Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 3
r W Fyrst og fremst MÁNUDACUR 21. JÚNl2004 3 -TZmHÍáK Sigríður Ágústsdóttir skrifstofumaður á Englandi. „Kom til að kaupa Sjálfstætt fólk í kilju en er dottin í upp- flettirit um heimsarki- tektúrinn." Á bólakaf í bókabúðum Agóðviðrisdögum lifhar margdáin miðborgin við, fólk situr á úti- kaffihúsum, röltir um stræti og torg með ís, skoðar myndimar af íslendingum á Austurvelli eða gefur öndunum. En sumum halda engin bönd þegar bókabúðir em annars vegar, þeir hreinlega verða að fara inn og grúska. Sigríður Ágústsdóttir skrifstofumaður á Englandi er í stuttu fríi heima og í blíðunni í gær lá hún yfir bók um heimsarkitektúrinn í Eymundsson. „Maðurinn minn er finnskur og við ákváðum að prófa að búa í þriðja landinu. Hingað í Eymundsson kom ég til að leita að Sjálfstæðu fólki Laxness í kilju og fann hana. Ég er mjög ánægð með það. Það er betra að ferðast og flytja milli landa með bækur á kiljuformi. En nú er ég allt í einu kom- in á bólakaf í einhvers konar Atlas um arkitektúr heimsins. Hér Skyndimynd i'MfM t -'-j í m 4 má sjá athyglisverð hús um víða veröld og ég er komin að Norður- löndunum. Áhugi minn á arkitektúr vaknaði þegar ég bjó í Finn- landi, þeir vinna margir svo skemmtilega inn í og með náttúruna og umhverfið þar. Það vantar hér heima. Annars hef ég verið að læra bókmenntafræði við HÍ og ef allt gengur að óskum, ætti ég að útskrifast í haust.“ Sigríður segist ákaflega veik fyrir bókabúðum. „Já, ég dett inn í þær alls staðar. Þær eru líka afls stað- ar að verða svo vistlegar, þar getur maður í friði og ró skoðað í hillur, flett bókum, blöðum og tímaritum. Og þótt ég fari yfirleitt í bókabúðir til að leita að einhverju sem mig hefrir lengi langað í, endar þetta svona; áður en ég veit af er ég komin á bólakaf í einhverjar allt aðrar bækur," sagði Sigríður Ágústsdóttir, skrifstofumaður á Englandi í stuttu fríi heima og dottin inn í bókabúð. Spurning dagsins Fær Astþór Magnússon of litla athygli fjölmiðla? Agressívur brjálæðingur „Nei hanrt fær alveg yfirdrifíð afathygli. Maður er orð- inn hundleiður á honum og ég held hann sé búinn að missa marks. Hann hefur alltafhaft nokkuð til síns máls en er búinn að eyðileggja það. Ég myndi frekar líta á Gandhi eða einhvern þannig sem friðarpostula en ekki svona agressívan brjálæðing. IhA. Æk-: Hann er óvinur friðarboðskaps ins, enginn friðarsinni." Snorri Ásmundsson myndlistarmaður „Nei, ég held ekki. Ég held að hann sé búinn að fá sinn skammt og vel það. En ætli Ástþóri Magn- ússyni finnist öll sú athygli sem hann hefur fengið vera afhinu góða?" Ólafur Egill Egilsson leikari „Nei, ég er alveg búin að fá nóg afhonum og ég held að hann ætti að hafa sig hægan. Ég sé ekki að hann fái eitthvað minni athygli en hver annar, þetta er orðið ágætt hjá hon- um." Sólveig Zophaníasdóttir feg- urðardrottning „Nei, ég vil nú ekki skrifa það á fjölmiðla- fólkið. Það fer auðvitað minna fyrir honum en það er bara í takt við áhuga fólks á hans fram- boði held ég. Fjölmiðlar sýna honum ekki minni áhuga vegna þess að þeir séu eitthvað að hefta hann, alls ekki." Steinunn Vala Sigfúsdóttir, stigavörður í Gettu betur. „Nei, hann færþað bara ekki neitt. Hannáað fara að nýta þessa at- hygli sem hann fær i eitthvað annað en að kvarta yfír því hvað hann fær litla athygli." Vilhjálmur Goði Friðriksson leikari Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur kvartað yfir því undanfarið að hann fái of litla athygli fjölmiðla. TÍU STÆRSTU LONDIHEIMI 1. Rússland 17,075,400 ferkílómetr- ar, 170 sinnum stærra en ísland. fbúar: 146 milljónir. Höfuðborg: Moskva. 2. Kanada 9,330,970 ferkflómetrar, 93 sinnum stærra en ísland. (búar: Rúm- lega 31 milljón. Kanda er í 35. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heims þótt landið sé næststærst að flatarmáli. Höfuðborg: Ottawa. 3. Kína 9,326,410 ferkílómetrar, einnig 93 sinnum stærra en (sland. (búar árið 2002:1,256,167,701. Höfuðborg: Peking. 4. Bandaríkin 9.166,600 ferkíló- metrar eða 91 sinni stærri en fsland. (bú- ar: 275 milljónir. Höfuðborg: Washington í Columbíu-héraði. 5. Brasilía 8,456,510 ferkílómetrar eða 84 sinnum stærri en ísland. (búar eru um 174 milljónir. Höfuðborgin heitir Brasilía. 6. Ástralía 7,617,930 ferkílómetrar, 76 sinnum stærri en (sland. Hér er átt við eyríkið Ástralíu en ekki heimsálfuna Eyjaálfu sem stundum er kölluð Ástralía. (búar eru 19 milljónir og er landið í 53. sæti yfir fjölmennustu ríki heims. Enda er Ástralfa sérlega strjálbyggð. Höfuð- borgin er Canberra. 7. Indland 2,973,190 ferkílómetrar eða 29 sinnum stærri. (búar eru rétt rúmur milljarður enda landið þéttbýlt. Höfuðborgin er Delí. 8. Argentína 2,736,690 ferkílómetr- ar, eða aðeins svolítið minna en Indland en íbúar „aðeins" rúmar 37 milljónir. Höfuðborgin heitir Buenos Aires. 9. Kasakstan 2,717,300 ferkíló- metrar, 27 sinnum stærra en ísland. (bú- ar ekki nema tæpar 17 milljónir og þrátt fyrir alit landflæmið er landið aðeins í 56. sæti yfir fjölmennustu ríkin. Höfuð- borgin er smáborgin Astana. 10. Súdan 2,376,000 ferkflómetrar sem þýðir að 23 (slönd þarf til að fylla landrými þess. (búar eru tæpar 36 millj- ónir. Khartúm er höfuðborgin. í 10.-20. sæti eru - f þessari röð - Alsír, Lýðveldið Kongó, Mexíkó, Sádi-Arabía, Indónesía, (ran, Líbía, Mongólía, Perú og Tsjad. “RKYNSÍAN” ER IIFJTID SEM FOLKGEFUR MISTÖKUM SÍ.NUM. OSCAR WiLDi- Þrístökkvarinn, spjótkastarinn og sjónvarpsstjarnan Simmi áStöö 2 er einn vinsælasti sjónvarpsmaöur landsins um þessar mundir og færist slfellt i aukana eftir að hann hætti meö 70 mínúturþar sem hann taldi augljóslega af- farasæiast aö þykjast vera vitlausari en hann greinilega er. Simmi eryngsti sonur eins mesta afreksmanns Isiendinga í íþróttum, Viihjátms Einars- sonarþrlstökkvara, sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.Með konu sinni, Geröi Unndórsdóttur, á Vilhjálmur sex syni: Rúnar prófessor (fæddur 1958), Einar framkvæmdastjóra (1960), Unnar kennara (1961), Garðar framkvæmdastjóra (1965), Hjálmar viðskiptafræðing (1973) og Simma eða Sigmarsem er ör- verpiö.fæddur 1977. Aföðrum sonum VilhjálmserEinarvitaskuld þekktastur en hann var afreksmaður mikill ispjótkasti og meöal bestu manna heims i sinni grein fyrir um það bil hálfum öðrum áratug. P I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Liverpool Meðlimir Liverpool- klúbbsins fá 10% afslatt S - XXL treyja kr. 6.490,- JS - JL treyja kr. 5.990.- S “ XXL stuttb. kr. 3.190.- JS-JL stuttb. kr. 2.990.. Búningurinn er kominn! Jói útherji knattspyrnuverslun m Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is - sendum í póstkröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.