Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 18
78 FIMMTUDACUR 24. JÚNÍ2004 Fréttir 0V • Olof Mellberg, fyrirliði sænska landsliðsins, sagði í gær að ítalir gætu eingöngu kennt sjálfum sér um að vera fallnir úr keppni á Evrópumótinu í Portúgal. Svíar gerðu jafntefli, 2-2, við Dani og gerðu úrslit leiksins, Ítalía - *- Búlgaría, þýðingarlausan. ítalir voru með jafnmörg stig og Danir og Svíar en skoruðu fæst mörk í innbyrðisviðureignum liðanna þriggja. „Liðin hafa örlög sín í mótinu í eigin höndum þegar mótið byrjar og ítalir hafa einfaldlega ekki gert nóg til að komast áfram. Allt tal um svindl er bull og ekki vert að svara," sagði Mellberg sem viil helst mæta Lettlandi í átta Uða úrslitum. • Morten Olsen, þjálfari danska landshðsins í knattspyrnu, blæs einnig á sögusagnir þess efnis að hans menn og Svíar hafi spilað upp á 2-2 jafhtefli í leiknum á þriðju- dagskvöld, jafntefli sem kom báðum liðum áfram. „Alhr sem sáu leikinn tóku eftir því að enginn reyndi að ná fram ákveðnum úrslitum," sagði Olsen og kallaði ásakanirnar fáránlegar. Franco Carraro, forseti ítalska knatt- spyrnusambandsins, sagði eftir leikinn að eins og leikurinn hefði þróast þá var það ljóst að bæði liðin stefndu að jafntefli. Jon Dahl Tomasson, sem skoraði bæði mörk Dana í leiknum, sagði þessi orð Carraro bull og að bæði liðin hefðu spilað til sigurs. „Það voru aðeins síðustu þrjátíu sekúndur leiksins sem leilonenn liðanna voru varkárir - annars var spilað á fullu," sagði Tomasson. • Otto Rehhagel, þjálfari gríska landsliðsins, hefur sagt sínum mönnum að fá ekki martraðir þótt þeir séu að fara að mæta stjörnum prýddu liði Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins á morgun. „Ég sagði við strákana mína í gær að þeir þyrftu ekki að vera hræddir þótt þá dreymdi Henry eða Lizarazu. Við vitum meira um Frakkana en til dæmis rússneska liðið og það hjálpar okkur. Við vitum að Frakkar eiga marga af bestu leikmönnum heims en við mætum með sama kraftinn og sömu ástríðuna í þennan leik og hina leikina á þessu móti. Ég hef engar áhyggjur af þessu því að við höfum aÚt að vinna en engu að tapa," sagði Rehhagel. tómatsósa Það skipti engu máli þótt Tékkar hvíldu níu leikmenn úr byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum þegar liðið mætti Þjóðverjum í lokaumferð riðilsins í gær. Framherjinn Marek Heinz, sem kom inn á sem varamaður gegn Lettum og skoraði, var í byrjunarliði Tékka að þessu sinni og hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora fýrra mark liðsins og leggja upp það síðara. Þjóðverjar sitja eftir með sárt ennið en HoÚendingar, sem unnu Letta, 3-0, standa í þakkarskuld við Tékkana því sigur þeirra gerði það að verkum að Hollendingar fylgja þeim. „Við getum þakkað Tékkum fyrir að vinna Þjóðveija fýrir okkur. Við heyrðum það á viðbrögðum stuðningsmanna okkar að Tékkar hefðu skorað annað mark og það gaf okkur aukaorku á lokamínútum leiksins," sagði Philip Cocu, fýrirliði hollenska landshðsins, eftir að hann og félagar hans höfðu tryggt sér sæti í átta liða úrsUtum Evrópumótsins þar sem þeir mæta Svíum á laugardaginn. HoUendingar höfðu mikla yfirburði gegn Lettum og gerðu út um leikinn á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Þá skoraði markahrókurinn Ruyud van Nistelrooy tvívegis, fyrst úr vítaspyrnu á 27. mínútu eftir að brotið hafði verið á Edgar Davids og síðan með skaUa af stuttu færi á 34. mínútu. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði og það kom síðan í hlut annars markahróks, Roy Makaay, sem leikur með Bayem Múnchen, að guUtryggja sigur HoUendinga sex mínútum fyrir leikslok. Makaay kom inn á sem varamaður í fyrsta sinni í mótinu tólf mínútum áður fékk góða sendingu frá Arjen Robben og afgreiddi boltann af öryggi í netíð. sigurinn staðreynd og HoUendingar fögnuðu gífurlega eftír að ljóst var að Tékkar höfðu unnið Þjóðverja. Skoruðum ekki mörk „Okkar aðalvandamál í mótínu var að við skoruðum ekki mörk. Við fengum fuUt af tækifærum en komum ekki boltanum inn í markið. Við höfum spUað verri leiki á síðustu árum en samt unnið. Tékkar spUuðu með varalið sitt en samt var það ekki nóg. Við gerðum okkar besta en því miður dugði það ekki að þessu sinni. Nú verðum við að horfa tíl framtíðar og vinna betur fram að heimsmeistara- keppninni í Þýskalandi eftir tvö ár. Ég ætla ekki að ásaka neinn. Allir gerðu sitt besta en það dugði því miður ekki," sagði Michael BaUack, markaskorari og bestí maður Þjóðverja, eftir leikinn gegn Tékkum í gær. Tékkar með mikla breidd Tékkar geta verið ánægðir með sig eftír að hafa lokið keppni í D-riðli, hinum svokaUaða „Dauðariðli" með fuUu húsi stíga. Þeir lentu undir í öUum þremur leikjunum en komu tU baka og unnu þá aUa. í gærkvöld stiUtu þeir upp varaliði sínu og sýndu og sönnuðu að þeir eru með aragrúa góðra leikmanna. Einn stóð þó upp, framherjinn ljóshærði Marek Heinz, sem er á góðri leið með að gera Heinz nafnið vinsælt fyrir annað en tómatsósu. Heinz skoraði stórkostlegt mark úr aukaspymu þegar hann jafnaði metin fýrir Tékka eftír hálftíma leik og það var hann sem lagði upp markið fyrir MUan Baros, markið sem skaut Þjóðverja endanlega út úr keppninni. Tékkar mæta Dönum í átta Uða úrsUtum keppninnar á sunnudaginn og miðað við spUamennsku Uðanna tveggja það sem af er keppninni má búast við hörkuleik. Rudi VöUer, þjálfari þýska Uðsins, sagðist vonast eftir því að þjálfa þýska liðið áfram. „Ég verð að vera raunsær fyrst að við duttum út strax. Ég er með samning tU ársins 2006 og vU halda áfram mínu starfi. Ég sagði það fyrir ári að ég myndi ekki hætta og stend við það. Auðvitað förum við yfir mótið í ró og næði á næstunni og sjáum hvað fór úrskeiðis," sagði VöUer daufur í dálkinn. oskar@dv.is Tékkar og Hollendingar eru komnir í átta liða úrslit Evrópumótsins í Portúgal. Þjóðverjar sitja eftir í riðlinum eftir tapið í gær gegn varaliði Tékka. Heinz Ekki B-riðill M EMífótbolta (2-0) Holland 3-0 Lettland 1-0 2-0 Van Nistelrooy, víti (27.) Van Nistelrooy, skalli (35.) 3-0 Makaay, skot (84.) Tölfræðin: 28 Skot 6 16 Skot á mark 2 2 Varln skot markvarSa 13 11 Skot innan teigs 4 9 Horn 3 21 Aukaspyrnurfengnar 15 2 RangstöSur 4 0 Gul spjöld 1 0 RauS spjöld 0 69% Boltl innan IISs 31% MAÐUR LEIKSINS Ruud van Nistelrooy, Hollandi B-ríðill jg EMífótbolta Þýskaland 1-2Tékkland 1-0 Ballack, skot (21.) 1 -1 Heinz, aukaspyrna (30.) 1-2 Baros, skot (77.) Tölfræðin: 17 Skot 8 10 Skot á mark 6 4 Varin skot markvarða 9 8 Skot innan teigs 4 9 Horn 1 20 Aukaspyrnurfengnar 24 5 Rangstöður 2 3 Gul spjöld 1 0 Rauð spjöld 0 58% Bolti innan IISs 42% MAÐUR LEIKSINS Marek Heinz, Tékklandi r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.