Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDA.GUR 24. JÚNÍ2004 9 Börn smíða flugdreka Starfsfólk Árbæjarsafns ætlar að kenna bömum að búa til flugdreka í dag frá 13 til 16. í tilkynningu frá safninu kemur fram að nám- skeiðið sé fyrir foreldra og böm, afa og/eða ömmu og bama- böm. Ætlast er til þess að böm komi í fylgd með fufl- orðnum sem aðstoði böm- in. Ekki er óviðeigandi að flugdrekasmíðin fari ff am í gömlu umhverfi þar sem þeir eiga sér ævafomar ræt- ur. Næstu dagar verða vindasamir ef veðurspár ganga eftir. Tengdamóðir Fannars Magga Birgissonar í Jórufelli „Jórulellsmóri" hótaði mér lífláti Lásasmiðir í öngum sínum Lásasmiðir sem bjóða upp á neyðaropnunar- þjónustu hafa hver á fætur öðrum haft samband við DV vegna fréttar um að lásasmiðurhafi opnað fyrir innbrotsþjófum. Alfir sverja þeir af sér að hafa veitt þá „þjónustu". Yfirlýs- ing firá Neyðarþjónustunni að Laugavegi 168 er dæmi- gerð. Fyrirtækið hafi ekkert með umrætt atvik að gera: „Við mælum eindregið með því að eigandi þessar- ar íbúðar kæri málið til lögreglu, svo hægt sé að upplýsa hver það var sem aðstoðaði við innbrotið, því svona þjónustu verður að sjálfsögðu að stoppa.1' „Hann hótaði mér morði, og litla barnabarni mínu mánaðar- gömlu líka,“ segir María G. Andrésdóttir, tengdamóðir Fannars Magga Birgissonar, nágrannans í Jórufelli 12, sem stendur í miðju nágrannastríði í stigagangi sínum. Nágrannakona hans á 4. hæð sak- aði hann um að hafa hótað bömum sínum axlarbroti og hálsbroti vegna boltaleiks þeirra og lögregla hefur tvisvar verið kölluð til vegna ásakana Fannars á hendur bifreiðastjóra á 3. hæð um að skella hurð utan í bíl sinn. Vegna atgangsins kringum Fannar Magga kalla margir hann nú „Jóm- fellsmóra" sem þekkja til. Skotið var á bíl Fannars Magga 8. júní síðastliðinn og sakaði hann að- ila tengda nágrönnum sínum um að hafa staðið að skotinu. „Það hefur ekkert nýtt komið fram, við getum ekki séð hver var að verki," segir Bjarnþór Aðalsteinsson, lögreglu- fulltrúi í Breiðholti. Fannar Maggi sagði aðspurður um feril sinn sem nágranni að tengdamóðirin, Mana, hefði staðið fyrir rógsherferð á hendur honum og fengið konu hans rekna úr fisk- vinnslu á Patreksfirði. Auk þess sagði hann að María hefði stuðlað að því að hann var sviptur atvinnu- leysisbótum ævilangt: „Ég hef aldrei talað við þennan mann fyrr en hann hringdi í mig og hótaði morði," segir María tengda- móðir, sem segist hafa skellt á við hótunina. María viðurkennir fúslega að hafa verið á móti sambandi hans og dóttur hennar frá upphafi, allt frá því hún sá hann þegar hann kom í heimsókn fyrir sjö árum og hún yfir- gaf heimilið orðlaust vegna útlits nýja tengdasonarins. Hún segir Fannar hafa hótað henni morði eftir að hún ráðlagði dóttur sinni að yfir- gefa hann, en þá var dóttirin ólétt af fyrsta barni sínu. Síðan þá hafa eng- in samskipti verið þar á milli: „Ég hef ekki talað við hana í mörg ár og ég hef aldrei látið annað fólk abbast upp á þau. Ég hef hreinlega ekki skipt mér af þessu fólki, það er ekki til í mínum augum," segir tengdamamman. Lögreglan er ekki vongóð um að rannsóknin á skotárás á bfl Fannars verði árangursrík. Eftir því sem næst verður komist hefur verið friðsælt í Jórufelli 12 undanfarna daga. jontrausti@dv.is Útsalaaa á 100 notuðum bílum hjá Brimborg. Komdu núna. KLIKKAD E m Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. Öruggur stadur til ad vera á brimborg Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.