Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki sist
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 31
Ástandið í Abu Ghraib
„Ástandið í írak er orðið verra en
það var hjá Saddam Hussein," segir
Jónas Kristjánsson í leiðara 27.5. í
kjölfar umræðu um illa meðferð
fanga í Abu Ghraib. Ekki dreg ég úr
því, að misþyrmingar, nauðganir og
dráp fanga, sem nú hefur komizt upp
um, eru þungur áfellisdómur yfir
bandarískum fangavörðum og yfir-
völdum sem ábyrgð bera á þeim mál-
um. Umheimurinn krefst þess að
refjalaust verði refsað fyrir þá stríðs-
glæpi, sem og er að vænta.
Illvirki Saddams
Þó andmæli ég orðum Jónasar hér
ofar. Svo vill til að um daginn rak ég
augun í gamalt fréttablað, þar var
minnzt á Abu Ghraib. í The Times
3.3. 2003 vísar W. Rees-Mogg í ræðu
þingkonu úr vinstraarmi Verka-
mannaflokks, Ann Clwyd, í brezka
þinginu 26.2. 2003. Þá var hún ný-
komin úr ferð meðal Kúrda í írak og
upplýsti þingið um þjóðemishreins-
anir Saddams sem væru þá enn „í
stöðugum gangi". Að sögn ungs íraka
sem hún hitti í ferðinni og áður var
fangi í Abu Ghraib var „fólk nær dag-
lega tekið af lífi í því fangelsi, ekki
einn, heldur hundmð manna. Eftir
tilræði við Uday Hussein fýrir nokkm
vom 2.000 fangar teknir af lffi þann
sama dag,“ sagði Clwyd í ræðunni,
sem hafði mikil áhrif á þingheim og
fjölmiðla. Hún „sagði firá háskóla-
kennara, vannærðri konu sem fæddi
bam í fangelsi og sárbændi fanga-
verði um mjólk handa barni sínu.
Þeir neituðu, og bamið dó. Þrjá daga
hélt hún því í fanginu, vildi ekki
sleppa. Eftir þrjá daga í 60 stíga hita
var auðvitað komin lykt af barninu,
þá var konan fjarlægð og drepin,"
segir í frétt í vinstrablaðinu Guardian
27.2. 2003. Þingkonan Nicolson,
frjálslyndur demókratí, sagði sama
dag frá aðför Saddams að sjía-
múslimum og Aröbum á fenjasvæð-
unum, sem væri einbert þjóðarmorð.
Hún andmæltí ffiðarhyggju
(pacifisma) eigin flokks.
Clwyd sagði fjölda fólks hafa lent í
þjóðemishreinsun fyrir það eitt að
vera Kúrdar. „Þannig er veruleikinn í
írak Saddams. Þegar ég heyri fólk
biðja um meiri frest [á íhlutun], spyr
ég: Hver á að hjálpa fómarlömbum
JónValurJensson
andmælir leiðara
Jónasar Kristjánssonar.
Kjallari
Saddams ef við gerum það ekki?“
Sagði hún íraksstjórn verðskulda
dóm fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn
mannkyni og þjóðarmorð og að mjög
væri miður að Bretland hefði ekki
mtt veginn fyrir ríkisstjómarskiptí í
írak þegar tækifæri bauðst til í
Persaflóastríðinu.
Fullyrðingar Clwyd um harðstjórn
Saddams fá víða staðfestingu í skýrsl-
um Amnesty Intematíonal. f júní
1999 vom a.m.k. 60 fangar teknir af
h'fi í Abu Ghraib. í sept. a.m.k. 100
pólitískir fangar (þar af 21 kona)
teknir af hfi og grafnir í íjöldagröf.
12.10. vom a.m.k. 100 teknir þar af
lífi. Seint á árinu leitaði AI upplýsinga
hjá ríkisstjóm íraks um fanga sem
skv. fregnum höfðu verið teknir af lífi
í hundraðatali í Abu Ghraib- og al-
Radhwaniya-fangelsunum í des.
1997, þ.á m. 288 nafngreindir; sumir
þeirra biðu þá lausnar eftír afþlánun
dóma. Stjórnin beittí undanfærslum,
svaraði ekki.
Áfellisdómur
í nóv. 1998 vom yfirvöld skv. AI
sögð hafa fyrirskipað aftökur hund-
mða póhtískra fanga sem flestir til-
heyrðu stjómarandstöðuhópum og
höfðu verið dæmdir til dauða eða
lífstíðarfangavistar. í okt. 2001 var
enn verið að taka af lífi 21 sjía í Abu
Ghraib skv. AI, auk fjölda annarra af-
taka í landinu á því ári. Árið 2000
vom hundmð manna, m.a. sam-
vizkufangar, sjíar og tugir foringja í
Lýðveldisverðinum, teknir af lífi. Þá
vom f okt. s.á. tylftír kvenna (þ.á m.
fæðingariæknir sem gagnrýndi spih-
ingu í heilbrigðisþjónustu) háls-
höggnar með sverðum án dóms og
laga íyrir utan heimili sín, sakaðar
um vændi. „Sum fórnarlambanna
vom að sögn drepin af pólitískum
ástæðum" (AI 2001). Elztí sonur
Saddams, Uday, stjórnaði drápum
kvennanna. Hér er þó aðeins fjallað
Athugasemd frá
íþróttaálfinum
íþróttaálfurinn skrifar í tilefiii af
Pressupistii Illuga Jökulssonar á dög-
unum:
Sæh Ulugi.
Um leið og ég vil þakka þér fýrir
góðar ábendingar í síðasta helgar-
blaði DV um nauðsyn endurnýjunar
innslaga í Útvarpi Latabæ þykir mér
vænt um að sjá að þú og þínir em í
hópi fjölmargra dyggra hlustenda út-
Lesendur
varpsins. Það er alltaf gott að fá góð-
ar ábendingar, sérstaklega frá fólki
eins og þér sem hefur vit á því sem
það er að tala um. Undirbúningur
uppfærslu er hafinn og munu hlust-
endur verða varir við breytingar í
sumar.
Fyrst ég er byrjaður að skrifa þér
finnst mér rétt að taka ffarn að Út-
varp Latíbær var á sínum tíma sett á
laggimar þar sem okkur fannst al-
gjörlega vanta útvarp fýrir yngstu
hlustenduma. Það hefur líka komið
berlega í ljós að þörfin var svo sann-
arlega fýrir hendi því skv. Gallup
könnun sem gerð var í október 2003
hlusta hvorki fleiri né færri en 36%
fólks á aldrinum 30-39 ára reglulega
á Útvarp Latabæ. Þar sem ekki má
gera slíkar kannanir á meðal bama
vitum við ekki nákvæmlega um hlut-
fah þeirra en óformlegar kannanir
sýna að í aldurshópnum 2-5 ára er
Uvarp Latíbær með meira en 70%
hlustun hjá þeim bömum sem em í
bíl.
Eina útvarpsefhið, sem sérstak-
lega var ætlað börnum áður en Út-
varp Latíbær var sett á laggimar, var
þátturinn Vitinn á Rás 1. Hann var
ætlaður börnum á aldrinum 0-14
ára, sem að okkar mati var alltof
breitt aldurssvið. Við höfum því
reynt að vanda okkur sem best og í
því skyni framleitt á milli 200-300
stutta leikþættí sem er meira en
margar stærri útvarpsstöðvar hafa
gert.
Varðandi lagaval skal upplýst að í
Útvarpi Latabæ höfum við safnað
saman á einn stað öhum íslenskum
barnalögum sem við höfum komist
yfir. Síðan sér tölva um að velja af
handahófi lög tíl spUunnar hverju
sinni en yfir lengri tíma á sphun lag-
anna að vera jöfh. Varðandi athuga-
semd þína um „vemmUeg popplög"
vU ég segja að með tiUiti tU þess
hversu margir foreldrar hlusta á út-
varpið fannst okkur rétt að hafa á
dagskránni gömul og góð lög sem
þeir þekkja. Með því mótí gætí t.d.
skapast grundvöhur fyrir samræður
á milh foreldra og bama um lögin
sem voru vinsæl þegar foreldramir
vom yngri. Þegar kvöldsagan er búin
breytíst lagavalið á stöðinni þannig
að popplögin fá meiri spUun enda öU
góð og þæg börn komin í rúmið þeg-
ar sögunni lýkur. Þar við bætíst að
við vitum að Útvarp Latíbær á stóran
hóp traustra hlustenda í hópi þeirra
sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsum,
fyrst og fremst vegna ánægju þeirra
með „vemmUegu popplögin".
Að lokum smá leiðrétting. Það er
ekki Nenni m'ski sem sem setur
súkkulaði í bökuðu kartöflumar
heldur Siggi sætí. Það er að okkar
matí mjög mikUvægt að menn mgU
hvorki þeim né öðrum persónum úr
Latabæ saman, frekar en Mikka ref
og LUla klifurmús í Dýrunum í
Hálsaskógi. TU þess að festa persón-
urnar enn betur í sessi virðist þú því
þurfa að hlusta enn betur (bara smá
grín).
Með vinsemd og virðingu
íþróttaálfurinn
verra en hjá Saddam?
um meðferð fanga undir lok valda-
tí'ðar Saddams, ekki um þjóðarmorð
hans áður.
Skýrslur AI um 1999-2002 segja
beitingu pyntinga útbreidda og kerf-
isbundna á íröskum föngum. Aðferð-
irnar, m.a. rafrnagnsstuð og sígar-
ettubruni á ýmsum stöðum líkamans,
neglur rifnar af, nauðgun, menn látn-
ir hanga lengi á útíimum, barðir með
snúrum, rörum og vírvöndum, barðir
á iljar, borað í hendur með rafmagns-
bor og seinustu árin sú nýjung að
skera úr mönnum tunguna. Meðal
sálrænna pyntinga voru gerviaftökur,
langtímasvipting svefns, að láta fanga
hlusta á neyðaróp pyntaðra, hótun
um handtöku og barsmíðar ættingja
fanga eða nauðgun náinnar ættkonu,
einkum móður eða eiginkonu, í aug-
sýn fangans. Eru þess dæmi, að menn
hafi þurft að horfa upp á ættingja
pyntaða, knúnir þannig til að játa á
sig sök, síðan teknir af lífi.
Nægir þetta Jónasi til samanburð-
ar við ástandið í refsimálum íraks nú?
Að því leytí sem eitthvað af þessum
pyntingaraðferðum var notað af Am-
eríkönum áður en upp komst um
glæpina í Abu Ghraib, er það áfellis-
dómur yfir þeim líka. Fáir vilja þó
hverfa aftur til valdatíma Saddams.
Ekki flýja af hólmi
Endurreisnarstarf heldur áfram,
þótt torsótt sé, meðan gengur á með
hefhdaraðgerðum og mannvígum,
en þau má ekki taka sem merki þess
að meirihlutí íraka sé andvígur
mannréttindum og lýðræði. Um-
heimurinn þarf að veita þeirri upp-
byggingu jákvætt aðhald, ekki flýja af
hólmi undan ofbeldisöflum sem
myndu breyta landinu í blóðugri víg-
völl en menn geta ímyndað sér. ís-
lendingar sem aðrir eiga að virða
ályktun Öryggisráðs SÞ frá 16.10.
2003, þar sem hemámsliðinu em fal-
in æðstu völd þar til ný stjóm íraka
tekur við í sumar.
Þættirnir Hljómsveit íslands á
Skjá einum vöktu mikla athygli síð-
asta sumar en þá fýlgdust áhorf-
endur með poppsveitínni Gleðisveit
Ingólfs gera víðreist undir þeim for-
merkjum að slá í gegn. Umboðs-
maður sveitarinnar var Ingólfur
Hlynsson sem vann hörðum hönd-
um ásamt Hálfdáni Steinþórssyni
að því að koma Hljómsveit íslands
á toppinn: „Eins og staðan er núna
er ég lítið í þessum bransa en hef
þó haldið nokkur böl,“ segir Ingólf-
ur en gegnir stöðu verslunarstjóra
hjá 10-11 í sumar. „Ég er búinn að
vera í þessu starfi í fimm ár og líkar
vel. Ég er farinn að huga að flutn-
ingi til útíanda og mun líklega fara í
nám til Danmerkur áður en langt
um líður,“ segir Ingólfur Hlynsson.
ROKK OG RÓL
MEÐ BALDRI
í kvöld fimmtudag kl. 20:00
• Baldur kynnir sig
• 701 fytur raftónlist
• RVK spririts
• Dáðadrengir - Sigurvegarar Músíktilrauna 2003
Veitingar í boði
Allir velkomnir
Stuðningsfólk
BALDUR
Á BESSASTAÐI
- af viröíngu viö land og þjóö
Kostningaskrifstofa Baldurs Ágústssonar • Þverholti 11 • 105 Reykjavík • Sími 552 9000