Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 Fréttir J3V hefur sérhæft sig í framleiðslu á gell- um af fiskhausum, svaraði tölvu- pósti frá Nígeríumanninum Abiola Williams sem kynnti sig sem starfs- mann seðlabanka Nígeríu. Þessi tölvupóstur er reyndar alþekktur og hafa fjölmargir fengið Scims konar bréf. Sigvaldi hefur reynslu af rekstri og hefur starfrækt sjávarútvegsfyrir- tæki bæði á íslandi og í Kanada. Ní- geríumaðurinn gaf Sigvalda upp símanúmer og þeir ræddu oft sam- an auk þess að senda hvor öðrum tölvupóst. Eftir að þeir voru orðnir vel kunnugir bauð Abiola Sigvalda hlutdeild í ágóðanum af því að koma fjármunum út úr Nígeríu í samstarfi við bankamann í Höfðaborg, Tavo Khumalo. Peningarnir áttu að hafa ii 29. MAÍ 2004. Á 35 ára afmælisdegi (slend- ingsins voru „pen- ingarnir" enn sagð- ir fastir í London þar sem Sigvaldi gat ekki borgað 15 þúsund sterlingspund. staðið óhreyfðir á bankareikningi á annan áratug og Nígeríumaðurinn útskýrði að lögum samkvæmt myndi bankinn eignast dollarana ef enginn vitjaði þeirra innan tiltekins tíma. Sá tími var á þrotum að sögn Abiola og því seinustu forvöð að ná peningunum áður en þeir yrðu merktir bankanum. Upphæðin var 20 milljónir dollara og umbun ís- lendingsins átti að vera fjórar millj- ónir dollara, eða 20 prósent. Þarna var ekki um neinar smáupphæðir að ræða því heildarupphæðin er rúm- lega 1,5 milljarðar íslenskra króna og þóknun Dalvíkingsins um 300 millj- ónir króna. Sigvaldi ákvað að slá til og þarna hófst samstarf sem allt til þessa dags hefur kostað íslending- inn gríðarleg útgjöld þótt ekkert bóli vali 16.JUNl2004.Sig valdi Gunnlaugsson mætti ekki í Afabanc til að gera grein fyr- ir 20 milljón dollur- unum og borga 15.000 sterlingspund. Samskipti við afrískan svikabanka sem er skráður á falskt heimilisfang Lék konu og karl til skiptis Dalvíkingur á fertugsaldri, Sig- valdi Gunnlaugsson, hefur undan- farið ár eytt stórfé úr eigin vasa í þeim tilgangi að koma 20 milljónum dollara frá Nígeríu um Suður-Afríku og Bretland til Kanada. Dalvík- ingnum var talin trú um að hann væri þátttakandi í því að ná um- ræddri fjárhæð út af bankareikningi í samstarfi við þarlendan banka- mann og Nígeríumann. fslendingur- inn hefur lagt milljónir króna í að koma dollurunum á milli landa án ci ■ i o 27. MAÍ 2004. Norman Hood hjá millifærsludeild ■Afabanc í London, stað- festir að 20 milljón doll- arar hafi borist bankan- um. Hann segir rann- sóknadeild bankans yfir- fara millifærsluna. o 28. MAl 2004: Norman Hood lét Sigvalda vita að rannsóknar- deild Afabanc hefði millifærsluna á 20 milljón dollurum til athugunar en bankinn vildi umfram allt forða honum frá rannsókn Bresku leyniþjónustunnar, MI6 eða rannsókn breksra skattayfir- valda. Leiðin til að forðast slfkt væri að greiða rannsóknadeild bankans 15 þúsund sterlingspund eða mæta ella til yfirheyrslu og greiða jafnframt umrædda upp- hæð. 21. MAl 2004:5.150 .dollarar færðir frá Sparisjóði Bolungar- •JH víkur á íslandi til Höfðaborgar í Suður- Afrfku. Viðtakandi var Bianca Phumiaduda. Áfangastaður peninganna er Nýfundnaland. JÚNl 2003: íslendingur- inn fór til Madridar á Spáni Sjk og fékk að sjá álkistu Ngfc með 20 milljón dollur- wjjp um. Ekki tókst að leysa ^ upp blek á peningunum og „tilraunin" mistókst. DV hafði áhuga á að vita hvers konar þjónustu bankinn African Amalgamated Bank Corporation veit- ir mönnum sem vilja flytja peninga milli landa. Á heimasíðu bankans kemur fram að hann er við 14 High Street Ux bridge í London. Á því heimilisfangi er bókasafnsþjónusta íyrir skóla hverfisins. Kona sem varð þar fyrir svörum kannaðist ekki við að banki væri í húsinu. Hún hafði ekki orðið vör við að afrískir menn stund- uðu viðskipti í hennar húsi. „Nei, það kannast ég ekki við," sagði konan sem heitir Gwen. Á vefsíðu afríska bankans var símanúmer fyrir landlínu í London. Þegar hringt er þangað þarf að bíða nokkra stund, svo er eins og símtalið sé flutt á annað númer. Fyrst þegar hringt var svaraði karlmannsrödd, dulbúin sem kvenmannsrödd. Fram- burðurinn var á affískri ensku. Þegar spurt var eftir Norman Hobd var sagt að hann væri á fundi. Blaðamaður spurði hvort það væri rétt að Norman Hood væri yfirmaður millifærslu- deildar afríska bankans í London, og sagði kvenmannsröddin: „That is correct". Síðan sagði röddin blaða- manni að hringja aftur eftir hálftíma. Næst þegar hringt var svaraði sama rödd, en sambandið slitnaði. í þriðja sinn kom símsvari en í íjórða sinn svaraði sama rödd aftur. Spurt var eftir Norman Hood og kvenmanns- röddin sagði augnablik. Þá var eins og einhver ýtti nokkrum sinnum á takk- ana á símanum og maður kom sem kynnti sig sem Norman Hood. Hann talaði með afrískum hreim. Líklega var þetta sami maðurinn og talaði með kvenmannsrödd áður. Blaða- maður spurði hann hvaða þjónustu hann gæti veitt og hvort mögulegt væri að hitta hann í London. Norman sagði það ekkert vandamál og að á heimasíðunni væri hægt að finna heimilisfangið. „Þangað getur þú komið og ég get hitt þig,“ sagði hann. Hvaða dagur er heppilegastur fyr- ir okkur að hittast? „Heimilisfangið er á netinu, af hverju kemurðu ekki þangað?" Það er 14 High Street Uxbridge? „Já“ Ættum við að koma þangað og þú hittir okkur þar? „Auðvitað, ég verð á skrifstofunni þegar þið komið." Ættum við að ákveða tíma eða hvað? „Auðvitað, þegar þú kemur til London, hringdu þá í mig." Er einhver dagur hetri en annar? „Hvað viltu eiginlega gera, viltu láta fé inn í bankann eða hvað?“ Þetta er nokkuð sem ég vil ekki tala um ígegnum símann, ekkifara út ínein smáatriði. „Þú ert með netfangið mitt, af hverju sendirðu mér ekki tölvupóst? Þá getur þú sent mér tölvupóst áður en þú kemur til London." Svo stafaði hann netfangið fyrir blaðamann. Geturðu gefíð mér leiðbeiningar, hvernig kemst ég að skrifstofunni í lest eða leigubO? „Veistu hvað vinur, þegar þú kem- ur til London, þá hringir þú í mig og við gerúm ráðstafanir til að sækja þig hvar sem þú ert, eða þú kemur til okkar." Allt í lagi, ef ég er í Uxbridge, þá fínn ég bara heimilisfangið, er það ekki? Það er 14 á High street í Uxbridge er það ekki? Þama slitnaði símtalið. Blaðamaður hringdi aftur og karl- maðurinn með kvenmannsröddina svaraði aftur. Röddin sagðist gefa samband og aftur heyrðist eins og slegið væri nokkrum sinnum á hnappaborð símans. Þá var Norman mun fámálli en áður, sagðist vera upptekinn en ítrekaði að best væri að hringja þegar komið væri til London. Daginn eftir sendi blaðamaður tölvupóst til mannsins sem kallaði sig Norman Hood. Þar lét hann vita að hugsanlega kæmust íslendingarnir fyrr til London en áætlað hefði verið. Svar barst þar sem Norman Hood sagðist ekki geta hitt nokkurn nema vita hvernig hann hefði komist yfir nafii hans og netfang. kgb&dv.is FEBRÚAR 2003: Sigvaldi Gunnlaugsson kynntist Nf- gerfumanninum Abiola Willians. Hann sendi hon- um tölvupóst með ósk um samstarf og sagðist vera bankastarfsmaður í Seðlabanka Nfgerfu. Sigvaldi svaraði og atburðarásin hófst. Sigvaldi Gunnlaugsson, 35 ára Dalvíkingur, hefur lagt stórfé í að ná 20 milljónum dollara út úr banka í Höfðaborg. Átti að fá 300 milljónir íslenskra króna fyrir að hjálpa Nígeríumannin- um Abiola Williams að koma 1,5 milljörðum króna til Kanada. Millifærslur í gegnum sparisjóð á Vestflörðum. Blekkingar- vefur í London og Dalvíkingurinn er fórnarlamb svikamyllu. 25. MAÍ2004.Tavo Khumalo staðfestir að 20 millj- ónir dollara hafi farið frá bank- anum f Suður-Afrfku til sam- starfsbanka f Bretlandi. Hann minnir Sigvalda á að greiða inn á bankareikning Chen Menghsun fTapei f Tafvan þá 100 þúsund dollara sem um hafi verið samið. „Mundu bróðir samkomulag okkar". þess að neitt bóli á umbun hans sem átti að vera fjórar milljónir dollara. Nígeríumaður Upphaf þessa máls má rekja til þess að Sigvaldi, sem undanfarið I 25. MAf 2004. iooo ^^^dollarar sendir frá Sparisjóði Bolungar- llgíjgji víkur til Höfðaborg- ar. Viðtakandi var Mathega Priscilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.