Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 Fókus DV David Bowie Diamond Dogs 30th Anniversary Edition ★★★★★ EMI/Skífan Diamond Dogs er þriðja platan í 30 ára afmælisút- gáfuröð EMI á meistara- Plötudómar verkum David Bowie frá átt- unda áratugnum. Þær fyrri, Ziggy Stardust og Aladdin Sane voru sérstaklega vel heppnaðar og það hefur greinilega ekkert verið slak- að á gæðakröfunum á þess- ari nýju útgáfu. Diamond Dogs var platan sem Bowie gerði á milli glamrokktfrna- bilsins og soul-plötunnar Young Americans. Þetta átti upphaflega að verða söng- leikur byggður á framú'ðar- sögu George Orwell, 1984, en varð í staðinn óvenju heilsteypt þemaplata. Ekki dauður punktur á henni. Hér eru lög eins og Di- amond Dogs, Rebel Rebel, Candidate... Aukaplata fylgir (m.a. með lögum sem áttu að vera í söngleiknum) og bók sem rekur tilurð plöt- unnar. Trausti Júlíusson DJ Shortkut Blunted With A Beat Junkie í/4t’ J Íh ★ ★★★ . 1 öfejfcwjaíil Antidote/Smekkleysa DJ Shortkut er plötu- snúðanafn Kaliforníubúans Jonathans Cruz. Hann var meðlimur í plötusnúða- hópnum The Beat Junkies og var með ekki minni mönnum en Q-Bert og MixMaster Mike í The In- visibl Skrach Piklz. Augljós- lega maður sem kann sitt- hvað fyrir sér þegar hdjóð- færið plötuspilari er annars vegar. Þessi plata er hins vegar ekki nein skrats- veisla heldur samfelld 36 laga syrpa af reggí og dub lögum. Hér eru lög með snillingum eins og King Tubby, The Aggrovators, Augustus Pablo, I Roy, Barrington Levy og Bob Marley. Og svo hið frábæra Another One Bites The Dust með Clint Eastwood & General Saint. Órofin veisla snilldarlega mixuð saman af Shortkut. Trausá Júlíusson LVeezer Weezer - Deluxe Edition ★ ★★★★ VI ' ‘ íífmcn Geffen/Skífan Það eru komin heil tíu ár síðan þetta meistaraverk kom út og nú er því fagnað með afmælisútgáfu. Hér fá aðdáendur nördarokks Weezer heilmikið fyrir sinn snúð; diskinn bláa og góða og aukaplötu að auki með efni sem ekki hefur farið hátt. Þar er að finna lagið Suzanne sem var í kvik- myndinni Mallrats, óð til aðstoðarkonu hjá plötufyr- irtæki þeirra, tvær útgáfur af Jamie sem samið var um lögfræðinginn þeirra, nokkrar tónleika- og óraf- magnaðar útgáfur af lögum á plötunni, tilraunaupptök- ur og tvö lög sem ekki komust á plötuna. Frábær pakki fyrir Weezer-nörd- ana. Höskuldur DaÖi Magnússon Ein af þeim hljómsveitum sem hafa vakið athygli í Bretlandi á árinu er Southampton-sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. The Delays Melódískt popp, harmóníur og falsettusöngur. • * , * ti M, * falsettusveitin „Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti,“ segir Greg Gilbert, forsprakki The Delays, um borgina sína. Og hann bætir við: „Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagn- rýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hiustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagný- inn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. „Allar þessar flug- vélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La’s frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tón- listin var eins og mitt á milli popps The La’s og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafn- ið Corky og í byrjun voru meðlim- irnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun „til þess að vekja umtal” eins og Greg kaUar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleik- aranum og forritaranum Aaron Gil- bert í hópinn og tónlistin fór að þró- ast yfir í einhvers konar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatón- leika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtileg- um pælingum í sándi og útseming- um. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn... Framboðið af tónlist í heim- inum er meira en nokkru sinni fyrr. Hvað ætli það séu mörg meistaraverk sem koma út á hverju ári sem ná ekki athygli umheimsins og enda í út- sölurekkum og tilboðskjöllur- um? Ekki gott að segja. Fyrir tveimur árum kom út platan Your Love Means Everything með Faultline, en það er lista- mannsnafn Davids nokkurs Kosten sem er Norður-Lund- únabúi sem gafst upp á lista- skólanámi og notaði tímann á atvinnuleysisbótunum til þess að búa til tónlist. Fyrsta platan hans, Closer Colder þótti nokk- uð góð, en það var með annarri plötunni, fyrrnefndri Your Love Means Everything sem alit fór af stað. Eða réttara sagt ekki. Plat- an sem er draumkennd stemn- ingarplata fékk vægast sagt frá- bæra dóma, en þrátt fyrir að Michael Stipe, Chris Marún og The Flaming Lips syngju á henni seldist hún sáralítið. Nú hefur EMI gert samning við Faultline og endurútgefið Your Love Means Everything. Almenningur fær annað tæki- færi til að uppgötva þessa eðal- skífu og David Kosten fær ann- að tækifæri líka, hann er nú að vinna að sinni þriðju plötu. David Kosten Öðru nafni Faultline. að klára nýja plötu Það eru Stone Roses, Muse og Radiohead pródúserinn John Leckie og Blur og Smiths pródúserinn Stephen Street sem sjá um upptökustjóm á næstu New Order plötu. Bernard Sumner, gít- arleikari og söngvari sveitarinnar, segir plötuna verða meiri dans- plötu en Get Ready sem kom út fyrir þremur árum. „Hún er hkari Technique,” segir hann. Útgáfú- dagur og nafn em óákveðin. afmælisútgáfa 6. september nk. kemur út sér- , stök afmælisútgáfa af fyrstu Oasis plötunni . Definitely Maybe. ) DVD-diskur mun ' fylgja. Á honum r verða einhver fágæt lög og fjögurra tíma myndeftii, myndbönd, tónleika- efni, sjónvarpsupptökur, ný klukkuú'ma heimildarmynd um gerð plötunnar með viðtölum við meðlimi sveitarinnar o.fl. Eins og kunnugt er var platan nýlega valin besta breska poppplata sögunnar í ú'maritinu Q. M6tspor « Lloyd Banks, ein um af meðlimum G-Unit klíkunnar hans 50 Cent, er spáð mikiUi vel- gengni með sóló- plötunni sem hann er að fara að gefa út. Platan er væntanleg í lok júní. Hún mun heita The Hunger For More og mun innihalda einn af heitustu sumarsmeUunum vestanhafs, In Fire. Lloyd er plötusnúður og hef- ur hingað til verið þekktastur fyrir mix-spólumar sínar. saman aftur Manchester-sveitin Happy Mondays mun koma saman úl að ‘ spila á tónhstar- , háú'ðinni Get ' Loaded InThe ' Park sem haldin verður í Clapham Common-garðinum í Suður- London 22. ágúst. Ekki eru fleiri tónleikar fyrirhugaðir. Á meðal annarra listamanna á háú'ðinni verða The Cribs, The Violets, Lysakoski, Art Brut, Graeme Park og Arthur Baker. I f é k u $ 1 (5) The Hives - Walk Idiot Walk 2. (2) The Streets - Dry Your Eyes 3. (6) Jay-Z - 99 Problems 4. (4) Faithless - Mass Destruction 5. (3) The Beastie Boys - Ch-Check It Out 8. (2)TheShins- Saint Simon 7. (-)The Killers- SomebodyTold Me 8. (7) PJ Harvey - The Letter 9. (9)”!- Pardon My Freedom 10. (10)Tiga- Pleasure From The Bass

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.