Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR21. JÚNÍ2004 15 Vill ekki und- anþágur Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýnir Bandaríkjastjóm harkalega fyrir að sækja um undanþágu frá lög- sókn fýrir alþjóða- stríðsglæpadóm- stólnum. Annan hvetur Öryggisráðið til að fella tillöguna enda eigi að forðast undanþágur af þessu tagi. Bandaríkja- menn halda því hins vegar fram að dómstóllinn verði nýttur til að koma höggi á Bandarfkjamenn. Skemmst er að minnast þess að þeg- ar dómstóllinn var settur á stofn fyrir tveimur ámm hótuðu stjórnvöld í Banda- ríkjunum að hætta að senda menn til friðargæslu ef þeir ættu á hættu að verða lögsóttir. Annan and- mælti líka þá en var ekki jafn harðorður og nú. Þýskur banki í Kauphöllina Deustsche Bank hefur ákveðið að gerast aðili að Kauphöll íslands og verður því annar erlendi aðilinn sem fær aðild að Kauphöll- inni. Aðild bankans að Kauphöllinni kemur í kjöl- far þátttöku hans í útgáfu nýrra íbúðalána sem íbúðalánasjóður mun gefa út frá 1. júlí næstkomandi. Greiningardeild KB banka segir að aðild þýska bank- ans að KauphöMinni sé já- kvæð og þá sérstaklega fyrir skuldabréfamarkaðinn og má segja að um sé að ræða ákveðna traustsyfirlýsingu. Grænfriðungar til ísafjarðar Skip Grænfriðunga, Esperanza er væntanlegt til fsafjarðar 22. júm'. ísafjörð- ur verður fyrsti viðkomu- staður skipsins sem á eftir að koma víðar við á ferð- inni tun landið. „Við vorum mjög ánægðir með við- brögðin í fyrra og vonumst til þess að halda áfram og efla samræðurnar við ís- lendinga í sirmar," segir í bréfi frá Frode Pleym tals- manni samtakanna. Áhersl- an í leiðangrinum er að berjast gegn hvalveiðum, mengun hafsins og gróður- húsaáhrifum. Saddam til íraks írakar taka Saddam Hussein í gæslu fljótlega eft- ir að völdin verða færð þeim í hendur 30. júm'. AFP- fréttastofan segir Banda- ríkjamenn ætla að láta tíu háttsetta menn úr innsta hring ríkis- stjómar Saddams í umsjá heimamanna. George W. Bush hef- ur lýst því yfir að ef þeir láti hann af hendi komi ekkert annað til greina en að hann verði fangelsaður. Bill Clinton viðurkennir að samband sitt við Monicu Lewinsky hafi nánast gert út um hjónaband sitt og Hillary. Þetta kemur fram í nýrri æviminningabók Clintons sem kemur út á morgun. Stórblaðið New YorkTimes segir bókina daufa lesningu og engu líkara en að hún hafi verið skrifuð í miklum flýti. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist hafa fyllst óbeit á sjálfum sér meðan á kynferðislegu sambandi hans og Monicu Lewinsky stóð. Samband Clintons og Monicu Lewinsky fær töluvert rúm f nýrri sjálfsævisögu forsetans fyrrver- andi, My Life, sem kemur í bóka- búðir vestanhafs á morgun. Clinton segir drauga úr fortíð- inni hafa stjómað gerðum sínum þegar hann hóf að stunda kynmök með Monicu í Hvíta húsinu. Málið komst upp eins og allir vita og þótti mörgum hegðun forsetans hneykslanleg. Clinton neitaði reyndar staðfastlega að hafa átt í nokkm sambandi við Monicu og í kjölfarið hófst um- Brugðið Hillary tókjátmngu eiginmannsins iila og neitaði að samrekkja honum um iangt skeið fangsmikil rannsókn Kenneth Starr, sérlegs saksóknara, á mál- inu. Monica varð hötuð um allan heim fýrir að draga forsetann á tál- ar og ljóstra upp leyndarmáli þeirra. Clinton greinir frá því í bókinni að hann hafi tekið ákvörðun um að binda enda á sambandið eftir nokkra mánuði. Hann hafi ekki þolað að lifa tvöföldu lífi - sam- bandið hafi enda verið bæði fífla- legt og siðlaust. Vildi ekki glata ást dóttur sinnar Hillary, eiginkona hans, stóð fast við bakið á manni sínum þeg- ar ástarsambandið varð skyndilega á allra vitorði og studdi hann með ráð og dáð. Það var nokkm seinna eða í ágúst 1998 sem Clinton loks viðurkenndi fyrir Hillary að hann hefði átt í ástarsambandi við Mon- icu. Hann lýsir viðbrögðum eigin- konu sinnar að engu hafi verið lík- ara en hún hafi „verið kýld í mag- ann“. Hillary meinaði eiginmann- inum að deila með sér rúmi og mátti Clinton að gera sér að góðu að sofa á sófa í Hvíta húsinu um margra vikna skeið - milli þess sem hann dvaldi í sumarhúsi í eigu vina. Þetta var ekkert að mati Clintons í saman- burði við þjáninguna að þurfa að segja dóttur- inni, Chelsea, frá öllu saman. Clinton kveðst hafa verið frávita af áhyggjum á þessum tíma - og ekki bara óttast um hjóna- bandið heldur líka að hann hefði glatað ást Clinton kveðst hafa verið frávita af áhyggjum á þessum tíma - og ekki bara óttast um hjónaband- ið heldur líka að hann hefði glatað ást dótt- ursinnar. dóttur sinnar. Forsetinn fýrrver- andi er sagður eyða miklu púðri í rekja ástæður þess að hann hélt framhjá konu sinni. Þetta rekur hann meðal annars til þess að alkóhólismi var ríkjandi á æsku- heimilinu í Littíe Rock. Clinton segir til dæmis frá því móðir sín mátti sæta barsmíðum af hálfu stjúpföðurins og fór svo í eitt skiptið að stjúpfaðirinn skaut á konuna og hæfði hana í höfuð. Aldrei var rætt um atburði af þessu tagi innan sem utan heimilisins og lét Clinton aldrei á neinu bera. Þrátt fyrir allar þessar skýringar eru lesendur litlu nær um hjónaband forsetahjónanna fyrr- verandi. Clinton seg- ir reyndar kunna vel að meta hugsjónir konu sinnar en segir ekki mikið meira. Hjónin hafa sem kunnugt er búið hvort í sínu ríkinu undanfarin misseri. hafa ekki áður selst jafnmargar bækur fyrirfram á bókavefnum amazon.com. Sjálfur hefur Clinton fengið um átta hundruð milljón krónur í vasann og á meira í vænd- um ef bókin selst vel. Stórblaðið New York Times fjallaði um bókina um helgina og er hún allt annað en ausin lofi. Bókin sem er 950 blaðsíður er sögð hroðvirknislega unnin og oft á tíð- um afskaplega daufleg lesning. Svo virðist sem bókin hafi verið skrifuð í miklum flýti og í henni sé að finna alltof mikið af smásmugulegum lýsingum svo sem hvað Clinton fékk í kvöldverð þetta kvöldið eða hitt. Þrátt fyrir þetta er víst að bók- in mun renna út eins og heitar lummur - ekki síst vegna þess að í gærkvöld fengu Banda- ríkjamenn for- smekkinn í klukkustundar- löngu viðtali Dans Rather við Clinton sem sýnt var í þætt- inum 60 mínútur á CBS-sjón- varpsstöð- inni. Hroðvirknisleg og dauf Útgáfudagur bókarinnar er vest- anhafs á morgun og Monica Varsparkað eftir nokkurra mánaða samband við forsetann. — .V (^íSqíSHW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.