Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 21 Eriksson og Scolari vinir Sven-Göran Eriksson og Luis Felipe Scolari, sem mætast með sín lið í Lissabon í kvöld, eru góðir vinir þrátt fyrir vera andstæðingar. Eriksson sagði við fjölmiðla í gær að hann bæri engan kala til Scolari þrátt fyrir að hann bæri ábyrgð á því að England datt út úr síðustu heimsmeistarakeppni. „Ég kann mjög vel við Scolari. Hann er sómamaður og frábær þjálfari," sagði Eriksson en á myndinni hér til hliðar sjást þeir faílast í faðma eftir vináttuleik Portúgala og Englendinga í Lissabon 18. febrúar síðastliðinn febrúar en leikurinn endaði með jafntefli, 1-1. inga á Leikvangi ljósanna í Lissabon. Heimamenn eru brattir Króötum þá geti fáir stoppað það. Það verður gaman að fylgjast prinsinum Cristiano Ronaldo. st ekki Rooney „Eina leiðin til að stoppa hann, og aðra toppleikmenn, er að gefa honum ekki pláss og reyna að hindra að hann nái hreyfa sigþannigað hann verði hættu- legur." Ricardo Carvahlo um Rooney Ashley Cole verðum að eiga toppleik ef við eigum að ráða við Ronaldo og Figo,“ sagði Neville í gær. Vinskapurinn lagðurtil hliðar Luis Figo hlakkar mikið til baráttunnar við David Beckham, félaga sinn hjá Real Madrid og segist ætla að gera Beckham sorgmæddan eftir leikinn. Þessir tveir frábæru miðjumenn mætast á Leikvangi ljós- anna í kvöld og Figo segir að vinskapur þeirra félaga verði lagður til hliðar þær níutíu mínútur sem leikurinn stendur. „Það verður frábært að spila á móti Beckham en það er mikilvægt að einbeita sér að leiknum en ekki einstaklingum. Ég mun taka í höndina á honum fyrir leikinn og faðma hann eftir leikinn en á meðan leik stendur verður ekkert gefið. Mitt verkefrú er að eyðileggja draum hans og allra Englendinga sem vilja sjá liðið vinna Evrópumótið,“ sagði Figo við blaðamenn í gær. Hann bætti því við til vamaðar fyrir enska liðið að portúgalska liðið væri farið að líkjast því brasilíska sem þjálfari liðsins, Luis Felipe Scolari, stýrði til sigurs í síðustu heims- meistarakeppni. „Þetta verður frábær dagur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Ég vildi fá enska liðið í átta liða úrslitum og sé ekki fram á annað en að þetta verði frábær leikur, sannkölluð knatt- spymuveisla," sagði Figo. Sammála Figo Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, er sammála Figo að því leyti að hann telur að portúgalska liðið muni spila líkt og það brasilíska gerði gegn Englendingum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar fyrir tveimur árum. Englendingar leiddu leikinn 1-0 en töpuðu síðan 2-1 fyrir liði sem var undir stjórn Luis Fehpe Scolari. „Portúgalar em Brasih'umenn Evrópu hvað varðar tækni. Þeir em með mestu knatttæknina af öllum Evrópuþjóðunum," sagði Eriksson sem býst við að Portúgalamir muni reyna að halda boltanum innan liðsins með einnar snertingar fótbolta. „Þeir em með marga frábæra leikmenn, Figo, Deco, [Cristiano] Ronaldo, Maniche og Rui Costa og þeir munu spila eins og þeir hafa gert hingað til - hraðan leik þar sem boltinn gengur f fáum snertingum á milli manna. Þeir spila með einn framherja sem er studdur af tveimur „Ég mun taka í höndina á honum fyrir leikinn og faðma hann eftir leikinn en á meðan leik stendur verður ekkert gefið." Luis Figo um David Beckham vængmönnum, það gekk upp á móti Spáni og þeir fara varla að breyta því fyrir leikinn gegn okkur." Hann varaði Scolari einnig við því að þessi leikur yrði öðmvísi en leikurinn gegn Brasilíu fyrir tveimur árum þegar England tapaði. „Núna erum við með fullskipað lið. Það em allir heilir og í toppformi öfugt við það sem var uppi á teningnum fyrir fjórum árum," sagði Eriksson en þá vom Steven Gerrard og Gary Neville meiddir heima á Englandi, David Beckham og Kieron Dyer vom meiddir í undirbúningnum og Michael Owen var hálfmeiddur í leiknum gegn Brasilíu. „Liðið er í frábæm formi núna og getur hlaupið í m'utíu mínútur, nokkuð sem það gat ekki gert í Japan fyrir tveimur árum. Það em engin vandræði hjá okkur og því fer ég fúllur sjálfstrausts í leikinn," sagði Eriksson. Owen ætlar að skora Michael Owen, sem hefur ekki enn skorað á Evrópumótinu, segist vera staðráðinn í því að brjóta ísinn gegn Portúgal. „Hluti af mér er ánægður með að við skulum vera komnir áffam upp úr riðlinum en örlítill hluti af mér er vonsvikinn yfir því að ég skuli ekki vera búinn að skora. Það pirrar mig þegar ég skora ekki en samvinna mín og Rooneys gengur vel og það er gaman að sjá hann skora öll þessi mörk. Mörkin hans hafa tekið pressu af mér en mér finnst ég þó ekki þurfa að sanna neitt. Ég efast ekki um hæfileika mína en það væri gott að skora sem fyrst. Vonandi gerist það í kvöld,“ sagði Owen. oskar@dv.is Fjögur mörk í 3 leikjum Það hefur verið erfitt að stoppa Wayne Rooney á Evrópumótinu IPortúgal. ~K Staðan í Lands- bankadeild kvenna Staðan: Valur 5 5 0 0 21-1 15 (BV 5 3 2 0 29-3 11 KR 5 3 1 1 19-8 10 Breiðablik 5 3 0 2 8-14 9 Þór/KA/KS 5 1 2 2 5-9 5 Stjarnan 5 0 3 2 4-17 3 Fjölnir 5 0 1 4 2-5 1 FH 5 0 1 4 0-10 1 Markahæstar Margrét Lára Viðarsdóttir, (BV 10 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 7 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 6 Kristin Ýr Bjarnadóttir, Val 5 Olga Færseth, (BV 5 Guðlaug Jónsdóttir, KR 4 Elín Anna Steinarsdóttir. (BV 4 Karen Burke, (BV 4 Hið unga lið FH^er i stöðugri sókn eftir mjög erfiða byrjun á sumrinu. Sigrún Olöf tryggði fyrsta stig Stjörnustúlkur voru ekki snnfærandi í leik sínum en áttu þó nokkur hættuleg færi í leiknum. Þær fengu tækifæri á að ná forustunni strax á fimmtu mínútu þegar dæmd var vítaspyrna en Sigrún Ingólfsdóttir markvörður FH varði glæsilega frá Lilju Kjartansdóttur. Sigrún Ólöf varði oft á tíðum mjög vel og var af öðrum ólöstuðum besti maður FH liðsins, en FH flðið sýndi mikinn styrk með framistöðu sinni eftir slæma útreið úr síðustu leikjum. "Það eru mikil vonbrigði að klára þetta ekki. Við erum að standa okkur vel allan tímann", sagði Sigurður Víðisson, þjálfari FH að leik loknum."Þær voru mun betri í upphafi síðari hálfleiks en við komumst aftur inní leikinn og fenmgum góð færi á að klára þetta. 'Eg er samt sáttur við að fá þetta stig en baráttan heldur áfram", sagði Sigurður að loklum. "Það er varla hægt að kalla þetta björgun", sagði Auður Skúladóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir að lið hennar hafði náð að bjarga andlitinu með marki á síðustu stundu gegn baráttuglöðum FH ingum á þriðjudagskvöldið. „Við vorum að fá fullt af færum en það vantaði grimdina. Það er ekki nógu mikið hungur í liðinu og það vantar alla samvinnu, en stigið var betra en ekki neitt." FH náði sér í dýrmætt stig í fallbaráttunni og sýndi að það er engin uppgjöf á þeim bæ, leikmann liðsins börðust vel allan tímann og sýndu oft á tíðum góðan samleik gegn frekar döprum Stjörnu- stúlkum, sem virðast hafa náð áður óþekktri lægð í leik sínum. ÞAÞ FH-liðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.