Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 Siðast en ekki síst DV Rétta myndin A árbakkanum við Sogið hefur gamail sumarbú- staður vikið fyrir nýju húsi sem senn verður reist. Móðgaður byssumaður Útivistarparadís höfuðborgar- svæðisins er Heiðmörk og í góðviðr- inu býsna vinsæll staður. Þeir sem leggja þangað leið sína rekast hugs- anlega á þetta skilti þar sem gestir eru boðnir velkomnir og nokkrar reglur áréttaðar sem vert er að hafa í heiðri. Nú er það svo að margir ís- lendingar þola einfaldlega ekki regl- ur og hér er mynd sem staðfestir þá tilhneigingu rækilega. Undir „Virð- t _ ■■i um reglur" er talað um að i T V,iP ekki megi kveikja elda, sleppa hundum og hestum lausum, hirða rusl og úrgang og svo framveg- is. Síðast en ekki síst er svo: „Með- ferð skotvopna er óheimil." Þessi setning hefur verið eins og blaut tuska framan í þann sem þarna var á ferð með haglabyssuna. Svo mjög hefur sá reiðst og/eða móðgast þessari dónalegu afskiptasemi að hann hefur umsvifalaust hlaðið byssu sína og sundurskotið skiltið. Það er eitthvað við þetta sem er svo íslenskt. Sundurskotið skilti í Heiðmörk Efgrannter skoðað má finna I reglu- verkinu„Meðferö skotvopna óheimil.“. Líkast til hefur það verið eins og blaut tuska í andlit haglabyssumannsins sem þarna átti leið um. • Hjónin Friðrik Klemenz Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigríður Dúna Kiist- mundsdóttir mann- fræðiprófessor hafa fengið samþykki skipulagsyfirvalda í Reykjavík fyrir því að stækka og betr- umbæta hús sitt á Bjarkargötu 10. Þau ætía að hækka og breyta þaki, koma fyrir gluggum á suðurhlið og inn- rétta vinnustofu í bílskúr. Þess utan ætía þau að lagfæra steyptar tröpp- Síðast en ekki síst ur á norðurhlið hússins. Engar at- hugasemdir bárust frá nágrönnum þegar málið var í kynningu þar fyrir tíu dögum... • Háskóli íslands útskrifaði met- fjölda í Laugardalshöllinni um helg- ina þegar hátt í þúsund manns út- skrifuðust með lokapróf. Meðal fjöl- margra aðstand- enda þeirra sem luku prófum voru ráðherrarnir Bjöm Bjamason og Geir Hilmar Haarde en synir þeirra luku próf- um. BjamiBene- dikt Bjömsson gerði það gott því hann hlaut ágætiseinkunn í meistaraprófi í íslensku... • Páll Skúlason rektor hélt athyglis- verða lokaræðu sem margir skildu sem netta ádrepu á stjómarherrana sem oftar en ekki em kenndir við valdníðslu. En svo er að sjá sem rektor hafi orðað gagnrýni sína fim- legaþví Bjöm Bjamason dóms- málaráðherra- ráðherra varð fýrir hugljómun um það að mál- staður hans og Davíðs Oddsson- ar í stríði þeirra við Baug og tíð- indi honum tengd væri herferð hinna dyggu boðbera réttíætisins og málstaður sjálfstæðismanna í fjölmiðlamálinu því gegnheill. Margir aðrir í salnum fengu annars konar tilfinningu und- ir ræðu rektors sem auðvitað þarf að gæta orða sinna svo háskólinn verði ekki fyrir hnjaski... FLOTT hjá Þórólfi Arnasyni aö þora að setja upp Ijósmyndasýningu á Austur- velli í óþökk Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Frábært framtak hjá honum og mögnuð sýning. Séra Gunnar Sigurjónsson SlerkasO prestur í heimi „Ég er nú að fara á taugum yfir þessu, ég svaf ekkert í nótt,“ sagði séra Gunnar Sigurjónsson í samtali við DV nokkrum klukkustundum áður en hann lagði í tilraunina við heimsmetið í íþróttahúsi Digra- ness. Gunnar var að sækjast eftir tití- inum Sterkasti prestur í heimi eða The Most Powerful Pastor in the World og náði titilinum. „Ég tók titilinn af bosníska prest- inum Ante Ledic, sem ber að vísu titilinn The Strongest Clergyman in the World," sagði sr. Gunnar í sam- tali við blaðamann eftir að hann hafði slegið heimsmet séra Ledic, sem lyft hafði hundrað tuttugu og sjö kílóum. „Þegar Ledic setti metið voru ekki teknar neinar myndir og það eru ekki til staðfestir dómar um heimsmetið. Ég gerði þetta með löglegum hætti og með viður- kenndum dómurum. Um þá hlið mála sáu Kári Elíasson lyftinga- kappi og Kraftíyftingasambandið," segir sr. Gunnar sem ætíar sér að fá heimsmetið skráð í heimsmetabók Guinness. „Bosníski presturinn Ante Ledic vinnur meðai annars að því að eyða fordómum milli múslima og krist- inna og er hataður fyrir bragðið. Það er tvisvar búið að reyna að drepa hann,“ segir sr. Gunnar og bætir við að íþróttir og viðburðir geta dregið athyglina að þeim mál- um sem skipta meira máli en svona keppnir. Kapp séra Ante Ledic snýst um að draga athygli að því sem hann er að vinna að og hann skorar á aðra presta að keppa við sig. „Mitt takmark er að varpa ljósi á séra Ledic og það sem hann er að gera,“ segir sr. Gunnar. Séra Gunnar Sigurjónsson Tók titilinn afbosníska prestinum Ante Ledic. Veðrið Lárétt: 1 nauðsyn, 4 hljóð, 7 matreiðir, 8 geðj- ast, 10 heiti, 12 kvendýr, 13 ritfæri, 14 steinteg- und, 15 brún, 16 forboð, 18 nabbi, 21 kvenmanns- nafn, 22 hamagangur, 23 skegg. Lóðrétt: 1 viðmót, 2 drif, 3 slétta, 4 hugsunarhátt, 5 gjafmilda, 6 eyktamark, 9 vömb, 11 froða, 16 skrokk, 17 gagn, 19 mag- ur, 20 beita. Lausn á krossgátu u6e oz 'jAj 61 'J°u , '|oq 91 'enejj 11 'bjjsj 6 'uou 9 'ejo s '6ue6e>|uec| y 'jpuaneg £ '>|aj z '|ad l mýJO1 ■uoj6 zz 'ijæ| ZZ 'áuppo IZ 'BOJe! 'uueq 91 '663 st 'je6e yi '|jjs £L '>|JJ ZL 'ujeu oi 'e>|j| 8 'Jep|3 L 'u6ocj y 'pgcj l :«?J'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.