Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- ar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvlnnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Tékkland 2 1 Hluti af hvaða landi var Tékkland áður? 2 Hvað heitir forseti lands- ins? 3 Hvað heitir höfuðborg Tékklands? 4 Hversu margir eru íbúar landsins? 5 Hvað er landið stórt, mið- að við ísland? Svör neöst á síöunni Kviðdómur í Argentínu Buenos Aires Herald skýrir frá því að argent- ínska ríkisstjtírnin undir forystu Kirchners forsæt- isráðherra hafi nú lagt fram frumvarp til laga um nýjungar á dómskerf- inu. Argentínskt dóms- kerfi hefur lengi þótt óburðugt, enda undir áhrifum frá langri herfor- ingjastjórn. Helst þeirra nýjunga sem frumvarpið felur í sér er að Kirchner vill láta taka upp kvið- dómendakerfi, eins og tfðkast í Bandankjunum, Bretlandi og víðar en hingað til hafa dómarar kveðið upp úr um sekt eða sakleysi, líkt og hér á íslandi. Hið nýja kerfi á - ef það verður samþykkt af argentínska þinginu - að eyða grunsemdum um að dómarar taki ákvarð- anir sínar á ankannaleg- um forsendum en spilling hefurveriðmikil. Bæheimur Tékkland, þarsem búa svo góöir fótboltamenn, næryfir þaö svæði sem til forna hét - og heitir raunar enn - Bæ- heimur. Það nafn er komiö frá Rómverjum sem kölluðu svæðiö Boiohaemia eftir Boii-ættbálknum sem bjó bak við fjöllin sem umlykja svæðið. Boi-ar þessir voru sennilega keltneskir en á fyrstu öldunum eftir Krist tók slavneskur ættbálkur að ryðja Keltunum burt. Það voru Tékkar. Svæðið hét áfram Bæheimur og gekk á ýmsu I sögu þess; oft var það undir yfirráðum Þjóð- verja. Þegar slav- nesk þjóðernis- stefna tók að rísa Málið á 19. öld og landið fékk sjálfstæði, ásamt Slóvakíu, við lok fyrri heimsstyrjaldar varð nafn Tékka ofan á sem þjóöaheiti. Auk Bæheims nær Tékklandyfir svæði sem á erlendum málum nefnist Moravía en Mæri á Islensku. Svör vlð spumingum: 1. Tékkóslóvaklu -1 Vadav Klaus - 3. Prag - 4. Rúmar tíu milljónir - 5. Tékkland er um það bil þrlr Ijórðu af stærð (slands. ■o CTl > O) ■o Kraftaverkið Meðan fótbolti sundrar þjóðum Evrópu samþykktu landsfeður 25 ríkja í Evrópu stjómarskrá álfunnar í tæplega 350 greinum. Meðan fótboltabullur með málaða þ jóðfánaliti í andlitinu drekktu þjóðsöngvum keppninauta í bauli, ákváðu landsfeður evrópskan forseta, utanríkisráðherra og rfkissaksóknara. Meðan enskir drykkjusjúklingar urðu sér eins og venjulega til skammar á götum í Portúgal leystu landsfeðumir erfiða hnúta og höfnuðu kröfu páfans um að geta kristinnar trúar í stjórnarskránni. Síðast en ekki sízt afgreiddu þeir vægi atkvæða milii ríkja og fólksfjölda í evrópskum kosningum. Landsfeður í Evrópu em komnir langt fram úr lýðnum, sem baular á þjóðsöngva annarra ríkja og drekkur frá sér ráð og rænu á opinberum vettvangi. Landsfeðumir hafa sameinað álfú, sem vUI ekki sameinast. Síðan eiga þeir eftir að selja fótboltalýðnum og öðrum aimenningi niðurstöðuna. Næsta vor tekur evrópska stjórnarskráin gUdi, að vísu ekki fyrir öll lönd. Bretar og Danir munu líklega fella plaggið í þjóðaratkvæðagreiðslum, alveg eins ogþeir vÚdu ekki vera með í evrunni. Evrópusinnuðu rfldn með Frakkland og Þýzkaland í fararbroddi munu staðfesta stjómarskrána. Tveggja hraða Evrópa fær aukna staðfestingu. Fremst fara rfldn, sem taka allan pakkann. Eftir fylgja nokkur rfld, sem spyma við fótum og vilja varðveita leifar af fullveldi sínu. Norðmenn munu fyrr eða síðar stökkva í þann fiokk og sldlja íslendinga og Serba eftir utan Evrópusambandsins. Lausn fannst á öUum ágreiningsefiium evrópsku leiðtoganna nema nafii nýs framkvæmdastjóra. Það kemur í lok mánaðarins. Afrekið vann Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, sem tók fyrir hálfu ári við formennsku í Evrópu af ftalanum SUvio Berlusconi, sem hafði klúðrað dæminu fyrir hálfu ári. Ahern er eindregin andstæða leiðtoga á borð við Berlusconi og Davíð Oddsson, sem ekki finna sættir, heldur snapa fæting við aUt og aUa. Það em menn á borð við Ahern, sem hafa með seiglu framleitt evrópskt samstarf undanfarna áratugi og komið því á blússandi ferð sem efiiahagsundur heimsins. Gallinn við þessa frægðarsiglingu Evrópusambandsins er, að fólkið í aðUdarríkjum þess skUur aUs ekki, hvað því hefur verið fært með sameiginlegri mynt, sameiginlegum markaði og ekki sizt sameiginlegum reglugerðum, sem almennt em Utnar Ulu auga af fótboltabuUum og öðrum almenningi í Evrópu. Evrópusambandið á nú aðeins eftir einn þröskuld. Það á eftir að selja fólki þá staðreynd, að sambandið er kraftaverk, sem hefúr fært álfúnni almenna velmegun og mun gera það áfram. Jónas Kristjánsson Topphjóð í handbolta Á Múrnum velú Katrfn Jakobsdótt- ir fyrir sér íslensku þjóðemi í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Hún virðisthafa verið á ferð í Danmörku og vimar í samtal sitt við dansk-tyrkneskan leigubílstjóra: „Undanfarin ár hafa íslenskir ffæðimenn rætt mikið um þjóðemi og velt fyrir sér íslensku þjóðemi í því samhengi. Hvað gerir íslendinga að þjóð? er sívinsæl spuming í þessum fræðum og ljóst að svörin em mörg. Reyndar sýna fé- lagsvísindalegar rannsóknir að fólk hefúr mjög mis- munandi hug- myndir um hvað geri íslendinga að þjóð. Margir nefiia tungumálið en svo hefur hver og einn sínar hugmyndir. Það er hangikjöúð, lakkrísinn, íslenska vatnið, álfatrúin, íslendingasögumar, Bubbi Morthens, birkitréð, lóan, sauðkindin eða Hrafii Gunnlaugsson. Reyndar veltir maður eiginlega aldrei fyrir sér hvað geri mann að Is- lendingi nema helst þegar maður hitt- ir úúendinga. Þeir spyija þá gjaman um land og þjóð og svör íslendingsins em oft harla skrýtin enda oftast fúnd- in upp á staðnum. Dansk-tyrkneskurleigubílstjóri: ís- land, já, erkait þar. íslendingun Já, alltaf ægilega kalt (þótt hann viú að á íslandi sé nú 15 súgahiú). DÚ: Já, búið þið í snjóhúsum. í: Ha, nei, nei. Við búum í blokkum. Nema þeir sem búa í... uuu... einbýl- ishúsum. DÚ: Emð þið með á EM í fótbolta? í Ha, nei, við erum sko betri í hand- bolta en fótbolta. Við erum sko topp- þjóð í handbolta. DÚ (áhugalaus): Ha, handbolta? Ég horfi aldrei á svoleiðis. í (sveittur; horfir aldrei á handbolta): Við fslendingar elskum handbolta. DÚ: En er fallegt á fslandi. í (aldrei komið út fyrir Reykjavík): Já, náttúran er einstök. Þama em jöklar og fullt af svona... uuu, ósnortinni náttúm. Mosi og svona. (í árásarhug) Miklu fjölbreyttara en í Danmörku. DtL Já, Danmörk er ekkert spes. í (glaður): Nei, hún er sko ekkert sér- stök. Dtk En emð þið í Evrópusamband- inu? Fyrst og fremst í Nei. DtL Emð þið of lítil til að vera með? í (móðgaður): Nei, við erum of sjálf- stæð. DtL Jahá. En hvemig em íslendingar? í (hikandi): Þeir em harðgerir og stoltir, elska bókmenntir og sofa úú í náttúrunni á sumrin. Svo em þeir alltaf í sundi og drekka mikið. DtL Ætli það sé ekki veðrið sem gerir ykkur svona? í (hugsi): Jú, kannski bara. DtL Kannski kem ég einhvem tíma til íslands. í (sigri hrósandi yfir þessari góðu landkynningu): Þú verður ekki svik- inn af því! Þá verðurðu að fá þér... uuuu... brennivín og hákarl! (Kyngir, hefur aldrei smakkað brennivín og hákari). DtL Það verð ég að muna að gera. Jæja, hér er Kastmp. í (feginn): Takk, takk, sjáumst á ís- landi! Svona er þjóðemið margrætt. Vigdís til bjargar! VIGDfS FINNBOGADÓTTIR skaust með övæntum hætti fram i sviösljós þjóðmölaumræðunnar um daginn þegar hún neitaði að afhenda Grímu- verðlaun I fiokki barnaleikhúss afþeirri einkenniiegu dstæðu að fyrirtæk- ið Baugur styrkti verðiaunahótíðina. Þótt ekki hafi allir skilið allsendis röksemdir Vigdisar viröist sem hún hafi taiið að efhún sem fyrrverandi forseti íslands iéti svo mikið sem sjó sig ó hdtlð sem Baugur kostaði að einhverju leyti, þd yrðiþað túlkað sem einhvers konar stuðn- ingur hennar við Baug. Og enginn grunur um slíkan stuðning mætti vakna vegna þess að Baugur stæði í eldlinunni i uppistandinu vegna fjölmiðlalaga Davíðs Oddssonar. ÞETTA VAR ALLT SVOLÍTIÐ EINKENNILEGT mdl og ekki fyrir okkur að skitja. Hallgrim- ur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður komst svo að orði í teiknimyndasögu i Fréttablaðinu að með þessu hefði Vigdís hlotið verðlaun fyrir„bestan afleik ifyrrverandi aðalhlutverki“. Sumum þótti þannig Vigdls hafa hlaupið nokkuð d sig en sem betur fer d hún líka slna aöddendur og stuðningsmenn. Þar fara fremstir i flokki gdrungar d Baggalút.is en þeir hafa samið lag til heiöurs Vigdisi og birta d heimasiðu smni sem annars er farin Isumarfrí. Iformdla stendur: BAGGALÚTUR FÆRIR ÞJÓÐINNI hér nýttstuöningslag, en með þvf viljum við hvetja frú Vigdisi Finnbogadóttur til að koma þjóð sinni til bjargar og gefa enn d ný kost d sér sem þjóðhöfðingi islenska lýöveldisins. Þaö er Islandsvinurinn Tony Ztarbiaster sem flyturlagið I félagi við Dúettinn Kvartett... Sérlegar og innilegar þakkir fd [meöal annarsj frú Vigdís fyrir innbldstur og að vera til Textinn er svo svohljóðandi: VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdis Finnbogadóttir þú varst alltaf uppdhalds forsetinn minn þú varst betren Albert Guðmundsson flengdir hann og Guðlaug Þorvaldsson hver var þessi Pétur Thorsteinsson ? Vigdís Finnbogadóttir þú varst alltaf uppdhaids forsetinn minn þú varst alltafl svo smartri dragt gullna hdrið fagmannlega lagt það er meir en hinir gdtu sagt ég vit þú vitir að við söknum þín - Vigdis og að við erum ekki söm dn þín - Vigdis ó elsku Vigdis viltu lofokkur að fara aftur fram? þú varst betren Svenni og Ásgeir betren Stjdnog Óli bdðir tveir þú varst llka sætari en þeir Vigdís Finnbogadóttir þú varst alltaf uppdhaids forsetinn minn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.