Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 11 Ávöxtur gefur mjúkar línur Ávöxtur frá frumskógum Amazon-svæðisins er orð- inn mjög vinsæll meðal kvenna í Perú sem segja að hann gefi þeim mýkri og kvenlegri línur. Ávöxturinn sem ber nafnið Agu- aje er sagður inni- halda töluvert magn af hormónum sem hafa þessi áhrif. Ávöxturinn, sem er á stærð við hænuegg og gul- ur og brúnn að ht, er einnig sagður ágætis ástarmeðal. Kvenmenn sem borða ávöxtinn segja að hann gefi þeim h'nur eins og hjá Jay- Lo á nokkrum mánuðum. Nakin í búðarferð Fyrsta nakta búðarferð- in var nýlega haldin með pomp og prakt í miðborg London. Þeir sem stóðu að uppátækinu í Plaza kringl- unni í Oxford stræti urðu þó fyrir vonbrigðum með aðsóknina því aðeins 15 naktir gestir mættu til að versla. Aðstandendur voru þó með skýringu á lélegri þátttöku, jú, Evrópumeist- aramótið er í fullum gangi. Þeir ætla því ekki að láta deigan síga og stefna ótrauðir á fleiri naktar búð- arferðir í framtíðinni. Geymdu fisk í líkhúsi Starfsmenn líkhúss borgar einnar í norður- hluta Indlands hafa orð- ið uppvísir að því að geyma fisk meðal þeirra látnu í líkhúsinu. Munu þeir hafa gert samkomu- lag við starfsmenn fisk- markaðar í grendinni um að geyma ihsh-fisk í kældri hkgeymslunni síðan í mars síðastliðinn. Upp komst um þessa aukabúgrein þeirra er rannsóknarblaðamaður þefaði af málinu. Ilish- fiskurinn þykir annars hið mesta lostæti þama um slóðir en hann hefur nú kostað líkmennina starf sitt. Schroeder bannar bók Þýski kanslarinn Gerhard Schroeder hefur fengið bók bannaða sem fjallar um óá- nægðan verslunareigenda sem drepur kanslara sem þykir líkur Schroeder. Höf- undur bókarinnar ber nafnið Reinhard Lieberman en bók- arheitið er „Endalok kanslar- ans - skotið í sjálfsvöm.“ I bókinni verður verslunareig- andinn gjaldþrota vegna slæmrar stöðu þjóðarbúsins og kennir kanslara sínum um hvemig komið er. Því tekur hann sig til og myrðir hann. Bókin mun ekki hafa selst í nema um þúsund ein- tökum áður en hún var bönnuð. Stórt hneykslismál er komið upp hjá lögreglunni í Nashville, Tennesse. Fíkniefni, peningar og vopn hafa horfið í stríðum straumum úr geymslum lögreglunnar þar í borg. Sextán handteknir, þar á meðal tveir starfsmenn geymslunnar. komst á sporid i tramnaiai ai rannsókn á öðru máli Rannsókn stendur nú yfir á umfangsmikiu hneykslismáli sem komið er upp í Memphis-lögreglustöðinni í borginni Nas- hville í Tennesse. Á undanförnum árum hafa fíkniefni, pen- ingar og vopn horfið úr sönnunargagnageymslum lögreglu- stöðvarinnar. Talið er að kókaínhringur standi á bakvið þjófnaðinn en alls hafa horfið fíkniefni að andvirði 240 milljónir króna, peningar að upphæð rúmlega 12 milljónir króna og töluverður fjöldi af vopn- um, einkum skammbyssum. Sextán hafa verið handteknir og ákærðir vegna málsins, þar af tveir opinberir starfsmenn geymslunnar. Enginn lögreglu- maður hefur hinsvegar verið ákærður. Barnastjarnan Mary-Kate Olsen bugast undan frægðinni Tvíburastjarna með lyst- arstol og milljarð í banka Tvíburasysturnar As- hley og Mary-Kate Olsen hafa verið stjörnur síðan í vöggu. Nú hefur hin 18 ára Mary-Kate bugast undan frægðinni og er komin með lystarstol. Hún var lögð inn á sjúkra- hús nýlega vegna þessa vandamáls. Talsmaður þeirra systra hefur stað- fest að Mary er komin á sjúkrahús vegna heilsu- kvilla en vill ekki ræða nánar um málið. Ashley og Mary- Kate urðu sjónvarps- stjörnur er þær voru níu mánaða gamlar og léku í sjónvarpsþátt- unum „Full house“. Það hlutverk höfðu þær fram til níu ára aldurs. Þær fengu sitt eigið framleiðslufyrir- tæki er þær voru sex ára gamlar og urðu þar með yngstu framleiðendur í heimi. Síðan hafa þær haldið áfram að leika og búa til sjónvarpsþætti og kvikmyndir og hafa kom- ist vel í álnir. Þær munu eiga um milljarð dollara í bankabókinni, hvor um sig. Á sama tíma hafa þær báðar puðað við heimalærdóminn í Háskólanum í New York og þetta var víst allt of mikið í fang færst hjá Mary- Kate. Schvill, gaf út um málið segir hann meðai annars: „Við kölluðum eftir utanaðkomandi aðstoð til að sýna fram á að okkur var full alvara að komast til botns í málinu. Við vild- um gera rétta hlutinn." Á annað hundrað kíló af kóki Við endurskoðun bókhaldsins kom m.a. í ljós að um 116 kg af kókaíni höfðu horfið úr vörslu lög- reglunnar á síðustu tveimur árum, nær 300 kg. af marijúana auk pen- inga og um 66 skotvopna. Schvill segir að gera verði ráð fýrir að þess- um hlutum hafi verið stolið og að ekki sé slæmu bókhaldi um að kenna. Talsmaður alríkislögregl- unnar FBI, sem einnig var kölluð til, vildi ekki tjá sig um málið við CNN. Fylkisendurskoðandinn John Morgan segir að endurskoðendur hafi varað lögreglustöðina við að vandamál væru í bókhaldinu á stöðinni þegar árið 1999 eða þrem- ur árum áður en byrjað var að rannsaka þjófnaðinn og að þau vandamál hefðu aldrei verið leyst. Lögregluyfirvöld hafa síðan sagt að þau hafi ráðið bót á þessu vanda- máli með því m.a. að setja upp betra eftirlitskerfi og myndatökuvélar í geymslumar. Endurskoðendur á vettvang Rannsóknarlögreglan í borginni komst á sporið í ffamhaldi af rann- sókn á öðm máli. Fíkniefnasali var handtekinn og í framhaldinu greindi hann lögreglunni frá hin- um umfangsmikla þjófnaði úr hirslum lögreglunnar. Endurskoð- endur fylkisins vom kallaðir til og fóm þeir yfir bókhaldið í geymsl- unum. í yfirlýsingu sem aðstoðarlög- reglustjóri borgarinnar, Ray SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 ■ 105 REYKJAVÍK ■ SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Hlemmur og næsta umhverfi, deiliskipulagsvinna Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi Hlemms og næsta umhverfis. Tilefni þessarar vinnu eru m.a. áform Strætó bs. um breytingar á leiðarkerfi almenningsvagna sem krefst breytinga á skipulagi umferðar um svæðið auk þess sem gert er ráð fyrir að Hlemmur verði endastöð sex stofnleiða. Samkvæmt hugmyndum sem leiðakerfis- breytingarnar hafa í för með sér er m.a. gert ráð fyrir að loka Hverfisgötu milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs fyrir almennri umferð til að almenningsvagnar komist fyrir í götustæðinu. Þá er gert ráð fyrir að lega Laugavegar á svæðinu austan Rauðarárstígs breytist. Auk breytinga á umferðarkerfi svæðisins tekur deilskipulagið til húsanna innan reits sem afmarkast af Laugavegi til suðurs, Snorra- braut til vesturs, Hverfisgötu til norðurs og Rauðarárstíg til austurs. Gert er ráð fyrir að heimilað verði að hækka og stækka húsin að Hverfisgötu 112, 112A og 114 til sam- ræmis við önnur hús á reitnum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og drög að deili- skipulagi svæðisins í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3 eða á vefsíðu stofnunar- innar http://skipbygg.is. Er þeim sem hafa ábendingar eða athugasemdir varðandi skipulag svæðisins bent á að koma þeim skriflega á framfæri til skipulagsfulltrúa, skipulags- og byggingarsviði Borgartúni 3,105 Reykjavík, eða á tölvupósti á tölvupóstfangið jsk@rvk.is fyrir 3. júlí nk. Að þeim tíma liðnum verður unnin tillaga að deili- skipulagi svæðisins sem auglýst verður til kynningar í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga. Reykjavík, 22. júní 2004, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.