Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDACUR 24. JÚNÍ2004 Fréttir DV Hundsum fokdýr bió! Einkennilegt hvað er orðið dýrt að fara í bíó. Miðinn í bíó kostar nú heil- ar 800 krónur sem eru tæp- ar tvær vídeóspólur og vart Neytendur verjandi lengur fyrir stórar ijölskyldur að lyfta sér upp með því að kíkja í bíó. Það má vel vera að það sé dýrt að kaupa til landsins bíó- myndir til sýninga og ég ef- ast ekki um að kostnaður við að mubblera upp alla þessa bíósali á undanförn- um árum hefur reynst dýr. Hins vegar er með það eins og annað að mér finnst stórfurðulegt hvers vegna í ósköpunum bíógestir í landi þar sem fólk stundar bíóhúsin jafn grimmt og hér skuli þurfa að borga tæpan þúsund kall, með poppi og gosi, fyrir bíóferð- ina. Ég fór á dögunum í bíó eins og svo oft áður og fyrir það greiddi fjölskyldan tæpar flmm þúsund krón- ur, sem er að mínu mati al- veg út úr kú. Mér finnst furðulegt að engum skuii hafa dottið í hug að opna bíó fyrir okkur „pöpulinn" þar sem minna yrði lagt upp úr letistráka- sætum og leysigeislasýn- ingum en miðinn þar með ódýrari sem því nemur. Eins fmnst mér stórfurðu- legt að þrátt fyrir að á höf- uðborgarsvæðinu séu nú sex talsins er miðinn alls staðar jafn dýr. Ég geri mér sosum grein fyrir því að hluti húsanna sé á sömu hendi vafinn en hitt er eins víst að samkvæmt öllum kenningum ætti þó sú litia samkeppni sem til staðar er að tryggja samkeppni og þar með mismunandi verð, en ó nei. Tæpast fer nú undirmönnuð Samkeppn- isstofnun að ráðast til at- lögu við bíóstjórana en þá reynir á okkur neytendur að taka höndum saman og sleppa bíóunum. • Holta kjúklinga- leggir og kjúkiingalæri eru á tiiboðsverði í Bónus, kílóið kostar 299 krónur í stað 449 kr. áður. FjaUagrillkjöt er líka á tilboðsverði og villikryddað lambalær- ið kostar 857 krónur kílóið. Bónus samlokumar eru sem fyrr á aðeins 99 krónur. Ali beikon, krydduð svínarif og vínarpylsur fást einnig á tilboðsverði. • Þín verslun er með koníakslegna svínasteik á aðeins 958 krónur kfló- ið í stað 1.198 áður. SS Ostapyls- umar em seldar á 662 krónur kflóið og hvítlaukspylsur frá sama fyrirtæki em á 662 krónur kflóið. Þá em Pik-Nik kartöflu- strá á 159 krónur í stað 198 áður og Freyju Hrís, 200 g, fæst á 279 krónur í stað 299. • Nýherji er með EM tilboð á myndvörpum fyrir heimil- ið. Sá ódýrasti er Toshiba ETl * með 800x600 upplausn og Éfkf*- breiðtjaldsformi. Lampaend- ’v ing er 4 þúsund stundir og loftfesting gildir. EM tilboðs verð á þessum grip er 119 þúsund krónur. Fleiri tegundir em á tOboði í versluninni. y j, • Þótt sól skíni í heiði þessa dagana eru Hagkaupsmenn ^^^W'búnir undir rigninguna. í Hag- kaupum fást nú Elka pollajakkar með endurskini og pollabuxur á krakka og kostar hvor flík aðeins 1.699 krónur. • Markið er með „dömudaga" og býður 15% afslátt af reiðhjólum fyrir dömur. Um er að ræða Bronco, Scott USA og Giant hjól og er verðið frá 17.850 til 32.130 eftir því hvaða tegund er valin. • Guðjón Bergmann er með tveir fyrir einn til boð á jóga í sumar. Hægt er kaupa tvo mánuði fyrir einn í opnum jógatímum og einnig er hægt að fara í ókeypis prufutíma. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu á þriðjudögum og fimmtudögum. Hvað erum við að kaupa þegar við veljum fulla þjónustu á . bensínstöðum olíufélaganna? Erum við að borga mun hærra verð fyrir það eitt að nenna ekki út úr bílnum okkar eða er eitthvað innifalið í fullri þjónustu sem fólk veit almennt ekki um? DV bjallaði á nokkrar bensínstöðvar sem auglýsa fulla þjónustu og komst að því að upplýsingar um þjónustuna er hvergi að finna á stöðvunum. Hvað er fnll þjðnusta? Þegar keypt er full þjónusta á bensínstöðvum er oft erfitt að átta sig á því hvað sé í raun verið að borga fyrir. Áður en greiðslukortin hófu innreið sína fólust að sjálf- sögðu þægindi í því að geta rétt seð- il út um gluggann til slöngutemjar- ans, eins og bensínafgreiðslumenn eru gjarnan nefndir, en eftir kort er í raun erfitt að sjá hver gróðinn er annar en sá að sleppa við að skvetta á sig bensíni. Eða hvað? Á heimasíðu Olíufélagsins Esso kemur fram að verðmunur á lítra af 95 oktana bensíni með fullri þjón- ustu annars vegar og ódýrasta verðs í sjálfsafgreiðslu hins vegar sé 11 krónur á lítrann, 110,9 krónur ftúl þjónusta en 100 kr. lægsta sjálfsaf- greiðsluverð. Þetta þýðir með öðrum orðum að il full þjónusta sé 11 krónum dýrari en' sjálfsafgreiðslan. En hvað skýrir þennan mun og hvað færðu ^ fyrir 10 kallinn á lítrann þegar fyllt er? Samkvæmt upplýs- ingum frá vaktstjóra Esso stöðvarinnar við Geirsgötu er innifalið í fullri þjónustu þar að dæla bensíni á bílinn, athuga loft í dekkjum, olíu, vatn á vatnskassa og rúðu vökva auk þess sem framrúðan er þrifin. Ekki liggja frammi upplýsing- ar um þessi atriði við dælur á stöð- inni né í versluninni. Sömu sögu er að segja af bensín- stöðvum Olís sem bjóða fulla þjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum frá Olís er verðmunur þar tæpar 10 krónur með sömu forsendum og hjá Esso, 111,9 krónur full þjónusta en 101,9 kr. sjálfsafgreiðsla en ekki liggja fyrir upplýsingar um verð með þjónustu á heimasíðu Olís l£kt og hjá Esso. Hjá Olís í Hamraborg fengust þær upplýsingar Full leynileg þjónusta Full þjón- usta bensínstöðvanna inniheldur margs konar þjónustu viðskiptavin- um til hægðarauka en engar upp- lýsingar liggja þó fyrir á benslnstöð- um um hvað sé innifalið Ifuilri þjónustu sem er allt að 11 krónum dýrari en sjálfsafgreiðslan. að inni í verðinu væri innifalin at- hugun á olíu, vatni, lofti í dekkjum, rúðuvökva auk framrúðuþrifa. Einnig sjá afgreiðslumenn um peru- skipti sem hægt er auk þess að skipta um rafgeyma þar sem þeir eru seldir og því er við komið. Auk þess tók vaktstjórinn í Hamraborg fram að kurteisi væri innifalin í verði fullr- ar þjónustu, en því er reyndar geng- ið út frá sem vísu á hinum stöðun- um. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skeljungs býður fyrirtæk- ið sama verð og Esso á fullri þjón- ustu, 110,9 kr., en lægsta verð í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi er 103,9 kr. Verðmunur á „fullri þjónustu" og sjálfsáfgreiðslu er því sléttar 7 krónur. Hjá Shell-stöðinni á Reykja- víkurvegi sem býður lægsta sjálfsafgreiðsluverð stöðva Shell fengust þær upplýsingar að innifalið í fullri þjónustu þar sé athug- un á lofti, vatni, ohu og rúðu- vökva og ffamrúðuþrif. Auk þess aðstoðar starfsfólk við- skiptavini við skipti á perum, rafgeymum og því sem hægt er ef ekki þarf verkfæri til þess arna. Engar upplýsingar liggja fyrir á Shell-stöðvunum um hvað „full þjónusta“ feh í sér. helgi@dv.is Algengt verð á ýsu í roði er rúmar 800 krónur Soðningin á tilboði Hátt verð á fiski og ekki sístýsu fer fyrir brjóstið á mörgum en víða eru tilboð hjá fisksölum sem vert er að athuga nánar. Melabúðin við Hagamel býður viðskiptavinum sínum soðninguna á sérstöku tilboði alla mánudaga en þá er hægt að fá ýsu í roði á 499 krónur kflóið sem er talsvert ódýrara en al- Gamalt & Gott Flestir sem einhvem tíma hafa smakk- að áfengi þekkja timburmennina sem fylgja harkalegri áfengis- neyslu. Til em ýmis ráð til að bæta heilsuna og Þjóöverjum þykir til dæmis gott að borða steiktar pylsur eftir kenderí. Finnar mæla hins vegar með saltsíld sem skolað er niður með vodka. Austur-Evr- ópumenn em líka á því að saltað fiskmeti sé allra meina bót á meðan Kanadamenn telja gott að rífa í sig franskar kartöflur með kjötsósu og ostbitum. Þá segir sagan að í Tyrklandi kjósi múslimar jógúrt með hvítlauk þá sjaldan þeir ganga gegn lögum kórans- ins. Gyðingar em sagðir losna við timburmennina með því að borða feita pylsu með fyrsta bjómum. gengasta verð á sams konar flökum. Að sögn starfsfólks í Melabúðinni er sá háttur hafður á þessa daga að við- skiptavinum gefst kostur á að kaupa sér þjóðarréttinn á lægra verði ef framboð á ferskum fiski er nægilegt. Samkvæmt upplýsingum frá fisk- sölum er algengt verð á sömu vöm milli 800 og 900 krónur svo það er til mikils að vinna að skella sér út á Mela eftir soðningunni á mánudög- um. Fiskbúðin Vör við Höfðabakka er líka með tilboð á ýsu. Ef þú kaupir tvö klló af ýsu eða fiskbollum færðu tvö kíló af kartöflum og tvo htra af Frissa Fríska appelsínusafa með á 1.450 krónur. Hægt er að velja um ýsu og fiskbollur sér eða saman í til- boðinu hjá Vararmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá öðr- um fisksölum sem leitað var til velta tilboð að mestu á framboði á ýsu og öðmm tegundum á fiskmörkuðum en að sögn eins fisksala sem Neyt- endasíðan ræddi við er svokallað Bæði mollar oy miðbær betri „Ég held að ég verði að segja að ég versli ekki á einum sérstökum stað umfram annan og finnst bæði stóru og litlu búðirnar á horninu jafn góð- ar ef því er að skipta," segir sjón- varpskonan skemmtilega Valgerður Matthiasdóttir, eða Vala Matt. "Ég fer nokkuð jafnt að versla í stóru verslunarmiðstöðvunum og mið- bænum enda er stemningin og and- inn svo skemmtilega mismunandi á báðum stöðum að hvort tveggja get- ur verið voða huggulegt," segir Vala. Hún segist reyna að versla reglulega lífrænar matvörur og þá séu tvær búðir i sér- stöku uppáhaldi hjá sjónvarpsstjörnunni. "Þegar ég kaupi líf- rænar vörur fer ég i Heilsuhúsið og Ygg- drasil enda gott úr- val á báðum stöðum af hollum og lífræn- um vörum," segir Vala Matt. Hvað kosta gallabuxur? DV kannaði verð á gallabux- um í nokkrum tískuvöruversl- unum landsins. Mismunandi úrval er af tegundum í búð- unum og eru því mismunandi verð. Hér er gefið upp ódýr- asta og dýrasta verðið á hverri tegund. Ódýrustu bux- urnar eru Dickie*s í Smash og þaer dýrustu eru Diesel buxur í Sautján. Levi's búðin Levi 's Sautján Diesel Miss Deres Levi’s Diesel Wrangler Smash Levis Carart Dickie ’s Centrum Lee Wrangler Calvin Klein Retro Frá Melabúðinni Soðningin ertæplega helmingi ódýari hjá Melabúöarmönnum á mánudögum. Fisksalar segja tilboð sín fara eftir framboði á mörkuðum sem helst mikið i hendur við tíðni á flutningi svokallaös„flug- fisks" vestur og austur um haf. DV-mynd GVA Ameríkuflug, þar sem fersk ýsa er flutt með flugi vestur um haf, skeinuhætt neytendum hvað verð varðar vegna þess hversu framboðið á fiskmörkuðum minnkar í takt við flugið. Fyrir þá sem vilja annars konar sjávarafurðir er rétt að benda á að frosið hrefnukjöt er á sérstöku til- boði í dag og á morgun í Fiskbúðinni Álfheimum og Svalbarða í Hafnar- firði. Hrefnan, sem ku vera kjörin á grillið, er á 390 krónur kílóið. 8.990-12.990 kr. 7.900- 21.900 kr. 60 9.900- 15.900 kr. 8.990- 12.990 kr. 7.990- 19.990 kr. 9.990 kr. 10.900- 11.900 kr. 8.900- 13.900 kr. 3.900 - 4.900 kr. 8.900 - 9.900 kr. 9.900 kr. 12.900-15.900 kr. 8.900 - 9.900 kr. 8.900- 15.900 kr. 9.990-11.990 kr. 8.900- 12.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.