Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDACUR 24. JÚNl2004 13 Nigeríumenn fóru með hann i vöruskemmu og sýndu honum álkistu fulla af dollarabúnt- um. Sigvaldi sannfærðist um tilvist pening- anna eftir að Nígeriumennirnir höfðu opnað eitt búntið og ieyft honum að þreifa á pen- ingunum. enn á peningunum. DV hefur undir höndum ítarleg gögn sem sýna svo ekki verður um vlllst samstarf Sig- valda við Bianca og Tavo um að smygla peningunum frá Suður-Afr- íku um London og þaðan til Ný- fundnalands. Blekaðir dollarar Fyrsta tilraun félaganna til að ná peningunum úr landi var gerð fyrir tæpu ári þegar Abiola lýsti því að peningarnir færu frá Nígeríu til Höfðaborgar og þaðan til Spánar. Endastöð þeirra átti að vera Kanada, á bankareikning Sigvalda í borginni St. Johns á Nýfundnalandi. Ákveðið var að Sigvaldi héldi til Madrídar á Spáni til að sjá 20 milljónir dollarana með eigin augum. Hafi Sigvaldi ver- ið vantrúaður á að þessir fjármunir væru til þá breyttist það í Spánar- ferðinni. Abiola kom ekki þangað sjálfur en Nígeríumenn fóru með hann í vöruskemmu og sýndu hon- um álkistu fulla af dollarabúntum. Sigvaldi sannfærðist ,um tilvist pen- inganna eftir að Nígeríumennirnir höfðu opnað eitt búntið og leyft honum að þreifa á peningunum. Þá hafði hann lagt út tæpar þrjár millj- ónir króna vegna flutnings pening- anna. Honum var sagt að allir pen- ingarnir væru merktir með bleki sem gerði ókleift að koma þeim í umferð nema leysa blekið upp. í áikistunni, sem var um 1,5 metri á lengd og 60 semmetrar á breidd og 80 senfr'metrar á dýpt, var einnig kemískt efni tii að leysa upp blekið. Það reyndist ekki virka og Sigvaldi fór aftur heim til íslands eftir að hafa lýst því að þetta bæri þess einkenni að vera svik. Peningarnir urðu eftir í vöruskemmunni og Sigvaldi hélt heim úl íslands. MI6 með áhuga Engin samskipti voru milli Sig- valda og Abiola næstu mánuðina. En síðan náðu þeir saman aftur. Abiola útskýrði að peningarnir hefðu verið sendir aftur til Höfða- borgar og hann hafði fundið leið til að koma þeim áleiðis til Kanada en að þessu sinni um London með að- stoð suður-afríska bankamannsins Tavo Khumalo sem átti að fá 100 þúsund dollara fyrir sinn snúð. Abiola útskýrði að hann hefði fund- ið leið til að koma dollurunum í gegnum London til Kanada með að- stoð banka í Taívan. Endastöðin var reikningur Sigvalda í Bank of Mont- real en Kanada þótti góður kostur vegna bankalaga þar. Nú fóru málin á skrið en vandinn var sá að bæði Nígeríumaðurinn og Suður-Afríku- maðurinn voru komnir að fótum fram fjárhagslega, meðal annars vegna veikinda og fjölskyldumála. Sigvaldi varð því að leggja út mikið fé til að halda þeim gangandi. Meðal annars þurfti hann að greiða far- gjald Abiola frá Nígeríu til Höfða- borgar til að hann gæti ýtt pening- unum úr vör. Enn kom babb í báfinn því Níger- íumaðurinn þurfti tæpa milljón ís- lenskra króna, eins konar milli- færslugjald, svo koma mætti pen- ingunum áfram til banka London. Sigvaldi var þá sjálfur orðinn íjár- vana en honum tókst þó að kría út peningana, nokkur hundruð þús- und, sem millifærðir voru af reikn- ingi í vestfirskum sparisjóði. Viðtak- endur voru í Höfðaborg í Suður-Afr- íku, Bianca Phumladuda og Mathega Priscilla. Um hríð virtist sem 20 milljón dollarar væru á leið inn á reikning Sigvalda í Kanada en undir lok maí kom enn upp vanda- mál þegar bankinn í London, AABCORP, Africa Amalgamated Bank Corp, neitaði að senda þá áfram nema gegn millifærslugjaldi sem næmi 15 þúsund sterl- ingspundum eða tveimur milljón- um íslenskra króna. Sigvaldi hafði þá lagt 4 milljónir króna í ævintýrið og reyndi í örvæntingu að útvega meiri peninga á íslandi og erlendis. Þetta þóf stóð án árangurs um tíma en þá fékk Sigvaldi, sér til skelfingar, skilaboð frá bankanum í London um að hann yrði að mæta þangað til að gera grein fyrir 20 milljónum dollara. Talsmaður AABCORP var Norman Hood, sem kynnti sig sem yfirmann „Wire Department" eða millifærsludeildar. Norman fór í upphafi rólega í málið en þegar nokkrir dagar voru liðnir án þess að neitt gerðist þá tilkynnti Hood Sig- valda að MI6, breska leyniþjónust- an, hefði áhuga á þessu máli líkt og bresk skattayfirvöld, IRS. Hann gaf Dalvíkingnum kost á að greiða 15 þúsund pundin og bankinn myndi þá verja hann fyrir skattinum og leyniþjónustunni. Að öðrum kosti yrði Sigvaldi að mæta í bankann og svara „erfiðum spurningum". Þannig var staðan 29. maí, á 35 ára afmælisdegi Sigvalda. Frestur var gefinn til 16. júní sl. Heimildir DV herma að Sigvaldi Dalvíkingur hafi ekki mætt á fund bankamannsins Hood þann 16. júní eins og honum var skipað þar sem honum hafi ekki tekist að útvega peningana. Svikahrappar DV fann breska bankann á netinu. Hann er þar á slóðinni afabanc.com. Heimasíðan h'tur bærilega út en við nánari skoðun kemur í ljós að síma- númer sem gefin eru upp eru flest farsímar sem enginn svarar í. Þó er að finna þar eina landlínu sem blaða- maður hringdi í. Greinilegt var að þar var um að ræða símaþjónustu sem flytur hringinguna áfram í annað númer. Kona sem varð fyrir svörum gaf samband við Norman Hood, sem staðfesti að hann væri umræddur bankastarfsmaður sem annaðist bankaviðskipti á milli landa. Lýsti hann sig fúsan til að annast flutninga á peningum. En þegar óskað var eftir heimihsfangi bankans með fund í huga gerðist Hood dularfullur mjög og sagði best að hringja að morgni fundardags til að fá ffekari leiðbein- ingar. Á síðu bankans þarf aðgangs- orð til að komast inn í umhverfi ein- stakra viðskiptavina. í umhverfi Sig- valda er að finna upplýsingar um upphæðina, 20 milljónir dollara. Upphafsbanki er sagður vera South African Reserve Bank og endastöðin er sögð Bank of Montreal í St. Johns á Nýfundnalandi. f reit sem heiúr greiðslustaða er sagt að milhfærslan hafi verið sannreynd en þess sé beð- ið að eigandi upphæðarinnar kom th yfirheyrslu hjá „Rannsóknarteym- inu“ og greiði 15 þúsund pundin vegna úttektarinnar. f dálkinum „comments“ er úlgreint að upphæð- in sé ffyst þar tU gjaldið hafi verið greitt af hendi. Tekið er fram að ekki megi greiða þóknunina af 20 miUjón doUurunum! Varað við afabanc Á síðu sem varar við svikahröpp- um er ofarlega á blaði netfang með endingunni afabanc.com. Því má ljóst vera að Sigvaldi Dalvíkingur er fómarlamb svikamyUu sem hafði af honum mUljónir króna. En sjálfur hafði hann ætlað að taka þátt í pen- ingaþvætti á 20 miUjón doUumm og því er ekki einfalt hjá honum að leita réúar síns. MUljónir króna em foknar út um gluggann og við blasir að hann er fómarlamb afrískrar svikamyUu. Áfomi um stærsta bankarán fslend- ings em mnnin út í sandinn og Dal- vUcingurinn sem sérhæfði sig í geUum og kinnum er í sámm eftir að hafa gert tUraun til að komast yfir 20 mUlj- ónir doUara sem áttu að gefa honum áhyggjulaust líf. Nú er staða hans sú að hann er stórskuldugur og í miklum fjárhagsvandræöum vegna málsins. rt@dv.is Sigvaldi Gunnlaugsson gellukóngur í klóm svikamyllu Lætur lögregluna hafa öll gögn „Ég vil hjálpa tU að ná þessum þrjótum," sagði Sigvaldi Gunnlaugsson, geUuframleiðandi frá Dalvík, í samtali við DV í gær. Hann hefur tapað fjórum milljónum á við- skiptum sínum við Ní- geríumanninn Abiola WiUiams sem taldi Sig- valda trú um að hann hefði náð 20 milljónum doUarara út úr Seðla- banka Nígeríu. Sigvaldi féUst á að fjármagna flutninga á peningunum frá Níger- íu og til Kanada þar sem hann á "bankareikning. Þóknun hans átti að vera 20 prósent eða sem nemur fjórum milljónum dollara. Svika- mennirnir sendu Sigvalda myndir af sér og skilríkjum sínum en hann segir enga leið á að átta sig á því hvort þeir séu sjálfir á myndunum. Hann segist aldrei hafa Hitt Abiola, sem þó hafi ætlað að koma til ís- lands í vor en afboðað á seinustu stundu. Sig- valda var brugðið í gær þegar DV sagði honum að um væri að ræða svikamyUu og bankinn African Amalgamated Bank Corporation, sem áttí að hafa miUjónirn- ar undir höndum, væri ekki tU. Hann sagðist hafa haft um það grun um hríð að ekki væri aUt með feUdu. „Ég hef íhugað það um hríð að láta Interpol í té aUar upplýsingar í þeirri von að það tækist að ná þess- um mönnum. Nú hef ég ákveðið að láta lögregluna hafa aUar upplýsing- ar um þeúa mál. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef verið á gráu svæði en ég hef ekkert að fela,“ segir Sig- valdi. Sigvaldi Gunn- laugsson Vill að lögreglan nái i Nlgerlumennina. Nígerísk svikabréf hafa gengið í 20 ár Féll fyrir gamalli brellu Bréf samhljóða því sem Sigvaldi Gunnlaugsson féU fyrir hefur gengið frá árinu 1983. Eftir það hafa níger- ískir svikahrappar tekið tölvutækn- ina í sína þágu. Bréf Abiola WiUiams er birt á vefsíðu þar sem fjallaö er um fjársvikastarfsemi á internet- inu. Þar stílar hann bréfið á forstjóra og segíst hafa fengið upplýsingar um hann frá bróður sínum sem hafi verið diplómat í viðkomandi landi. í bréfinu segist Abiola vera yfirmaður í seðla- banka Nígeríu og vegna stöðu sinnar vití hann afháumijárhæð- um á banka- reikningi á nafiú manns sem sé látinn. „Ég hef sam- band við þig vegna þess að ég held að við getum hjálpað hvor öðrum mjög mikið," segir í bréfinu. „Stöðu minnar vegna get ég ekki nálgast peningana sjálfur," segir WUUams. Hann viU að viðtakandi heimUi hon- um að setja nafn hans sem þess sem eigi að fá sjóðina tU að hægt sé að flytja peningana út fyrir Nígeríu á hans nafhi. „Ég hef í huga að láta þér í té 20% af heUdarupphæðinni fyrir hjálp þína á meðan ég fæ 80%,“ segir í bréfinu. Hann segist hafa öU gögn sem þurfi en biður viðtakand- ann um að halda þessu fyrir sig. Svo biður hann um að framtíðarsam- skipti verði í gegnum tölvupóst eða í gegnum símanúmer sem gefið er upp. „Þessi dfll er 100% laus við áhættu og ég hlakka til að heyra frá þér sem fyrst. Með fyrirfram þökk, Ábiola WUliams."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.