Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 10
7 0 FIMMTUDAGUR 24. JÚNl2004 Fréttir DV Þorgerður Katrín er falleg, gáf- uð og hefur nýtt möguleika sína í lífinu til fullnustu. Hún hefur náð þeirri stöðu sem hún er í alfarið á eigin verð- leikum. Hún hefur náð tölu- verðum árangri í störfum sínum og þykir nákvæm, skynsöm og skelegg. Hana vantar ennþá næga grimmd og hörku til aö takast á viö sviðsljós fjöl- miöla. Alveg sama hversu oft prinsessan bætir undir dýnuna, hún mun alltaf finna fyrir bauninni. Hún er ekki vön að mæta mótbyr í lifinu og kann illa aö höndla mikla gagnrýni eins og hún hlaut til dæmis í fjöl- miðlamálinu. Þá þykir hún kröfuhörð. „Þorgerður Katrin er afskaplega heilsteypturog frambærilegur stjórnmálamaður. Það er gott að eiga samstarf við hana á hinum pólitíska vettvangi. Hún veit alltafhverju hún vill fá áorkað og er ákveðin og fylgin sér Iþvl sem hún tekur sér fyrir hendur. Hinsvegar tekur hún ætíð fullt tillit til samstarfs- manna sinna." Birgir Ármannsson þingmaður og félagi Þorgerðar í Sjálfstæðisflokknum. „Það er mjög gaman að þvl að takast á við hana á þingi. Hún er mjög fylgin sér og málefna- leg I þvi sem hún tekur sér fyrir hendur og það er gott að vinna með henni. Sem persóna erhún mjög skipuleg og skel- egg. Ég vann með henni I allsherjarnefnd og það var ánægjulegt samstarf, gott að skiptast á skoöunum við hana og ekkert verra að rlfast við hana. Helsti galli hennar erað hún er ofboðslega hlynnt foryst- unni I flokknum." Guðrún Ögmundsdóttir andstæðingur Þorgerðar á þingi. „Systir min er afskaplega greind og skemmtileg kona. Hún hefur alltafverið mjög skipulögð og fylgin sér. Hvað per- sónuleikann varðar er hún félagslynd en hefur samt aldrei verið I vand- ræðum með að vera ein með sjálfri sér. Ég held að hún leiti mikið I náttúruna til þessa enda jaröbundin per- sóna." Karitas Cunnarsdóttir, eldri systir og samstarfskona Þorgeröar í mennta- málaráðuneytinu. Þorgeröur Katrín er fædd í Reykjavík 4. okt. 1965, dóttir hjónanna Gunnars H. Eyjólfs- sonarleikara og Katrlnar Arason deildar- stjóra hjá Flugmálastjórn. Eignmaöur hennar er Kristján Arason viöskiptafræö- ingur og eiga þau þrjú börn. Aö loknu lög- fræöiprófí 1993 vann hún sem lögfræöing- ur hjá Lögmönnum Höföabakka 1993- 1994. Yfírmaöur samfélags- og dægur- máladeildar Rlkisútvarpsins 1997-1999. Þingmaöur 1999. Skipuö menntamálaráö- herral desember l-sl. Fasteignasalar munu framvegis þurfa aö lúta mun strangari kröfum en áður. Ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi í haust. Áöur gátu allir fengið réttindi eftir stutt námskeið. Nú þarf tólf mánaða starfsreynslu áður en hægt er að komast á námskeið. Og til að komast á námskeiðið þarf stúdentspróf. Fasteignasalar undir strangt eftirlit ríkisins Eftir rúma þrjá mánuði verða fasteignasalar að undirgangast mun strangari reglur um starfshætti og eftirlit með þeim en hingað til hefur tíðkast. Félag fasteignasala fagnar nýjum lögum um fasteignaviðskipti. „Lögin eru gríðarleg réttarbót,“ segir Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, um ný lög um fasteignaviðskipti sem Al- þingi samþykkti í maí. Þurfa að vera stúdentar Að sögn Björns Þorra hafði Félag fasteignasala óskað eftir endur- skoðun löggjafar um nokkurra ára skeið. Viðar Már Matthíasson laga- prófessor hafi loks samið frumvarp að beiðni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Lögin taki gildi 1. október í haust: „Helstu breytingarnar eru að menntunar- kröfur fast- eignasala eru auknar veru- lega," . segir M Björn ISjmY Þorri. „Áður Wjí íj gátu allir |||7 farið á jHP stutt Spr námskeið, 7 án tillits til rr.or.nt- Björn Þorri Viktorsson „Eftidits- nefndin hefur rlkar heimildir til rann- sókna og henni ber að framkvæma eft- irlitið eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti með hverjum einasta fasteignasala," scgir formaður Félags fasteignasala. „Þessi kafli laganna mótast mjög afþeim vandræðamálum sem uppi hafa verið í greininni." unar. Viðkomandi þurfti einungis að sýna fram á þrjátíu daga reynslu og sitja tiltölulega stutt námskeið. Samkvæmt lögunum er gerð krafa um tólf mánaða starfsreynslu áður en menn fara á námskeið. Og til að komast á námskeiðið þarf stúd- entspróf. Námið er þannig komið inn á háskólastig." Aðskilji fé skjólstæðinga Bjöm Þorri segir ennfremur gert ráð fyrir að fasteignasalar haldi sér- staka fjárvörslureikninga og haldi fé skjólstæðinga sinna frá eigin fé, rétt eins og lögmenn þurfa að gera. „Þessa reglu hefur sárlega skort hingað til,“ segir hann. Þá segir Björn Þorri að stofnuð verði nefnd sem hefur eftirlit með að störf og starfshættir fasteigna- sala séu í lagi og að farið sé eftir reglum og opinberum kröfum. „Þessi kafli laganna mótast mjög af þeim vandræðamálum sem uppi hafa verið í greininni," segir hann. Fjársvikarar í fasteignasölu Nokkuð hefur verið um það á síðustu árum að fasteignasalar hafi Fasteignir Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að fasteignasalarhaldi sérstaka fjárvörslureikn- inga og haldi fé skjólstæðinga sinna frá eigin fé. komist í kast við lögin vegna fjársvika eða meintra svika. Bjarni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fasteignasölunnar Holts, var í mars síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa með fjárdrætti, skjalafalsi og fjársvikum haft rúmar hundrað fimmtíu og átta milljónir af við- skiptavinum Holts. Þá hefur Lögreglustjórinn í Reykjavík ákært Finnboga Kristjáns- son, fyrrverandi fasteignasala og eiganda Fasteignasölunnar Fróns, fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Einnig hefur lögreglustjóri ákært Helga Magnús Hermannsson, sem rak fasteignasöluna Óðal og síðar Óðal & Framtíðina, fyrir fjársvik og skjalafals. Fælingarmáttur öflugs eftirlits „Eftirlitsnefndin hefur ríkar heimildir til rannsókna og henni ber að framkvæma eftirlitið eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti með hverjum einasta fasteignasala. Varla eru dæmi um svona íþyngjandi eftirlit annarsstaðar," segir Björn Þorri. „Það er mikill fælingarmáttur í því að eiga von á eftirlitsnefndinni," segir Björn Þorri. „Þetta kemur sér mjög vel fyrir stéttina og þessum lögum fagna langflestir fasteignasal- ar. Þeir binda um leið miklar vonir við að það komist betra skikk á rekstrarumhverfi fasteignasala en verið hefur. Það þarf að vera al- vörueftirlit og alvöruúrræði til að bregðast við.“ Forsvarsmenn verkalýðsfélaga segja stjórnmálaflokka fjarlægjast félögin Össur og Steingrímur fengu dúsu og þegja „Stjómmálaflokkamir hafa verið að fjarlægjast okkur og í desember kom það glögglega ffam þegar stung- ið var upp í forsvarsmenn stjórnar- andstöðuflokkanna dúsu á sama tíma og neitað er að hækka laun op- inberra stofnana á okkar vegum til jafns við aðra opinbera starfsmenn," segir Aðalsteinn Baldursson, formað- ur verkalýðsfélags Húsavíkur og mat- vælasviðs Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn hefur gagnrýnt stjórn- málamenn - og þá ekki síst vinstri flokkana tvo á þingi - fyrir að hafa fjarlægst verkalýðsbaráttuna með þeim afleiðingum að stéttabarátta eigi vart orðið málsvara á þingi. Sjálfum var Aðalsteini boðið að taka sæti á listum þriggja flokka fýrir síðustu alþingiskosningar. Sam- kvæmt traustum heimildum var þar um að ræða alla þáverandi, sem eru einnig núverandi, stjórnarandstöðu- flokka. Aðalsteinn hafnaði boðinu að sögn vegna anna. Hann á sem kunn- ugt er sæti í bæjarstjóm Húsavíkur. Aðalsteinn segir hugmyndir hafa komið upp innan verkalýðshreyfing- arinnar um að gera skurk í þessum málum. Hann leggur áherslu á að í öllum flokkum eigi að vera talsmenn vinnandi stétta. í ff étt í DV fyrir viku kom fram að á fundi í Stefnu, félagi að að mönnum," vinstri manna á Akureyri, sem Aðal- segir Aðalsteinn steinn sat sem gestafýrirlesari á dög- Baldursson. unum hefði hann reifað hugmynd helgi&dv.is um stofnun sérstaks framboðs verka- lýðsáhugamanna. Aðalsteinn segir þá hugmynd þó ekki langt komna. „Mín sýn er sú að verkafólk hafi sterka talsmenn í öllum flokkum og það teldi ég affarasælast. Annars er hinn kosturinn að stofha sérstakan verka- mannaflokk en sá mögu- leiki hefur ekki verið sér- staklega á dagskrá þó vissulega hafið það hvarfl- Aðalsteinn Baldursson For- maður Verkalýösfélags Húsavík- ur, semhér ber merki Samfylk- ingarinnar í barminum, segir af- skiptaleysi stjórnarandstöðunn- ar algjört gagnvart verkafólki. Stokkaðu upp fjármálin - með hagstæðu fasteignaláni Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjöriö til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13A, hringt i síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ðæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* / $0% ■ | '7n%<r Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 Alborquncir Irtiiýt • 4.500 4.960 5.420 6.250 *Lán med jafngreiösluaöferd án veröbóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.