókn og bíða menn eftir því að Jóhann Þórhallsson vakni til lífsins. Frábær frumsýning Fyrsú leikur Framara gaf fyrirheit um gott tímabil. Þeir rúlluðu yfir Víkinga og riðu hreinlega húsum á löngum köflum í þeim leik. Eftir það hafa leikmenn liðsins hins vegar flestir lagt upp laupana, liðið er komið í fallsæti og hinn geðþekki Rúmeni, Geolgau, á mikið verk fyrir höndum. Seinheppni Sumri Víkinga verður lýst með einu orði - seinheppni. Lið sem á fleiri skot á markið en andstæðingamar leik eftir leik en tapar alltaf er dæmt til þess að falla. Það vantar mann úl að klára færin hjá Vfkingum, nokkuð sem var vitað fyrir mót. Vandamál Víkinga er að þeir geta ekki spilað betur en þetta - og eins og staðan er í dag þá er það ekki nóg. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.