Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2004 Sport DV • Andreas Isaksson, markvörður sænska landsliðsins, hefur ákveðið að ganga til liðs við franska félagið Rennes þegar Evrópumótinu í fótbolta lýkur. Isaksson, sem var eitt sinn á mála hjá ítalska liðinu Juv- entus, hefur undanfarin ár staðið á milli stanganna hjá sænsku meist- urum Djurgárdens. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Rennes og tekur við af tékkneska landsliðsmarkverðinum Peter Cech sem fer til Chelsea í sumar. • Christian Vieri, framherji ítalska landsliðsins, hefur sennilega tekið alla ítalska fjölmiðlamenn af jólakortalistanum hjá sér eftir gærdaginn en þá gekk hann út af blaðamannafundi og hótaði að tala aldrei aftur við þá sem voru staddir á fundinum. Tvö ítölsk dagblöð sögðu frá því að Vieri hefði rifist við Gianluigi Buffon, markvörð ítalska liðsins, eftir leikinn gegn Svíum og Vieri var ósáttur við þann frétta- flutning. „Þetta er síðasti dagurinn sem ég tala við ykkur. Þið getið skrifað það sem þið viljið því mér gæti ekki staðið meira á sama hvað stendur í blöðunum ykkar. Það eina sem þið gerið er að slátra okkur frá morgni til kvölds," sagði Vieri. • Henrik Larsson, hinn frábæri framherji Svía, segist ætla að halda áfram að spila með sænska landsliðinu eftir Evrópumótið svo framarlega sem hann verði að spila í bestu deildum Evrópu á næsta tímabili. „Það er frábært að spila með þessu liði og vonandi get ég látið gott af mér leiða eftir kepp- nina,“ sagði Larsson. Þetta eru ekki góðar fféttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Svíum tvívegis í undan- keppni HM í haust. Þetta eru þó góðar fréttir fyrir knattspyrnu- áhugamenn sem fá tækifæri til að berja Larsson augum 13. október. • Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, ætíar að halda tryggð við Michael Owen í síðasta leik enska liðsins gegn Króötum í kvöld jafnvel þótt hann hafi ekkert getað í tveimur fyrstu leikjum liðsins í riðlakeppninni á Evrópu- mótinu. Fjölmiðlar hafa rekið herferð undanfarna daga fyrir því að Darius Vassell komi inn í lið Englendinga fyrir síðasta leikinn í stað Owens en Eriksson er ekki á því. „Ég mun ekki setja einn af mínum bestu mönnum á bekkinn í leik eins og þessum. Ég hef aldrei hugleitt að taka Michael út úr liðinu og mun ekki gera það. Ég hef rætt við hann og hann er klár í slaginn. í stöðu eins og þessari þá verður hann að fá að spila og ég er viss um að hann mun standa undir vænt- ingum," sagði Eriksson. Það er ekki á aðra leiki á Evrópumótinu í Portúgal hallað þótt því sé haldið fram að leikur Tékka og Hollendinga í C-riðli í Aveiro á laugardagskvöldið hafi verið besti leikur mótsins tíl þessa. Bæði lið spiluðu dúndrandi sóknarbolta frá upphafi til enda og þegar uppi var staðið voru mörkin orðin fimm. Það blés ekki byrlega fyrir tékkneska liðinu því Hollendingar byrjuðu leikinn af ógnarkrafti. Þeir náðu forystunni strax á fjórðu mínútu þegar varnarmaðurinn Wilfried Bouma skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben. Á nítjándu mínútu bætti síðan Ruud van Nistelrooy við öðru marki, aftur eftir undirbúning Robbens sem reið húsum á vinstri kantinum í fyrri hálfleik. Tékkar lögðu þó ekki árar í bát og Jan Koller náði að minnka muninn Qórum mínútum eftir mark van Nistelrooys. Markið kom eftír glæsilegan undirbúning Milans Baros sem náði að koma boltanum Briðilimmífótbolta ~2-3 ^ pr (2-1) 1-0 Bouma, skalli (4.) 2-0 Van Nistelrooy, skot (19.) 2-1 Koller, skot (23.) 2-2 Baros, skot (71.) 2-3 Smicer, skot (88.) Tölfræðin: 14 Skot 22 10 Skot á mark 11 7 Varln skot markvarða 6 7 Skot innan taigs 13 6 Hom 7 18 Aukaspyrnur fengnar 23 6 RangstöBur 2 3 Gul spjöld 1 1 RauB spjöld 0 52% Boltl innan liBs 48% MAÐUR LEIKSINS: Pavel Nedved, Tékklandi tíl risans Kollers af miklu harðfylgi eftir harða baráttu við hollenska varnarmanninn Jaap Stam. í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum, liðin sóttu á víxl en það voru Tékkar sem náðu að jafna leikinn á 71. mínútu þegar Milan Baros skoraði með þrumuskoti. Skömmu síðar fékk Johnny Heit- inga, vamarmaður hollenska liðsins, rautt spjald og eftir það tóku Tékkar öll völd. Varamaðurinn Vladimir Smicer dúkkaði síðan upp tveimur mínútum fyrir leikslok og tékkaði sig út með sigurmarki leiksins. Tékkar em nú ömggir með sigurinn í riðlinum og geta mætt afslappaðir í leikinn gegn Þjóð- verjum á miðvikudaginn. Hollend- ingar þurfa hins vegar að vinna Letta og treysta á að Tékkar tapi ekki gegn Þjóðverjum til að komast áfram upp úr riðlinum. Bruckner er tólfti maðurinn Miðjumaðurinn frábæri Pavel Nedved var himinlifandi eftir leikinn og þakkaði þjálfara sínum, hinum gráhærða Karol Bruckner, sigurinn. „Það má segja að Bruckner sé tólfti maður okkar inni á vellinum því hann leggur leikinn algerlega upp. Þetta er mjög einfalt hjá okkur. Við förum bara út á völlinn og gerum það sem hann leggur upp. Það skilar nær undantekningalaust góðum úrslitum fyrir okkur," sagði Nedved. Það vakti mikla athygli að Bruckner hélt sínu striki allan leikinn á laugardaginn. Hann fór ekki á taugum þótt liðið væri undir í hálfleik heldur sagði sínum mönnum að spila áfram á sama hátt, ólíkt kollega sínum Dick Advocaat, sem tók sinn besta mann, kantmanninn Arjen Robben út af þegar hálftími var eftir til að styrkja miðjuna. Það kom í bakið á honum, ólxkt Bruckner sem hélt sínu striki og uppskar eftír því. oskar@dv.is Smicer t utmeðni UndirEM- smásjánni Milan Baros, Tékklandi, í leik gegn Hollandi Tölfræði Tékkans Milans Baros gegn Hollandi: Mínútur spilaðar 90 Skotin Skot (Skot á mark) 1(1) Skot innan teigs/úr aukasp. 1/0 Mörk skoruð/stoðsendingar S i/1/l Samspilið Sendingar 18 Heppnaðar sendingar 15 Sendingahlutfall 83% Fyrirgjafir 2 Heppnaðar fyrirgjafir Gaf hann oftast á Poborsky 4 Fékk hann oftast ffá Poborsky 9 Baráttan Brot 7 Fiskaðar aukaspyrnur 1 Tæklingar frá mótherjum 11 Tæklingar á mótherja 1 Gul spjöld/rauð spjöld Í0/0 8 Annað Rangstöður 2 UndirEM- smásjánni Ruud Van Nistelrooy, Holl- andi, í leik gegn Tékkum Tölfræði Hollendingsins Ruud van Nistelrooy gegn Tékklandi: Mlnútur spilaðar 90 Skotln Skot (Skot á mark) 3(3) Skot innan teigs/úr aukasp. Mörk skoruð/stoðsendingar 3/0 1/0 Samspilið Sendingar 24 Heppnaðar sendingar 19 Sendingahlutfall 79% Fyrirgjafir 2 Heppnaðar fyrirgjafir 0 Gaf oftast á van der Meyde 7 Fékk oftast frá van der Saar 10 Baráttan Brot 5 Fiskaðaraukaspyrnur 3 Tækllngar frá mótherjum æjgjg«i Tæklingar á mótherja i Gul spjöld/rauð spjöld 0/0 Annað Rangstöður 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.